Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 13. júlí 2011
Það er af sem áður var þegar okkur var ráðlagt að þíða kjöt í ísskápnum:
Í lagi að þíða kjöt við stofuhita
Það eru góðar fréttir sem berast nú
frá Bandaríkjunum, alla vega fyrir
þá sem eru yfirleitt á síðustu stundu
með kvöldmatinn. Nýjar rannsókn-
ir sýna að það sé í góðu lagi að þíða
frosið kjöt í heitu vatni.
Því hefur lengst af verið haldið
fram að það sé harðbannað að þíða
kjöt með því að skella því í heitt bað
og fólk hvatt til að láta kjöt þiðna í
ísskápnum sem tekur langan tíma.
Ástæðan fyrir því var að fólk taldi að
með því að setja kjötið í heitt vatn
næðu bakteríur að vakna til lífsins og
grassera í kjötinu. Nú hefur hins veg-
ar verið sýnt fram á að þetta sé alls
ekki rétt. Það er í lagi að nota heita
vatnið til að þíða kjötið en það eina
sem við þurfum að hafa í huga er að
það gerist hratt. Kjötið missir heldur
ekki bragðið við þetta, eins og oft hef-
ur verið haldið fram.
Sérfræðingar á vegum bandaríska
landbúnaðarráðuneytisins, USDA,
hafa prófað að þíða kjöt við mismun-
andi hitastig en þeir tóku jafn stóra
og þykka sneið af kjöti og mældu
þíðingartímann. Það tók kjötið 20
mínútur að þiðna við stofuhita en
11 mínútur í 39 gráðu heitu vatni. Sá
tími er það stuttur að bakteríur ná
ekki að fjölga sér.
Vísindamennirnir rannsökuðu
eiginleika kjötsins og komust að
þeirri niðurstöðu að það skipti ekki
máli hvort kjötið væri látið þiðna í ís-
skápnum á 18 tímum eða í 10 mín-
útur í heitu vatni. Þó er mælt með að
heilar steikur séu þíddar yfir lengri
tíma í kæli.
Kjöt í matinn? Nú er sagt að þíða megi
kjöt í heitu vatni.
Himinhár löginnheimtukostnaður
DV ræddi við Hildigunni Hafsteinsdóttur, lögfræðing hjá
Neytendasamtökunum, í vetur í sambandi við aukna hörku hjá
innheimtufyrirtækjum. Ræddi hún þá um innheimtulögin og sagði
að gallinn við þau væri að þau nái einungis yfir frum- og milliinn-
heimtu.
„Það er skylda að senda innheimtuviðvörun en eftir það er ekkert
því til fyrirstöðu að málið sé sent í lögfræðiinnheimtu og þar er
ekkert þak,“ sagði Hildigunnur.
Hámarkskostnaður við innheimtu
eftir gjaldfallna skuld:
1. Innheimtuviðvörun = 900 kr.
Milliinnheimtubréf:
2a. Höfuðstóll kröfu til og með 2.999 kr. = 1.250 kr.
2b. Höfuðstóll kröfu 3.000 til og með 9.999 kr. = 2.000 kr.
2c. Höfuðstóll kröfu 10.000 til og með 79.999 kr. = 3.500 kr.
2d. Höfuðstóll kröfu 80.000 kr. og yfir = 5.500 kr.
3. Fyrsta ítrekun milliinnheimtubréfs (sama gjald og í 2 a-d)
4. Önnur ítrekun milliinnheimtubréfs (sama gjald og í 2 a-d)
5. Eitt símtal í milliinnheimtu = 500 kr.
Samkomulag
6. Gerð skriflegs samkomulags um greiðslu kröfu = 2.500 kr.
n Umboðsmaður skuldara gaf eftirfarandi dæmi um hækkun á
skuld við það að fara í löginnheimtu. Hér sést glöggt hin gífurlegi
kostnaður sem bætist við skuldina við það að málið sé sent í
löginnheimtu:
Dæmi 1
Höfuðstóll, gjaldfelldur 464.378 kr.
Samningsvextir til 01.02.2008 4.218 kr.
Dráttarvextir til 11.03.2011 359.555 kr.
Banka- og stimpilkostnaður 9.050 kr.
Innheimtuþóknun 70.679 kr.
Greiðsluáskorun 5.200 kr.
Fjárnámsbeiðni 15.600 kr.
Annar kostnaður 79.376 kr.
Vextir af kostnaði 12.248 kr.
Virðisaukaskattur 23.327 kr.
Samtals 1.043.631 kr.
Dæmi 2
Höfuðstóll, gjaldfelldur 81.212 kr.
Samningsvextir til 30.03.2009 1.797 kr.
Dráttarvextir til 06.05.2011 30.794 kr.
Banka- og stimpilkostnaður 26.900 kr.
Málskostnaður 35.327 kr.
Vinna vegna stofnunar kröfu 1.500 kr.
Fjárnámsbeiðni 6.800 kr.
Kostnaður vegna fjárnáms 12.700 kr.
