Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Blaðsíða 11
„Ég er dópisti“
Fréttir 11Mánudagur 26. nóvember 2012
n Sveddi tönn segist saklaus og er búinn að áfrýja n Segist bara hafa verið að kaupa sér dóp
peningana, alla fangelsisvistina og
stóð mig bara með prýði í fangelsinu
og stundaði nám, kom fjölda fólks
á rétta braut. Svo þegar ég kom úr
fangelsinu þá var alveg sama hvort
ég fór í banka eða hvert í fjandanum
sem ég fór þá voru Dagblaðið, Vísir
og alls konar fjölmiðlar búnir að
eyðileggja mig og mitt líf. Ég hef vit-
anlega kannski eyðilagt líf einhverra
ungra krakka sem hafa endilega
viljað kaupa dóp. En fjölmiðlar eru
búnir gefa afkáralega mynd af mér
þannig að ég fæ 22 ára dóm núna,“
segir hann. „Fjölmiðlar ásamt eit-
urlyfjum eru búnir að eyðileggja líf
mitt eins og ég hef kannski eyðilagt
líf margra annarra sem hafa endilega
viljað kaupa dóp.“
„Af hverju er þá ekki
búið að hirða mig?“
Sverrir neitar því að hafa verið við-
riðinn þau smyglmál sem hann hefur
verið sagður tengjast á undanförn-
um árum. Það hefur verið sagt frá því
í fjölmiðlum að hann sé talinn tengj-
ast ýmsum smyglmálum frá Brasilíu
og Spáni. „Af hverju er þá ekki búið
að hirða mig?“ segir hann og segir
að lögreglan hafi alla tíð vitað hvar
hann hafi haldið til. „Þetta er orðinn
svo mikill brandari að það hálfa væri
nóg. Það er búið að vera að ljúga því í
öllum blöðum að mín hafi verið leit-
að úti um allar trissur en Interpol og
löggan er búin að vita upp á hár hvar
ég er búinn að eiga heima allan tím-
ann. Það hefur verið skrifað að ég sé
með heilu geymslurnar af eiturlyfj-
um hingað og þangað og nefna húsin
og ég veit ekki hvað og af hverju er þá
ekki löngu búið að hirða mig?“ spyr
hann.
Segist hættur að sýsla með dóp
Aðspurður hvort hann muni þá ekki
sækja rétt sinn vegna þessara röngu
ásakana sem hann telur sig hafa
orðið fyrir segir hann svo ekki vera.
„Ég hafði bara hugsað mér að koma
sem minnst nálægt Íslandi eins og
ég hef bara gert. Ég hef engin tengsl
við Ísland, ég hef haldið mest til í
Amsterdam, þar er þetta meira og
minna leyfilegt.“
Sverrir segist ekki vera hættu-
legur. „Er ég hættulegur? Ég myndi
ekki segja það, nei. Ég er dópisti. Ef
félagar mínir leita til mín og spyrja
hvort ég geti reddað dópi þá þekki
ég yfirleitt alltaf eitthvert fólk sem
á dóp. Að því leytinu til er kannski
hægt að kalla mig hættulegan, ég er
ekki handrukkari, ég er hættur að
sýsla með dóp. Ég á einhverja smá
peninga. Íslenska ríkið, það þvoði
fyrir mig milljón evrur á sínum tíma.
Þegar þeir dæmdu mig fyrir þetta
stóra fíkniefnamál þá gerðu þeir
upptækar flestar eignirnar mínar og
áætluðu á mig fíkniefnagróða upp á
einhverjar 30 milljónir. Ég borgaði
milljónirnar og fékk allt dótið mitt
til baka. Svo þegar ég losnaði út úr
fangelsinu þá voru þessar þrjátíu
milljónir orðnar 100. Ríkið í raun-
inni hreinsaði peningana mína. Ég
hef haft það alveg ágætt án þess að
vera mikið að smygla dópi eftir það.
Ég er enginn engill, ég kem stund-
um með puttana nálægt svona hlut-
um, redda fólki stundum og svona.
Ég er ekki að smygla. Ég nota þetta
dóp, það er eiginlega það eina sem
ég geri.“
Dópistar verða sér úti um dóp
Hann segist þekkja fólk sem smygli
því hann sé sjálfur háður eiturlyfj-
um og þess vegna tengist hann inn
í þennan heim. Hann sé þó ekki
tengdur þessum málum sem hann
hefur verið sagður tengjast. „Ég skal
segja þér satt, ég þekki allt þetta fólk.
