Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 18
TakTu sTræTó norður fyrir 6.600 krónur Algengt verð 252,7 kr. 254,7 kr. Algengt verð 252,4 kr. 254,4 kr. Höfuðborgarsv. 252,3 kr. 254,3 kr. Algengt verð 252,7 kr. 254,7 kr Algengt verð 254,6 kr. 254,9 kr. Melabraut 252,4 kr. 254,4 kr. Eldsneytisverð 4. september Bensín Dísil Snögg og góð þjónusta n Lofið að þessu sinni fær Te og kaffi en ánægður viðskiptavinur vildi fá að koma eftirfarandi á fram- færi. „Ég vil fá að lofa Te og kaffi á Laugavegi en ég fer oft þangað. Þar vinna dug- legar stelpur sem eru snöggar að afgreiða og þangað er alltaf gott að koma og þær vita líka nánast allt um vöruna sína.“ Rándýr sykurmoli n Lastið fær veitingastaðurinn Munnharpan í Hörpunni en DV fékk eftirfarandi ábendingu: „Um daginn ákváðum við sonur minn, fjögurra ára, að gera okkur glað- an dag og fá okkur kaffi og með því í tónlistarhúsinu Hörpu, sem sá stutti er afar hrifinn af. Ég pant- aði kaffi- og kakódrykk. Í borðinu var eitthvað sem kallast Hörpu Sara og leit út eins og stór lúxusút- gáfa af smákökunni Söru. Ég keypti eina handa okkur til að deila, þó að hún væri rándýr, en hún kostar á fimmta hundrað krónur. Í heild borgaði ég næstum 1.500 krónur fyrir þessa þrjá hluti. Kakan sem við fengum var helmingi minni en sú sem til sýnis var. Ég var hálfhissa á því en tók samt við henni. Hörpu Saran var svo grjótharður marengs, með örlítilli karamellu innan í, og svo sæt að ég fékk illt í tennurn- ar. Þetta átti ekkert skylt við Söru. Hvorugt okkar hafði lyst á þessum rándýra sykurmola, ekki einu sinni barnið sem þó hefur ríkan smekk fyrir sætindum. Ég skilaði Sörunni og sagði hvað okk- ur þótti um hana. Svarið var: „Þetta er sko ekki venju- lega Sara, heldur Hörpu Sara.“ Svo var mér boðið að fá eitt- hvað annað í staðinn, sem ég þáði ekki. Mér var ekki boðin endurgreiðsla.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Laufið kæfir grasið n Frágangur á sumarverkfærum og plöntum er mikilvægur fyrir veturinn L auf sem látið er liggja á grasflöt- inni á haustin og yfir veturinn getur kæft og drepið grasið sem er undir. Þess vegna er mikilvægt, sérstaklega þar sem mikið gras liggur, að raka laufinu saman og grafa það í holur í beðum eða blanda í moltu- binginn. Ekki þarf þó að fjarlægja visna stöngla og blöð af fjölærum plöntum fyrr en á vorin því það skýlir plöntum yfir veturinn. Þetta er á með- al þess sem fram kemur á heimasíðu Blómavals. Þar er farið yfir þau verk sem vinna þarf í garðinum á haustin. Haustið er á næsta leyti og það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar gengið er frá garðinum fyrir vetur- inn. Gott er að setja verkfæri í þurra geymslu og ganga þannig frá garðhús- gögnum að þau fjúki ekki. Eins segir á síðunni að tæma þurfi blómaker sem þola ekki frost og setja þau á hvolf þar sem lítið mæðir á þeim. Hafi fólk hugsað sér að setja nið- ur haustlauka þá er rétti tíminn núna áður en fer að frysta. Á síðunni segir að gaman sé að setja niður lauka af ýms- um tegundum svo þeir spretti upp með litríku blómskrúði næsta vor. Þumal- fingursregla með gróðursetningardýpt og millibil sé að setja laukana 3x hæð sína djúpt í moldina og að hafa bilið á milli þeirra 2x hæðina á lauknum. Á vef Garðheima segir að huga þurfi að því að binda upp tré og runna og þá sér í lagi þá sem gróðursettir hafa verið á þessu ári. Ef um viðkvæm- ar tegundir er að ræða sé gott að skýla þeim með striga. Einnig þurfi að skýla viðkvæmum fjölærum plöntum en þá sé gott að nota greinar og laufblöð sem falla til í garðinum.  18 Neytendur 5. september 2012 Miðvikudagur sumarverkfæri Setjið þau í þurra geymslu og gangið þannig frá garðhúsgögnum að þau fjúki ekki þegar haustlægðirnar fara að koma. S trætó bs. býður nú upp á áætlunarferðir á milli Reykja- víkur og Akureyrar og hófust þær þann 1. september síð- astliðinn. Hægt er að kaupa far fyrir 6.600 krónur ef notaðir eru 22 strætómiðar. Í kjölfarið stækkaði svo þjón- ustusvæðið enn meira þegar áætl- unarakstur hófst til Stykkishólms, Búðardals, Hólmavíkur og Reyk- hóla. Einnig er boðið upp á ferðir til Grundarfjarðar, Ólafsvíkur, Hellis- sands, Rifs, Reykholts, Hvamms- tanga og Skagastrandar en þær ferð- ir verður að panta sérstaklega að minnsta