Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 13. júlí 2011 Sturla Böðvarsson, fyrrverandi sam- gönguráðherra, sat í nefnd um end- urskoðun á lánastarfsemi Byggða- stofnunar. Sturla gegndi á sama tíma hlutverki framkvæmdastjóra einka- hlutafélagsins Ökugerðis Íslands, en félagið hefur samkvæmt heimild- inum blaðsins fengið lánsloforð frá Byggðastofnun sem hljóðar upp á 200 milljónir króna. Það er hámarks- lán samkvæmt núgildandi reglum Byggðastofnunar. DV hefur áður fjallað um það að Sturla hafi setið í stjórn Byggðastofn- unar á sama tíma og lánsloforðið var gefið, en nefndarseta hans vek- ur einnig nokkra athygli. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofn- unar, sagði í samtali við DV að Sturla hefði ekki komið að meðferð lána- samninganna á milli Byggðastofn- unar og Ökugerðis Íslands. Við stofn- un Ökugerðis Íslands gegndi Sturla stjórnarformennsku auk þess að vera framkvæmdastjóri félagsins og prókúruhafi. Heimildir DV herma að Sturla sé leppur fyrir eigendur Nes- byggðar sem eiga langa sögu gjald- þrota. Svört viðskiptasaga Nefndin var skipuð af Katrínu Júlí- usdóttur iðnaðarráðherra síðastliðið haust og hafði það hlutverk að end- urskoða lánastarfsemi Byggðastofn- unar. Það var því hlutverk nefndar- innar að fara yfir núverandi stöðu og starfsemi stofnunarinnar með því að ræða við starfsmenn og sérfræð- inga innan hennar. DV hefur skýrslu nefndarinnar undir höndum en nið- urstaða hennar er fyrst og fremst sú að stefna eigi að heildarendurskoð- un á lánastarfsemi stofnunarinnar. Í nefndinni sátu sex fulltrúar skipaðir af stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi, auk þess sem Byggðastofn- un skipaði einn. Þrír fulltrúanna, þar á meðal Sturla Böðvarsson, sitja einnig í stjórn Byggðastofnunar. Ökugerði Íslands er fyrirtæki í eigu einkahlutafélagsins Nesbyggðar ehf. en það félag er aftur í eigu Nes- byggðar eignarhaldsfélags ehf. Eig- andi fyrirtækjanna þriggja er Páll Guðfinnur Harðarson en hann situr í varastjórn Ökugerðis Íslands. Eig- endurnir eiga sér langa sögu gjald- þrota en árið 1989 var veðsetning byggingarfélags þeirra, sem kallaðist Hamrar, kærð til ríkislögreglustjóra. Í mars síðastliðnum var annað fyrir- tæki sömu eigenda, Dalshverfi ehf., sett í gjaldþrot. Heimildir DV herma að ólíklegt verði að teljast að fyrirtæki með viðskiptasögu eins og Nesbyggð fengi hámarkslán frá Byggðastofnun líkt því sem Ökugerði Íslands hefur verið lofað. Í þessu samhengi má benda á að nú í febrúar hafnaði Byggðastofnun kauptilboði Lotnu í Eyrarodda á Flat- eyri sökum viðskiptasögu eigenda Lotnu. Heimildarmaður blaðsins bendir á að Sturla fari formlega fyr- ir félaginu til þess að minna fari fyr- ir því hverjir raunverulegir eigendur séu. Sturla prókúruhafi Í stofngögnum Ökugerðis Íslands frá 13. júlí 2010 sem DV hefur undir höndum kemur fram að Sturla Böðv- arsson sé eini stjórnarmaðurinn og formaður stjórnar. Þá er hann einnig framkvæmdastjóri og eini prókúru- hafi félagsins. Stjórn Byggðastofn- unar var skipuð á ársfundi stofnun- arinnar þann 11. júní í fyrra en þá var Sturla Böðvarsson meðal annars skipaður í stjórn, rétt rúmum mán- uði áður en Ökugerði Íslands var formlega