Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Miðvikudagur 13. júlí 2011
Umdeilt frumvarp sem bannar þegn-
um Ísraels að sniðganga ísraelska
framleiðslu og verslun var samþykkt
á ísraelska þinginu á mánudaginn.
Hlaut frumvarpið samþykki 47 þing-
manna en 38 þingmenn greiddu at-
kvæði gegn því eftir misheppnaða
tilraun til málþófs.
Frumvarpið kom í kjölfar þess
að ísraelskir hópar hvöttu fólk til
að sniðganga vörur einstaklinga
og stofnana sem tengdust land-
nemabyggðum gyðinga á Vestur-
bakkanum. Vesturbakkinn hefur
verið hernuminn síðan í sex daga
stríðinu 1967 og samkvæmt al-
þjóðalögum eru landnemabyggð-
irnar ólöglegar, en ísraelsk stjórn-
völd þræta hins vegar fyrir það.
Tilvera landnemabyggðanna hef-
ur tafið fyrir friðarviðræðum Ísra-
ela og Palestínumanna sem krefj-
ast þess að landnemabyggðunum
verði lokað.
Hið nýja vinstri er nýr óvinur
Lögunum er ætlað að vernda ein-
staklinga og stofnanir í Ísrael og
einnig á hernumdum svæðum á
borð við Vesturbakkann. Ze’ev Elkin,
þingmaður Likud-flokksins og fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins, segir
Ísrael hafa þurft að glíma við slíkar
aðgerðir af hálfu arabískra ríkja en
það sé fáránlegt að slíkar aðgerðir
komi innan frá.
„Ég vona að löggjafarvaldið skilji
að þetta er barátta á milli síonisma og
hins nýja vinstris,“ sagði þingmaður-
inn við vefsíðu sem styður landnema-
byggðirnar. Hann sagði einnig að ef
Ísraelar verðu sig ekki sig sjálfir gætu
þeir ekki krafist þess að aðrir verðu þá
gagnvart slíkum aðgerðum.
Samkvæmt nýju lögunum geta
þeir sem styðja slíkar mótmælaað-
gerðir gegn Ísrael átt yfir höfði sér
fangelsisdóm fyrir að valda tjóni. Þá
þarf sá aðili sem leggur fram kær-
una ekki að sýna fram á að hann hafi
orðið fyrir tjóni vegna mótmælaað-
gerða. Nóg er að sýna fram á að hann
hefði getað orðið fyrir tjóni.
Aðför að lýðræði og tjáningar-
frelsi
„Það er engin spurning að það að
sniðganga hluti er lögleg, lýðræðisleg
og ofbeldislaus leið til að mótmæla.
Margir Ísraelar nota þá leið í ýmsum
málum, allt frá umhverfismálum til
andstæðu við verðhækkanir,“ sagði
Hagai el-Ad, framkvæmdastjóri
Acri, ísraelsku borgararéttindasam-
takanna. Borgararéttindasamtök
og vinstrimenn hafa gagnrýnt lög-
in harðlega þar sem þau þykja mjög
ólýðræðisleg og vega að tjáningar-
frelsi og réttindum til að mótmæla.
Hassan Jabareen, sem er ísrael-
arabískur sagði lögin þýða að allir
Ísraelar séu skyldugir til að halda á
lofti efnahagslegum ávinningi land-
nemabyggða á hinum hernumdu
palestínsku svæðum. Ísraelskum
samtökum sem í grunninn séu and-
víg landnemabyggðunum sé þannig
komið í slæma stöðu. Hvaða land-
nemi sem er geti þvingað þau til að
lýsa opinberlega skoðunum sínum á
aðgerðunum og hótað því að krefjast
hárra skaðabóta.
Aðgerðasinnar ætla í herferð gegn
nýju lögunum og mannréttindasam-
tök ætla að láta reyna á þau fyrir
dómstólum og draga fram í dagsljós-
ið 44 ár af hernámi Ísraela á Vestur-
bakkanum.
Landnemabyggð Ísraela á Vesturbakkanum Ólöglegt er að sniðganga vörur sem
framleiddar eru þar.
Verða að kaupa
ísraelskar vörur
n Ísraelar verða fangelsaðir fyrir að sniðganga ísraelskar vörur n Ný lög til að sporna gegn innlendum mótmælaaðgerðum
Björn Reynir Halldórsson
blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is