Ég þekki dópsala og smyglara því ég
er dópisti og þegar þú ert dópisti
þá verður þú að verða þér úti um
dóp. Þannig að ég umgengst margt
svona fólk. Og ég á alveg peninga
til að dópa þangað til ég drepst. Ég
hef gaman af þessu öllu saman. Ef
vinir mínir biðja mig um að gera
sér greiða þá á ég til að segja já, ég
þekki mann sem selur dóp. En ég er
ekki að selja dóp eða ég er ekkert að
hagnast á eiturlyfjasölu. Ég er vina-
legur karl og vinsæll karl, ég þekki
mikið af svona fólki,“ segir hann.
„Ég er dópisti, nota mikið af dópi,
redda stundum vinum mínum en
ég er ekki svona hrikalega vondur
smyglari eins og talað er um.“ n
S
verrir Þór Gunnarsson var
dæmdur til 22 ára fang-
elsisvistar í Brasilíu fyrir
skipulagningu á smygli á um
50.000 e-töflum til landsins.
Er það um fjórðungur alls þess sem
brasilísk tollayfirvöld lögðu hald á í
fyrra.
Framsalssamningur er ekki í
gildi milli Íslands og Brasilíu þannig
að Sverrir mun afplána dóminn úti.
Hann ætlar að áfrýja en mælst var
til þess að hann fengi ekki að ganga
laus á meðan dóms væri beðið.
Hann flúði frá Spáni eftir að hann
fékk níu ára fangelsisdóm þar og var
eftirlýstur af spænskum yfirvöldum.
Við komuna til Rio de Janeiro gaf
Sverrir Þór upp falskt nafn og þótt-
ist vera 43 ára Breiðhyltingur. Það
var ekki fyrr en brasilískir fjölmiðlar
birtu myndir af hinum grunuðu að
borin voru kennsl á Sverri.
Stóra fíkniefnamálið
Sverrir er fæddur árið 1972 en
brotaferill hans hófst þegar hann var
sextán ára. Næstu árin á eftir hafði
lögregla ítrekað afskipti af honum
vegna umferðar- og fíkniefnabrota.
Smám saman urðu afbrot Sverris
skipulagðari og stórtækari og á ár-
unum 1991–1995 hlaut hann fjóra
dóma fyrir þjófnað, fjársvik og fíkni-
efnabrot. Í undirheimum Reykja-
víkur var Sverrir ævinlega þekkt-
ur undir viðurnefninu Sveddi tönn
vegna tannlýtis.
Þekktastur er Sverrir líklega
fyrir að vera einn höfuðpauranna
í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða
en dómur í því máli féll árið 2000.
Þar hlaut hann næsthæsta dóminn
í málinu eða sjö og hálfs árs óskil-
orðsbundinn fangelsisdóm. Þar að
auki voru 20 milljónir gerðar upp-
tækar hjá honum. Í dómnum var
honum gefið að sök að hafa mót-
tekið 105 kíló af kannabisefnum
yfir nokkurra mánaða tímabil. Stóra
fíkniefnamálið teygði anga sína til
Danmerkur, Hollands og Banda-
ríkjanna og varðaði innflutning á
gífurlegu magni kannabisefna, am-
fetamíns, kókaíns og e-taflna. Að
auki voru gerðar upptækar hagla-
byssur, handjárn, loftrifflar og raf-
stuðbyssur. Í kjölfar málsins var
einnig dæmt í fyrsta skipti fyrir pen-
ingaþvætti fyrir íslenskum dóm-
stólum en Sverrir skipulagði það
í gegnum kjötvinnslufyrirtækið
Rimax. Í Sönnum íslenskum saka-
málum kom fram að Sverrir Þór lifði
hátt, átti miklar eignir, góða bíla og
gekk í dýrum fatnaði.
Brasilískar vændiskonur
Frá því að Sverrir lauk afplánun á
Litla-Hrauni hefur hann búið er-
lendis og er sagður umsvifamikill
í glæpaheiminum. Íslensk lög-
regluyfirvöld hafa lengi grunað
Sverri um að standa að baki fíkni-
efnasmygli til landsins, en hann
hefur haldið tengslum við landið.
