Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Síða 4
„Stuðningsmaður“ í 20 ár n Segist ekki hafa verið kosningastjóri bæjarstjórans V iggó E. Hilmarsson, sem DV fjallaði um í síðustu viku í tengslum við lóðaúthlutun í Kópavogi til verktakafyrirtækis sem hann stýrir, segist ekki hafa verið kosningastjóri Ármanns Kr. Ólafsson- ar bæjarstjóra, líkt og kom fram í frétt í DV. Hann segir að ráðið hafi verið sér- staklega í það starf og að annar maður hafi gegnt því. Viggó segir hins vegar að hann hafi verið stuðningsmaður Ármanns um árabil. „Ég er búinn að vera stuðnings- maður Ármanns í bráðum tvo áratugi samanber greinaskrif og fleira.“ Viggó neitar því hvorki né játar að hafa kom- ið að því, fyrir hönd Ármanns Kr., að hafa myndað meirihluta í bænum með Y-listanum og setið fundi þar sem samstarf var rætt. Þá eru Viggó og Ármann Kr. aldavinir. Viggó var þó ekki kosningastjóri Ármanns Kr. – sá sem var í reynd kosningastjóri hjá Ármanni hefur staðfest það – og telst það hér með leiðrétt. Athugasemdir Viggós við frétt DV fylgja hér á eftir: 1. Ég var ekki kosningastjóri Ár- manns Kr. Ólafssonar og hef aldrei ver- ið. Það var ráðið formlega í það starf. 2. Lóðinni að Þorrasölum 9–11 var ekki pólitískt úthlutað heldur dró full- trúi sýslumanns úr umsóknum. 3. Mótx hefur aldrei fengið afskrift- ir, heldur var niðurfellingin vegna ólög legra erlendra lána. 4. Umsóknarferlið var mjög gagn- sætt og sem dæmi þá var sent bréf þann 3. apríl til formanns fram- kvæmdaráðs og það lagt fram á fundi, um að stofnað yrði nýtt hlutafélag um byggingu Þorrasala ef Mótx yrði dregin (sem fékk svo nafnið Silfurhús ehf. ). Því skýtur skökku við að nafna- breyting hafi komið á óvart eða gerð tortryggileg. 5. Mér finnst skrýtið að fréttin hafi ekki verið borin undir mig og vona að svona vinnubrögð séu undantekning en ekki regla.“ 4 Fréttir 10. september 2012 Mánudagur Þrír fluttir á slysadeild Umferðarslys varð á mótum Vest- urlandsvegar og Hvalfjarðarvegar á laugardagskvöld. Ökumaður jeppabifreiðar, sem var á leið suð- ur Vesturlandsveg, beygði inn á Hvalfjarðarveg og í veg fyrir fólks- bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Tveir voru í fólksbílnum en öku- maður jeppabifreiðarinnar var einn á ferð. Allir þrír voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en ekki er talið að fólkið sé alvarlega slas- að. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Sextán spor eftir árás Fimmtugur karlmaður þurfti að leita á slysadeild eftir að hafa fengið glas í höfuðið á bar við Laugaveg í Reykjavík. Sauma þurfti sextán spor í höf- uð mannsins en hann var með slagæðarblæðingu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni en dyraverðir á barnum urðu vitni að árásinni. Atvikið átti sér stað í kringum miðnætti aðfaranótt sunnudags. Mikill erill var hjá lögreglu þessa nótt og þurfti ítrekað að stilla til friðar þegar átök og pústrar voru á milli fólks. Sam- kvæmt tilkynningu náðist að koma í veg fyrir mikil vandræði en ölvun var mikil. Enginn fékk þann stóra Enginn var með allar tölur rétt- ar í lottóútdrætti helgarinnar að þessu sinni. Tveir reyndust hins- vegar vera með fjórar tölur réttar og bónustöluna. Fengu miða- eigendurnir hvor um sig tæpar 385 þúsund krónur. Annar vinn- ingshafanna keypti miðann sinn í Vestmannaeyjum en hinn á bens- ínstöð á Ártúnshöfða í Reykja- vík. Enginn var heldur með allar tölurnar réttar í Jókernum en tveir voru með fjórar réttar tölur. Hinir heppnu keyptu miða sína á Siglu- firði og í Þverholti í Reykjavík. Viggó svarar fyrir sig Viggó E. Hilmars- son segist ekki hafa verið kosningastjóri Ármanns Kr. Ólafssonar í Kópavogi. H inrik var mjög góður dreng- ur. Hann vildi öllum vel,“ segir Þór Karlsson um son sinn, Kristján Hinrik Þórs- son, sem var myrtur að- faranótt laugardags í borginni Tulsa í Oklahomafylki í Bandaríkjunum. Kristján Hinrik, sem var iðulega kall- aður Hinrik, var aðeins 18 ára gam- all. „Mér finnst þetta bara rosalega óraunverulegt. Þetta er eitthvað svo langt frá þeim veruleika sem við búum við hérna. Menn fara út í búð og koma ekkert aftur.