kosti tveimur tímum fyrir brottför. Allar upplýsingar á einum stað „Þetta er í rauninni ekkert sem við ákváðum að bjóða upp á,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós bs. Hann útskýrir að ríkið hafi ákveðið að afnema gamla sér- leyfiskerfið sem gekk út á að Vega- gerðin, fyrir hönd ríkisins, samdi við einstaka hópferðaleyfishafa og gaf þeim sérleyfi á ferðum á milli ákveðinna staða. Nú hafi þessi sér- leyfi færst til sveitarfélaganna og kallist nú einkaleyfi. „Við vorum fengin til að aðstoða við að skipu- leggja þetta, koma þessu á fót og framkvæma innan þjónustusvæð- anna. Það eru landshlutasamtökin sem fá pening frá ríkinu og fargjalda- tekjurnar sem eiga að standa und- ir kostnaði. Ef það gerist ekki þá eru það sveitarfélögin sem bera ábyrgð.“ Strætó bs. tók að sér það verk- efni að fjármagna alla markaðsstarf- semi, uppgjör við verktaka og allt sem tilheyrir því að reka slíkt kerfi. Það var svo hugmynd þeirra sem koma að verkefninu að kalla allt kerfið strætó. „Rúsínan í pylsuend- anum er sú að almenningur skynj- ar þetta sem strætó því það þarf ekki að leita á marga staði og til margra aðila. Allar upplýsingar má finna á straeto.is.“ Rútuferðir voru of túristamiðaðar Reynir bendir á að slík kerfi hafi ver- ið sett upp í nágrannalöndum okkar fyrir mörgum árum. Sérleyfiskerfið hafi átt að vera þjónusta við almenn- ing en hafi verið orðið of túristamið- að. „Það kom í ljós að 98 prósent af farþegum gamla sérleyfiskerfisins voru útlendingar. Sveitarfélögin voru ósátt við að ríkið skyldi greiða sér- leyfishöfum pening til að þjónusta fólkið í sveitunum en væru í raun bara að þjónusta útlendinga.“ Hann tekur sem dæmi að áður hafi það tek- ið ellefu og hálfan tíma að fara með rútu til Hafnar í Hornafirði því það hafi verið stoppað á helstu túrista- stöðunum. Nú sé strætóinn sex og hálfan tíma þangað. Það sem einnig hefur breyst til batnaðar er að nú er þetta er allt orðið eitt kerfi. „Miðinn gildir alla leið. Ef þú kaupir miða á Akureyri til Reykjavíkur þá gildir hann sem skiptimiði í allt að tvo tíma eftir að þú kemur til Reykjavíkur. Það myndast því ekki tvöfalt kerfi þar sem þú þarft að kaupa nýjan miða innan borg- arinnar og bíða. Þú kemst alla leið heim með miðanum.“ 6.600 krónur til Akureyrar Þessi nýjung hjá Strætó bs. er ánægju- leg viðbót við þær samgönguleiðir sem í boði eru á milli landshluta auk þess sem hún er með ódýrari leiðum sem eru í boði. Fargjaldið miðast við fjölda gjaldsvæða sem farið er yfir og staðgreiðsluverð fyrir hvert gjald- svæði er 350 krónur. Þannig eru 22 gjaldsvæði á milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar og kostar því ferðalagið 7.700 krónur á manninn. Sé greitt með farmiðum þarf að nota 22 farmiða en þá kostar ferðin 6.600 krónur fyrir fullorðna, 2.530 krónur fyrir börn 12 til 18 ára, 990 krónur fyrir börn 6 til 11 ára og 2.310 krónur fyrir öryrkja og aldraða. Þá er þráðlaust net um borð í öllum vögn- um sem fara vestur og norður um land nema þeim sem eru hluti af pöntunarþjónustu. Ódýrast með einkabílnum Til samanburðar við verð fyrir ferð norður á Akureyri með strætó má benda á að flug aðra leið með Flugfé- lagi Íslands kostar um það bil 15.000 krónur og því kannski ekki á færi allra að fljúga á milli og greiða 30.000 fyrir það. Hér er miðað við venjulegt far- gjald en oft er boðið upp á nettilboð. Til dæmis er hægt að kaupa flugmiða fyrir tímabilið 11. til 18. september á 8.250 krónur. Það er þó enn ódýrast að ferðast með einkabílnum en sé notast við samgönguvef Orkusetursins sést að gera má ráð fyrir að miðlungsfólks- bifreið eyði um það bil 6.000 króna virði af bensíni á ferðalaginu norð- ur. Þegar um fleiri en einn farþega er að ræða er því ódýrast að fara á bílnum og er þá ekki tekið inn dæm- ið eðlilegt slit á bílnum. Það eru þó ekki allir sem hafa kost á að ferð- ast með bíl og því er strætó góður kostur. n strætó Nú getur þú hoppað upp í strætó í bænum og farið úr honum á Akureyri. n Nú getur þú tekið strætó á milli landsfjórðunga á góðu verði„Sveitarfélögin voru ósátt við að ríkið skyldi greiða sérleyfishöf- um pening til að þjón- usta fólkið í sveitunum en væru í raun bara að þjón- usta útlendinga.“ Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.