Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 26. nóvember 2012 Mánudagur Þ að var ónýtt, ég varð bara að láta rífa það,“ segir Unnur Guðjónsdóttir, gjarnan kennd við Kínaklúbb Unnar, sem lét á föstudaginn rífa hús í sinni eigu við Njálsgötu í Reykja- vík. Húsið var sýkt af veggjatítlu og hafði að hennar sögn verið úrskurð- að ónýtt. Hún fékk því menn til þess að jafna húsið við jörðu. „Það var ekkert annað hægt að gera,“ segir Unnur. Algjörlega ónýtt „Ég keypti húsið í fyrra og ætlaði að láta gera það upp. Byggingarmeist- arinn minn vildi láta athuga þetta og tók niður nokkrar fjalir og fór með þær upp í Náttúrustofnun Ís- lands – og þær gátu svo bara labb- að heim sjálfar því það var svo mik- ið af veggjatítlum í fjölunum. Svo fór hann að athuga á fleiri stöðum og þá kom í ljós að húsið var bara algjör- lega ónýtt,“ segir hún. Töluverðan tíma tók að rífa húsið niður. Bæði tók tíma að koma tækj- um fyrir þar sem húsið er bakhús og einnig þurfti að fara varlega að niðurrifinu vegna húsanna í kring. Kostnaðarsamt veggjatítluævintýri Húsið sem um ræðir var byggt árið 1907 og var mjög illa farið. Annað hús var byggt við og það er líka í eigu Unnar. „Ég ætla ekki að láta rífa það því að það er steinhús og því engar títlur í því.“ Hún segist hafa keypt húsið í því ástandi sem það var í og standi því sjálf kostnað af þessu. „Þetta kost- aði mig náttúrulega heilmikið. Ég stend sjálf að öllum kostnaði á þessu veggjatítluævintýri mínu,“ segir hún en vill ekki gefa upp kaupverð hússins. Unnur ætlar að láta byggja nýtt hús í stað þess gamla en í öðrum stíl, meira í líkingu við húsið sem var samfast því gamla. „Nýja húsið verð- ur líkara því. Þau voru ólík húsin þó þau stæðu saman.“ Hún veit þó ekki hvenær bygging hússins hefst. „Það þarf að fá leyfi fyrir teikningum og margt fleira það tekur sinn tíma.“ Opnar Kínasafn Unnur hyggst svo stofna Kínasafn í viðbyggingunni en hún hefur um árabil kynnt menningu Kínverja fyrir Íslendingum og farið til Kína með landa sína. „Ég ætla að búa til Kína- safn. Nú eru komin tuttugu ár frá því að ég byrjaði að fara í Kínaferðirn- ar og svona ætla ég að fagna afmæli Kínaklúbbsins, með því að opna safn.“ Unnur er bjartsýn á að Íslendingar muni sýna safninu áhuga. „Það fer náttúrulega eftir því hvað ég verð dugleg að sinna því. Ég hef í mörg ár frætt Íslendinga um sögu Kína og er ekki hætt. Þetta er svo merkileg saga og ég hef svo gaman af þessu.“ n Veggjatítluhús jafnað við jörðu n Lét rífa hús sem var ónýtt vegna veggjatítlna n Ætlar að byggja Kínasafn Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Við húsið Unnur fyrir framan húsið í þann mund sem niðurrif þess hófst. Veggjatítlur n Veggjatítla er skordýr af ætt bjalla. Veggjatítlur eru brúnar að lit og staflaga. Þær veggjatítlur sem fundist hafa á Íslandi eru um 2,8–4,8 millimetrar. Bjöllurnar klekjast á sumrin úr púpum inni í viðnum. Þær grafa sig út á yfirborðið og við það myndast borgöt í viðinn sem eru um 1–2 mm í þvermál. Þar skríða þær um og fljúga jafnvel og leita sér að nýjum við til að leggja undir sig. Þetta gerist þó bara í lok júní og fyrri hluta júlí. Þær lifa ekki lengur en í tvær vikur en þá þeim tíma ná þær