Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 13. júlí 2011 Miðvikudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Dómari gegn blaðamanni Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar: Bókstaflega Hrafnsins saknað n Strandir hafa undanfarin ár verið talsvert í umræðunni vegna þess að þar bjó rithöfundurinn, skákáhuga- maðurinn og lífskúnstnerinn Hrafn Jökulsson ásamt konu sinni sem var skóla- stjóri í Finnboga- staðaskóla. Hrafn skrifaði metsölu- bók um dvöl sína á þessum norður- slóðum sem hét því sniðuga nafni Þar sem vegurinn endar. Talsvert er um liðið síðan Hrafn flutti á suðlæg- ari slóðir í Reykjavík. Strandamenn ku sakna hans og alls sem honum fylgdi. Frægasti landeigandinn n Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, á jörð og hús á í Reykjarfirði á Ströndum ásamt konu sinni. Bankastjórinn fyrrverandi er líklega þekkt- asti landeigand- inn á svæðinu og vekja komur hans norður athygli í sveitinni. Halldór J. hefur að öllu jöfnu dvalið í húsinu í Reykjarfirði í skemmri eða lengri tíma á sumrin. Þeir Strandamenn hafa hins vegar lítið séð af Halldóri J. þetta sumarið enda er bankastjórinn fyrrverandi búsettur í Kanada. Þá kann einnig að spila inn í að hart hefur verið sótt að Halldóri síðustu mánuði. Hann var yfirheyrður hjá sérstökum saksókn- ara fyrr á árinu út af meintri mark- aðsmisnotkun Landsbankans auk þess sem slitastjórn bankans ætlar að höfða skaðabótamál gegn honum. Jón Ásgeir sár n Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er sár vegna þeirrar nei- kvæðu athygli sem árlegt grillpartí hans vakti. Sú var tíðin að þangað mætti rjóminn af útrásarfólki ásamt helsta stuðnings- fólki á borð við Agnesi Bragadótt­ ur. Að þessu sinni var boðið aðeins fyrir nánustu vini og frændgarð hjónanna, ef marka má frásögn Ingibjargar Pálmadóttur sem birt var í DV. Fjöldi ljósmyndara beið fyrir utan húsið auk þess sem löggan kom og sussaði á gestina. En ekkert bólaði á útrásarliðinu. Týndur ársreikningur n Ekkert bólar enn á ársreikningi hlutafélagsins Caramba sem Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Vefpress- unnar, er eigandi að. Björn Ingi fékk á tíð sinni sem aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra milljónatugi að láni frá Kaupþingi gegn haldlitlum veðum. Félagið hefur ekki skilað ársreikn- ingi mörg undanfarin ár. Sektir við slíku framferði nema 250 þúsund krónum á ári sem Birni virðist ekkert muna um. Þar að auki er þess beðið að afkoma Vefpressunnar verði opin- beruð. Sandkorn S varthöfði er einlægur áhuga- maður um að Sjálfstæðis- flokkurinn nái vopnum sínum og komist aftur í ríkisstjórn. Þar með kæmust kapítalistarnir aft- ur til valda og eyjan Ísland næði að brjóta af sér helkalda hlekki krepp- unnar. En ástandið innan flokksins er þannig að lítil von er um upprisu, hvað þá að klakabönd verði sprengd. Núverandi formaður, Bjarni Bene- diktsson er óþægilega oft sammála hinum aðgerðarlitlu stjórnarsinn- um. Þá er hann auðvitað vafinn inn í alls konar fjármálagjörninga fyrri tíma. S varthöfði hefur þaulhugs- að hver ætti að verða arftaki Bjarna á formannsstóli. Auð- vitað koma margir til greina þar. Davíð Oddsson, ritstjóri Mogg- ans, er einn þeirra. Hann er vanur maður sem hefur strandað fleyum