Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 13. júlí 2011 Miðvikudagur Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Einkahlutafélögin Skebbi og Laugal­ ind hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. Skiptum þrotabúa þeirra er lokið og fundust engar eignir upp í tæplega eins milljarðs króna skuldir félaganna. Skebbi var í eigu Rúnars Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyr­ ismiðlunar Glitnis, en hann starfar í dag á sjávarútvegssviði Íslandsbanka. Laugalind var í eigu Friðfinns Ragn­ ars Sigurðssonar, fyrrverandi fram­ kvæmdastjóra fjárstýringar Glitnis, en hann er líka starfandi hjá Íslands­ banka í dag. Þeir Rúnar og Friðfinnur voru á meðal 16 stjórnenda Glitnis sem fengu kúlulán upp á um 8,5 milljarða króna í maí árið 2008, nokkrum mán­ uðum fyrir fall bankans. Fékk Rúnar þá 341 milljónar króna kúlulán í gegn­ um einkahlutafélagið Skebba og Frið­ finnur 171 milljónar króna kúlulán í gegnum einkahlutafélagið Laugalind. Engar eignir fundust upp í 599 millj­ óna króna skuldir Skebba og hið sama á við um Laugalind en skuldir þess námu 299 milljónum króna þegar fé­ lagið fór í þrot. Þeir Rúnar og Friðfinnur þurfa ekki að standa skil á skuldum eignar­ haldsfélaga sinna þar sem þeir voru ekki í persónulegri ábyrgð fyrir þeim. Þess skal getið að samkvæmt rann­ sóknarskýrslu Alþingis var Rúnar með tæplega 90 milljónir króna í laun árið 2008. Hann á 320 fermetra einbýlishús að Sævangi í Hafnarfirði en bruna­ bótamat þess er 63 milljónir króna. Friðfinnur á 200 fermetra raðhús að Fjallalind í Kópavogi en brunabóta­ mat þess er 42 milljónir króna. Samkvæmt rannsóknarskýrslu Al­ þingis námu lán Glitnis til starfsmanna og/eða eignarhaldsfélaga í þeirra eigu, alls um 55 milljörðum króna þegar þau urðu hæst í september 2008. Talið er að flest einkahlutafélög fyrrverandi starfsmanna Glitnis séu eignalaus líkt og félög Rúnars og Friðfinns en eignir félaganna urðu verðlaus við fall bank­ ans haustið 2008. as@dv.is Engar eignir upp í skuldir eignarhaldsfélaganna Skebba og Laugalindar: Sleppa við milljarð Fyrri eigandi og stjórnendur Office 1 hafa keypt rekstur fyrirtækisins út úr þrotabúi Tékklistans. Tékklist­ inn, áður Egilsson hf., sá um rekst­ ur Office 1 áður en félagið var tek­ ið til gjaldþrotaskipta. Fyrri eigandi Tékklistans, Egill Þór Sigurðsson, og æðstu stjórnendur Office 1 skipa nýj­ an eigendahóp fyrirtækisins undir nafninu Egilsson ehf. Á sama tíma og Tékklistinn ehf. var tekið til gjald­ þrotaskipta voru tvö ný félög stofnuð eins og DV greindi frá í júní, annars vegar Egilsson ehf. og hins vegar Off­ ice One ehf. Egilsson sér um rekst­ ur fyrirtækisins á meðan Office One ehf. heldur utan um húsnæði þess. Tékklistinn var að fullu í eigu Egils Þórs Sigurðssonar. Rekstur Off­ ice 1 var boðinn til sölu á dögunum og sýndu að minnsta kosti fjórir að­ ilar einhvern áhuga á að kaupa fé­ lagið eftir því sem DV kemst næst. Að sögn Kjartans Arnar Sigurðs­ sonar, forstjóra félagsins, eru kaup­ in fjármögnuð að hluta með lánum og að hluta með eigin fé stjórnenda og fyrri eiganda. Félagið tekur yfir allar starfsmannaskuldbindingar og leigusamninga hins gjaldþrota félags. Einnig