Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 26. nóvember 2012 Mánudagur
Straumur kærður fyrir
markaðsmisnotkun
n Komið til saksóknara n Grunur um óeðlileg viðskipti með eigin hlutabréf
E
mbætti sérstaks saksókn
ara hefur nú fengið inn á sitt
borð rannsókn á mögulegri
markaðsmisnotkun fjár
festingarbankans Straums
Burðaráss með hlutabréf í bankan
um fyrir hrunið 2008. Þetta herma
heimildir DV. Kæra barst frá Fjár
málaeftirlitinu vegna málsins fyrr
á þessu ári. Björgólfur Thor Björg
ólfsson fjárfestir var stærsti hlut
hafi Straums fyrir hrunið og fór fyrir
stjórn bankans.
Kæran mun snúast um viðskipti
Straums með hlutabréf í bankanum
sjálfum og leikur grunur á að bank
inn hafi keypt og selt bréf í honum
til að hafa áhrif á verðmyndun bréf
anna. Sams konar markaðsmisnotk
un hefur verið til rannsóknar hjá
embætti sérstaks saksóknara í stóru
viðskiptabönkunum þremur. Í til
felli Straums beinist grunurinn mest
að árunum 2007 og 2008. Talið er að
rannsókn málsins sé skammt á veg
komin.
Ekki rætt við Björgólf
Aðspurður segist Ólafur Hauksson,
sérstakur saksóknari, ekki geta tjáð
sig um málið, hvort kærur í tiltekn
um málum hafi borist frá Fjármála
eftirlitinu eða ekki. Ljóst er hins
vegar að ekki hefur verið greint frá
húsleit vegna kærunnar á opinber
um vettvangi. DV hefur ekki heim
ildir fyrir því hvaða fyrrverandi
starfsmenn Straums voru kærðir en
út frá þeim staðreyndum sem liggja
fyrir um eðli kærunnar má leiða að
því líkur.
Ragnhildur Sverrisdóttir, tals
kona Björgólfs Thors, segist ekki
hafa heyrt um kæruna frá Fjármála
eftirlitinu. Hún segir að embættið
hafi ekki haft samband við Björgólf
Thor vegna hennar og bætir því við
að hann hafi einungis verið boðaður
til sérstaks saksóknara sem vitni en
ekki sem grunaður maður.
Falla óhjákvæmilega undir grun
Einn af þeim fyrrverandi starfs
mönnum Straums sem liggur óhjá
kvæmilega undir grun í málinu er
Bretinn William Fall, fyrrverandi
forstjóri Straums. Fall var ráðinn til
Straums í lok 2007 og tók þá við af
Friðriki Jóhannessyni sem þá hafði
gegnt forstjórastarfinu í tæpt ár eftir
að Þórður Már Jóhannesson lét af
störfum. Í öllum markaðsmisnotk
unarmálum bankanna fyrir hrun
hafa forstjórar þeirra legið undir
grun um aðild að brotunum.
Þá hafa undirmenn forstjóranna,
þeir verðbréfamiðlarar sem sáu um
viðskipti með eigin bréf bankanna,
einnig legið undir grun en það eru
þessir aðilar sem sáu um kaup og
sölu á hlutabréfunum sem bankarn
ir áttu í sjálfum sér. Benedikt Gísla
son var til dæmis framkvæmdastjóri
markaðsviðskipta og eigin viðskipta
StraumsBurðaráss. Hann starfar í
dag hjá MP Banka. Í sambærilegum
málum hinna bankanna hjá sérs
tökum saksóknara hafa þessir fram
kvæmdastjórar markaðsviðskipta
og eigin viðskipta bankanna alltaf
verið meðal þeirra einstaklinga sem
eru undir í rannsóknunum.
,,Vísvitandi áhrif“
Heimildarmaður DV segir að kær
an snúist um umræddan grun: að
starfsmenn bankans hafi búið til
falska eftirspurn eftir hlutabréfum í
Straumi og þar með haft áhrif á verð
myndun bréfanna. „Þetta snýst allt
um að hafa vísvitandi áhrif á verð
með hlutabréf í STR með fjölda til
boða rétt fyrir lokun viðskiptadaga,“
segir hann.
Fjölmörg slík markaðsmisnotk
unarmál hafa verið til rannsóknar
hjá sérstökum saksóknara eftir
bankahrunið 2008. Búið er að gefa
út ákæru í einu markaðsmisnotk
unarmáli, al Thanimálinu svokall
aða sem snýst um sölu Kaupþings
á fimm prósenta hlut í bankanum
í september 2008. Þá hefur Stím
málið verið til rannsóknar hjá emb
ættinu. Auk þess hefur embættið
rannsakað mál hjá öllum bönkun
um sem tengjast viðskiptum bank
anna sjálfra með eigin bréf á árun
um fyrir hrun sem talin eru hafa átt
að hafa áhrif á verðmyndun bréf
anna. Í einhverjum tilfellum voru
stór viðskipti með hlutabréf bank
anna fyrir hrun byggð á því að bank
arnir voru búnir að kaupa svo mikið
af hlutabréfum í sjálfum sér að þeir
urðu að losa sig við verulegt magn
bréfa þar sem fjármálafyrirtæki
mega ekki eiga nema ákveðna pró
sentu af eigin bréfum. Þetta átti til
dæmis líklega við um al Thanivið
skiptin, sem og Stímmálið í Glitni og
Imonmálið í Landsbankanum.
