Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Page 26
26 | Fólk 13. júlí 2011 Miðvikudagur
H
ann var mjög hrifinn
af myndinni svakalega
æstur í að fá að hitta
okkur,“ segir leikstjór-
inn Gaukur Úlfarsson. Hinn
heimsþekkti Michael Moore
valdi á dögunum mynd hans
Gnarr, sem fjallar um borg-
arstjóra Reykjavíkur á kvik-
myndahátíðina Travers City
Film Festival sem fer fram 26.–
31. júlí í Travers City í Michigan.
„Hann er búinn að bjóða
mér og Jóni og einum í við-
bót að koma á þessa hátíð
sem hann velur allt inn á sjálf-
ur auk þess sem hann sýnir
eldri uppáhaldsmyndir ásamt
myndum sem hafa haft áhrif á
hann.“
Hátíðin er ein sú stærsta
og virtasta í Bandaríkjunum
á sínu sviði. Á heimasíðu há-
tíðarinnar segir að það sé lögð
sérstök áhersla á að sýna er-
lendar myndir, sjálfstæðar
bandarískar myndir, heim-
ildamyndir og myndir sem
hafa ekki hlotið þá athygli
sem þær ættu skilið að mati
þeirra sem sjá um hátíðina.
Fjöldi manns sækir hátíðina
og í fyrra voru um 106 þúsund
manns á hátíðinni sem er sex
daga löng.
Michael Moore er einn
þekktasti kvikmyndagerðar-
maður heims og hefur gert
umdeildar myndir eins og
Bowling for Columbine, Fa-
hrenheit 9/11 og Sicko auk
fjölda annarra sem flestir
kvikmyndaáhugamenn kann-
ast við.
Michael Moore hrifinn af Gnarr
n Valdi heimildarmyndina Gnarr á eina virtustu kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum
Heimsþekktur
Flestir kvikmynda-
áhugamenn þekkja
Michael Moore enda
hafa myndir hans hlotið
mikla athygli. Hann
er víst mjög hrifinn af
myndinni Gnarr.
Mikill heiður Það er mikill heiður fyrir aðstandendur myndarinnar að vera
boðið á hátíðina. Gaukur segir að Michael sé spenntur að hitta þá félaga.
Unnur Birna
orðin móðir
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir,
fyrrverandi alheimsfegurðar-
drottning, og kærasti hennar,
Pétur Rúnar Heimisson, eignuð-
ust dóttur í síðustu viku. Hún
mun hafa gengið með örlítið
fram yfir settan fæðingardag.
Allt gekk vel og þeim mæðgum
heilsast vel samkvæmt heim-
ildum blaðsins. Unnur Birna
var skírð í höfuðið á móður
sinni, fegurðardrottningunni
Unni Steinsson, og því verður
skemmtilegt að sjá hvort að sú
litla fái Unnar-nafnið líka og
hvort hún feti í fegurðarfótspor
móður sinnar og ömmu.
Skilaði
söltum ís
Hinn eini sanni Ásgeir Kolbeins-
son vakti athygli gesta ísbúðar-
innar í Álfheimum á mánu-
dagskvöldið. Þar keypti hann
sér ís ásamt vinkonu sinni og
hélt svo sinn veg. Nokkrum
mínútum seinna sneri hann
hins vegar til baka og var ekki
par sáttur. Hann skilaði ísnum
sem hann sagði vera saltan
og fékk endurgreitt. Síðan fór
hann aftur út í bíl til vinkon-
unnar og kláraði ísinn hennar.
Gestir ísbúðarinnar voru þó
ekki á sama máli og sögðu ísinn
ekki hafa verið saltan.
É
g er búinn að vera
aðdáandi Önnu Mjall-
ar mjög lengi. Hún er
frábær djasssöngkona
og dægurlagasöng-
kona og svo hefur
hún alveg magnaða
og skemmtilega sviðsfram-
komu. Mér hefur alltaf þótt
Anna Mjöll líða fyrir að vera
ljóshærð. Það eru ákveðn-
ir fordómar hér á landi og í
tónlistarbransanum og mér
finnst hún hafa lent dálítið í
því. Mér finnst hún mjög van-
metin,“ segir Bubbi Morthens
um söngkonuna Önnu Mjöll
Ólafsdóttur. Hann hefur fengið
hana til liðs við sig á jólaplötu
sem hann hyggst gefa út fyrir
næstu jól.