er greitt fyrir birgðir og lausafjármuni félagsins. Kjartan er eigandi nýr eigandi Office One ásamt þeim Brynju Blöndu Bryn­ leifsdóttur fjármálastjóra, Bjarna Árnasyni, framkvæmdastjóra inn­ kaupa og heildsölusviðs, Ragnari Ástvaldssyni, framkvæmdastjóra fyr­ irtækjaþjónustu, og Agli Þór Sigurðs­ syni stjórnarformanni. Egill hafði áður átt Office One að fullu. Hagstæðasta tilboðið „Þeirra tilboð var langhæst og lang­ hagstæðast fyrir búið. Á þeim grundvelli var tilboðinu tekið,“ seg­ ir Garðar Garðarsson lögmaður sem var skipaður skiptastjóri yfir búinu samkvæmt úrskurði hér­ aðsdóms. Kröfulýsingarfresti í bú Tékklistans er ekki lokið og því er ekki orðið ljóst hverjar endurheimtur kröfuhafa verða úr þrotabúinu né heldur hversu stórt gjald­ þrot félagsins er. Að sögn Garðars verður gerð grein fyrir þessu á skiptafundi sem fer fram í september. Ákveðið var að ganga til samninga við stjórnendur og fyrrverandi eiganda Office 1 á skiptafundi á föstudaginn. Það var eftir að búið var að fara yfir öll tilboð sem bárust í reksturinn með helstu kröfuhöfum og ljóst þótti að umrætt tilboð væri það besta. „Þetta er sala upp á hundruð milljóna,“ segir Kjartan Örn um hvað sé greitt fyrir rekstur Office 1 í þrota­ bú Tékklistans. Hann segir að um sé að ræða nýtt fjármagn og að ekki sé um yfirtöku skulda að ræða. „Það er gríðarlega mikilvægt að halda því til haga að þetta ferli var algjörlega gagnsætt og það var farið með félagið alla leið í gjaldþrot. Það var fenginn skiptastjóri sem dómari tilnefnir og það er enginn sem getur haft áhrif á það. Það er skiptastjóri sem kemur að búinu í einhverjar fimm vikur og hann auglýsir það til sölu, sem hann gerði um miðjan júní. Það bárust til­ boð frá ólíkum aðilum,“ segir Kjartan sem tekur fram að tilboð stjórnenda fyrirtækisins hafi verið betra en önn­ ur fyrirliggjandi tilboð. Aðspurður upplýsir hann að kaupverðið liggi á bilinu tvö til fimm hundruð milljón­ ir króna. Samkvæmt heimildum DV voru fá önnur tilboð gerð í þrotabúið sem geta talist raunhæf. Skuldugt félag Að sögn Kjartans hafa allir viðskipta­ vinir og lánardrottnar verið upp­ lýstir um ferlið. Í ársreikningi Tékk­ listans fyrir árið 2009, sem er síðasti ársreikningur sem hefur verið birt­ ur fyrir félagið, kemur fram að það skuldaði lánastofnunum um 826 milljónir króna. Á þeim tíma var Landsbankinn helsti lánardrottinn félagsins. Meirihluti skuldanna við lánastofnanir var í erlendri mynt. Ekki er ljóst hversu stórt tap kröfu­ hafa verður vegna gjaldþrots Tékk­ listans en samkvæmt heimildum DV mun það hlaupa á hundruðum millj­ óna. Þær fjárhæðir þurfa því lána­ drottnar Tékklistans að afskrifa úr bókum sínum. Tékklistinn, sem áður hét Egilsson hf., lenti í fjárhagsvandræðum og óskaði eftir greiðslustöðvun um mitt ár 2009. Þrátt fyrir greiðslustöðv­ unina og tilraun til að endurskipu­ leggja fjárhag félagsins þurfti að setja það í þrot. Aðspurður hvort hann hafi trú á því að rekstur félagsins eigi eftir að ganga vel héðan í frá segir Kjartan svo vera: „Ég er búinn að starfa hérna í 3 ár. Þegar ég kom að félaginu í júní 2008 var hlutverk mitt að endur­ skipuleggja reksturinn og fara í fjár­ hagslega