Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 14
Romney sækir að Obama
n Frambjóðendurnir hnífjafnir samkvæmt könnun Reuters/Ipsos
B
aráttan um forsetaembættið í
Bandaríkjunum harðnar stöð-
ugt enda einungis tveir mánuð-
ir til kosninga. Samkvæmt skoð-
anakönnun Reuters/Ipsos, sem birt
var í byrjun vikunnar, mælast Mitt
Romney, frambjóðandi Repúblikana
og Barack Obama, núverandi forseti
og frambjóðanda Demókrata, með ná-
kvæmlega sama fylgi, eða 45 prósent.
Óhætt er að segja að Romney sé
að koma upp á réttum tíma. Eins
og sést á meðfylgjandi töflu hefur
Obama haft talsvert forskot á Romn-
ey síðan þeir mældust nánast jafnir í
október 2011.
Kannanir Reuters/Ipsos eru
framkvæmdar í hverri viku, en í síð-
ustu viku mældist Obama með 46
prósent fylgi en Romney 42. Bú-
ist er við að Obama verði form-
lega útnefndur sem frambjóðandi
Demókrata á landsþingi flokksins
í Charlotte í Norður-Karólínu. Jul-
ia Clark, varaforstjóri Ipsos, seg-
ir að búast megi við því að Obama
bæti við sig fylgi í kjölfarið. „Rom-
ney mun eiga í erfiðleikum með að
halda í við forsetann og við mun-
um líklega sjá töluverða aukningu í
fylgi Obama,“ segir hún. Þegar niður-
stöður könnunar Reuters/Ipsos eru
skoðaðar ofan í kjölinn má sjá ýmsa
athyglisverða hluti. Romney nýtur
meiri stuðnings meðal þeirra sem
hvorki styðja Repúblikanaflokkinn
eða Demókrataflokkinn, 33 prósent
gegn 28. Bandarískum almenningi
finnst Obama þó vera viðkunnan-
legri; 48 prósent finnst Obama við-
kunnanlegri en 32 prósent nefndu
Romney.
14 Erlent 5. september 2012 Miðvikudagur
Kókaíndrottning
skotin til bana
Griselda Blanco, sem þekkt var
undir nafninu „kókaíndrottn-
ingin“, var skotin til bana í
borginni Medellin í Kólumbíu á
dögunum. Blanco var 69 ára þegar
hún lést en árásarmennirnir eru
ófundnir. Blanco var einn af frum-
kvöðlunum í kókaínsmygli frá Kól-
umbíu til Bandaríkjanna á áttunda
og níunda áratug liðinnar aldar.
Hún var dæmd í 20 ára fangelsi
í Bandaríkjunum fyrir dópsmygl
árið 1985 en var framseld til Kól-
umbíu árið 2004. Hún var þekkt
fyrir miskunnarleysi sitt í viðskipt-
um og er talin hafa skipulagt morð
á þeim sem féllu henni ekki í geð.
Fjölskylda Blanco segir að eft-
ir að hún kom til Kólumbíu árið
2004 hafi hún ekki verið viðriðin
skipulagða glæpastarfsemi.
100 þúsund
flúðu Sýrland
Að minnsta kosti 103 þúsund Sýr-
lendingar flúðu frá landinu í ágúst
til nágrannaríkjanna. Þetta kem-
ur fram í nýjum tölum frá Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna. Þetta er gríðarleg aukning
frá því sem áður var, en talið er að
um 50 þúsund Sýrlendingar hafi
flúið landið síðustu 17 mánuði þar
á undan. 235 þúsund Sýrlendingar
eru skráðir eða bíða eftir skrán-
ingu hjá stofnuninni.
Fulltrúar Rauða krossins í Sýr-
landi hafa krafist þess að þeir fái
betri aðgang að óbreyttum stríðs-
hrjáðum borgurum. Þannig átti
Peter Maurer, yfirmaður Alþjóða
Rauða krossins, fund með Bashar
al-Assad Sýrlandsforseta á þriðju-
dag.
E
ftir að Scott Brown vann 50
þúsund pund, 9,6 milljónir
króna, í leikjaþættinum Deal
Or No Deal, hafði hann aðeins
eitt markmið: Að eiginkona
hans fengi ekki eyri af verðlaunafénu.
Scott tók þátt í þættinum og
komst alla leið. Þátturinn er tekinn
upp fyrirfram og ekki sýndur fyrr en
nokkrum mánuðum seinna. Rachel,
eiginkona Scotts, hafði beðið um
skilnað við hann á jóladag, eftir að
upp komst um framhjáhald henn-
ar með vörubílstjóra sem hún hafði
kynnst á internetinu. Hún hafi sagt
honum að hún elskaði hann ekki
lengur. Hann vissi að ef Rachel kæm-
ist að því að hann hefði unnið sér inn
pening þá myndi hún vilja sinn skerf.