„Ég er búinn að vita af
henni mjög lengi. Pabbi henn-
ar heitinn var ágætis vinur
minn. Manneskja sem syngur
með Tom Jones uppi á sviði og
gerir það þannig að gamli þarf
að taka á stóra sínum – það er
enginn aukvisi,“ segir Bubbi
sem finnst mikið í hana spunn-
ið. „Ég er auðvitað búinn að
heyra Önnu Mjöll syngja síðan
hún tók Sjúbídú og síðan hef
ég líka verið að fylgjast með því
sem hún er að gera í Banda-
ríkjunum. Hún hefur verið að
vinna með svo stórum nöfnum
að það væri í rauninni efni í 10
forsíður á DV. “
Bubbi segir það erfitt að
gera góða jólaplötu. „Þetta er
mjög vandmeðfarið, að ætla
að gera jólaplötu án þess að
missa sig í hóreríið. Það er
hægt að juða sér á jólalögum,
það er þannig að jólin auð-
vitað eru orðin ein stór orgía.
Þar af leiðandi er mjög erfitt
einhvern veginn að nálgast jól-
in út frá mín barndómsminn-
ingum. Ég meina, það koma
út einhverjar 10–15 jólaplötur
á hverju einasta ári þar sem er
verið að ofhlaða þetta sykri og
hunangi og jólin eru orðin ein-
hver svona síbylja.“
Hann hefur aldrei áður
sungið jólalög inn á plötu en
ein jólaplata er í sérstöku upp-
áhaldi hjá honum. „Ætli þetta
verði ekki blanda af frum-
sömdum og einhverjum göml-
um jólalögum sem mig lang-
ar að syngja. Það er auðvitað
ein plata sem slær öllum öðr-
um jólaplötum við og er besta
jólaplata sögunnar og verður
sennilega ekki toppuð. Hún
heitir Hátíð í bæ og Haukur
Morthens söng inn á þá plötu
og Ólafur Gaukur sá um alla
framkvæmd á þessari plötu
frá a-ö,“ segir hann en Ólafur
Gaukur var faðir Önnu Mjall-
ar. Hann lést þann 12. júní síð-
astliðinn. „Ég er að hugsa um
að taka eitt, tvö lög af þess-
ari plötu og Anna Mjöll mun
syngja annað þeirra með mér.“
Bubbi segir það vel koma
til greina að fá fleiri gesta-
söngvara á plötuna.
„Það er aldrei að vita
nema að dóttir mín
syngi eitthvað
með mér. Svo
er aldrei að vita
nema ég hringi
í Svölu Björg-
vins og spyrji
hvort hún vilji
halda fram
hjá pabba
sínum og
syngja
með Mor-
thens,“
segir hann og skellihlær. „Hún
er alveg gríðarlega flott söng-
kona en vanmetin eins og
Anna Mjöll. Hún er ein af bestu
kvensöngvurum Íslands og er
að gera alveg geggjaða hluti. Ég
vildi bara að Íslendingar gerðu
sér grein fyrir því hvað Svala er
stórkostlegur listamaður.“
Hann segist ekki sjá það fyr-
ir sér að hann muni feta í fót-
spor Björgvins Halldórssonar
og halda sérstaka jólatónleika.
„Ég sé það ekki í sviphend-
ingu með eina plötu á bakinu.
Ef ég væri kannski með 100
plötur á bakinu þá væri það
öðruvísi,“ segir hann
og bætir við: „Allir
þurfa að lifa og jólin
eru „hard core“ bis-
ness. Það er næstum
því búið að klámvæða
jólin.“
viktoria@dv.is
Líður fyrir að
vera Ljóshærð
n Anna Mjöll syngur á jólaplötu Bubba Morthens n „Jólin auðvitað ein
stór orgía“ n Ætlar jafnvel að biðja Svölu Björgvins að syngja inn á plötuna
anna mjöLL syngur á jóLapLötu bubba
„ Jólin eru
„hard core“
bisness. Það er
næstum því búið að
klámvæða jólin.
Syngur á plötunni Anna Mjöll kemur til með að syngja á plötunni. Bubbi
segir hana afar vanmetna söngkonu. Mynd SiGtRyGGUR ARi
Gerir jólaplötu Bubbi segir það vand-
meðfarið að gera jólaplötu án þess að
það verði eitthvert „hórerí“ eins og hann
kallar það. „Það koma út einhverjar 10–15
jólaplötur á hverju einasta ári þar sem er
verið að ofhlaða þetta sykri og hunangi.“