Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 25
Hugar að næstu keppni
n Níu nýliðar í U21 landsliðinu sem mætir Belgum ytra á mánudag
H
vorki fleiri né færri en níu ný-
liðar eru í leikmannahópi ís-
lenska U21 landsliðsins sem
mætir Belgíu næstkomandi
mánudag. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari
liðsins, tilkynnti hópinn á mánudag
en augljóst er að hann er þegar far-
inn að búa liðið undir næstu keppni.
Íslenska liðið situr í neðsta sæti síns
riðils og hefur aðeins unnið einn leik í
riðlinum. Sá sigur kom einmitt á móti
Belgíu á heimavelli. Allir hinir leikirn-
ir hafa tapast og er markatala liðsins
4–16. Englendingar eru með pálmann
í höndunum í riðlinun; þeir eru á
toppnum með 15 stig en Norðmenn
eru í öðru sæti með 13 stig. Belgar eru í
þriðja sæti með 8 stig og Aserbaídsjan í
fjórða sæti með sjö stig.
Meðal nýrra leikmanna í hópnum
má nefna Einar Karl Ingvarsson hjá
FH, Andra Adolphsson hjá ÍA og Arnór
Ingva Traustason, leikmann Keflavík-
ur, sem er í láni hjá Sandnes/Ulf í Nor-
egi. Meðal eldri og reyndari leikmanna
má nefna Hólmar Örn Eyjólfsson og
Guðlaug Victor Pálsson.
Eyjólfur Sverrisson sagði í viðtali við
Boltann á X-inu á mánudag að hann
væri farinn að horfa til framtíðar. „Við
erum svolítið að breyta liðinu núna
og undirbúa það fyrir næstu keppni.
Við höfum ekki riðið feitum hesti frá
þessari keppni, það eru margir búnir
að fá tækifæri og við erum ekki búnir
að sýna góða leiki.“
Meðfylgjandi er hópur Íslands en þeir
leikmenn sem merktir eru með stjörnu
hafa aldrei leikið landsleik áður.
Sport 25Miðvikudagur 5. september 2012
Bestu og verstu kaupin
á lokadegi félagaskipta
n Fimm bestu og fimm verstu kaupin á lokadegi félagaskiptagluggans n Wayne Rooney í hópi þeirra bestu en Andy Carroll þeirra verstu
Afonso Alves
Heerenveen til Middlesbrough
(10 milljónir punda, 2008)
n Þessi kaup áttu ekki að geta
klikkað. Afonso Alves hafði skorað
45 mörk í aðeins 38 leikjum fyrir
Heerenveen. Alves virðist ekki
hafa tekið skotskóna með sér til
Englands því hann skoraði aðeins
10 mörk í 42 leikjum – eitt mark
á hverja milljón punda. Eftir að
Middlesbrough féll 2009 var Alves
seldur til Al-Sadd í Katar.
„ Árangur hans
í Hollandi
var góður og ekki
síður í Svíþjóð.
Við vonum að
hann muni sýna
það sama hér.“
Gareth Soutgate þáverandi
stjóri Middlesbrogh
Robinho
Real Madrid til Manchester City
(32,5 milljónir punda, 2008)
n Nýir eigendur höfðu tekið við
City og það vantaði leikmann til
að senda skýr skilaboð til annarra
liða. Robinho varð fyrir valinu og
greiddi City metfé fyrir leikmann-
inn sem kom frá Real Madrid.
Hann byrjaði vel og skoraði í
sínum fyrsta leik gegn Chelsea
og 13 mörk í heildina á sínu fyrsta
tímabili. Robinho gekk illa á sínu
öðru tímabili og var að lokum
lánaður til Santos áður en hann
var seldur til AC Milan.
„ Ég er himin-
lifandi með
að fá tækifæri
til að vinna með
jafn frábærum
knattspyrnumanni
og Robinho.“
Mark Hughes þáverandi stjóri
City, um kaupin
Benni McCarthy
Blackburn til West Ham
(2,5 milljónir punda, 2010)
n Suður-Afríkumaðurinn hafði
átt góðu gengi að fagna með
Blackburn þar sem hann skoraði
52 mörk í 140 leikjum. Gianfranco
Zola, þáverandi stjóri West Ham,
hélt að hann væri að fá alvöru
markaskorara en annað kom
á daginn. McCarthy lék fjórtán
leiki fyrir félagið og skoraði ekki
eitt einasta mark. Eftir rúmlega
ár hjá klúbbnum var samningi
hans rift og þurfti félagið að
greiða McCarthy 1,5 milljónir
punda. Síðar lýsti Karren Brady,
varastjórnarformaður West Ham,
því að félagið hefði gert „stór, feit
mistök“. Er það væntanlega vísun
í holdafar McCarthys sem þótti
helst til of þykkur þegar hann lék
með félaginu.
„ Benni verður
ógnandi í
sókninni. Hann
er leikmaður sem
getur skorað mörk
og mun hjálpa okkur
mikið.“
Gianfranco Zola þáverandi stjóri
West Ham
Paul Konchesky
Fulham til Liverpool (4 milljónir punda, 2010)
n Paul Konchesky var lykilmaður
í liði Fulham undir stjórn Roys
Hodgson. Þegar Hodgson var
ráðinn til Liverpool ákvað hann að
taka Konchesky með sér. Konche-
sky skrifaði undir fjögurra ára
samning þann 31. ágúst 2010 en
stóð engan veginn undir vænting-
um. Eftir að Hodgson var rekinn
og Kenny Dalglish tók við féll
Konchesky aftar í goggunarröðina
og var leikmaðurinn, sem á tvo
landsleiki að baki með Englandi,
sendur í lán til Nottingham Forest.
