Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn E inhvern veginn er nánast óhugsandi að Íslendingur í ábyrgðarstöðu geri mistök. Þeir reynast yfirleitt allir vera fórn- arlömb aðstæðna. Eitt af fórnarlömbum síðustu viku er Magnús Kristinsson, útgerðarmað- ur úr Vestmannaeyjum. Magnús þurfti að selja útgerðina sína á dögunum. Hann kenndi Landsbankanum um, sem og ríkisstjórninni. Landsbankinn hefði veitt honum alltof há lán og því skuldaði hann of mikið og ríkisstjórn- in hefði ætlað að hækka gjald fyrir fiskveiðiauðlindina. Magnús, sem í hitteðfyrra þurfti ofan á allt saman að selja þyrluna sína, sem var innréttuð eins og limósína, hafði reyndar fengið um 50.000 milljónir króna afskrifaðar á kostnað kröfuhafa og skattborgara. Jón Ásgeir Jóhannesson og faðir hans Jóhannes Jónsson í Bónus misstu matvöruverslanakeðjuna sína og fleiri fyrirtæki vegna þess að þeir tóku of há lán og of mikla áhættu, sem olli því að þeir gátu ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Jón Ásgeir hefur hins vegar aðrar skýringar. Hann er fórnar- lamb samsæris, en ekki eigin ofmetn- aðar, græðgi og mistaka. Hann lýsti því sem gerðist í grein sem hann skrifaði í blaðið sitt, Fréttablaðið. Í lýsingunni er Jón Ásgeir að tala við starfsmann Arion banka, sem sagðist hafa ein- sett sér að „kála honum“, þegar Jón Ásgeir bað um að bankinn leyfði hon- um að eiga áfram fyrirtækin þrátt fyr- ir allar skuldirnar: „Þú ert á listan- um!“ – „Hvaða lista?“ spurði ég. „Nú, listanum um aðila sem á að kála,“ á bankastarfsmaðurinn að hafa sagt. Íslensku fórnarlömbin lenda í alls kyns undarlegum hremmingum og árásum. Af einhverjum ástæðum ákvað Arion banki að afskrifa 35.000 milljónir af skuldum Jóns Ásgeirs og félaga vegna verslanakeðjunnar til þess eins að geta kálað honum. Fórnarlambavæðingin er inngró- in í æðstu raðir. Geir Haarde reiddist og kvartaði undan aðför að sér þegar hann var dæmdur fyrir að brjóta stjórnarskrána í aðdraganda efna- hagshrunsins sem varð þegar hann var forsætisráðherra. Bjarni Bene- diktsson, arftaki hans sem formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk enn lengra á landsfundi flokksins í fyrra og sagði að sér „blöskraði aðförin“. Hann taldi reyndar líka vegið að Davíð Odds- syni, sem hefði verið „hrakinn“ úr stóli seðlabankastjóra eftir að hann fór á hausinn. Síðar þegar DV fjallaði um aðkomu Bjarna að vafasömum við- skiptafléttum og misheppnuðum fjár- festingum, sem kostuðu almenning skildinginn, sendi Bjarni frá sér yfir- lýsingar um að hann væri fórnarlamb pólitískra árása. Ástæðan fyrir því að svo algengt er að menn spili sig fórnarlömb er að það virkar. Samúð þjóðarinnar er mikil, og þegar maður í ábyrgðarstöðu sendir frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla er hún oftar en ekki birt athugasemdalaust í fréttatímum RÚV. Þessi samúð var best nýtt í máli bresks dópsmyglara sem var tekinn með tvö þúsund e-töfl- ur í Leifsstöð í september 1998. Kio Briggs náði að sannfæra þjóð- ina og dóminn um að hann væri bara fórnarlamb aðstæðna. Þessar e-töfl- ur í farangri hans bara lentu þarna. Hann grét þegar hann var sýknaður. Síðan fór hann í skaðabótamál við ís- lenska ríkið, fyrir þessa hneykslanlegu handtöku. Honum þóttu 27 milljón- ir vera lágmark, fyrir það hvernig farið var með hann, saklaust fórnarlamb- ið. Hann fékk gjafsókn. Síðar sama ár var hann handtekinn. Þá í Danmörku. Með 700 e-töflur. Síðustu ár hafa hörðustu glæpa- menn, jafnvel morðingjar, sent lög- menn á blaðamenn til að reyna að hafa af þeim peninga fyrir að segja frá þeim. Fyrir nokkrum árum fékk dæmdur kókaínsmygl- ari gjafsókn frá ríkinu til að stefna blaða- konu á DV fyrir að segja að hann væri grunaður smygl- ari. Mannorð hans virtist hafa beðið hnekki af þessu. Handrukk- arinn Annþór Kristján Karls- son kom fram í viðtali í Fréttatímanum fyrir nokkrum misserum og kvartaði yfir því að ástæða þess að menn eins og hann fremdu hrottaleg ofbeldisverk væri að stórum hluta til sú að fjölmiðl- ar ýttu undir afbrotahegðun þeirra með því að segja frá afbrotunum – því þeir vildu fá athygli. Íslenski fórnarlambakúltúrinn er gróðrarstía fyrir kúltúr ábyrgðarleys- is. Þeir sem eru alltaf fórnarlömb geta ekki axlað ábyrgð á sjálfum sér og allt er öðrum að kenna. Fórnarlömbin eiga því ekki að vera í ábyrgðarstöð- um, því þau munu alltaf „lenda í“ ein- hverju. Gera grín að Bjarna n Forsíðumyndin á Nýju Lífi hefur vakið mikla athygli þar