Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 23
Fréttir | 23Helgarblað 5.–7. ágúst 2011 Reynir Kristján aftur? Dalvíkingurinn Kristján Þór Júlíusson barðist við Bjarna Benediktsson um að taka við formannsembættinu af Geir H. Haarde þegar hann bauð sig fram í mars 2009. Kristján Þór fékk rétt rúmlega 40 pró- sent atkvæða í formannskjör- inu. Víst er að Kristján Þór nýt- ur vinsælda á meðal ákveðins kjarna flokksmanna og sér- staklega á landsbyggðinni. Ólíklegt þykir samt sem áður að hann reyni aftur að fara gegn Bjarna í formannskjör. Hann þótti tapa kjörinu með sæmd árið 2009 en að tapa aftur fyrir Bjarna gæti grafið undan pólitískum ferli hans. Á síðasta flokksfundi árið 2010 ákvað Kristján að fara ekki fram gegn sitjandi for- manni og virðist svipuð staða vera uppi nú. Á fundinum var Bjarni því sjálfkjörinn. Samdægurs bauð reyndar Pétur Blöndal sig fram gegn Bjarna en ljóst var frá upp- hafi að ef Pétri hefði verið full alvara með framboðinu hefði það komið fyrr fram til að vinna því fylgi. Minni spámenn Menn velta því fyrir sér hvort einhverjir ólíklegir aðilar eigi eftir að stíga fram og veita sitj- andi formanni harða sam- keppni þegar á landsfund- inn er komið. Ekki má gleyma Ólöfu Nordal sem er í dag vara- formaður flokksins. