Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 13. júlí 2011 Miðvikudagur Samkvæmt ársreikningi einkahluta- félagsins Inn Fjárfesting fyrir árið 2009 kemur fram að félagið hafi það ár átt eignir upp á nærri 1.500 millj- ónir króna hjá Landsbankanum í Lúxemborg sem samanstóð af verð- bréfum og bankainnistæðum. Fé- lagið er alfarið í eigu Ingunnar Gyðu Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, en systkin- in áttu fjárfestingarfélagið Milestone saman þar til Ingunn seldi hlut sinn í lok árs 2005. „Ég hef ekkert við þig að tala. Ekkert. Ég tala ekki við DV. Vertu blessaður,“ sagði Ingunn Gyða Wer- nersdóttir þegar blaðamaður hringdi í hana til að spyrja um 1.500 milljóna króna eign hennar hjá Landsbank- anum í Lúxemborg. Fimm milljarðar fyrir hlut í Milestone Ingunn seldi hlutin í Milestone til bræðra sinna í lok árs 2005 fyrir 5,2 milljarða króna. Fékk hún greitt fyr- ir hlutinn með reiðufé og fjárkröfu á hendur tryggingafélaginu Sjóvá-Al- mennum á árunum 2005, 2006 og 2007. Fréttir bárust af því eftir hrun að skiptastjóri þrotabús Milestone hefði viljað rifta umræddum kaup- um bræðranna á hlut Ingunnar. Þeir hefðu fengið lán til að kaupa systur sína út en aldrei hefði verið greitt af láninu. Sendi Ingunn frá sér yfir- lýsingu vegna skrifa fjölmiðla um málið. „Greiðslur til mín vegna um- ræddra hlutabréfaviðskipta áttu sér stað á árunum 2005, 2006 og 2007. Langstærstur hluti þeirra er því fyrir utan tveggja ára riftunarfrest gjald- þrotalaga og ætti því ekki að vera til umræðu, hvorki hjá skiptastjóra né í fjölmiðlum,“ sagði hún í yfirlýsing- unni. Ingunn átti 15,3 prósent í Mile- stone en einnig fór hún með 28 pró- senta hlut í félaginu Leiftri Ltd. sem átti 32 prósent í Milestone þegar hún seldi hlut sinn í lok árs 2005. Leiftri Ltd. er skráður á Tortóla á Bresku Jómfrúareyjunum. „Þeir bræður mínir og það frá- bæra starfsfólk sem vinnur hjá Mile- stone var að gera svo góða hluti að mér fannst ég litlu hafa við að bæta. Þeir eru mjög færir í viðskiptum og hafa þetta sjötta skilningarvit hvað viðskipti varðar,“ sagði Ingunn í sam- tali við Fréttablaðið í febrúar árið 2007 um ástæðu þess að hún ákvað að selja hlut sinn í Milestone. Hluti af sölunni til Lúxemborgar Líklegt er að 1.500 milljóna króna bankainnistæða félagsins Inn Fjár- festing hjá Landsbankanum í Lúx- emborg sé hluti af þeim fjármun- um sem Ingunn fékk fyrir söluna á hlutnum í Milestone. Í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis kom fram að Ingunn hefði verið sjöundi stærsti lántakandinn hjá Landsbankanum í Lúxemborg fyrir hrun. Skuldaði hún bankanum nærri 12 milljón- ir evra, eða nærri tvo milljarða ís- lenskra króna miðað við núverandi gengi. Samkvæmt efnahagsreikningi Inn Fjárfestinga árið 2009 átti félagið þá eignir upp á nærri 2,5 milljarða króna og nam eigið fé félagsins 1.120 milljónum króna. Segir í ársreikningnum að ágrein- ingur sé á milli félagsins og þrota- bús Landsbankans í Lúxemborg um stöðu og uppgjör á annars veg- ar lánasamningi og lánalínu upp á nærri 1.500 milljónir króna og hins vegar eignasafni Inn Fjárfestinga hjá bankanum upp á nærri 1.500 millj- ónir króna. Í ársreikningi Inn Fjár- festinga kemur fram að félagið eigi að standa skil á langtímaskuldum upp á 1.460 milljónir króna árið 2014. Einnig kemur fram að félagið hafi gert framvirka gjaldeyrissamn- inga en engar skýringar eru gefnar á hvers konar samninga er um að ræða. Enn í viðskiptum í Lúx Milestone átti í töluvert miklum við- skiptum við Landsbankann í Lúx- emborg fyrir hrun. Sá sem annaðist málefni félagsins þar heitir Guðjón Sævarsson. Verður að teljast líklegt að hann hafi einnig séð um málefni Ingunnar hjá bankanum eftir að hún seldi sig út úr Milestone. Hann sá einnig um málefni Björgólfs Thors Björgólfssonar hjá Landsbankan- um. Guðjón starfar í dag hjá fyriræk- inu Arena Wealth Management, en þar starfa margir fyrrverandi starfs- menn íslensku bankanna í Lúxem- borg. Eigendur Arena eru þeir Arnar Guðmundsson og Þorsteinn Ólafs- son, sem störfuðu hjá Landsbank- anum í Lúxemborg fyrir hrun, líkt og Guðjón. Áður hefur verið sagt frá því í fjölmiðlum að þeir Hannes Smára- son, Pálmi Haraldsson og Magnús Ármann séu á meðal viðskiptavina Arena. Ekki er ólíklegt að Ingunn hafi líka fært viðskipti sín þangað