Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 13. júlí 2011 Miðvikudagur
„Dóttir mín fór á Bestu útihátíð-
ina á laugardaginn og kom til baka
með sjúkrabíl sama dag,“ segir faðir
ungrar konu sem veiktist alvarlega á
Bestu útihátíðinni sem haldin var á
Gaddstaðaflötum við Hellu um síð-
ustu helgi. Talið er að henni hafi ver-
ið byrluð ólyfjan.
Konan, sem er 26 ára einstæð
móðir, fór ásamt vinum á útihátíðina
á laugardeginum. Sjálf man hún ekk-
ert frá hátíðinni og er enn að jafna sig
eftir raunir sínar.
Heppni að hún fannst
Vinkona konunnar var í gæslu á
svæðinu og fann hana meðvitundar-
lausa þar sem hún lá í brekku og hafði
kastað upp yfir sig alla. Hún taldi
hana vera drukkna og fór með hana í
sjúkratjald sem var á staðnum.
„Þar sáu þeir strax að hún var ekki
drukkin, enda var engin áfengislykt
af henni. Þeir höfðu samband við
lækni sem ákvað að senda hana strax
með sjúkrabíl í bæinn. Það var hár-
rétt ákvörðun og ég er mjög ánægð-
ur með þá þjónustu sem hún fékk á
staðnum,“ segir faðir hennar.
Konan var flutt á bráðamóttöku
Landspítalans í Fossvogi þar sem
læknar gáfu henni móteitur sem vinn-
ur gegn áhrifum ýmissa eiturlyfja.
Læknarnir sögðu föður hennar að
konan hefði líklega farið í öndunar-
stopp hefði hún ekki komist svona
fljótt undir læknishendur.
„Það var farið að hægjast á önd-
uninni og henni voru gefin mótefni
til að vinna á móti eiturverkunum
úr þeim efnum sem hún hafði neytt.
Hún hefði sennilega látist þarna
og það var einskær heppni að hún
fannst í öllum þessum mannfjölda.
Þetta vekur mann til umhugsunar og
maður spyr sig hvað er verið að fara
með inn á þessar hátíðir og í hvaða
tilgangi.“
Sterkt deyfiefni í blóði
Konan var á spítalanum yfir nótt en
hefur enn ekki náð sér að fullu eftir
atvikið. „Hún man ekkert eftir þess-
um degi og sagði við mömmu sína að
það væri eins og hún hefði aldrei far-
ið austur. Hún man því ekkert hvað
gerðist eða hver byrlaði henni þessa
ólyfjan.“
Í blóðprufu sem var tekin á
sjúkrahúsinu sáust merki um mjög
„Hefði sennilega
látist þarna“
n Í lífshættu eftir að hafa verið byrluð ólyfjan á Bestu útihátíðinni n Man ekki
eftir að hafa verið á hátíðinni n Mjög sterkt deyfilyf fannst í blóði hennar„Hún hefur verið
mjög utan við sig
og alls ekki með sjálfri sér.
Hún talar í eins atkvæðis
orðum og er alveg úti að
aka eins og er.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Smjörsýra er sljóvgandi lyf sem upphaflega
var þróað sem svefnlyf. Sé hún tekin inn
samhliða áfengi veldur það minnisleysi
og djúpum svefni. Þá getur hún verið
lífshættuleg sé hennar neytt í of stórum
skömmtum.
Mál tengd smjörsýru hafa áður komið
upp í tengslum við útihátíðir á Íslandi. DV
greindi frá því eftir verslunarmannahelgina
árið 2001 að maður hefði verið hand-
tekinn á hinni svokölluðu Eldborgarhátíð á
Kaldármelum vegna gruns um að hafa haft
smjörsýru undir höndum.
Var það mat lögreglunnar að hann hefði
komið með smjörsýruna á hátíðina til að
nota í tengslum við kynferðisglæpi. Tíu
kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni.
Síðustu nótt hátíðarinnar hlúðu björgunar-
sveitarmenn að tíu til fimmtán manns
sem voru hálparvana eftir að hafa neytt
smjörsýru. Í flestum tilfellum var um að
ræða unglingsstúlkur.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, sagði í samtali við DV árið 2001
að smjörsýra væri efni sem hefði verið í
umferð annað slagið. En fyrst varð vart við
efnið árið 1997 í tengslum við klúbbamenn-
ingu sem þá ruddi sér til rúms.
Reglulega koma upp mál þar sem talið er
að fólki, bæði konum og körlum, hafi verið
byrluð sljóvgandi lyf eða svefnlyf í þeim
tilgangi að að misnota það kynferðis-
lega. Svefnlyfið róhypnól er líklega eitt
algengasta lyfið sem kynferðisbrotamenn
nota, enda oft kallað nauðgunarlyf. Lyfið
er bæði litar- og lyktarlaust og fer fljótt úr
líkamanum og því erfitt að greina hvort
þess hafi verið neytt.
solrun@dv.is
Smjörsýra á Eldborg:
Unglingsstúlkur hjálparvana
Eldborg jörgunarsveitarmenn hlúðu að
fjölmörgum unglingsstúlkum sem voru
hálparvana eftir að hafa neytt smjörsýru.
Var í lífshættu Konan sem er 26 ára, fannst
meðvitundarlaus í brekku og hafði kastað upp
yfir sig alla. Faðir hennar segir það einskæra
heppni að hún hafi fundist í mannmergðinni.
SViðSEtt Mynd
Besta útihátíðin Faðir stúlkunnar segir að ekki sé við skipuleggjendur útihátíðarinnar að
sakast, enda sé það samdóma álit þeirra og lögreglu að vel hafi tekist til. Hann hvetur fólk
engu að síður til að gæta að sér.
Mynd ingólfUr JúlÍUSSon