Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Síða 4
E itt af dótturfélögum út- gerðarrisans Samherja fékk í janúar rúman milljarð króna afskrifaðan hjá Glitni vegna opinna gjaldmiðlaskipta- samninga sem félagið átti við bank- ann. Félagið gekk þá frá tæplega 1.660 milljóna króna skuld við Glitni með eingreiðslu upp á 360 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi félagsins sem skilað var til árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra þann 16. nóvember síðastliðinn. Félagið heitir Axel ehf. , áður Katla Seafood, og var upphaflega stofnað til að kaupa Afríkuútgerð Sjólaskipa á vormánuðum 2007. Eignir Kötlu Seafood, meðal annars verksmiðjutogarar sem veitt hafa við strendur Vestur-Afríku, hafa síðan runnið inn í félagið Polaris Seafood og heldur það félag utan um Afríku- útgerð Samherja í dag. DV hefur á þessu ári fjallað ítarlega um Afríkuveiðar Samherja. Eigendur Samherja eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Krist- ján Vilhelmsson en útgerðin er sú langstærsta á Íslandi og er með starf- semi sem fer fram að 60 prósenta leyti erlendis. Mótmæltu skuldinni Í ársreikningi Axels kemur fram að eftir bankahrunið 2008 hafi komið upp ágreiningur á milli Samherja og Glitnis um gjaldmiðlaskipta- samninga Axels en samkvæmt þeim skuldaði félagið bankanum tæplega 1.660 milljónir króna í lok þess árs. Vegna þess ágreinings er fyrirvari um rekstrarhæfi Axels í ársreikningi fé- lagsins en vegna gjaldmiðlaskipta- samninganna var eigið fé félagsins neikvætt um rúmlega 1.800 milljónir. Orðrétt segir um deiluna í skýrslu stjórnar Axels: „Í október 2008 yfir- tók Fjármálaeftirlitið (FME) stjórn Glitnis banka hf. Félagið var með opna gjaldeyrissamninga við bank- ann þegar yfirtakan fór fram og í var- úðarskyni var staða framangreindra samninga færð til skuldar í efnahags- reikningi miðað við uppreiknaða stöðu hjá bankanum í árslok 2008, undir liðnum skuldir við lánastofn- anir, samtals 1.657,2 millj. kr. Stjórn- endur félagsins litu svo á að forsend- ur samninganna hafi brostið við yfirtöku FME á bankanum þar sem bankinn varð þá ófær um að efna samningana fyrir sitt leyti. Stjórn- endur félagsins andmæltu kröfum bankans þar sem það var eindregin skoðun þeirra eftir ítarlega athugun að þær ættu sér enga lagastoð.“ Því var uppi ágreiningur um skuldina sem Samherji taldi Axel ekki eiga að greiða vegna falls Glitnis. Eingreiðsla og niðurfærsla Í janúar á þessu ári komust Samherji og Glitnir hins vegar að samkomu- lagi um uppgjör á skuldinni sem fól í sér eingreiðslu upp á 360 millj- ónir króna og niðurfærslu á nærri 1.300 milljónum króna. Orðrétt segir um þetta: „Í janúar 2012 var undirritað samkomulag við Glitni hf. um uppgjör á framangreind- um samningum með eingreiðslu að fjárhæð 360,0 millj. kr. Félagið mun því bakfæra áður gjaldfærð upp- gjör samninganna að hluta og nem- ur bak færslan samtals 1.297,2 millj. kr. Áætluð heildaráhrif af uppgjöri samninganna á rekstrarniðurstöðu og eigið fé félagsins nema 1.037,8 millj. kr. að teknu tilliti til tekjuskatts.“ Þrátt fyrir þessa niðurfærslu gerir endurskoðandi Axels, KPMG, hins vegar ennþá fyrirvara við rekstrar- hæfi félagsins. Í áritun KPMG segir: „Eins og fram kemur í skýringu nr. 7 gerði félagið í janúar samkomu- lag við Glitni banka hf. um uppgjör á skuldum við bankann sem leið- ir til þess að öðru óbreyttu að eig- infjárstaða félagsins og veltufjár- staða mun batna um 1.037,8 millj. kr. Þrátt fyrir þetta leikur verulegur vafi á áframhaldandi rekstrarhæfi fé- lagsins.