Hann hefur til að mynda átt
fasteignir víða, meðal annars hús
í Ármúlanum þar sem lögreglan
gómaði hóp af vændiskonum frá
Brasilíu sem höfðust þar við árið
2006. Brasilísku stúlkurnar voru
kynlífsþrælar og var þeim ekið milli
manna sem tilbúnir voru að greiða
fyrir afnot af líkama þeirra að því
er fram kom í umfjöllun DV 2006.
Aldrei var þó ákært í vændismáli
tengdu húsnæðinu. Einnig fund-
ust fíkniefni á staðnum og íslenskt
par sem hélt þar til var sakfellt fyrir
fíkniefnainnflutning frá Spáni.
Karlmaðurinn var vinur Sverris og
hafði leyfi hans til að nota húsið.
Félagar Sverris úr Stóra
fíkniefnamálinu héldu sumir
uppteknum hætti eftir að fangelsis-
vistinni lauk. Nokkrir þeirra voru
handteknir aftur og dæmdir fyrir
kókaínsmygl. Í einu smyglmáli kom
fram að smyglarinn hefði millifært
tugi milljóna króna til félags í eigu
Sverris Þórs í Panama. Smyglarinn
sagði í héraðsdómi að greiðslan
hefði verið vegna byggingafram-
kvæmda í Brasilíu.
Verðir með vélbyssur
„Á tímabili átti hann rosalega villu
í Brasilíu og þarna voru verðir með
vélbyssur og sundlaug og allt. Al-
gjört glæsihýsi,“ sagði viðmælandi
DV í sumar. Nokkrir af félögum
Sverris voru sagðir hafa heimsótt
hann til Brasilíu á síðustu árum og
dvalið þar í góðu yfirlæti. Aðspurður
hvort Sverrir hafi lifað hátt sagði
heimildarmaður DV að það væri all-
ur gangur á því: „Hann tekur svona
syrpur, græðir eitthvað, klúðrar ein-
hverju, græðir, klúðrar – þetta er
svona upp og niður. Stundum hefur
hann ekki átt fyrir mat.“
Þá virtist margt benda til þess
að Sverrir ætti hatursmenn og
væri misvel liðinn í undirheimum
hér landi. Samkvæmt heimildum
blaðsins mun hann einnig hafa lent
í vandræðum í Brasilíu: „Á tímabili
var hann kominn í vesen þarna úti,
skuldaði hér og þar og gat ekkert
verið í Brasilíu.“
Sverrir hefur búið víðar en í
Brasilíu, meðal annars á Spáni, í
Hollandi og Danmörku. „Sverrir
er enginn aumingi, hann er bara á
millistiginu og hefur eflaust haft það
bara ágætt síðustu árin,“ er haft eftir
viðmælandanum. „En hann er nátt-
úrulega búinn að étast alveg upp.“ n
MargdæMdur
glæpaMaður
n Hefur hlotið dóma á Íslandi, Spáni og í Brasilíu
Hátíð miðað við Brasilíu Fangelsin á Íslandi eru hátíð miðað við fangelsið í Brasilíu
þar sem Sverrir er núna. Hann deilir klefa með þrettán föngum og einn sefur á gólfinu.
Hann segist þó fljótt hafa tekið yfir bestu kojuna og látið strákana vita að það væri hann
sem réð klefanum. Með mútum væri hægt að gera fangelsisvistina bærilega.
Skelfilegar aðstæður
í fangelsum Brasilíu
Nokkrir Íslendingar hafa afplánað fangelsisdóm
í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls og eru frásagnir
þeirra allar á sama veg: Aðstæður í brasilískum
fangelsum eru vægast sagt ömurlegar og sam-
kvæmt úttekt Amnesty International eru mann-
réttindi þverbrotin í brasilískum fangelsum.
Hlynur Smári Sigurðarson var árið 2006
dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Brasilíu er
kókaín fannst í fórum hans. Hann greindi frá því
hvernig samfangi hans hefði reynt að drepa hann
fyrir sígarettu og sagðist ganga með tálgaðan
tannbursta á sér ef ske kynni að einhver réðist á
hann á ný. Hlynur deildi þar tveggja manna klefa
með tíu föngum og fékk ekkert nema myglað brauð
og ormafullt vatn sér til næringar.
n Gekk með tálgaðan tannbursta á sér til að verjast árásum
„Mér finnst voða
gott að fá mér kók
í nefið, ég er alveg sjúk-
ur í þetta. En ég er ekki að
hagnast á eiturlyfjum.