Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 13. júlí 2011 Miðvikudagur Kanaríeyja­ flakkarar skemmta sér Á hverju ári hittast á annað hundrað manns og skemmta sér saman í sveitum landsins. Þessi hópur á það eitt sameiginlegt að ferðast til Kanaríeyja á veturna og kalla sig Kanaríeyjaflakkarana. Í ár hittist hópurinn í Árnesi helgina 15.–17. júlí og gerir sér glaðan dag. Hljóm­ sveit Ingvars Hólmgeirssonar mætir á svæðið ásamt söngkonunni Kristrúnu Sigurðardóttur. Þá hefur fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, einn helsti Kanaríeyjaflakkari landsins, mætt á þessar samkomur og skemmt flökkurunum. „Það eru allir velkomnir með nikkurnar sínar,“ segir Guðrún Sig­ urborg Jónasdóttir sem er ein þeirra sem standa að skemmtuninni í ár. Þarna er tjaldstæði og sundlaug og við rifjum upp góðar stundir á Kan­ arí í íslenskri sveit.“ Þjóðfundurinn endurvakinn Þ ann 17. júní síðastliðinn héldu Íslendingar upp á 200 ára afmæli Jóns Sigurðsson­ ar. Í tilefni þess setti afmæl­ isnefnd Jóns Sigurðssonar upp í Menntaskólanum í Reykjavík sýningarnar Alþingi á sal Lærða skól­ ans og Jón Sigurðsson og Reykjavík. Í hátíðarsal skólans má sjá uppstill­ ingu af þjóðfundinum fræga en að­ setur Alþingis var í MR frá 1845 til 1881, frá því Alþingi var endurreist þar til alþingishúsið var byggt. Upplýsingar um „óskabarn Ís­ lands, sóma þess, sverð og skjöld“eins og stendur á kistu þjóðhetjunnar, má finna í nærliggjandi stofum við há­ tíðarsalinn. Leiðsögumenn taka á móti gestum og svara spurningum, klædd í 19. aldar skrúða. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá 13 til 17 og stendur til 18. ágúst. Þjóðfundurinn og sjálfstæðis- baráttan Blaðamaður ræddi við þau Ragnhildi Ástu Valsdóttur og Elías Bjart Einars­ son, safnverði og leiðsögumenn á sýningunni og jafnframt nemend­ ur í skólanum; Ragnhildur að byrja þriðja árið og Elías verður stúdent næsta vor ef allt gengur vel. „Við tökum á móti gestum og svör­ um spurningum þeirra og kynnum sýninguna eftir bestu getu. Segjum fólki frá endurreisn Alþingis og líka frá ævi og störfum Jóns Sigurðsson­ ar,“ segir Ragnhildur og Elías bætir við: „Það má heldur ekki gleyma sög­ unni um sjálfstæðisbaráttu okkar Ís­ lendinga og þróun Reykjavíkur frá því að vera smáþorp og til þess að verða höfuðborg.“ Á sýningunni gefur að líta spjöld með upplýsingum um stjórnmála­ sögu Íslands og hvaða mál voru til umræðu á 19. öld, sem og hvaða hlutverki þjóðfundurinn og endur­ reisn Alþingis gegna í sögu Íslands. Þau Ragnhildur og Elías segja að sýningin sé aðgengileg fyrir alla, þannig að hún nýtist bæði þeim sem lítið vita um Jón forseta og einnig þeim sem vita mikið um hann. „Mjög margir sem koma vita lít­ ið um Jón Sigurðsson og sögu hans,“ segir Ragnhildur. „Spurningarnar sem við fáum eru margar og mismunandi og líka und­ arlegar og ítarlegar, ég hef til dæmis verið spurður um það hvenær síðast hafi verið skipt um ljós í hátíðarsaln­ um,“ segir Elías með bros á vör. Forsetinn eilífi En hver var þá Jón Sigurðsson og hvernig maður var hann? Elías segir Jón forseta hafa verið ótrúlega fram­ úrstefnulegan. „Menn gleyma því stundum í dag hversu framsýnn hann var og skemmtilegur og um leið ofsalega kræfur gagnvart danska konungs­ valdinu. Svo var hann líka mikill persónuleiki en barátta hans gekk að miklu leyti út á það að skýra stöðugt mál sitt með föstum rökum.“ Ragnhildur bætir því við að Jón hafi farið vestur í Arnarfjörð, þar sem hann fæddist, og talað við bændur og búalið þar og spurt hvaða mál þau vildu að yrðu upp tekin á Alþingi. „Svo sendi hann þessu fólki skýrslur um gang mála. Hann veitti upplýsingar um þingstörfin og það var náttúrulega algjör nýjung í sam­ bandi Alþingis og alþýðu. Þessar aðferðir og rökfræði hans voru ein­ kennandi fyrir upplýsingastefnuna, sem hafði mjög mikil áhrif á Jón.