“ Miðað við stöðu Axels í dag, og þrátt fyrir afskriftina á skuldum fé- lagsins, gæti félagið samt farið í þrot enda eru litlar sem engar eignir inni í félaginu miðað við þær skuldir sem voru inn í því – tæpar 30 milljónir. Fé- lagið var, líkt og áður segir, stofnað til að kaupa Afríkuútgerð Sjólaskipa en heldur ekki lengur utan um þá fjár- festingu. Stjórnarformaðurinn starfsmaður Glitnis Líkt og komið hefur fram í DV fjár- magnaði Glitnir kaup Samherja á Afríkuútgerðinni árið 2007. Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, varð svo stjórnarformað- ur bankans í febrúar 2008 og átti að taka til í rekstri hans. Eiríkur S. Jóhannsson, sem verið hefur einn nánasti samstarfsmaður Þorsteins í Samherja um árabil, var sömuleiðis ráðinn til bankans eftir að hafa starf- að meðal annars hjá Baugi og FL Group. Eftir fall Glitnis gerðist Eiríkur S. Jóhannsson starfsmaður skila- nefndar Glitnis ásamt því að vinna ennþá með Samherjamönnum. Eiríkur er til dæmis stjórnarfor- maður Samherja og Kaldbaks, fjár- festingarfélags Samherja. Eiríkur er enn þann dag í einn af lykil- starfsmönnum þrotabús Glitnis og stýrir mörgum þeirra félaga sem bankinn hefur tekið yfir vegna skulda, meðal annars Gnúpi, Vafn- ingi, Svartháfi og Hnotskurn. Þetta þrotabú Glitnis, sem Eiríkur S. starfar hjá, hefur nú veitt Sam- herja, félaginu sem hann stýrir og hefur unnið með um árabil, skulda- afskrift upp á meira en milljarð króna. n fær 1.300 milljóna afskrift hjá Glitni 4 Fréttir 26. nóvember 2012 Mánudagur „Brjálæðislega snortin og þakklát“ n Hildur Lilliendahl viðurkennd fyrir baráttuna gegn ofbeldi S tígamót verðlaunuðu á föstu- dag tíu konur fyrir starf í jafn- réttismálum og baráttu gegn ofbeldi. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir var þeirra á meðal en hún var einnig ljósberi í árlegri Ljósagöngu UN Women sem fram fór á sunnudagskvöld og mark- aði upphaf 16 daga átaks gegn of- beldi. Hildur var afar þakklát fyrir þessa viðurkenningar. „Ég hef aldrei nokkurn tímann áður hlotið neina formlega opinbera viðurkenningu fyrir það að vera femínisti. Mér finnst það ótrúlega merkilegt, ég er brjálæðislega snortin og þakklát, mér finnst þetta svo fallegt. Þetta er alveg ofboðslega hvetjandi. Svona lagað heldur manni gangandi í þessu öllu saman. Ég gæti ekki gert þetta ef það væri ekki fyrir hvatn- ingu frá fólki. Ég gæti ekki staðið upprétt ef fólk væri ekki svona dug- legt að hvetja mig áfram.“ Hildur hefur verið afar umdeild fyrir framgöngu sína í jafnréttis- baráttunni og ekki síst fyrir albúm- ið Karlar sem hata konur þar sem hún endurbirti ummæli karla sem tala niðrandi til kvenna á netinu. Fyrir vikið hefur hún þurft að þola harða gagnrýni og jafnvel hótanir. Og það getur tekið á. „Ég bugast í stuttan tíma í einu í góðra vina hópi þegar ég þarf á því að halda en er alltaf meðvituð um að ég muni halda áfram daginn eftir. Meðvit- und um óréttlæti, ofbeldi sem konur verða fyrir, ekki síst fyrir þær sakir að vera femínistar drífur mig áfram og styrkurinn sem ég fæ frá fólki hvet- ur mig áfram. Endanlegt markmið er útrýming félagslegs óréttlætis. Ég kýs að trúa því að komandi kyn- slóðir muni ná því en einhvers stað- ar verður að byrja. Ég reyni að vekja fólk til umhugsunar og meðvitund- ar um hatrið og ofbeldi sem þrífst fyrst og fremst í skugga þagnarinn- ar. Þegar fólk segir ekki neitt við því þá er það að samþykkja það. Ég vil að við segjum eitthvað við því, ég vil að við mótmælum því og séum hávær,“ segir Hildur. Auk hennar fengu viðurkenn- ingu þær Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra, blaðakonurnar Björk Eiðsdóttir og Erla Hlynsdóttir, Halla Kristín Einarsdóttir kvikmynda- gerðarkona, Hanna Björg Vilhjálms- dóttir kynjafræðingur og listahópur- inn Kviss Búmm Bamm. n ingibjorg@dv.is „ Í janúar 2012 var undirritað samkomulag við Glitni hf. um uppgjör á framan­ greindum samningum með eingreiðslu að fjár­ hæð. 360,0 millj. kr. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Stjórnarformaður Samherja vinnur hjá Glitni Stjórnarformaður Samherja, Eiríkur S. Jóhannson, sést hér lengst til hægri á myndinni en hann starfar líka hjá skilanefnd Glitnis. Eigendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson sjást einnig á myndinni ásamt forsvarsmönnum Sjólaskipa. n Afskrifað hjá dótturfélagi Samherja n Deila um gjaldmiðlaskiptasamninga Á veiðum í þjóðgarði Rjúpnaskyttur voru eftir hádegi á sunnudag gripnar við að ganga til rjúpna á Þingvöllum. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um athæfi mannanna – en ólöglegt er að veiða í þjóðgarðinum. Svo fór að þyrla Landhelgisgæslunnar var send í loftið og fann hún mennina fljót- lega. Mennirnir mega eiga von á kæru fyrir vopnalög, ef að líkum lætur. Þeir gátu ekki gefið hald- bærar skýringar á ferðum sínum, en annar þeirra bar því við að hann hafi ekki vitað að hann væri innan þjóðgarðsmarka. Í gær, sunnudag, var síðasti dagurinn sem rjúpnaskyttur halda til fjalla en aðeins mátti skjóta rjúp- ur í níu daga í ár, eins og í fyrra. Eft- ir því sem DV kemst næst var veiði almennt dræm á tímabilinu enda stofninn í lægð. Þá gerðu slæm veð- ur skyttum erfitt fyrir, sérstaklega fyrstu tvær helgar vertíðarinnar. Vilja jákvæða umfjöllun Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda vill að að- eins verði fjallað á jákvæðan hátt um hestamennsku. Þetta má lesa úr tilmælum frá félögunum sem birtust á lhhestar.is um helgina. Ill meðferð á hrossum og meiðsli sem dýrin verða fyrir í keppnum hafa verið til umræðu undanfarið. Fram hefur komið að rúmur helmingur hrossa sem kepptu til úrslita á stórmótum í ár hafi reynst vera með áverka, þar af 16 til 34 prósent með alvarlega áverka. Í tilmælunum beina félögin því til allra sem fjalla um hesta- mennsku að „gæta fyllstu varúðar við umfjöllun sína opinberlega“, eins og það er orðað. Öll umfjöllun sé ímyndarskapandi og því sé nauðsynlegt að hún sé málefnaleg og vel ígrunduð. „Hagsmunaaðilar hestamennskunnar og hestamenn í landinu þurfa allir að leggjast á það sama, að njóta, virða og aug- lýsa hestinn og hestamennskuna á sanngjarnan og jákvæðan hátt eins og aðrar íþróttir.“ Velferð hestsins skuli ávallt höfð að leiðarljósi. Íslendingar svikust um Íslensk stjórnvöld hafa svikist um að standa við skuldbindingar sínar vegna baráttu fátækari ríkja gegn loftlagsbreytingum. RÚV greindi frá þessu á sunnudag en þar er vitnað í Economic Times sem hefur eftir óháðri og ný- útkominni skýrslu að Ísland hafi aðeins greitt helming þess fjár sem lofað var árið 2009. Það var á loftslagsráðstefnu í Kaupmannahöfn 2009 sem ákveðið var að veita 30 milljörð- um dollara til að styrkja fátæk ríki í baráttu við loftslagsbreytingar. Ríkin höfðu þrjú ár til að standa við samningana sem gerðir voru. Úttektin er á vegum Sameinuðu þjóðanna en Íslendingar, Banda- ríkin og Evrópusambandið eru þeir aðilar sem ekki hafa staðið við sitt. 23 milljarðar af 30 hafa skilað sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.