sem Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hallar sér aftur á bak, dreym- inn á svip. Stellingin er sjald- séð á meðal karla sem vilja láta taka sig alvarlega sem leiðtoga og bera sig valdsmannslega. Í kjölfarið gekk samsett mynd af Bjarna og Steve Carrell í hlut- verki The Forty Year Old Virgin manna á milli á netinu. Þótti þar vera kominn tvífari Bjarna, sem reynir að höfða til kvenna með því að setja sig í stell- ingar og ræða barnauppeldi. Á knuz.is var hins vegar spurt að því hvers vegna það væri svona hlægilegt að sjá mynd- ir af körlum sem senda ekki sjálfkrafa skilaboð um mátt sinn og megin í pistli sem ber yfirskriftina Konan í karlinum. Miskunn ráðherra n Snærós Sindradóttir er sök- uð um brot á hegningarlög- um fyrir að hafa tekið niður fánann við rússneska sendi- ráðið og dregið lambhús- hettu að húni til að mótmæla meðferðinni á Pussy Riot. Meint brot fellur undir kafla um landráð en í honum kemur fram að aðeins skuli höfða mál hafi ráð- herra lagt svo fyrir. Snærós biðlar því til Ögmundar Jónas­ sonar innanríkisráðherra. Hann hefur sjálfur mótmælt mannréttindabrotum ötul- lega. Árið 2003 hélt hann mótmælaræðu á fundi gegn stuðningi Íslands við inn- rásina í Írak. Ári síðar afhenti hann varaforseta kínverska þingsins og sendinefnd hans skýrslu mannréttindasamtak- anna Amnesty International og rakti helstu efnisatriði hennar á fundi með fulltrú- um þingflokkanna í ráðherra- bústaðnum á Þingvöllum. Athyglisverð Samherjatengsl n Útgerðarfélagið Samherji hefur bætt við sig umtals- verðum kvóta síðastliðin tvö ár. Í fyrra keypti fyrirtækið Útgerðarfélag Akureyringa af Brimi og nú hefur Síldar- vinnslan, sem Samherji á helming í, keypt Berg-Hugin. Í báðum tilfellum var um að ræða skuldsett félög sem komin voru í fang gamla og nýja Landsbankans. Nú spyrja menn sig hvort Sam- herji eigi hauka í horni í bönkunum. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar eru Jakob Bjarna­ son, starfsmaður skilanefnd- ar Landsbankans. Jakob var einn af hluthöfum Kaldbaks, fjárfestingarfélags Samherja sem á hlutinn í Síldarvinnsl- unni, á árum áður og kom að málum Samherja þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður forstjóra Kaupþings. Ég er alltaf jafn ástfangin Ég tékkaði á tryggingunum Þórunn Högnadóttir og eiginmaður hennar fagna 20 ára samvistaafmæli. – DV Fermingargjöfinni var stolið af syni Jóns Kristins Friðgeirssonar. – DV Fórnarlömb Íslands Það sem gerist í Kópavogi ... Þ að er gott að búa í Kópavogi. Þetta hefur lengi verið satt. Í það minnsta fyrir þá sem þekkja bæjarstjórann. Gunnar Birgisson var ógleyman- legur bæjarstjóri. Hver man ekki eftir því þegar Kópavogur átti 50 milljóna króna viðskipti við dóttur Gunnars? Eða öllum verkefnunum sem fyrir- tækið Klæðning fékk, þegar Gunnar átti það og var bæjarstjóri? Eða þegar Kópavogur keypti hesthús af honum og fjölskyldu hans? Þá var góðæri í Kópavogi. Núna er nýr bæjarstjóri, en það er ennþá gott að búa í Kópavogi. Fyrr- verandi kosningastjóri Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra, var svo lánsamur á dögunum að fá lóð frá Kópavogsbæ. Það var ákveðið á fundi, sem bæjarstjórinn sat, að heim- ila kosningastjóra bæjarstjórans að flytja lóðina yfir á annað fyrirtæki, sem hafði fengið 40 milljóna króna afskrift- ir fyrir tveimur árum. „Ég er frekar sjokkeruð,“ sagði Guð- ríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, þegar hún komst að þessum tengslum lóðarþegans. Alltaf er það eins, þetta Samfylkingarvæl. Merkilegt hvað þetta fólk nennir alltaf að standa í vegi fyrir uppbyggingu og er alltaf jafnhissa á framþróun. Auðvitað er þetta ekki svona ein- falt, að hann hafi fengið sérstaka fyr- irgreiðslu vegna þess að hann var kosningastjóri bæjarstjórans. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, studdi líka þessa úthlutun og taldi hana eðlilega. Hann mótmælti mótmælum Guðríðar. Það hefur held- ur ekkert að gera með það að þessi fyrrverandi kosningastjóri bæjarstjór- ans hafði skráð sig í Framsóknarflokk- inn árið 2010, í þeim eina tilgangi að tryggja kjör Ómars Stefánssonar í for- ystu Framsóknarflokksins, eins og sagt var frá í fjölmiðlum. Allir með: Það er gott að búa í Kópavogi. Svarthöfði Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu­ og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 5. september 2012 Miðvikudagur „Íslensku fórn- arlömbin lenda í alls kyns undarleg- um hremmingum og árásum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.