“ Það er athyglisvert hversu margar ljósmyndir eru til af Jóni forseta. Þau Ragnhildur og Elías telja að hann hafi lagt upp úr því að láta taka myndir af sér í Danmörku og senda heim til Ís­ lands. Þetta var hluti af ímynd hans sem leiðtoga. Ragnhildur bendir líka á að Jón hafi passað mjög vel upp á öll skjöl sín, bókhald og bréf. „Það eru til kvittanir fyrir alls kyns smáhlutum eins og kaupum hans á vindlum og sígarettum. Það er því auðvelt að kíkja inn í líf mannsins.“ Um helgar halda leiðsögumenn­ irnir stundum niður í bæ í fullum skrúða til að ræða við fólk og kynna sýninguna fyrir erlendum ferða­ mönnum og líka þeim Íslendingum sem eiga leið um miðbæinn. Síðan er lifandi tónlist í salnum en við opnun sýningarinnar var stutt leikverk flutt um ævi Jóns. Ragnhildur Ásta Valsdóttir og Elías Bjartur Einarsson, safnverðir og leiðsögumenn á sýningunni Á sýning- unni gefur að líta spjöld með upplýsingum um stjórnmálasögu Íslands og hvaða mál voru til umræðu hér á 19. öld, sem og hvaða hlutverki þjóðfundurinn og endurreisn Alþingis gegna í sögu Íslands. Tinni kemur í ljós Aðdáendur Tinna reyna að halda ró sinni meðan þeir bíða stór­ myndarinnar The Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn en myndin verður jólamynd kvik­ myndahúsanna í ár. Í nýrri stiklu á veraldarvefnum má sjá útlit Tinna og Kolbeins kafteins og heildarútlit myndarinnar. Myndin verður sýnd í þrívídd. Jamie Bell (Billy Elliott) leikur Tinna og Daniel Craig fer með hlutverk hins dimmraddaða Kolbeins kaft­ eins. Myndin er tekin upp með leik­ urum í kvikmyndasetti en síðan er teiknað ofan á leikarana til að gefa persónunum það útlit sem Hergé gaf þeim. Steven Spielberg leik­ stýrir myndinni og Peter Jackson og Kathleen Kennedy framleiða. Af stiklunum að dæma hefur þetta tekist merkilega vel en dæmi hver um sig með því að sækja heim vefsíðu myndarinnar á tintin.com. Sruli Recht í sviðsljósinu Viðamikil umfjöllun um hönnuð­ inn Sruli Recht birtist í veftímaritinu Yatzer í vikunni. Yatzer er virtur vefur sem fjallar um hönnun, arkitektúr og tísku. Veftímaritið fjallar um nýja línu Srulis sem kallast: By the waves, by the tides en í henni sækir Sruli inn­ blástur í íslenska náttúru og stemn­ ingu. Myndir Marínós Thorlacius af línu hans njóta sín vel á vefsíðu Yatzer.com og birtist fjöldi mynda af fatnaðinum. Stokkseyringar boða til Bryggju­ hátíðar í áttunda sinn og verður fjölbreytt dagskrá frá fimmtudags­ kvöldinu 14. júlí til síðdegis sunnu­ daginn 17. júlí. Á fimmtudaginn kemur út heyannablaðið Séð og jarmað sem helgað er Bryggjuhá­ tíðinni. Hápunktur hátíðarinnar verð­ ur á föstudagskvöldinu þegar fjöl­ skylduskemmtun verður á Stokks­ eyrarbryggju. Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, set­ ur hátíðina kl. 20. Björgvin Franz skemmtir. Árni Johnsen stjórnar bryggjusöng við varðeld, eins og hann hefur gert á öllum hátíðun­ um. Hljómsveitin Granít frá Vík í Mýrdal verður með Bryggjuball og söngkonan Hlín Pétursdóttir frá Stokkseyri syngur með henni. Á laugardeginum verða síðan Stokkseyrarleikar á íþróttavellin­ um við sundlaugina en þá koma íbúar þorpsins saman, klædd­ ir skrautklæðum hverfa sinna, til keppni og leikja. Á sunnudeginum verður síðan hátíð hestamanna með hópreið og hestamannaleikj­ um. Samkomuhúsið Gimli á Stokks­ eyri verður 90 ára á þessu ári og er því fagnað með málverkasýningu Péturs Behrens og tvennum tón­ leikum í Gimli. Alla dagana verða söfn og sýn­ ingar á Stokkseyri opin og þjónusta og afþreying aðgengileg. Hátíðin hefur sem fyrr undirtitil­ inn Brú til brottfluttra og fjölmenna brottfluttir á Stokkseyri ásamt Sunn­ lendingum og gestum víðar að. Það er Hrútavinafélagið Örv­ ar á Suðurlandi sem stendur fyrir Bryggjuhátíðinni í samvinnuverk­ efni heimaaðila og fleiri vina. Dagskrá hátíðarinnar í heild og fréttir af undirbúningi og mannlífi á Stokkseyri má sjá á stokkseyri.is. Séð og jarmað Hlín Pétursdóttir, söngkona á Stokkseyri, skoðar hér eintak af Séð og jarmað. Grétar Zóphoníasson fyrrverandi bæjarstjóri á Stokkseyri fylgist með. Hlín mun stíga á svið með hljómsveitinni Granít úr Vík í Mýrdal á Bryggjuhátíðinni. Mikið um að vera á Bryggjuhátíð á Stokkseyri: Gefa út blaðið Séð og jarmað Þórður Ingi Jónsson blaðamaður skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.