Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 15
LiðhLaupi í feLum í 28 ár
Erlent 15Miðvikudagur 5. september 2012
n Leið illa í flughernum og bað um að fá að hætta n Fékk synjun og flúði til Svíþjóðar
M
ér leið bara svo ömurlega.
Ég varð að komast burt,“ hef
ur BBC eftir David Hemler,
Bandaríkjamanni sem flúði
bandaríska flugherinn fyrir 28 árum
síðan. Hann gerðist liðhlaupi eft
ir að hafa verið synjað um að vera
leystur undan herþjónustu, sendur
til sálfræðings og í kjölfarið lækkað
ur í tign.
Hann settist að í Svíþjóð, kall
aði sig Hans Schwarz og tókst að
ljúga því að yfirvöldum að hann væri
fæddur í Sviss. Þrátt fyrir að tala eins
og Bandaríkjamaður vissu sænsk yf
irvöld ekki hvert þau ættu að senda
hann. Hann fékk dvalarleyfi til
skamms tíma en síðar sænskan ríkis
borgararétt. Í 28 ár sagði hann ekki
nokkrum manni hver hann væri;
ekki einu sinni eiginkonu sinni eða
barni. Hann lifði þó í stöðugum ótta
um að Bandaríkjamenn myndu hafa
upp á honum og rann kalt vatn milli
skins og hörunds þegar hann heyrði
sírenuvæl í fjarska.
Var orðinn friðarsinni
David Hemler starfaði í Þýskalandi
sem túlkur í bandaríska flughernum,
á þeim tíma sem Ronald Reagan var
að flytja þangað svokallaðar Persh
ing II eldflaugar. Hann var aðeins
21 árs gamall og leið ekki vel í þessu
starfi sínu. Einn daginn gekk hann á
fund yfirmanna sinna og bað um að
vera leystur undan herskyldu á þeim
forsendum að hann væri orðinn frið
arsinni. Beiðninni var ekki vel tekið
og Hemler var samstundist sendur
til sálfræðings. „Ég var ekki sammála
því að ég væri andlega veikur þó ég
væri friðarsinni en mér hafði vissu
lega liðið illa,“ segir Hemler við BBC.
„Ég vakti á næturnar og gat ekki sof
ið. Ég átti líka erfitt með að nærast
og hafði fallið í yfirlið nokkrum sinn
um.“ Hann fékk ekki að yfirgefa flug
herinn en var í staðinn sviptur þeirri
trúnaðarstöðu sem hann gegndi og
var settur í þrif.
Ætlaði að fara tímabundið
Eftir að hafa þrifið gólf í heilt ár
rann upp fyrir Hemler að það yrði
ekki auðvelt fyrir hann að losna.
„Ég hafði þraukað í þrjú ár í hern
um og sá fram á önnur þrjú til við
bótar, hið minnsta. Mér leið ekki vel.“
Hann ákvað að láta sig hverfa um
hríð og sá fyrir sér að það gæti ef til
vill vakið menn til umhugsunar um
líðan hans. Þannig gæti hann losn
að. Hann fór til Svíþjóðar því þangað
hafði hann komið áður og hann hafði
líka heyrt að Svíar hefðu tekið við
bandarískum hermönnunum sem
hefðu flúið stríðið í Víetnam. Hann
kallaði sig Hans Schwarz og sagðist
vera sonur flóttafólks sem hefðu búið
í 35 mismunandi löndum. Þessi saga
var sögð með miklum bandarískum
hreim og trúðu sænsk yfirvöld hon
um varla og vildu senda hann vest
ur yfir haf. „Það vissi enginn hvert til
Bandaríkjanna ætti að senda mig. Ég
sagðist vera fæddur í Sviss.“
Lifði í ótta í Svíþjóð
Svo fór að sænsk yfirvöld gátu ekki
komist að hinu sanna um uppruna
mannsins og í stað þess að geyma
hann í fangaklefa ákváðu yfirvöld að
veita honum landvistarleyfi. Dvölin
ílengdist og hálfu öðru ári síðar var
hann kominn með landvistarleyfi.
Hann lýsir því í samtali við BBC að
hann hafi, þrátt fyrir þetta, lifað við
stöðugan ótta. Hann vissi að leyf
ið var fengið á grundvelli lyga og að
Bandaríkjamenn myndu leita hans.
„Í hvert sinn sem ég heyrði sírenu
væl í fjarlægð hélt ég að þeir væru að
koma að sækja mig,“ segir hann.
