Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 13. júlí 2011 Miðvikudagur Pakistönskum hershöfðingjum var mútað til að veita stjórnvöld- um í Norður-Kóreu upplýsingar um kjarnorkutækni og íhluti í kjarnorku- flaugar samkvæmt Abdul Qadeer Khan, höfundi kjarnorkuáætlunar Pakistana. Khan játaði árið 2004 að hafa selt búnað og upplýsingar um hvernig auðga ætti úran til Líbíu, Írans og Norður-Kóreu. Þá sagði hann stjórn- völd ekki samsek en síðan þá hefur hann dregið þann framburð til baka og haldið því fram að stjórnvöld hafi talið hann á að fría þau ábyrgð gegn því að láta hann lausan. Washington Post birti bréf sem Khan hafði í fór- um sínum en bréfið skrifaði háttsett- ur embættismaður í Norður-Kóreu, Jon Byong-Ho. Deilt um sannleiksgildi bréfsins „Kang hershöfðingi sagði mér að Karamat yfirhershöfðingi hefði þegar fengið greiddar þrjár millj- ónir dollara og Zulfiqar Khan hers- höfðingja verið gefin þrjú sett af demöntum og rúbínum. Vinsam- legast afhendið herra Yon [embætt- ismanni hjá sendiráði Norður-Kór- eu í Pakistan, innsk. blm.] umsamin skjöl, íhluti og annað, svo hægt verði að flytja það með flugvél okk- ar, þegar henni verður flogið aftur heim eftir að hafa flutt íhluti í eld- flaugar,“ stóð í bréfinu sem skrifað var í júlí 1998. Vestrænir embættismenn telja bréfið ósvikið en það hefur þó ekki fengist staðfest. Jon byrjar reyndar bréfið á að þakka Khan fyrir stuðn- ing hans við norðurkóreskan hers- höfðingja sem missti eiginkonu sína í skotárás í Pakistan. Jon áskaði ISI, pakistönsku leyniþjónustuna, CIA og suðurkóresku leynilögregluna um morðtilræði við hershöfðingjann en hann var öruggur á því að tilræðið beindist gegn honum. Það var breski blaðamaðurinn Simon Henderson sem fékk bréf- ið frá Khan. Hann telur að með því að láta birta bréfið hafi Khan viljað koma ákveðnum hlutum á hreint. Hann hafi ekki verið höfuðpaurinn í sölunni og að pakistanski herinn hafi að fullu tekið þátt. Khan er vinsæll á meðal íbúa Pakistan fyrir kjarnorkutilraunir sín- ar. Landsmenn hafa meðal annars haldið upp á afmæli tilraunanna og myndum af Khan verið haldið á lofti þar. Pakistanskir embættismenn hafa brugðist ókvæða við og settu Khan meðal annars í stofufangelsi og hafa hótað enn frekari refsiaðgerðum. Þeir segja Khan ýkja stórlega sam- þykki þeirra fyrir útflutningi hans í tengslum við kjarnorku. Árið 2006 ásakaði Perez Musharaf Khan um að hafa hagnast persónulega og þá var persónulegur reikningur hans hjá banka í Dúbaí afhjúpaður. Milljónir dollara voru á honum og þótti það heldur grunsamlegt. Hershöfðingjarnir, sem nafn- greindir eru í bréfinu, neita að sama skapi ásökunum og segja bréfið fals- að. Pakistanskur embættismaður hefur til dæmis bent á að hvorki hafi bréfsefnið verið opinbert né hafi inn- sigli verið á bréfinu. Starfsmaður hjá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni segir hins vegar bréfið líkjast öðrum norður- kóreskum bréfum sem hann hafi rannsakað og að algengt sé að þau séu ekki skrifuð á opinber bréfsefni. Áfram spenna á milli Pakistan og Bandaríkjanna Vestrænir embættismenn eru ekki vissir um hvaða þátt Khan eigi í söl- unni og velta fyrir sér hvort Pakist- anar séu enn að selja kjarnorkubún- að til Norður-Kóreu. Ekki þykir skýrt hver beri höfuðábyrgð á því að veita Norður-Kóreu upplýsingar enda sé það orð gegn orði. Lítið traust ríkir nú á milli Pakist- ans og Vesturlanda, þá sérstaklega Bandaríkjanna og hafa samskipti ríkjanna orðið stirðari að undan- förnu. Bandaríkjamenn treystu Pak- istönum ekki nóg til að láta þá vita um fyrirætlanir sínar vegna Osamas bin Laden og þá hafa pakistönsk yfir- völd lýst því yfir að Bandaríkjamenn muni ekki fá að reisa herstöðvar í Pakistan þaðan sem örloftför yrðu send til árása, en óbreyttir borgarar hafa fallið í slíkum árásum á landa- mærum Pakistans og Afganistans. Eitt nýjasta dæmið um spennu í samskiptum landanna er morðið á blaðamanninum Syed Saleem Sha- zad sem skrifaði um valdamikla ör- yggisstofnun í Pakistan. Bandarísk stjórnvöld gruna ISI um að eiga að- ild að morðinu en ISI er þekkt fyrir að ógna blaðamönnum í Pakistan, sem þykir vera eitt hættulegasta landið fyrir blaðamenn. Shazad sagði vinum sínum skömmu fyrir dauða sinn að ISI hefði haft í hótunum við hann. Mike Mullen, formaður bandaríska her- foringjaráðsins, varpaði þessum grunsemdum fram opinberlega á föstudaginn. Pakistanar