Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 26
„Nú er mömmutími“ n Arna Bára er komin í lokakeppni Playboy Miss Social 26 Fólk 5. september 2012 Miðvikudagur N úna er ég búin að eyða mikl- um tíma frá syni mínum. Nú er kominn mömmutími,“ segir hin 24 ára gamla Arna Bára Karlsdóttir sem hefur keppt í Playboy Miss Social keppninni í júlí- og ágústmánuði með góðum ár- angri. Hún lenti í öðru sæti í keppn- inni í ágúst og hefur unnið sér inn rétt til þess að taka þátt í lokakeppni ársins í febrúar. Arna Bára er nýbökuð móðir, á rúm lega fimm mánaða gamlan son og segist núna ætla að gefa sér meiri tíma með syninum á meðan hún undirbýr sig fyrir fleiri keppnir. Hún er staðráðin í að taka þátt í lokakeppninni um Play- boy Miss Social 2013 og ætlar að vera dugleg að kynna sig í minni keppnum seinna í vetur til að minna á sig. Á netinu meðan sonurinn sefur „Ég hef átt auðvelt með að keppa í sumar því sonur minn leggur sig tvisvar yfir daginn og sofnar svo klukkan 9 á kvöldin. Ég tók ákvörðun um að taka þátt í keppninni stuttu eftir fæðingu hans. Mér leiddist í fæðingar- orlofinu og var að vafra á netinu þegar ég rakst á vefsíðu keppninnar. Mér hefur gengið afar vel og fékk til að mynda um 13 milljónir atkvæða á einum mánuði. Ég er eina stúlkan í Evrópu sem hefur komist svona langt. Hingað til hafa bandarískar stúlkur hreinlega átt keppnina. Ég er mikil keppnismanneskja og ætla mér alla leið. Ég lenti í öðru sæti en hafði gott forskot allt til enda, ég var með 900 þúsunda atkvæða forskot á banda- rísku stelpuna sem þá vermdi annað sæti. Kærastinn hennar er hins vegar milljónamæringur og keypti eina og hálfa milljón atkvæða svo hún skaust í fyrsta sætið með lítilli fyrirhöfn. Það var fremur súrt,“ segir Arna Bára sem útskýrir að það sé bæði hægt að kjósa stúlkur og kaupa atkvæði. „Kærastinn minn frétti af úrslitun- um meðan hann var úti á sjó. Hann sagði að ef hann hefði vitað að það væri hægt að kaupa titilinn þá hefði hann gert það fyrir mig.“ En hvað fær hún í fjárhagslegan ávinning? „Ég fékk 60 þúsund krónur fyr- ir annað sætið. Ég hef einnig unnið nokkrar minni keppnir, eða viku- keppnir, og þá hef ég fengið boli í verðlaun. Ég mun líka sjást á síðunni hjá þeim og í „myndaöppum“ Play- boy í síma. En núna þegar ég keppi í lokakeppninni þá þarf ég mikinn stuðning fleiri Íslendinga en áður.“ Kynnir sig sem nýbakaða móður Arna Bára hefur fengið viðurnefnið Icelandic Beauty að eigin sögn og segist telja að móðurhlutverkið og sú mýkt sem hún býr yfir verði henni til svo mikilla vinsælda. „Ég segi frá því að ég sé nýbökuð móðir og vakni við bros barns míns. Ég kynni mig sem manneskju frem- ur en bara fyrirsætu með engan bak- grunn. Sumar fyrirsætur fela það að þær séu mæður. Það vil ég ekki gera. En þess utan náði ég langt vegna þess að ég kem hreint fram og er kurteis og jákvæð.