sínum oftar í lífinu en flestir aðr- ir. Hann þekkir því vítin og kann að varast þau. En Dabbi er gamall sem á grönum má sjá. Flokkurinn þarf yngra blóð. Þ á er augljóst að komið er að Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, fyrrverandi mennta- málaráðherra og varafor- manni Sjálfstæðisflokksins. Sú kona er einkar reynslumikil og sá ýmis- legt í aðdraganda hrunsins sem öðr- um var hulið. Hún áttaði sig til dæm- is á því að margir hagfræðingar voru staðnaðir og þurftu endurmenntun áður en þeir færu að rífa kjaft. Að vísu gaf Þorgerður þessa einkunn helst þeim sem töldu Ísland stefna í hrun. En sá misskilningur breytir ekki því að hún var einkar skarpskyggn á þessum tíma. Þ orgerður lenti í því að risa- vaxið kúlulán valt inn í heim- ilisbókhald hennar. Með snar- ræði tókst að beina láninu yfir á aðra kennitölu. En þessi sára lífs- reynsla kúlulánaþegans mun nýt- ast henni við uppbyggingu Íslands. Sá lærir sem upplifir. Það er dagljóst að Þorgerður er formannsefnið. Með hana ýmist í skut og stafni þjóðar- skútunnar mun þjóðinni farnast vel. Og ráðherralisti hennar yrði ekki amalegur. Hæfir menn yrðu settir til verka, hver á sínu sviði. Guðlaug- ur Þór Þórðarson, Tryggvi Þór Her- bertsson, Árni Johnsen og Ásbjörn Óttarsson yrðu allir settir undir árar. Allt eru þetta menn með fortíð. Hug- myndafræðin yrði sú sama og hjá tollgæslunni sem fær gamla smygl- ara til samstarfs við sig við að finna góssið. Þetta er Íslands eina von. N ýfallinn dómur Kolbrúnar Sævarsdóttur dómara gegn Jóni Bjarka Magnússyni, blaðamanni DV, er dæmi um þá algjöru vitleysu sem ríkt hefur í réttarkerfi landsins í þessum mála- flokki. Blaðamaður er dæmdur á grundvelli úreltra prentlaga fyrir þær sakir að hafa rétt eftir móður sem stendur í forræðisdeilu. Konan sagði ástæður þess að hún hefði flúið fyrr- verandi mann sinn vera þær að hann hefði beitt hana ofbeldi. Hún staðfesti skriflega fyrir dómi að rétt væri eft- ir henni haft. Athyglisvert er að þol- andi ummælanna fór ekki í mál við þann sem bar þau fram. Þá var heldur ekki lögsótt fyrir sömu ávirðingar sem fram komu á vefnum áður en þær voru prentaðar. Þar átti í hlut annar blaðamaður. Á meðan málavafstrið stóð yfir var lögum breytt í þá veru að nú er ekki lengur hægt að dæma blaðamenn fyr- ir ummæli sem þeir hafa sannanlega eftir öðrum. Þá var löggjöfin sam- ræmd að því er snýr að prentmiðlum og netmiðlum. Nú verður að lögsækja sjálf fjölmiðlafyrirtækin til að fá bæt- ur. Þrátt fyrir það fer dómarinn alla leið og tekur ekkert tillit til nýrra laga. Hann dæmir Jón Bjarka, blaðamann í hlutastarfi, til hárra fébóta. Og í rök- stuðningi Kolbrúnar kemur fram að mál þetta hafi ekki átt erindi til al- mennings. „Einungis er um að ræða umfjöllun um tiltekið mál, þ.e. kröfu um afhend- ingu dætra stefnanda til Danmerkur, sem átti takmarkað erindi til almenn- ings ...