Það gat hann ekki hugsað sér.
Fengi ekki eyri
Scott ákvað því að reyna að láta skiln-
aðinn ganga í gegn áður en þátturinn
yrði sýndur og tryggja þannig að eig-
inkonan, sem brátt yrði fyrrverandi,
myndi ekki fá að njóta peningana
með honum. Scott var á þessum tíma
þegar fluttur út frá eiginkonu sinni og
tveimur börnum. Hann svaf á gólf-
inu hjá foreldrum sínum og var satt
að segja ekkert sérstaklega ánægður
með stöðu sína í lífinu. Leiddist vinn-
an og var eiginlega hálf þunglyndur.
Það var honum því kærkomin til-
breyting að taka þátt í leikjaþættin-
um. Honum gekk vel og vann sér
inn 50 þúsund pundin og ákvað að
Rachel skyldi ekki fá notið pening-
anna.
Eyddi öllum peningunum
Með aðeins fjóra mánuði til þess
að ná markmiði sínu ákvað hann
að nýta tímann vel. Hann byrj-
aði á því að borga upp allar skuldir.
Hann og Rachel, höfðu í þriggja ára
löngu hjónabandi sínu safnað upp
kreditkortaskuldum, lánum og yfir-
drætti í bankanum. Samtals voru það
um 15 þúsund pund sem hann borg-
aði til þess að þau yrði bæði skuld-
laus. Því næst keypti hann sér for-
láta Jagúar bíl fyrir 4 þúsund pund og
geymdi svo 2 þúsund pund til þess
að eiga fyrir skilnaðinum. Eftir það
fór hann og keypti föt, dót og ýmis-
legt nýtilegt fyrir börn þeirra hjóna en
þau eiga saman tvö ung börn. Hann
skellti sér svo í frí til Mexíkó og keypti
sér alls kyns hluti líkt og iPad og fleira
og segist hafa notið þess að gera vel
við sig.
Lífið í molum
Nokkrum dögum áður en þátturinn
var sýndur í sjónvarpinu notaði hann
síðustu aurana til að borga nám í raf-
virkjun svo hann gæti hafið nýjan fer-
il. Hann hafði líka rétt fyrir sér, um
leið og Rachel sá þáttinn vildi hún fá
sinn skerf af peningunum. Málið fór
fyrir dóm þar sem Scott þurfti að út-
lista nákvæmlega hvernig hann eyddi
peningunum. Í réttarsalnum yrti par-
ið fyrrverandi ekki á hvort annað.
Fyrir utan réttarsalinn sagði Scott
fjölmiðlum frá því hvernig þátturinn
hefði bjargað sér á ömurlegum tíma í
lífi sínu. „Mér var sagt að Rachel gæti
heimtað sinn skerf af peningunum og
ákvað þá að hún skyldi ekki fá neitt,“
sagði hann.
Scott sagðist ekki skilja hvernig
hún ætti rétt á peningum frá honum
eftir að hafa eyðilagt allt sem hann
hafi unnið fyrir síðustu ellefu árin.
„Hvernig getur hún átt rétt á þessum
peningum? Líf mitt er í molum. Ég
fæ ekki að hitta börnin mín daglega
lengur og hef misst allt sem ég hef
unnið mér inn síðustu ellefu árin.“
Beðið er úrskurðar í málinu og því
ekki enn útséð með það hvort Scott
þurfi að greiða eiginkonunni sinn
skerf. n
n Scott Brown vann milljónir í sjónvarpsþætti n Svikul eiginkonan vildi sinn skerf
Eyddi fénu áður En
konan komst í það
Í þættinum Scott vann 50 þúsund
pund í þættinum. Hann eyddi öllu
verðlaunafénu áður en þátturinn var
sýndur svo að eiginkona hans myndi
ekki fá eyri af verðlaunafénu.
Mynd: daILyMaIL
Hjónin Rachel sagði Scott það á jóladag að
hún elskaði hann ekki lengur.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Sigrid fannst
látin í Noregi
Líkið sem norska lögreglan fann í
Kolbotn á mánudagskvöld var af
Sigrid Giskegjerde Schjetne. Þetta
kom fram á blaðamannafundi lög-
reglunnar í Ósló sem hófst klukk-
an 16 að íslenskum tíma. Mörg
hundruð leitarmanna hafa leitað
hennar síðan 5. ágúst síðastliðinn.
Tveir menn hafa verið hand-
teknir grunaðir um að hafa ráð-
ið stúlkunni bana og hafa þeir,
samkvæmt norskum fréttamiðl-
um, verið ákærðir. Þeir eru báðir
í haldi lögreglu og hafa verið yfir-
heyrðir vegna málsins í dag. Lík-
ið fannst skammt frá stöðum sem
lögreglan hafði áður leitað hennar.
Ekki liggur fyrir hversu lengi Sigrid
hefur verið látin.