eft- ir hrun þó ekkert sé hægt að fullyrða um slíkt. Á mikið af fasteignum Umrædd eign Inn Fjárfestinga er ekki það eina sem félagið á. Sumar- ið 2007 keypti félagið svokallað Alli- ance-hús við Mýrargötu á 925 millj- ónir króna. Um svipað leyti keypti félagið líka einbýlishúsið Esjuberg við Þingholtsstræti sem áður hýsti gamla Borgarbókasafnið. Er talið að Ingunn hafi greitt vel á annað hundrað milljónir króna fyrir það. Húsið var upphaflega um 470 fer- metrar að stærð en miklar fram- kvæmdir hafa verið við húsið eft- ir að Ingunn keypti það. Lét hún byggja nærri 250 fermetra viðbygg- ingu og er húsið núna yfir 700 fer- metrar að stærð. Fyrir stuttu bárust fréttir af því að Reykjavíkurborg hefði tilkynnt Inn Fjárfestingum um dagsektir og gefið þeim frest til að gera úrbætur á um- gengni við Esjuberg við Þingholts- stræti. Þó hafi ekki tekist að hafa uppi á Ingunni til að koma bréfi til hennar um umrætt erindi. Inn Fjár- festing á líka 230 fermetra iðnaðar- húsnæði við Suðurhraun í Garðabæ og 350 fermetra skrifstofuhúsnæði að Hamraborg í Kópavogi þar sem skrifstofa fyrirtækisins er. Fyrirtæk- ið átti líka BMW X5- jeppabifreið en Ingunn færði hana yfir á eigin nafn í júní síðastliðnum. Einnig á hún 245 fermetra einbýlishús við Bjarma- land í Reykjavík sem er skráð á hana persónulega. Á Héðinshúsið Ingunn á líka einkahlutafélagið Seljaveg sem á um átta þúsund fer- metra húsnæði að Seljavegi 2 sem oftast er nefnt Héðinshúsið. Í árs- lok 2009 skuldaði félagið nærri 3,6 milljarða króna. Í árslok 2009 nam bókfært verð veðsettra eigna nærri 1.300 milljónum króna. Athygli vek- ur að það ár bókfærir félagið áhvíl- andi lán félagsins á 1.270 milljónir króna og segir í skýringum að félagið fallist ekki á að skuldir þess nemi 3,6 milljörðum króna þar sem óvissa ríki um lögmæti gengistryggingar höfuð- stóls. Íslandsbanki á veð í húsinu. Linda Björk Bentsdóttir, æsku- vinkona Ingunnar, starfar sem fram- kvæmdastjóri Seljavegar. Í samtali við DV segir Linda að félagið hafi samið um skuldir sínar. „Það er mjög skuldugt,“ segir hún þó aðspurð um stöðu félagsins, en það sé hins vegar enn í fullum rekstri. Sjötta skilningarvit útrásarvík- inganna Ingunn var í viðtali við Fréttablaðið í febrúar árið 2007. Þar var hún spurð um það hvort umræða um „nýríka“ Íslendinga væri á þeim tíma nei- kvæð. Hún svaraði því játandi. „Ég get því ekki annað séð en að Ísland og allir Íslendingar hafi hagnast á því að hafa hér á landi frambærilega menn sem hafa þetta sjötta skilningarvit hvað viðskipti varðar,“ voru lokaorð Ingunnar í umræddu viðtali. Líklega myndu fáir taka undir orð hennar í dag í ljósi þeirra atburða sem síðar urðu með hruni efnahags- og fjár- málakerfis Íslands haustið 2008. Virðist standa vel Ingunn hefur sýnt tónlistar- og menningarlegum málefnum mik- inn áhuga. Hún er menntaður hjúkr- unarfræðingur með framhalds- menntun í skurðhjúkrun en hefur frá árinu 2005 alfarið einbeitt sér að eigin fjárfestingum. Hún hefur mörg járn í eldinum. Auk þess að eiga fé- lögin Inn Fjárfestingu og Seljaveg á hún einkahlutafélagið Út sem á lista- gallerí, einkahlutafélagið Gyðunni, sem hún stofnaði nýlega með Önnu Margréti systur sinni sem kemur að hrossarækt, 30 prósent í einka- hlutafélaginu S4S, sem á skóverslan- ir Steinars Waage, skor.is og Ecco og svo á hún hlut í fjármálafyrirtækinu Auði Capital en þar er hún varamað- ur í stjórn. Hún virðist því ekki hafa farið jafn illa út úr hruninu og bræð- ur hennar, þeir Karl og Steingrímur. Stendur vel Ingunn virðist ekki hafa farið jafn illa út úr hruninu og bræður hennar, þeir Karl og Steingrímur. 700 fermetra glæsihýsi Hér má sjá einbýlishúsið Esjuberg sem Ingunn Werners- dóttir keypti árið 2007. Hún lét byggja við húsið sem í dag er yfir 700 fermetrar að stærð. Mynd Hörður SVEinSSon n Félag ingunnar Wernersdóttur átti 1.500 milljónir króna í Landsbankanum í Lúxem- borg n „Ég tala ekki við dV,“ segir ingunn n Á fjölda fasteigna á höfuðborgarsvæðinu Á 1.500 milljónir á reikningi í Lúx Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Ég get því ekki séð annað en að Ísland og allir Íslending- ar hafi hagnast á því að hafa hér á landi fram- bærilega menn sem hafa þetta sjötta skilningarvit hvað viðskipti varðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.