Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 23
Jórunnar. Það styrkir mig og eflir. Ég skynja kraft og hita sem kemur frá henni.“ Sumir hafa samband við Jórunni og biðja hana um að „senda“ hjálp til fólks; jafnvel án þess að það viti. Ef fylgjast þarf með fólki í einhvern tíma fær hún nafn og heimilisfang viðkomandi. „Ég er mjög samvisku- söm og áður sendi ég og sendi og bað og bað og það fór mikill tími í það. Ég hugsaði með mér að það yrði að vera einhver breyting á þessu. Ég samdi við þá hinum megin að hjálp yrði send strax þegar haft væri samband við mig.“ Af hinu góða Jórunn segir að heilun sé í höndum allra; það hafi allir þessa hæfileika. Svo sé það hvers og eins að opna fyrir flæðið. „Þetta er eins og að ná í guð- sneistann. Ljósið er innra með okk- ur öllum og við getum náð því fram í hendurnar. Það er hins vegar mis- jafnt hverjum er ætlað að fara út í þetta og hverjum ekki.“ Hún segist vera mjög trúuð; það sé nauðsynlegt í þessu starfi. „Þetta er allt frá ljósinu; ljósi Guðs og út- sendurum hans. Maður þarf að tala mikið við hann og biðja leyfis. Ég bið mikið. Ég hugsa að ég tali við Guð á hverjum einasta degi. Heilun er fyrst og fremst Guðsgjöf. Það er ekkert hægt að gera á þessum sviðum nema að hafa Guð og andaheiminn með sér að öllu leyti. Þetta er bara af hinu góða. Mér líður vel við að gefa heilun. Þegar maður er svona mikið tengdur andlega þá fyllist maður af innri orku og ég losna sjálf þegar ég gef hana í heilun. Mér þykir óskaplega vænt um að geta hjálpað fólki og á ég erf- itt með að vita því ef eitthvað er að. Þá sest ég niður og sendi viðkomandi eins mikla hjálp og ég get.“ Hún talar um að þessi hæfileiki sé Guðsgjöf. „Guðsgjafir eru ekki ætlað- ar fyrir einstaklinginn sjálfan. Þetta er náðargáfa og hún er ekki bara ætl- uð mér.“ Það heyrist klór. Litli hundurinn vill komast út; Jórunn segir að hann sé ekki vanur að vera lokaður inni svona lengi. Hún nær í hundinn og við tölum áfram um andleg mál. Ljósblá augu Jórunnar; það er eitthvað. Næstum eins og það sjáist að hún sér meira en fólk almennt. Nýta náðargáfuna rétt Sólin skín skært á fallegu sumar- kvöldi. Opin fyrirbænabók liggur á litlu borði á ganginum á heimili Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur og er kveikt á kerti. Guðrún býður til stofu þar sem kveikt er á nokkrum kertum. Dyrabjallan hringir fljótlega og er dóttir Guðrúnar komin í heimsókn. Við sitjum við borðstofuborðið þar sem bleikar rósir standa í blóma- vasa. Guðrún segir frá. Hún hefur alltaf verið mjög næm og segist hafa séð inn í annan heim sem barn. „Ég fór með ættingjum mínum á fund hjá transmiðli árið 2000 og varð fyrir miklum áhrifum. Ég varð berg- numin af starfi þessa góða manns. Að mínu mati er svona stórkostleg vinna vandfundin.“ Guðrún hefur starfað mikið með þessum miðli síð- an og benti hann henni á að hún ætti að nýta heilunarhæfileika sína sem hún vissi ekki að hún hefði. „Orkan hleðst upp ef maður notar ekki þennan hæfileika og það getur verið svolítið erfitt og veldur manni jafnvel sárum verkjum og óþægind- um ef maður gefur henni ekki tilgang til að hjálpa öðrum. Ég losnaði við mikinn verk sem ég hafði oft í herð- unum eftir að ég fór að heila. Það er sjálfsagt að nýta þessa náðargáfu rétt; sé það gert með réttu hugarfari. Ég byrjaði ósköp rólega og heilaði vini og vandamenn. Þetta hefur spurst út og ég hef heilað í frí- tíma mínum. Ég nýti þessa orku til að hjálpa öðrum á meðan fólk leitar til mín; fólk leitar til mín aftur og aftur vegna þess að það finnur að því líð- ur betur.