Í dag leikur Konchesky með
Leicester í ensku Championship-
deildinni.
„ Einn besti
vinstri bak-
vörður deildar-
innar á klárlega
skilið að spila fyrir
landsliðið.“
Roy Hodgson þáverandi stjóri
Liverpool
Fimm verstu kaupin
Andy Carroll
Newcastle til Liverpool
(35 milljónir punda, 2011)
n Þegar Liverpool ákvað að greiða
35 milljónir punda fyrir Carroll
urðu margir undrandi. Carroll
hafði vissulega staðið sig vel hjá
Newcastle, skorað 14 mörk á fyrri
hluta tímabilsins 2010–2011 og
vakið athygli stórra liða. Liverpool
var nýbúið að selja Fernando
Torres til Chelsea og þess vegna
þurfti liðið á nýjum framherja
að halda. Carroll hefur enn ekki
staðið undir verðmiðanum og var
lánaður til West Ham á föstudag.
Enn sem komið er hefur Carroll
einungis skorað 11 mörk í 58 leikj-
um fyrir Liverpool.
„ Þetta er stór
upphæð
fyrir leikmann
sem hefur skorað
14 mörk á hálfu
tímabili í ensku
úrvalsdeildinni. Hæfileikarnir eru
samt til staðar.“
Alan Shearer fyrrverandi fram-
herji Newcastle, um kaupin
Markmenn:
Árni Snær Ólafsson, ÍA
Rúnar Alex Rúnarsson, KR*
Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson, VFL Bochum
Eiður Aron Sigurbjörnsson, Örebro
Hörður Björgvin Magnússon, Juventus
Davíð Ásbjörnsson, Fylkir*
Einar Karl Ingvarsson, FH*
Sverrir Ingi Ingason, Breiðablik*
Miðjumenn:
Guðlaugur Victor Pálsson, N.E.C Nijmegen
Jón Daði Böðvarsson, Selfoss
Guðmundur Þórarinsson, ÍBV
Andri Adolphsson, ÍA*
Andri Rafn Yeoman, Breiðablik*
Arnór Ingvi Traustason, Sandnes Ulf*
Hólmbert Friðjónsson, Fram*
Sóknarmenn
Aron Jóhannsson, AGF
Kristinn Steindórsson, Halmstad
Emil Atlason, KR*
Hópurinn:
Yngir upp Eyjólfur er þegar farinn að
huga að næstu undankeppni. Fjöldi
nýliða er í hópnum sem mætir Belgum.
Huddlestone
ekki í leikbann
Tom Huddlestone, miðjumað-
ur Tottenham, fær ekki þriggja
leikja bann vegna brottvísun-
ar sem hann fékk gegn Norwich
um helgina. Huddlestone, sem
kom inn á sem varamaður í leikn-
um, fékk að líta rauða spjaldið
á lokamínútum leiksins fyrir að
tækla Jonny Howson. Í endur-
sýningum sést að um glórulausa
ákvörðun dómarans var að ræða
og ákváðu forráðamenn Totten-
ham því að áfrýja rauða spjaldinu.
Aganefnd enska knattspyrnusam-
bandsins féllst á rök Tottenham í
málinu og því mun Huddlestone
ekki fara í þriggja leikja bann.
Essien kominn
til að vinna titla
Michael Essien, sem lánaður
var frá Chelsea til Real Madrid á
dögunum, segist vera kominn til
Spánar til að vinna titla. Þessi 29
ára Ganamaður hefur reglulega
glímt við meiðsli undanfarin miss-
eri og fékk af þeim sökum fá tæki-
færi hjá Chelsea. Hann vonast til
að koma ferli sínum á rétta braut
með Spánarmeisturunum. „Ég
vil hjálpa Real Madrid að vinna
titla. Ég vil leggja hart að mér og
gera allt sem í mínu valdi stend-
ur til að koma liðinu aftur á topp
spænsku deildarinnar. Með þenn-
an hóp getum við líka komist langt
í Meistaradeildinni.“
Real Madrid situr í 9. sæti
spænsku deildarinnar með fjögur
stig eftir þrjá leiki.
Þór/KA
Íslands-
meistari
Stúlkurnar í Þór/KA tryggðu sér á
þriðjudagskvöldið Íslandsmeist-
aratitilinn í Pepsi-deild kvenna í
knattspyrnu. Ein umferð er eftir
af mótinu en liðið gerði sér lítið
fyrir og vann stórsigur á Selfossi,
9–0, fyrir norðan. Liðið var um
hálftíma að brjóta ísinn en eftir
það var engin spurning hver úrslit
leiksins yrðu. Sandra María Jessen
skoraði fjögur mörk fyrir norðan-
stúlkur en Kristín Ásbjörnsdóttir
þrjú. Um er að ræða fyrsta Íslands-
meistaratitilinn í sögu félagsins.
Á sama tíma tapaði KR, gamla
stórveldið í kvennaknattspyrn-
unni, illa í Vesturbænum, 0–4.
Þar með er liðið fallið niður í
næstefstu deild. Á laugardaginn
ræðst hvort það verður hlutskipti
Aftureldingar eða Fylkis að fylgja
KR niður.