reiddust og sögðu yfirlýsingu Mullens vera mjög óábyrga og óheppilega og hafa slæm áhrif á sameiginlega baráttu þjóð- anna gegn hryðjuverkum. Þá ákváðu Bandaríkjamenn að fresta 800 milljón dollara hernað- araðstoð til Pakistana. Upphæðin samsvarar tæplega 95 milljörðum íslenskra króna og er þriðjungur af árlegum útgjöldum Bandaríkjanna til öryggismála í Pakistan. Banda- rísk stjórnvöld sögðu Pakistana vera mikilvæga bandamenn en komast þyrfti yfir ákveðna erfiðleika í sam- skiptum ríkjanna. Margir bandarísk- ir þingmenn eru efins um að veita fé til hernaðaraðstoðar í Pakistan, sér- staklega eftir að í ljós kom að bin La- den hefði tekist að fela sig í næsta ná- grenni við pakistanskan herskóla. Pakistanar sögðu í kjölfarið að þeir þyrftu ekki á þessari hernað- araðstoð að halda og þeir gætu vel haldið áfram baráttunni gegn hryðjuverkum. Pakistanar eiga sjálf- ir í fullu fangi með að glíma við inn- lenda hryðjuverkahópa á sama tíma og talið er að helstu leiðtogar al Kaída hafist við á landamærunum við Afganistan. Varnarsamstarf Pakistans og Kína er að færast í aukana og velta menn fyrir sér hvort það samstarf muni geta leyst hernaðarsamstarfið við Bandaríkin af hólmi. Þótt ekki sé tal- ið að það gerist í bráð gætu ákveðnar breytingar verið í uppsiglingu. Abdul Qadeer Khan Er mikilsmetinn í heimalandi sínu. Hér sjást menn fagna 10 ára afmæli kjarnorkutilrauna Pakistana. Greitt fyrir upplýsingar um gjöreyðingarvopn n Faðir kjarnorkuáætlunar Pakistana birti bréf þar sem talað er um greiðslur fyrir upplýsingar um kjarnorku n Yfirvöld í Pakistan segja bréfið falsað„Vinsamlegast af- hendið herra Yon umsamin skjöl, íhluti og annað, svo hægt verði að flytja það með flugvél okkar, þegar henni verð- ur flogið aftur heim eftir að hafa flutt íhluti í eld- flaugar. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Pakistanskur hermaður Stendur vörð við landamærin að Afganistan. Vilja Bush fyrir rétt Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa farið fram á að George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verði sóttur til saka. Samtökin vilja einnig að Dick Che- ney, fyrrverandi varaforseti, Donald Rumsfield, fyrrverandi varnarmála- ráðherra og George Tenet, fyrrver- andi stjórnandi CIA, verði sóttir til saka. Samtökin birtu 107 blaðsíðna skýrslu þar sem stjórn Baracks Obama, núverandi Bandaríkjafor- seta, er harðlega gagnrýnd fyrir að láta vera að rannsaka pyntingar sem ofangreindir aðilar bera ábyrgð á, þrátt fyrir að óyggjandi sannanir liggi fyrir. Meðal annars hafi Bush viðurkennt að hafa látið beita vatns- pyntingum, en þær felast í því að kalla fram drukknunartilfinningu. Hann sagðist hafa gert það eftir ráð- gjöf lögfræðings sem sagði pynting- arnar löglegar. Þá er fangaflug CIA einnig tekið fyrir í skýrslunni. Samtökin gera sér grein fyrir því að ásakanirnar eru ekki nýjar en sönnunargögnum hefur fjölgað, meðal annars vegna birtingar skjala sem áður hafi hvíld leynd yfir, og því sé tímabært að draga mannréttinda- brotin fram í dagsljósið. Samtökin segja að með því að stjórnvöld rannsaki ekki mannrétt- indabrot Bandaríkjanna sé grafið undan kröfum um að önnur ríki á borð við Líbíu þurfi að sæta ábyrgð á sínum brotum. Láti Bandaríkin það vera að rannsaka þessi brot eigi önnur ríki að gera það í staðinn en öll ríki hafa lögsögu í þessu máli þar sem það varðar við alþjóðalög. Gaddafi sagður tilbúinn að víkja Moammar Gaddafi er tilbúinn að láta af völdum ef marka má orð Alains Juppe, utanríkisráðherra Frakklands. Hann sagði við franska útvarpsstöð að sendiboðar frá Gadd- afi hefðu komið til Frakka og sagt að Gaddafi væri tilbúinn til að víkja. Juppe sagði að tengiliðirnir væru til staðar en þó væru engar við- ræður hafnar á þessu stigi. Hann sagði ennfremur að líbísk stjórnvöld hefðu sent fulltrúa sína út um allt, meðal annars til Tyrklands og New York. Frakkar gera sér vonir um að unnt verði að semja en hingað til hefur verið reynt að koma Gaddafi frá völdum með loftárásum, en það hefur ekki borið mikinn árangur og ekki sér fyrir endann á stríðinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sögusagnir berast um að Gaddafi ætli að víkja en líbísk stjórnvöld hafa hins vegar ávallt haldið því fram að ekki sé fótur fyrir þeim og að Gadd- afi muni berjast til síðasta blóð- dropa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.