Eignakönnun 1.500 kr.
Vextir af kostnaði 6.657 kr.
Virðisaukaskattur 8.907 kr.
Samtals 214.094 kr.
Óeðlilegur kostnaður lagður á litla vinnu:
Stöðluð gjaldskrá óleyfileg
„Við fáum ábendingar og fyrirspurnir um þetta en vísum þeim
í flestum tilvikum á Lögmannafélagið,“ segir Þórunn Anna
Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.
Hún segir að hluti löginnheimtukostnaðar sé ávallt útlagður
kostnaður en hún hafi þó séð hann fara upp úr öllu valdi. Til
dæmis eru dæmi um að mikið hafi verið rukkað fyrir að senda
stöðluð bréf eða óeðlilegur kostnaður verið lagður á litla vinnu.
Hún bætir þó við að ekki sé hægt að gera þá kröfu að þessi fyrir-
tæki vinni frítt. Auk þess eigi lögmenn að vinna eftir ákveðnum
siðareglum.
„Lögmannsstofurnar mega ekki vera með staðlaða gjaldskrá
samkvæmt Samkeppniseftirlitinu en þær þurfa þó að vera
skýrar og aðgengilegar. Þú átt að geta séð hvað hlutirnir kosta
en þegar kemur að því að senda fólki bréf vegna innheimtu þá
er það ekki skuldarinn sjálfur sem velur þessa tilteknu stofu.
Hann hefur ekki val um við hvern hann er að skipta,“ segir hún og
bætir við að við verðum að geta treyst því að lögmannafélagið
geti sinnt þessu eftirliti. Sé það ekki mögulegt mætti athuga að
settar verði reglur um hámarksinnheimtukostnað.
Guðmundur Andri Skúlason hjá
Samtökum lánþega:
Krafa verður að
vera til staðar
„Við höfum ekki verið að skoða þetta
neitt sérstaklega en við höfum bent
fólki á að það verði að vera raunveruleg
krafa á bak við innheimturnar. Það
er ekki nóg að bankinn setji inn-
heimtukostnað, dráttarvexti eða
lögfræðikostnað. Krafan verður að vera
til staðar og hún verður að vera lögleg.
Við höfum þó heyrt dæmi um háan
löginnheimtukostnað, bæði frá lög-
fræðingum og löginnheimtufyrirtækjum
sem vinna fyrir fjármálafyrirtækin,
sérstaklega hvað varðar bílasamninga
og þess háttar. Svo virðist sem menn
noti síðasta frest til að smyrja ofan á
og þetta eru oft háar upphæðir,“ segir
Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður
Samtaka lánþega.
20.000 króna kröfu og 200.000 króna
kröfu. Sama vinnan sé að baki.
Hann segir Lögmannafélagið ekki
fylgjast með gjaldskrám lögmanna-
stofa en þær geti verið mjög mis-
jafnar eftir því hvers konar vinna sé
unnin. Ef vinnan er mjög sérhæfð
getur tímagjald verið hærra en fyrir
almenna lögfræðivinnu.
„Ef fólk fær reikning sem því
finnst of hár getur það skotið mál-
inu til úrskurðarnefndar lögmanna.
Nefndin metur þá hvort fjárhæðin
telst hæfileg og er þá miðað við hvað
telja verði eðlilega vinnu miðað við
umfang máls,“ segir hann.
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara:
Ákveðinn hótunarstíll
„Við höfum orðið vör við
þetta og oft er um háar
upphæðir að ræða. Það
voru sett innheimtulög
um frum- og milliinn-
heimtu sem áttu einnig að
ná til löginnheimtu og lög-
menn ætluðu að vera með
staðlaða gjaldskrá. Það
var þó talið stríða gegn
anda samkeppnislaga og
því er það undir hverjum
og einum lögmanni komið
hve mikið er rukkað,“ segir
Ásta Sigrún Helgadóttir,
umboðsmaður skuldara.
Hún bendir þó á að inni í þessu sé kostnaður sem ríkið tekur til
sín. Lögmenn leggi út fyrir kostnaðinum sem sé svo endur-
kræfur. Þetta tengist lögum um aukatekjur í ríkissjóð og sé í raun
skattlagning á skuldara.
Ásta segir að ekki megi gleyma því að málin séu alla jafna mjög
langt komin þegar þau eru komin í löginnheimtu. Þá sé búið að
reyna margt annað og upphæðirnar orðnar mjög háar.
„Það hefur verið mikið keppikefli hjá okkur að fá fólk til að grípa
til aðgerða áður en málin eru komin svona langt. Ef þú reynir að
semja er mjög oft hægt að ná góðum samningum. Ef kröfuhafar
finna að fólk vill gera eitthvað í sínum málum og sýni viðleitni
má oftast semja.“ Hún bætir við að það sé ákveðinn hótunarstíll
í háum innheimtuþóknunum og hún sjái oft gífurlegar hækkanir.
„Það er allt gert til að fá fólk til að borga.“