“ segir Kolbrún dómari. Sam- kvæmt ritstjórnarlegu mati dómarans áttu þá mál Sophiu Hansen og Halims Al ekki heldur erindi til almennings. Þarna kemur fram enn ein birtingar- mynd þess að dómarar undirréttar vilja taka sér það vald að ákveða hvað almenningi í landinu kemur við. Nýlegt dæmi er þegar Hervör Þor- valdsdóttir, dómari við sama dómstól, lagði fangelsisrefsingu við því að DV fjallaði um fjármál fótboltamanns- ins Eiðs Smára Guðjohnsen. Sá op- inskái maður mátti þannig stýra því um hvaða hluta fjármála hans væri fjallað í fjölmiðlum. Það mátti tala um sólskinið í lífi hans en ekki rigninguna og haglélið. Kolbrún Sævarsdóttir dómari legg- ur nánast óbærilegar byrðar á blaða- manninn. Líklega hefur dómarinn réttlætt það fyrir sjálfum sér með því að útgáfa DV borgi fyrir blaðamann- inn og því skipti engu þótt kennitala hans sé hengd upp á torgum. Laga- gloppuna megi þannig nota til að koma höggi á prentmiðilinn. „Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið fól umfjöllun stefnda, sem birtist í víðlesnu blaði sem gefið er út í hagnaðarskyni, í sér ærumeiðingar …“ segir dómarinn og skipar blaða- manni í hlutastarfi að greiða hálfs árs laun fyrir þær sakir að fjölmiðill hans sé rekinn með hagnaðarvon að leið- arljósi. En málið er ekki svo einfalt að út- gáfur borgi alltaf fyrir blaðamenn sína. Þó nokkur dæmi eru til um að blaðamenn hafi undir svipuð- um kringumstæðum sjálfir þurft að greiða háar fébætur vegna dóms. Fjölmiðlafyrirtæki hafa farið á haus- inn meðan á málarekstri hefur stað- ið og þá hafa hinir dæmdu staðið á berangri. Kolbrún Sævarsdóttir dóm- ari var fyrst og fremst að dæma fá- tækan blaðamann til hárra fébóta. Sem dæmi ber honum að borga lög- manni sækjanda málsins 750 þúsund krónur. Og alls kostar mál hans hátt í tvær milljónir króna. Jón Bjarki er nú í þeirri stöðu að þurfa að leita skjóls sem enginn veit hvort verður til stað- ar þegar málinu lýkur. Hann er á valdi örlaganornanna. Svarthöfði „Blaðamannafélagið hefur reynt að tala við hana.“ n Anna Kristine um að arnþrúður karlssdóttir vilji ekki láta hana hafa upptökur af útvarpsþætti sem hún stjórnaði á Útvarpi Sögu. eiginkona Ólafs Þórðarsonar tónlistar- manns sem slasaðist skelfilega eftir barsmíðar hefur óskað upptöku af þætti með viðtali við hann. – DV „Fljót að hækka verð þegar gengið veikist.“ n Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, um niðurstöðu rannsóknarritgerðar sem unnin var á vegum Seðlabankans. Þar kemur í ljós að fyrirtæki hækka verð þegar gengi veikist en lækka það ekki þegar gengið styrkist. – Vísir „Munurinn á Tómasi og Ómari er líka sá að Ómar talaði linnulaust.“ n Andri Freyr Viðarsson um bolabítinn tómas og fjölmiðlamanninn Ómar ragnarsson. andri segir tómas vera snyrtilegri en Ómar. – DV „Svona gerist ekki af sjálfu sér.“ Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, um þann skæða eldsvoða sem varð á athafnasvæði Hringrásar við klettagarða. grunur leikur á íkveikju. – DV.is „Örugglega einsdæmi.“ n Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um að borgaryfir- völd geri allt sem í þeirra valdi stendur til að eyðileggja helstu miðstöð innanlands- samgangna í landinu með því að flytja flugvöllinn. – Mbl Var þetta Besta útihátíðin? „Ekki alveg sú besta. Ég var hálf-sár þegar enginn af ungu kynslóðinni tók undir með Skítamóral – það er léttvæg dauðasynd,“ segir Jón Örn Loðm­ fjörð, ljóðskáld og einn þeirra sem fóru á vegum Nei- hreyfingarinnar á Bestu útihátíðina á gaddstaðaflötum við Hellu síðustu helgi. Spurningin „Hann er á valdi örlaganornanna. Þorgerður formaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.