Viðskipti bankanna sjálfra með
eigin hlutabréf og stórar sölur þeirra
á eigin bréfum eru því tvær hlið
ar á sama peningi sem báðar eru til
rannsóknar sem lögbrot í einhverj
um tilfellum.
Straumur lánaði ekki með veði í
eigi bréfum
DV hefur heimildir fyrir því að
William Fall hafi sagt, á 120 manna
starfsmannafundi hjá Straumi í
september 2008, að al Thanimál
ið væri eitthvert skýrasta dæmið
um markaðsmisnotkun sem hann
hefði séð. Fall sagði að í Bretlandi
og Bandaríkjunum, þar sem hann
starfaði um árabil hjá Bank of Amer
ica, hefðu eftirlitsaðilar samstundis
handtekið stjórnendur banka sem
seldi svo stóran hluta í sjálfum sér
með láni frá bankanum sem væri
með veði í bréfunum. Þá hefur DV
einnig heimildir fyrir því að Straum
ur hafi ekki stundað það að lána fyr
ir eigin hlutabréfum einungis með
veði í bréfunum sjálfum – Fall er
sagður hafa talið slíkar lánveitingar
vera markaðsmisnotkun.
Kæran snýst því ekki um slíka
meinta markaðsmisnotkun, líkt og
í tilfelli al Thaniviðskiptanna eða
Stímsviðskiptanna, heldu um hina
gerð misnotkunar: Viðskipti bank
ans sjálfs með eigin bréf á hluta
bréfamarkaði á forsendum sem
grunur leikur á að hafi ekki verið
viðskiptalegar. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Stærsti hluthafinn Björgólfur
Thor Björgólfsson var stærsti hluthafi
Straums fyrir hrun. Nú hefur sérstök-
um saksóknara borist kæra vegna
markaðsmisnotkunar bankans.
Forstjórinn William Fall var forstjóri Straums frá árinu 2007 og fram að hruni bankans.
Kæran mun óhjákvæmilega beinast gegn honum að einhverju leyti.
„Þetta
snýst
allt um að hafa
vísvitandi
áhrif á verð
með hlutabréf
Ögmundur og
Katrín efst
Prófkjör Vinstrigrænna fóru fram
í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi
um helgina. Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra náði fyrsta
sætinu naumlega í Suðvestur
kjördæmi en skammt á eftir hon
um kom Ólafur Þór Gunnarsson,
læknir og bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Í þriðja sætinu var Rósa Björk
Brynjólfsdóttir sem mun færast
upp fyrir Ólaf Þór vegna kynja
reglu.
Í Reykjavík sóttust þrír þing
menn eftir efsta sætinu. Það voru
þau Katrín Jakobsdóttir mennta
málaráðherra, Svandís Svavars
dóttir umhverfisráðherra og Björn
Valur Gíslason, þingmaður Norð
austurkjördæmis og formaður
fjárlaganefndar. Skemmst er frá
því að segja að Björn Valur var afar
langt frá settu marki og hafnaði í
sjöunda sæti. Þar með er þing
mennsku hans að öllum líkindum
lokið í bili.
Katrín hlaut flest atkvæði í
fyrsta sætið en Svandís hafnaði
í öðru sæti. Þær munu því leiða
lista Vinstrigrænna í Reykjavíkur
kjördæmunum tveimur. Þing
mennirnir Árni Þór Sigurðsson
og Álfheiður Ingadóttir höfnuðu í
þriðja og fjórða sæti en afar mjótt
var á mununum því Árni Þór hlaut
aðeins tveimur atkvæðum meira
en Álfheiður.
Í Suðurkjördæmi fór ekki fram
prófkjör hjá Vinstri grænum
heldur var framboðslisti sam
þykktur af kjördæmisráði. Vara
þingmaðurinn Arndís Soffía
Sigurðardóttir mun leiða listann
og tekur því stöðu Atla Gíslason
ar sem yfirgaf þingflokk Vinstri
grænna á kjörtímabilinu.
Rjúpnaskytta
í sjálfheldu
Björgunarsveitir frá Álftaveri,
Skaftártungu og Vík í Mýrdal voru
á sunnudagseftirmiðdag kallað
ar út til aðstoðar manni sem var í
sjálfheldu í klettum norðan megin
í Rjúpnafelli, austan Mýrdalsjökuls
að því er kemur fram í frétta
tilkynningu frá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg.
Maðurinn, sem er rjúpnaskytta,
var á ferð með félaga sínum. Sá
var staddur neðar í fellinu og
þegar honum varð ljóst að aðstoð
hans dygði ekki til hringdi hann
eftir aðstoð björgunarsveita. Veðr
ið á svæðinu var þokkalegt.
Í tilkynningunni kom jafnframt
fram að sjálfhelda í fjöllum og
klettum er ekkert gamanmál.
Þegar fólk lendir í einni slíkri
þurfa björgunarmenn oftar en
ekki að nálgast það ofan frá, það
er fara ofar í fjallið og síga niður
að fólki. Krefst það töluverðrar
línuvinnu og traustra festinga. Því
þarf yfirleitt nokkurn mannskap í
slík verk.