Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 13. júlí 2011 Miðvikudagur
Jórunn Oddsdóttir, heilari og miðill,
býður til sætis í stofunni. Tíkin Alfa
fær ekki að vera viðstödd viðtalið;
hún er lokuð inni í herbergi.
Jórunn horfir ljósbláum augun-
um út um gluggann.
Hún hefur ekki alltaf verið alls
kostar sátt við hæfileika sinn; seg-
ist ekki hafa viljað fara til miðla því
hún hafi ekki viljað fara inn á þessa
braut. Viðtal við þekktan miðil ýtti þó
við henni; hún fann að þau áttu eitt-
hvað sameiginlegt. Hún afréð að tala
við hann og þegar þau hittust sagði
hann að hún væri með heilunar-
kraft og spurði hvort hún væri ekk-
ert að gera við hann. „Ég vissi ekki
hvað maðurinn átti við.“ Jórunn tal-
aði stuttu síðar við enskan miðil sem
talaði líka um heilunarhæfileikana
og sagði að henni væri óhætt að fara
út í heilun þar sem það væri búið
að þjálfa hana. Síðan hefur Jórunn
starfað við heilun, eða í um 25 ár, og
hefur fjöldi fólks notið góðs af hæfi-
leikum hennar.
Tilfinningasviðið
Jórunn segist vera með tengingar
mest inn á tilfinningasviðið og að
fjórir læknar að handan vinni með
sér. Þrír hafi verið útlenskir en einn
íslenskur. Japanskur læknir kemur ef
manneskjan hefur orðið fyrir djúpu
áfalli svo sem misþyrmingu. Jórunn
segir að hún þurfi ekki að spyrja fólk
hvað ami að þar sem hún fái upplýs-
ingar um það að handan.
„Yfirleitt þurfa manneskjur að
koma til mín oftar en einu sinni
vegna þess að þeir fara yfirleitt bara á
yfirborðið fyrst; þó manneskja komi
til mín í fimm til sex tíma þá eru tím-
arnir mjög ólíkir. Þetta er miklu dýpri
vinna en fólk gerir sér grein fyrir. Þeir
fara í grunninn þegar manneskjan
kemur aftur. Allt í einu get ég farið að
sjá hana sem barn þó hún hafi upp-
haflega ætlað að ég ynni bara með
áfall sem hún varð fyrir í núinu; það
þarf hins vegar að vinna með hana
sem barn og upp úr. Þá er hún laus.“
Jórunn segir að þegar svona til-
finningavinna sé í gangi vari hún fólk
við því að það geti fundið fyrir ýmiss
konar líðan eftir tímana og jafnvel
grátið. Þetta varir yfirleitt í um einn
og hálfan dag. Eftir það styrkist fólk.
„Svo getur aftur hellst vanlíðan yfir
fólk og þá er það vegna þess að það
er af meiru að taka.“
Heilarinn segist stundum hjálpa
fólki sem stendur frammi fyrir hjóna-
skilnaði. „Ég hef komið í veg fyrir
skilnað. Það finnst mér óskaplega
gaman.“ Hún segir frá einu dæmi.
„Það kom til mín ung kona í heilun
út af erfiðleikum í hjónabandinu.
Hún kom aftur til mín einu hálfu ári
síðar og sagðist hafa farið eftir öllu
sem ég sagði – eða því sem þeir að
handan segja því ég ber bara boðin
á milli. Hún knúsaði mig og sagði að
ég hefði bjargað hjónabandi hennar
og að hún væri svo glöð. Þetta er ég
farin að heyra svolítið því það koma
tímabil sem ég vinn mikið í svona til-
fellum og svo í annars konar tilfell-
um á öðrum tímabilum.“
Jórunn horfir enn ljósbláum aug-
unum út um gluggann.
Styrkir og eflir
Fólk sem leggst á bekkinn hjá Jór-
unni fær ekki bara heilun. Það fær
oft skilaboð að handan; frá gengnum
ættingjum. Vinum. „Ég fæ skilaboð
meira og minna allan tímann meðan
á heiluninni stendur; um líðan við-
komandi, hvað manneskjan geti gert
svo sem hvað varðar mataræði og
hreyfingu og jafnvel hvort hún eigi
að fara til læknis. Ég hef sent marga
til lækna.“
Jórunn var einn viðmælenda í
samtalsbókinni Hjálp að handan –
sögur sex læknamiðla, sem kom út
fyrir áratug. Fólk sem hafði leitað
til læknamiðla kom þar fram undir
nafni. Þar segir kona: „Það kom mér
á óvart hvað hún vissi margt. Það var
eins og hún væri náskyld frænka mín.
Hún lýsti látnum ættingjum mínum
og kom með skilaboð frá þeim. Auk
þess vissi hún um ýmis persónuleg
mál. Ég var í hálfgerðu sjokki eftir á.“
Þá segir hún: „Ég er eiginlega orðin
háð því að fara í heilun.“
Önnur kona segist hafa farið
reglulega til Jórunnar í heilun í fjög-
ur ár. „Þetta er kjölfestan í lífi mínu.
Mér þykir óskaplega gott að fara til
n Jórunn Oddsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir starfa við heilun og
fá við það starf hjálp að handan n Þær skynja meira en flestir aðrir
Heilað af heilum hug
„Ég hef komið í veg
fyrir skilnað. Það
finnst mér óskaplega
gaman.
Guðrún Kristín Magnúsdóttir
„Mig langar bara til að hjálpa því
fólki sem leitar til mín og er það oft
lykillinn að heiluninni.“