“ Þór segir sorgina gífurlega en reynir að vinna úr henni með samveru við fjöl- skylduna. „Það er bara með því að vera saman og tala saman. Við erum búin að vera saman í allan dag.“ Traustur vinur Nokkrir vinir Hinriks héldu minn- ingarathöfn um hann í heimahúsi í Vesturbænum á sunnudaginn. Þar deildu þeir minningum sínum af Hinriki og voru allir á einu máli um að hann hefði verið einstak- lega traustur vinur. „Hann var eins og bróðir manns. Hann var alltaf til í að hjálpa manni,“ segir Sigurður Þór Daníelsson sem var skólafélagi Hin- riks um tíma í Hagaskóla. „Hann var bara vinur. Mjög góður vinur. Hann var alltaf til staðar.“ Hinrik átti fimm systkini. Hann flutti til Tulsa ásamt móður sinni og systur um það leyti sem hann var 10 ára gamall en áður var hann búsettur hérlendis og gekk í skóla í Grafar- vogi. Hann flutti svo aftur til Íslands um tíma og gekk í 10. bekk í Haga- skóla. Þar eignaðist hann góða vini sem hann hélt áfram sambandi við eftir að hann flutti aftur til Bandaríkj- anna. Vinir Hinriks segja að hann hafi meðal annars haft brennandi áhuga á rapptónlist og sjálfur hafi hann fengist við textasmíðar. „Hann var alltaf að leika sér að skrifa texta og svoleiðis. En hann var feiminn við að koma því frá sér,“ segir vinur hans úr Hagaskóla. Á Facebook-síðu Hinriks má finna textabrot eftir hann sjálfan. Skotárás á bílastæði Hinrik var farþegi í bíl hjá 37 ára göml- um Bandaríkjamanni að nafni John White og átti árásin sér stað á bílastæði fyrir utan QuikTrip-verslun í suður- hluta Tulsa. Vitni að árásinni seg- ir að þeir félagarnir hafi átt í útistöð- um við þriðja mann sem skyndilega dró upp skammbyssu og hóf skothríð. Skaut hann níu skotum hið minnsta áður en hann hljóp á brott. Þegar lög- reglumann bar að garði var bíllinn við nærliggjandi kirkju og White og Hinrik báðir lífshættulega særðir. Hinrik lést á sjúkrahúsi skömmu síðar en White er enn í lífshættu. Ekki er vitað um hvað mennirn- ir deildu né heldur hvers vegna árásarmaðurinn dró upp skot- vopn. Talið er að White hafi þekkt til morðingjans en ekki er ljóst hvort það sama á við um Hinrik. Yfirmað- ur morðdeildar lögreglunnar í Tulsa, Dave Walker, sagði í samtali við RÚV að ekkert benti til annars en að Hin- rik „hafi verið saklaus strákur á röng- um stað.“ Á fréttasíðunni TulsaWorld var greint frá því á sunnudaginn að þetta væri ekki fyrsta morðið sem framið er á bílastæðinu þar sem Hin- rik var myrtur. Í ágústmánuði á síð- asta ári voru tvær manneskjur myrt- ar á sama stað, 27 ára karl og 24 ára kona. Par á þrítugsaldri var handtek- ið fyrir morðin og situr það nú í fang- elsi vegna þeirra. Talið var að tilefni þeirrar árásar hefði verið ógreiddar fíkniefnaskuldir. Árásarmaðurinn laus Lögreglan í Tulsa hefur lýst eftir karl- manni á aldrinum 18–24 ára sem er dökkur á hörund, meðalhár, grannur og með hökutopp. Þegar ódæðið var framið var maðurinn klæddur rauðri skyrtu og með rauða derhúfu. Þegar blaðamaður DV ræddi við Dave Walker sagði hann rannsókn málsins vera skammt á veg komna. „Einmitt núna erum við að kynna okkur forsögu mannanna, og þá helst ökumannsins, því við teljum að árásarmaðurinn hafi átt í útistöðum við hann. Að auki erum við að horfa á fjölmargar myndbandsupptökur frá ýmsum stöðum í nágrenninu til að reyna að auðkenna árásarmann- inn. Okkur hafa ekki borist neinar nýtilegar upplýsingar frá almennum borgurum sem hjálpa okkur við það.“ Þó Dave Walker geri ekki ráð fyr- ir að árásin tengist með einhverjum hætti klíkudeilum vill hann ekki úti- loka neitt í þeim efnum. Hann seg- ir að árlega megi að meðaltali rekja um 3–4 morð í borginni til slíkra deilna. n Harmleikur í Tulsa í Oklahoma n Hinrik skotinn til bana „Hinrik var mjög góður drengur“ „Hann var bara vinur. Mjög góður vinur. Hann var alltaf til staðar. Á röngum stað Svo virðist sem Hinrik hafi verið saklaus strákur á röngum stað þetta örlagaríka kvöld. Harmi slegnir vinir Vinir Hinriks héldu minningarathöfn á sunnudag þar sem þeir minntust fallins félaga af hlýhug. Mynd: JG Vildi öllum vel Hinriks er minnst sem góðs drengs og trausts vinar. Mynd: Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.