Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Page 13
Erlent 13Mánudagur 26. nóvember 2012 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað n Fjörutíu mínútur voru liðnar af vopnahléi þegar 15 ára drengur var myrtur Á stralski kolabaróninn Nathan Tinkler varð á fáeinum árum ríkasti maður undir fertugu í Ástralíu. Fyrir níu árum starf- aði hann sem rafvirki, fyr- ir hálfu ári var auður hans metinn á um 150 milljarða króna. Nú virðist sem hið mikla veldi, sem hann hafði byggt upp á svo skömmum tíma, sé að hruni komið. Áhættufíknin sem kom honum svo langt virðist vera að steypa veldinu í glötun. Áhættusækinn Tinkler hóf ferilinn á táningsárun- um, þá starfaði hann sem rafvirki í kolanámu norðan við Sydney-borg í Ástralíu. Tvö hundruð þúsund króna mánaðarlaun heilluðu ekki og vann hann því jafnt og þétt að því að stofna sitt eigið fyrirtæki. Tuttugu og sex ára að aldri átti hann félag sem sá um viðhald á véla- búnaði í kolanámum, og gekk allt vel. En Tinkler stefndi hærra. Fjórum árum síðar, árið 2006, lagði hann allt í sölurnar – fékk 120 milljóna króna lán út á heimili sitt og fyrirtæki og landaði samningi um leigu á kola- ríku landi, gegn því að útvega 3,6 milljarða frá fjárfestum. Gæfan var honum hliðholl „Ég drap á hverjar dyr í Ástralíu og reyndar margar erlendis til þess að safna þessum fjármunum. Loks tókst það,“ sagði hann við CNBC árið 2010. Honum tókst að laða fjárfesta að þegar fyrstu niðurstöður komu úr borununum; fundust höfðu kol, og mikið af þeim. Gæfan var honum enn hliðholl – næstu tvö árin tvöfaldaðist heims- markaðsverð á kolum og honum tókst að selja hlut sinn í félaginu sem sá um rekstur kolanámunnar á 34,5 milljarða árið 2008 – gegn því að fá tíu prósenta hluta í kaupfyrirtækinu. Enn hækkaði verðið á kolum og því seldi hann einnig tíu prósenta hlut sinn í kaupfyrirtækinu með miklum ágóða. Kaupæði Þá gekk kaupæði á Tinkler. CNN greinir frá því að hann hafi keypt fót- boltalið, rúbbílið, veðhlaupahesta- ræktun og ýmsar eignir – einkaþotu, glæsivillu og stofnað svo sitt eigið námufyrirtæki – Aston Resources árið 2010. Fyrirtækið var hans mikla von um frekari auðæfi, það sameinaðist síð- ar kolafyrirtækinu Whitehaven Coal. En kolaverð fer nú lækkandi og sam- kvæmt spám verður það nú í janú- ar næstkomandi orðið svipað því sem var árið 2006 – þegar það hóf að hækka hratt og raunar tvöfaldaðist. Helsta tekjulind hans er kolafyrirtækið. Dökkar blikur Í dag er Tinkler 36 ára og skuldar 80 milljarða. Á sama tíma er auður hans metinn á 50 milljarða króna. Skuld- irnar fara sífellt hækkandi enda fer eftirspurn eftir kolum minnk- andi og verðið einnig. Þann 20. nóvember fór hans persónulega eignarhaldsfélag í þrot og einka- þota hans hefur verið tekin upp í skuldir. Það var einnig gert við hrossaræktarveldi hans. Hunter Sports Group, félagið sem sér um íþróttafélögin hans, á í vandræðum með að borga laun leikmanna tveggja stærstu félaga hans, og hafa ekki getað greitt leigu á leikvöngum sínum. En þessa dag- ana býr Tinkler í Singapúr ásamt fjölskyldu sinni, en er varla á flæði- skeri staddur enda með Porcshe- bíl í innkeyrslunni. En víst er að viðskiptaveldi hans riðar á fótun- um. n n Áhættusækinn kolabarón lagði allt í sölurnar n Gæfan greiddi leið hans Kolaveldið riðar til falls Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Uppboð Veðhlaupahestar í eigu Tinklers hafa verið seldir á brunaútsölu upp í skuldir. Áhættusækinn Nathan Tinkler lagði allt í sölurnar til að verða ríkur. Gæfan brosti við honum og hann varð einn ríkasti maður Ástralíu. Stórbruni banar verka- mönnum í Bangladess Að minnsta kosti 110 létust í eldsvoða sem kom upp í fata- verksmiðju í Daka, höfuðborg Bangladess. Verksmiðjan var á níu hæðum og slökkviliðsmenn voru um fimm tíma að ráða niðurlög- um eldsins. Þegar eldurinn kom upp á fyrstu hæð hússins flúðu margir starfsmenn verksmiðjurnar upp á efstu hæðina og sátu þar fastir. Margir létust þegar þeir köst- uðu sér út um glugga til þess að flýja eldslogana. Eldsupptök má rekja til skammhlaups í rafmagn- inu en rannsókn stendur yfir á orsökum þess. Samkvæmt frétta- manni Al Jazeera eru slík atvik alls ekki óalgeng á svæðinu. Frá árinu 2006 hafa 600 einstaklingar dáið vegna eldsvoða og skorts á öryggi í yfirfullum verksmiðjum. Í Bangladess eru um 4.500 starfandi verk smiðjur sem framleiða með- al annars fatnað fyrir fyrirtæki á borð við H & M, Tesco, Wal-Mart, JC Penny, Marks og Spencer og Kohl‘s. Tískufatnaðurinn nemur um 80 prósentum af útflutnings- tekjum þjóðarinnar. Þá segir fréttamaður Al Jazeera að samkvæmt verkalýðsfélög- um séu verksmiðjurnar ekki með sama öryggi fyrir starfsmenn sína og vestræn fyrirtæki alla jafna krefjist. „Ef þú talar við fram- leiðendur segjast þeir vera und- ir þrýstingi um að framleiða eins mikið af fötum með eins litlum tilkostnaði og hægt er,“ segir hann. „Undir slíkum kringumstæðum er öryggið ekki alltaf sett í fyrsta sætið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.