Dvölin í Svíþjóð var þess vegna
engin dans á rósum. Ekki bætti úr
skák að flugherinn setti hann á lista
yfir 10 eftirsóttustu flóttamennina, á
lista með morðingjum og nauðgur
um. Mynd af honum var reglulega
uppfærð á heimasíðu hersins og var
raunar aðeins tekin út fyrir fáeinum
vikum.
Hemler, eða Hans Schwarz, lét sér
vaxa hár og skegg og breytti þannig
útliti sínu. Hann hefur unnið ýmis
konar störf á undanförnum 28
árum; meðal annars á dvalarheim
ili fyrir aldraða. Hann lærði tölfræði
í háskólanum og vinnur í dag fyrir
sænska ríkisstofnun í Uppsölum.
Frænkan trúði honum ekki
Eins og áður segir, sagði hann ekki
neinum forsögu sína; hvorki kær
ustu sinni sem hann eignaðist barn
með, né konunni sem hann gift
ist síðar og átti með tvö börn til við
bótar. Hann þorði ekki einu sinni að
hafa samband við foreldra sína sem
búa í Bandaríkjunum, því hann ótt
aðist að verða framseldur til Banda
ríkjanna ef upp um málið kæmist.
„Ég var hræddur um að fá aldrei að
sjá dóttur mína aftur,“ segir hann.
Þegar elsta dóttir hann var vaxin
úr grasi þoldi Hemler ekki aðskilnað
inn öllu lengur og það nagaði hann
að vita að foreldrar hans vissu ekkert
hvort hann væri lífs eða liðinn. Hann
reyndi að hringja heim en tóks ekki
að ná sambandi. Þess vegna hringdi
hann í frænku sína og kynnti sig. Hún
átti bágt með að trúa honum þar
sem hann talaði ensku með miklum
sænskum hreim. Á endanum náði
hann sambandi við bróður sinn, sem
spurði hann um uppeldisár þeirra í
austur Pennsylvaníu. „Hann spurði
mig um nafnið á skjaldbökunni sem
við áttum þegar við vorum snáðar,“
segir hann og bætir við að hann hafi
svarað þeirri spurningu rétt. „Bróð
ir minn var auðvitað ofboðslega
ánægður og spenntur. Hann sagði
mér fréttir af fjölskyldunni undan
farna þrjá áratugi. Það var dásamlegt
að tala við hann.“
Óttast fangelsi í Bandaríkjunum
Bróðir hans kom honum í samband
við foreldra sína og Hemler viður
kennir að hafa verið svolítið kvíðinn
fyrir fyrsta samtalið. „Ég bjóst við að
þau væru reið við mig, vegna þess
hve langur tími var liðinn, en svo
kom á daginn að þau urðu himinlif
andi við að fá þær fréttir að ég væri
heill á húfi. Þau kröfðust aldrei út
skýringa,“ hefur BBC eftir Hemler.
Hann segir að eiginkona sín hafi
sýnt frásögn sinni skilning en viður
kennir að henni hafi orðið svolítið
um þegar hann sýndi henni mynd
irnar af honum, þar sem hann var
á lista yfir 10 eftirsóttustu liðhlaupa
hersins.
Hemler segir að hann vilji auðvit
að fyrir alla muni heimsækja foreldra
sína en mál hans er enn til rannsókn
ar hjá hernum. Hann segist óttast að
verða hnepptur í allt að 30 ára fang
elsi ef hann stígur fæti inn í landið,
jafnvel þó hann hafi sænskan ríkis
borgararétt. Þá hefur lögmaður hans
sagt honum að það sé afar ólíklegt að
hann verði læstur inni vestanhafs.
Hemler viðurkennir, þrátt fyrir að
hafa komið sér upp fjölskyldu í Sví
þjóð, að hann sjái enn eftir því að
hafa hlaupist á brott. „Þetta vatt upp
á sig og ég kom mér í stöðu sem ég sá
enga leið út úr.“ n
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
n Scott Brown vann milljónir í sjónvarpsþætti n Svikul eiginkonan vildi sinn skerf
„Þetta vatt
upp á sig
og ég kom mér í
stöðu sem ég sá
enga leið út úr
Kominn í leitirnar Hemler
vill ekki taka áhættuna á því
að fara til Bandaríkjanna.
Hann óttast að lenda í
fangelsi.
Á lista yfir eftirsótta Þetta eru myndirnar sem herinn birti af honum.
„Í hvert
sinn sem
ég heyrði sírenu-
væl í fjarlægð
hélt ég að þeir
væru að koma að
sækja mig