Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Page 18
Hollustan sett í jóla- baksturinn Nú gætu einhverjir verið farnir að huga að jólabakstri og farnir að líta á girnilegar smáköku- uppskriftir. Þeir sem vilja gæta að hollustunni geta auðveldlega breytt uppskriftunum svo góð- gætisins sé hægt að njóta með betri samvisku. 1 Minni sykur Það má alltaf minnka sykurmagn um helming án þess að það komi að sök. Venjulega er óhóflega mikið af sykri í smákökuuppskriftum. Notið agave-síróp eða stevía- sætuefni í stað sykurs. 2 Minna af hvítu hveiti Notið spelt eða heilhveiti, hrísmjöl, maísmjöl, kókosmjöl, möndlumjöl, kjúklingabauna- mjöl eða bókhveiti. Möguleikarn- ir eru miklu fleiri en þú heldur. Prófaði þig áfram. 3 Olía eða mauk í stað smjörs Jú, það má skipta út smjörinu og þá sérstaklega smjörlíkinu, sem er afar óhollt, fyrir góðar og hollar kaldpress- aðar olíur. Til að minnka fitu má einnig nota mauk, epla- eða ban- anamauk, jafnvel barnamauk úr krukkum. 4 Minna af eggjarauðu Ef þið viljið draga úr óæski- legu kólesterólmagni í eggjarauð- um er hægt að notast eingöngu við eggjahvíturnar. Tvær eggja- hvítur eru notaðar í staðinn fyrir eitt egg. Ráð gegn 5 hvim- leiðum kvillum 18 Lífsstíll 26. nóvember 2012 Mánudagur Skera tærnar af n Nýjasta trendið í fegrunaraðgerðum U pp með hönd sem á glæsi- lega hælaskó inni í skáp sem aldrei eru notaðir. Samkvæmt Times of India eru dæmi um að konur gangi svo langt til að passa í þokkafulla skó í rétta númerinu að þær hreinlega láti skera af sér tærnar. Aðrar velja að láta lækni sprauta efni undir il- ina á sér til bólstrunar og þæginda. Dr. Nathan Lucas, fótsnyrtir í Memphis, hefur unnið við slíkar „fegrunaraðgerðir“ síðustu 15 árin og segir æ fleiri konur velja þenn- an kost. Síðasta árið hafi hann fengið 30 konur til sín á skurðar- borðið. Sjálfur finnst honum kon- ur ganga of langt þegar þær vilja láta fjarlægja heila tá til að komast í skó. „Það er svolítið ýkt. Ég sker tærnar ekki af nema það sé algjör nauðsyn. En ef konurnar eru fastar á sínu sendi ég þær áfram til lækn- is sem ég veit að er til í það.“ Einn skjólstæðinga Lucasar biður fólk að dæma sig ekki. „Ef þú þekkir ekki þetta vandamál skilurðu það ekki. Ef þú kannast ekki við að finna þér skó og ef þú finnur ekki stanslaust til þegar þú treður þér í skó skaltu ekki dæma mig.“ Margir eru eflaust á því að kona í háum hælum sé glæsilegri en kona í flatbotnaskóm en það er spurning hversu langt skal ganga fyrir útlitið. Fyrir utan það hversu undarlega útlits fæturnir eru eftir slíkar „viðgerðir“. Hælaskór Fallegir en ekki þeir þægi- legustu. n Vissir þú að melónur og gúrkur valda vindgangi? n Þurrt fæði gegn ógleði Þ jáist þú af hægðatregðu er fyrsta skrefið að auka neyslu á grófu heilkorni, borða meira af grænmeti og ávöxt- um og drekka meira af vatni. Ef þú drekkur nægilega mikið af vatni er heldur ólíklegt að þú þjáist af hægðatregðu. Drekktu átta glös á dag og bættu hreyfingu við lífsstíl þinn. Niðurgangur Bananar, hrísgrjón, eplamauk og ristað brauð. Mundu þessar fæðu- tegundir næst þegar þú þjáist af þessum afskaplega hvimleiða kvilla. Allt kolvetnaríkar fæðutegund- ir sem líkaminn þarf ekki að reyna mikið á sig til að vinna úr. Munið að halda áfram að drekka mikið af vatni en bætið við orkudrykk á borð við Gatorade til þess að bæta upp stein- efnatap. Ógleði Til að muna hvaða fæðutegundir róa órólegan maga, hugsið þá hvað læknar sjóveiki. Þurrt land! Þurr matur á borð við saltkex. Morg- unkorn án mjólkur, ristað brauð virkar vel gegn ógleði. Heldur til- breytingalaust fæði en virkar vel. Vindgangur Því miður þá er það svo að nær- ingarríkasti og hollasti maturinn á það til að valda vindgangi. En það má reyna að borða ekki alla skað- valdana saman á einum degi: Baun- ir, spergilkál, blómkál, rósakál, kál, melóna, eggaldin, paprika og gúrka eiga það til að valda vindgangi. Það kemur síðan á óvart að frosin jógúrt veldur miklum vindgangi og minna kemur á óvart að gos valdi smá- sprengingum út um óæðri endann. Mestu prumphænsnin geta reynt að drekka piparmintu-, kamillu- eða engiferte og tyggja anís eða fennel- fræ. Brjóstsviði Þeir sem lifa á ljóshraða eiga það til að fá brjóstsviða. Þeir gera allt hratt, tyggja hratt, drekka hratt og hugsa hratt og það veldur óþægindum. Reynið að taka meiri gæðatíma í að borða og þeir sem eiga við veru- leg vandræði að stríða geta prófað að sleppa alkóhóli, tei, kaffi, gosi, súkkulaði, súrum söfum, tómatsós- um, piparmintu og krydduðum mat. n Prumphænsn athugið Þótt hollt sé getur kálið valdið vindgangi. Þurrt fæði Til að muna hvaða fæðutegundir róa órólegan maga, hugsið þá hvað læknar sjóveiki. Þurrt land! Þurr matur virkar ágætlega á ógleðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.