að makast og kvendýrin verpa 20–60 eggjum sem þær koma fyrir í götum eða sprungum í viðnum. Þegar eggin klekjast út éta lirfurnar sig inn í viðinn. Ef hiti og rakastig er hagstætt geta títlurnar lagst á alls kyns tréverk. n Í uppvextinum éta lirfurnar sig hægt og bítandi í gegnum viðinn og við það myndast gangar fram og til baka inni í honum. Þegar lirfurnar éta ganga ómeltar leifar aftur af þeim og mynda mjög fínan hvítan salla sem sáldrast gjarnan út um borgötin sem fullorðnu dýrin hafa gert þar sem mikil umferð er á bak við. Þar sem veggjatítlur hafa hafst við óáreittar í langan tíma verða ummerki augljós, þ.e. yfirborðið alsett borgötum líkt og skotið hafi verið á það með fínum haglaskotum og dufthrúgur undir götunum. Í mörgum gömlum húsum má merkja gömul ummerki eftir veggjatítlur sem hafa horfið vegna breyttra aðstæðna, þ.e. viðgerðir hafa tekist vel og leitt til þess að viður hefur þornað og orðið óhæfur fyrir veggjatítl- ur. Langtímaatlaga veggjatítlna getur veikt burðarvirki húsa og þar með valdið alvarlegum skaða og miklu fjárhagslegu tjóni. HeiMild: NÍ, erliNg ÓlAfssON Allt að gerast Rétt áður en húsið var rifið. Tók tíma Töluverðan tíma tók að rífa hús- ið. Bæði var erfitt að komast að því vegna þess að það er bakhús og eins þurfti að fara varlega vegna húsanna í kring. MyNdir sigTryggur Ari Þjófnaður og innbrot Um miðjan sunnudag var lög- reglunni á höfuðborgarsvæð- inu tilkynnt um ölvaða konu sem hafði farið í tvær verslanir í miðbæ Reykjavíkur og stolið þar smávarningi. Hún var handtekinn og færð í fangaklefa. Lögreglan segir að eigendur verslananna muni gera refsikröfu á konuna. Konan var undir áhrif- um vímugjafa þegar hún náðist en lögreglan sagði í tilkynningu að hún myndi taka af henni skýrslu þegar af henni rynni. Þá segir lögreglan að skömmu eftir hádegi á sunnudag hafi lög- regla verið kölluð að húsi við Furu grund í Kópavogi vegna inn- brots. Ekki var ljóst hvort ein- hverju var stolið. Útlendingar í sjálfheldu Björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ barst á sunnudag beiðni um aðstoð vegna öku- manna sem voru í sjálfheldu í bíl- um sínum vegna hálku. Um var að ræða tvo bíla, annar var við Arnarstapa en hinn við Hnausa á sunnanverðu Snæfellsnesi og voru erlendir ferðamenn í þeim báð- um. Björgunarsveitin fór á stað- inn og voru bílarnir á um fjögurra kílómetra löngu hálkubelti sem náði frá Hnausum að Hellahrauni. Björgunarmenn óku bílunum af hálkubeltinu en þeir voru báðir á afar lélegum dekkjum. Víða óhöpp vegna hálku Mikið var um umferðaróhöpp á vegum landsins á sunnudag vegna mikillar hálku. Bílvelta varð á Biskupstungna- braut við Tannastaði undir Ingólfs fjalli á hádegi á sunnudag. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist töluvert. Harður árekstur varð við hring- torgið í Þorlákshöfn um þrjúleytið á sunnudag. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Selfossi urðu minniháttar meiðsl á fólki en báðir bílar eru stórskemmdir. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er áfram hætta á hálku- myndun á vegum um allt land. Út- lit er fyrir að hálka verði á vegum víða um land næstu daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.