stofnað og Sturla gerður framkvæmdastjóri. Næstum hálfu ári áður, þann 3. febrúar 2010, var fyrsta skóflustungan að Ökugerði Ís- lands tekin. Sturla sagði í samtali við DV að hann hefði ekki komið nálægt lánasamningum við fyrirtækið sem hann er stjórnarformaður í. „Það var búið að veita lánsloforð til Ökugerð- is á Reykjanesinu löngu áður en ég kom að þessu Ökugerðismáli,“ sagði hann við blaðamann. Það vekur nokkra furðu að þrír af sjö nefndarmönnum voru innan- búðarmenn úr Byggðastofnun en leiða má líkur að því að það hafi haft þau áhrif að minni vilji var til breyt- inga en ella hefði verið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar- flokks og Byggðastofnunar í nefnd- inni komu allir úr stjórn stofnunar- innar. Formaður nefndarinnar var Gunnar Svavarsson en auk hans sátu í nefndinni þau Sturla Böðvars- son sem skipaður var af Sjálfstæðis- flokknum, Anna Kristín Gunnars- dóttir formaður Byggðastofnunar, Finnbogi Vikar skipaður af Hreyf- ingunni, Herdís Á. Sæmundardótt- ir sem situr í stjórn Byggðastofnun- ar, Valgerður Bjarnadóttir skipuð af Samfylkingunni og Lárus H. Hann- esson skipaður af Vinstri grænum. Motopark lofað láni Nefndarmenn fengu einungis greitt fyrir ferðakostnað frá ráðuneyt- inu en viðkomandi stofnun og/eða stjórnmálaflokkar sáu um að greiða þeim laun, ef einhver voru. Á meðal þess sem rætt var í nefndinni, sam- kvæmt heimildum DV, var að stofn- unin hefði að undanförnu lánað fyr- irtækjum háar upphæðir án tryggra veða og því þyrfti að breyta. Ákveð- inn armur nefndarmanna áleit að slíkt væri ávallt matsatriði og að erfitt væri að meta hvað væru trygg veð og hvað ekki. Eins og fyrr segir var nið- urstaða nefndarinnar sú að skoða málið áfram. Heimildir DV herma að fulltrúar Byggðastofnunar hafi viljað stíga varlega til jarðar í breytingum, og almennt kosið minni breytingar en þeir sem komu úr öðrum áttum. Einkahlutafélagið Icelandic Moto park fékk lánsloforð frá Byggðastofnun upp á 200 milljónir króna fyrir framkvæmdum á akst- ursíþróttasvæði sem áætlað var að byggja upp á landinu Hjallar 1, þar sem nú á að rísa Ökugerði Íslands. Háleitar hugmyndir um svæði þar sem hægt yrði að keppa í nánast öllum akstursíþróttum fóru síðar út um þúfur og félagið fékk aldrei lán- ið frá Byggðastofnun þar sem ekki hafði verið staðið við skuldbind- ingar. Ökugerði Íslands hefur í raun tekist að endurnýja lánsloforðið og yfirfæra það á sig. Stefnt er að því að opna svæðið í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Samkvæmt upp- lýsingum DV hefur óvenjulítið verið um framkvæmdir í vetur. Ökukennarafélagið fékk ekki lán Sem samgönguráðherra lagði Sturla fram frumvarp á þingi þess efnis að ökunemar yrðu skyldaðir til þess að fá þjálfun í svokölluðu ökugerði og að það yrði liður í almennu öku- námi. Í fyrra tóku slík lög gildi. Með tilkomu Ökugerðis Íslands mun fjöldi ökunema því sækja aksturs- þjálfun sína á svæðið, sem verð- ur það eina sinnar tegundar hér á landi. Ökugerði er sérhannað æf- inga- og kennslusvæði fyrir öku- nema, þar sem þeir fá meðal annars tækifæri til þess að finna hvernig það er að missa stjórn á bifreið í hálku eða á malarvegi. Áætlað er að nem- endur muni að minnsta kosti