Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 8
V eiðisvæði íslenska út- gerðarrisans Samherja við strendur Afríkuríkis- ins Máritaníu lokuðust að stóru leyti um síðustu mánaðamót eftir að ríkisstjórn- in í landinu færði fiskveiðilög- söguna út í 20 sjómílur. Samherji hefur stundað arðbærar veiðar, að- allega á hestamakríl, við strendur landsins síðastliðin ár eftir að hafa keypt Afríkuútgerð Sjólaskipa á vor- mánuðum 2007. Verksmiðjutogar- ar Samherja hafa verið við veiðar á svæðinu allt árið. Á milli 30 og 40 prósent af tekjum Samherja, á þriðja tug milljarða króna árlega, eru til- komin vegna veiða fyrirtækisins við strendur Máritaníu og annarra ríkja í Vestur-Afríku, til dæmis Marokkó. Samanburðurinn við þorskastríðin Arðurinn af fiskveiðunum á þess- um gjöfulu miðum rennur því ekki til íbúa í Máritaníu nema að litlu leyti. Íslenska útgerðarfyrirtækið, og önnur útgerðarfélög sem veiða við strendur landsins, njóta arðsins af auðlindinni. Guðni Th. Jóhannes- son, sagnfræðingur og einn af helstu sérfræðingum landsins um þorska- stríðin á Íslandi, segir að veiðar Ís- lendinga við strendur Vestur-Afr- íku séu „hámark tvískinnungsins“ þegar litið sé til samanburðarins við þorskastríðin. „Í allri okkar bar- áttu fyrir verndun fiskimiðanna var rauði þráðurinn sá að strandríkið skyldi hafa fullan rétt á auðlindun- um undan ströndum þess.“ 70 til 80 prósent Veiðarnar á hestamakrílnum fara aðallega fram laust undan strönd- um Máritaníu og þýðir útfærsla fisk- veiðilögsögunnar að Samherji má ekki ekki veiða innan þessarar 20 mílna lögsögu. Útfærslan þýðir að um það bil 70 til 80 af veiðisvæðum Samherja við Máritaníu hafa lokast. Heimildir DV herma að Samherji geti nú aðeins veitt við strendur landsins, utan þessarar 20 sjómílna fiskveiðilögsögu, á tímabilinu frá mars til júlí á hverju ári. Komnir til Las Palmas Um síðustu mánaðamót voru að minnsta kosti tveir af togurum Sam- herja, Heinaste og Beta 1, við strend- ur Máritaníu. Togararnir héldu eftir það til hafnar í Las Palmas á Kanarí- eyjum þar sem útgerð Samherja, Katla Seafood, hefur aðsetur. Samherji hefur, vegna þessar- ar aðgerðar ríkisstjórnar Márit- aníu, byrjað að leita að veiðisvæð- um í öðrum ríkjum Afríku. Samherji keypti í febrúar 30 þúsund tonna kvóta í Namibíu syðst í álfunni og horfir fyrirtækið meðal annars til þess sem möguleika að kaupa nýj- an kvóta þar í landi um næstu ára- mót þegar yfirvöld þar í landi gefa út aflaheimildir fyrir næsta ár. Nýr samningur við Evrópu- sambandið Á sama tíma og ríkisstjórnin í Márit- aníu hefur fært fiskveiðilögsögu landsins út í 20 sjómílur hafa yfir- völd í landinu gert nýjan tveggja ára fiskveiðisamning við Evrópu- sambandið. Samningurinn gerir evrópskum skipum kleift að stunda áfram veiðar við strendur lands- ins næstu tvö árin. Fimm ára samn- ingur á milli Máritaníu og Evrópu- sambandsins rann út í lok júlí síðastliðins. Í fréttatilkynningu frá Evrópusambandinu um endurnýj- un samningsins kom fram að eitt af lykilatriðunum í samningnum væri að koma í veg fyrir ofveiði með sjálf- bærum veiðum. Í skiptum fyrir veiðiréttindin greiðir Evrópusambandið 70 millj- ónir evra árlega til ríkisstjórnarinn- ar í landinu. Meðal þess sem kemur fram í samningnum er að 60 prósent starfsmanna evrópsku togaranna sem veiða við Máritaníu eigi að vera máritanskir. Meirihluti starfsmanna á skipum Samherja í Afríku hefur verið frá ríkjum Sovétríkjanna sál- ugu, meðal annars Eystrasaltsríkj- unum. Yfirvöld í Máritaníu virðast því vera orðin meðvitaðri um verðmæti fiskveiðiauðlinda sinna og hafa þar af leiðandi fært út fiskveiðilögsögu sína auk þess sem reynt hefur ver- ið að gera hagstæðari samning við Evrópusambandið. 8 Fréttir 5. september 2012 Miðvikudagur Veiðisvæði Samherja við Máritaníu lokast Við Kanaríeyjar Tveir af togurum Samherja, meðal annars Heinaste, voru við veiðar fyrir utan Máritaníu í lok síðasta mánaðar. Togararnir eru nú í Las Palmas á Kanaríeyjum en aðgerðir ríkisstjórnar Máritaníu hafa komið niður á veiðum fyrirtækisins þar í landi. Neitar að tjá sig Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur ekki viljað ræða um Afríkuveiðar fyrir- tækisins við DV. „Ég ætla ekki að fara út í þetta við þig.“ n Færðu lögsöguna út í 20 mílur n Samherji horfir til annarra Afríkulanda Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „ Í allri okkar bar- áttu fyrir verndun fiskimiðanna var rauði þráðurinn sá að strandrík- ið skyldi hafa fullan rétt á auðlindunum undan ströndum þess. Teitur ekki smeykur n Meiðyrðamál á lokametrunum É g er ekkert smeykur,“ skrifaði bloggarinn og íslenskukennar- inn Teitur Atlason á síðu sína á þriðjudagskvöld en í dag, miðvikudag, fer fram aðalmeðferð í meiðyrðamáli hjónanna Gunnlaugs M. Sigmundssonar og Sigríðar G. Sig- urbjörnsdóttur á hendur honum. Hjónin stefndu Teiti vegna blogg- færslu hans á DV.is þar sem hann rifjaði upp viðskipti Gunnlaugs með fyrirtækið Kögun í febrúar í fyrra. Teitur segir að loks sjái fyrir end- ann á málaferlunum með aðalmeð- ferðinni. „Fólk má mæta og fylgjast með ef það kærir sig um. Ég vonast auð- vitað til þess að sjá vini mína og veit að nokkrir ætla að mæta. Ég hvet alla stjórnmálabloggara að mæta því málið snertir þá með beinum hætti. Sama gildir um fjölmiðlafólk og þá sem einhverjar skoðanir hafa á mál- og ritfrelsi,“ skrifar Teitur. Teitur segir að þó málið fjalli um atburði sem áttu sér stað í fortíð- inni finnist honum það eiga sterka skírskotun inn í framtíðina.  „Þetta mál mitt snýst ekki bara um efnisatriði málsins heldur líka um réttinn til þess að tjá skoðan- ir sínar. Réttinn til að skoða gögn og draga af þeim ályktanir. „Ég er ekkert smeykur. Ef ég tapa, þá geri ég það með reisn. Ef ég vinn, geri ég það með auðmýkt,“ segir hann að lokum. Útilokar ekki karlkyns höfunda „Ég hef aldrei haldið fram að það séu bara konur sem skrif- uðu í bókina,“ sagði Hildur Sverrisdóttir í viðtali í útvarps- þættinum Reykjavík síðdegis á þriðjudag. Hún ristýrði bók- inni Fantasíur, þar sem lesa má fimmtíu sögur sem eru saman- safn af kynórum kvenna. Bókin fékk hálfa stjörnu af fimm í DV en eina stjörnu af fimm í Fréttatímanum. Bókin hefur, eins og þær einkunnir bera með sér, verið harðlega gagn- rýnd. Hildur útilokaði ekki í viðtalinu að einhverjar sögurn- ar væru ritaðar af karlmönn- um. Valið hefði þó verið í bók- ina „út frá forsendum kvenna“, sagði hún. Hún sagði enn fremur að hún væri ekki hissa á viðbrögðunum sem bókin hefði fengið og hvatti til frekari umræðu um efni hennar. Ungliðar harma ákvörðunina Öll félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi harma að Ragn- heiður Elín Árnadóttir hafi ver- ið sett af sem þingflokksformað- ur Sjálfstæðisflokksins og Illugi Gunnarsson skipaður í hennar stað. Félögin í kjördæmi Ragn- heiðar Elínar sendu á þriðjudag frá sér ályktun þar sem þau lýsa yfir vonbrigðum sínum með upp- stokkunina. „Ungir sjálfstæðis- menn í Suðurkjördæmi harma þá ótrúlegu ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að skipta um þingflokksformann flokksins,“ seg- ir í ályktuninni. „Það vekur furðu að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið á þessum tímapunkti að gera breytingar á þingflokksfor- manni, sérstaklega í ljósi þess að Suðurkjördæmið er sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins nú um stundir.“ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Bað og sturta! NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- SAFIR sturtusett 1.995,- 11.990,- NAPOLI hitastýrð utruts riryf ikæt ranudnölb NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar 14.900,- einnig fáanlegt með áföstu sturtusetti ADE-15752204 AGI-167-1B AGI-160 AGI-167-1C Til í allt Teitur segir að hann muni tapa með reisn eða sigra með auðmýkt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.