“ Ekkert prógramm Guðrún er vön að spjalla fyrst við fólk í stofunni þegar það kemur í heilun. Sumir þurfa að spyrja um ýmislegt og segir Guðrún að á þessum tíma myndist ákveðið traust. Hún hefur lært orkupunktajöfnun og notar þá þekkingu á þiggjendur. Síðan er farið inn í lítið herbergi þar sem kveikt er á kerti. Viðkom- andi leggst á bekk og Guðrún byrjar alltaf á því að fara með bæn. Stund- um tekur viðkomandi undir og biður með henni. „Ég spila síðan ljúfa tón- list. Ég sit og tek oftast létt um höfuð- ið á fólkinu. Í öðrum tilfellum stend ég upp og legg hendur yfir líkama þess. Oftast fer ég á einhvern stað og þá er það kannski akkúrat þar sem viðkomandi hefur verið með verki. Í rauninni þarf ég ekki að koma við fólkið. Það er líka hægt að vera með hendurnar lausar frá líkamanum eða sitja alveg kyrr. Þetta er mjög ein- staklingsbundið. Það er ekkert pró- gramm. Mig langar bara til að hjálpa því fólki sem leitar til mín og er það oft lykillinn að heiluninni.“ Guðrún segir að stundum finni hún fyrir verk eins og fólkið sem kemur til hennar – áður en það kem- ur. Fólkið á bekknum finnur líka eitt- hvað. „Það finnur hita. Ég hef verið spurð af hverju önnur höndin á mér sé heit en hin köld. Ég finn það hins vegar ekki sjálf. Ég veit að það er unn- ið í gegnum mig því stundum finn ég hvernig hendurnar á mér breytast; það er erfitt að koma því í orð.“ Guðrún fer með bæn áður en hún fer út úr herberginu og leyfir fólkinu að liggja og hvíla sig. Sumir sofna á meðan á heiluninni stendur. „Sumir segja að þeir hafi orðið varir við einhverja í herberginu eftir að ég var farin en það er bara af hinu góða.“ Bænin sterkasta aflið Guðrún er trúuð. „Mér finnst bæn- in vera sterkasta aflið. Maður getur aldrei treyst því að það geti ekki ein- hver komið sem á ekki erindi. Það er aldrei of varlega farið.“ Hvað gefur þetta starf henni? „Það gefur mér mikinn innri frið. Mér líður afskaplega vel með að geta hjálpað fólki að líða betur og svo er það bónus ef þiggjandinn fær skila- boð að handan.“ Guðrún talar um hve margir séu næmir en sumir geri sér ekki grein fyrir því. „Margir berjast við eitt- hvað sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað er og þá er jafnvel andlegi heimurinn að banka upp á hjá þeim. Þeir geta upplifað vanlíðan, þeim getur fundist sótt að sér og þeir geta fundið lykt sem þeir gera sér ekki grein fyrir.“ Guðrún segir að einhver látinn sé að láta vita af sér; til dæmis einhver sem hefur reykt og þá finnst reykingalykt. „Andleg mál eru heill hafsjór af spurningum. Þegar maður fær svar við einni spurningu vakna tíu.“ -SJ Fréttir | 23Miðvikudagur 13. júlí 2011„Þetta er eins og að ná í guðsneist- ann. Ljósið er innra með okkur öllum og við getum náð því fram í hendurnar. Það er hins vegar mis- jafnt hverjum er ætlað að fara út í þetta og hverjum ekki. „Sumir segja að þeir hafi orðið varir við einhverja í herberginu eft- ir að ég var farin en það er bara af hinu góða. Þykir vænt um að geta hjálpað Jórunn Oddsdóttir: „Mér þykir óskap- lega vænt um að geta hjálpað fólki og á erfitt með að vita ef eitthvað er að. Þá sest ég niður og sendi viðkomandi eins mikla hjálp og ég get.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.