endurskipulagningu. Ofan í það fékk ég bankahrunið á Íslandi sem torveldaði mér gríðarlega, síð­ an fékk ég gjaldþrot samkeppnisað­ ilanna, Pennans og A4, þann 1. apríl 2009 sem bjó til hrikalega hræðslu á markaðnum. Fyrirtæki stukku til og lokuðu á krít á okkur út af því sem hafði gerst hjá hinum. Í fyrsta skipti í öllu þessu ferli líð­ ur mér eins og við séum með fyrir­ tækið á núllpunkti og getum farið í uppbyggingu til frambúðar. Ég held að þetta sé nákvæmlega sama til­ finning og margir stjórnendur eru að upplifa núna á Íslandi. Við erum núna á núllpunkti og fram undan er vöxtur íslensks efnahagslífs á nýjan leik,“ segir Kjartan sem telur að um gleðifréttir sé að ræða. Þeir 68 starfs­ menn félagsins sem voru í vinnu hjá fyrirtækinu haldi vinnu sinni, þar af séu 44 í fullu starfi. Office 1 í hendur fyrri eiganda eftir gjaldþrot n Skuldir afskrifaðar n Ekki ljóst hversu hátt tapið vegna gjaldþrots gamla félagsins verður n Stjórnendur og fyrri eigandi eignast félagið Halda störfum sínum Starfsmenn Office 1 munu halda störfum sínum eftir að fyrri eigandi og stjórnendur fyrirtækisins keyptu reksturinn út úr þrotabúi Tékklistans. Í hendur fyrri eiganda Garðar Garðarsson lögmaður og skiptastjóri Tékklistans segir að tilboð fyrrverandi eiganda og núverandi stjórnenda Office 1 hafi verið hagstæðasta tilboðið sem lagt var fram. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is „Þeirra tilboð var langhæst og lang- hagstæðast fyrir búið. Réttarhöld gætu tafist: Brynjar gæti fengið dauðadóm „Var að tala vil mömmu og Brynjar verður kærður fyrir samsæri og getur fengið dauðadóm! Er illt í hjartanu.“ Þetta skrifar Eva Davíðsdóttir, systir Brynjars Mettinissonar, sem hand­ tekinn var fyrir fíkniefnamisferli í Bangkok í lok maí, á Facebook­síðu sem stofnuð var til styrktar honum. Brynjar er ennþá í gæsluvarðhaldi en móðir hans fór til Bangkok fyrir þremur vikum og samkvæmt heim­ ildum DV hefur hún fengið að hitta hann nokkrum sinnum. Til stóð að mál Brynjars yrði tekið fyrir í ágúst en heimildir herma að töf gæti orðið á því. Jafnvel allt upp í ár. Utanríkis­ ráðuneytið hefur þó útvegað Brynj­ ari lögfræðing sem vinnur nú í máli hans. Heimildir DV herma að ákæran gegn Brynjari komi til með að verða í nokkrum liðum. Hann muni líklega að minnsta kosti verða ákærður fyrir samsæri til að smygla eiturlyfjum, sem og selja. Hörðustu viðurlög við einum ákæruliðnum munu vera dauðarefsing. Líkt og DV greindi frá í byrjun júní tók Brynjar að sér að finna burðardýr til að fara með pakka frá Taílandi til Japans. Að sögn Jennyjar, taílenskrar kærustu Brynjars, átti hann að fá 2.500 dollara fyrir vikið. Í pakkanum reyndist töluvert magn amfetamínvökva. Heimildir herma að Brynjar hafi ekki játað hlutdeild í málinu. Hann hefur haldið því statt og stöðugt fram að honum hafi verið tjáð að lögleg lyf væru í pakkanum, einhvers konar neyðargetnaðarvörn. Hann segist hafa trúað því. Brynjar auglýsti eftir burðardýri á netinu en sá sem svaraði reyndist vera lög­ reglumaður. Það komst því upp um athæfið og Brynjar og kollegi hans voru handteknir á hóteli í Bangkok þann 31. maí síðastliðinn. solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.