“ Verður fyrir aðkasti og áreiti Arna Bára segist vissulega verða fyrir aðkasti og áreiti vegna þátt- töku sinnar í keppn- inni. Áreitinu verður hún aðallega fyrir á netinu þegar karlar senda henni dóna- leg skilaboð og til- boð. „Ég loka á allt slíkt og við stelpurn- ar í keppninni til- kynnum um allt slíkt á vefsíðu keppn- innar. En aðkastinu verð ég aðallega fyr- ir frá dómhörðum Íslendingum sem finnst ég vera drusla. Það er merkilegt hversu mikið Ís- lendingar dæma mig, útlendingar segja mig nefnilega algera tepru meðan Íslendingar kalla mig druslu. Ég er engin drusla. Það lýsir ekkert mínum innri manni að ég sitji fá- klædd fyrir. Ég veit að ég er falleg og flott og læt ekkert trufla mig.“ Arna Bára vill koma því á framfæri að hægt sé að greiða henni atkvæði í vikulegum keppnum á vefsíðunni playboymisssocial.com og þá má veita henni stuðning á aðdáenda- síðu hennar á Facebook. n Situr fáklædd fyrir í fæðingarorlofi Örnu Báru leiddist í fæðingar- orlofinu og ákvað að keppa um titil í Playboy-keppni. Verður fyrir áreiti Arna Bára verður fyrir áreiti frá körlum á netinu og segir Íslendinga dómharða. Með syni sínum Móð- urhlutverkið finnst Örnu Báru fara vel saman við að sitja fáklædd fyrir. Eiði fagnað á góðri íslensku Boðað hefur verið til fagnað- ar á Ölstofu Kormáks og Skjaldar næstkomandi fimmtudag, en þá er ráðgert að Eiður Svanberg Guðna- son, áhugamaður um íslenska tungu og fjölmiðlamálfarsrýnir með meiru, birti sinn þúsundasta mola um málfar og miðla. Hann hefur síðastliðin misseri haldið úti bloggi á DV.is þar sem hann gagn- rýnir málfar og málnotkun fjöl- miðlafólks. Eiður er þó ekki ein- göngu neikvæður í skrifum sínum því hann hrósar þeim sem honum finnst eiga hrós skilið. Búið er að útbúa viðburð á Facebook þar sem fólk getur til- kynnt komu sína á fögnuðinn. Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig fagnað verður „en það verður allavega gert á góðri ís- lensku“, líkt og segir á Facebook- síðunni. Hégómlegur Sölvi Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggva- son hlýtur að teljast einn álitleg- asti piparsveinn landsins en Sölvi er kominn aftur á „markaðinn“ eftir að upp úr sambandi hans og Védísar Vadítu Guðmundsdóttur slitnaði. Sölvi er eldklár og fjall- myndarlegur og sómir sér því vel á tölvu- og sjónvarpsskjánum. Sölvi virðist ánægður með eigin ágæti og þykir með þeim duglegri að uppfæra forsíðumyndirnar á fésbókinni svo mörgum þykir nóg um. Eftir myndatöku hjá stjörnu- ljósmyndaranum Arnold Björns- syni póstaði Sölvi glæsilegri mynd þar sem fjölmiðlamaðurinn minn- ir helst á kvikmyndastjörnu. Ekki sér maður fjölmiðlamenn á borð við Helga Seljan raða inn mynd- um af sér á netið. En eins og áður sagði, þá er Sölvi á lausu. Ekki Helgi. Botnlanga- laus Helgi Fjölmiðlamaðurinn og Kastljós- stjarnan Helgi Seljan lenti í held- ur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum þegar botnlanginn í honum sprakk. Helgi þurfti að leggjast inn á sjúkrahús fyrir vik- ið en hefur nú náð að jafna sig að mestu. Kastljósið er hafið aftur á ný eftir sumarfrí og Helgi var ansi brattur í fyrsta þætti haustsins. Svo virðist sem veikindin aftri hon- um ekki frá því að vera áfram einn allra aðgangsharðasti sjónvarps- spyrill í íslensku sjónvarpi. DV leitaði til Helga sem staðfesti veik- indin en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.