þurfa að greiða 35 þúsund krónur fyrir að nota aðstöðu Ökugerðis Íslands. Ökukennarafélag Íslands hefur starfrækt sérstakt ökugerði á Kirkju- sandi frá því í apríl í fyrra. Þar hafa nemar aðgang að svokölluðum skrikbílum sem geta líkt eftir akstri í hálku eða möl, en slíkt er mun ódýr- ara en að viðhalda heilu brautunum. Með þessari aðstöðu sér Ökukenn- arafélagið fram á að ná að sinna öll- um þeim fjögur þúsund nemum sem taka bílpróf hér ár hvert. Formað- ur félagsins hefur gert athugasemd- ir við það að Sturla Böðvarsson hafi setið beggja vegna borðs þegar kom að lánveitingum frá Byggðastofn- un. Félagið sótti um lán hjá Byggða- stofnun fyrir starfsemi ökugerðis úti á landi árið 2008 en þeirri umsókn var hafnað. Í niðurlagi í svarbréfi stofnunarinnar sagði: „Þá virðist verkefnið við fyrstu sýn ekki falla vel að starfssviði stofnunarinnar.“ Draumur Sturlu Sturla Böðvarsson var á meðal þeirra fyrstu sem reifuðu hugmynd- ir um að sett yrði upp sérstakt öku- gerði hér á landi. Sem samgöngu- ráðherra barðist hann fyrir því að ökunemar gengjust undir þjálfun í ökugerði. Sturla skrifaði meðal ann- ars grein um málið í Morgunblaðið árið 2005. „Þetta mál hefur lengi ver- ið til umræðu, ekki síst meðal öku- kennara, en lengi vel voru nokkuð misvísandi upplýsingar um hver reynsla manna væri af slíkum svæð- um,“ sagði Sturla og bætti við: „Nú segja ráðgjafar mínir hins vegar að slík svæði séu af hinu góða og því hef ég falið Umferðarstofu að hefja þennan undirbúning. Við stefnum að því að reglugerð um ökugerði verði tilbúin í haust.“  Frá upphafi árs 2010 hafa allir ökunemar verið skyldaðir til að gangast undir þjálfun í ökugerði. En á vefsíðu Ökugerðis Íslands seg- ir meðal annars: „Þann 12. júní 2010 var fest í gildi reglugerð sem skyldar alla ökunema til náms í þar til gerðu ökugerði og var gildistaka reglugerð- arinnar miðuð við 1. janúar 2010.“ Þegar blaðamaður ítrekaði spurningu sína til Sturlu Böðvars- sonar í tengslum við fyrri umfjöll- un blaðsins, og spurði hvort honum þætti ekki óheppilegt að vera beggja vegna borðsins þegar kæmi að lán- veitingum Byggðastofnunar til Öku- gerðis Íslands, sagði hann: „Nei, það er nefnilega algjör misskilningur vegna þess að það gilda mjög strang- ar reglur hjá Byggðastofnun um það hvenær stjórnarmenn verða að víkja og ég kom hvergi nærri þessu. Þann- ig að fyrir alla muni, í þágu umferð- aröryggis á landinu, ekki reyna að gera þetta tortryggilegt.“ n Sturla Böðvarsson sat í nefnd um endurskoðun á lánastarfsemi Byggðastofnunar n Var á sama tíma framkvæmdastjóri Ökugerðis Íslands sem er lofað 200 milljóna láni frá stofnuninni Fékk lánsloforð en endurskoðar lán Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Þannig að fyrir alla muni, í þágu um- ferðaröryggis á landinu, ekki reyna að gera þetta tortryggilegt. Ökugerði í stað Motopark Á þessum stað átti að rísa alhliða akstursíþróttasvæði en nú er ráðgert að setja upp ökugerði fyrir ökunema. Framtíðaráformin eru þó þau að reisa kappakstursbrautir. Óháður Sturla segist ekki hafa neinna hagsmuna að gæta hjá Ökugerði Íslands þrátt fyrir að hann sé stjórnarformaður fyrirtækisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.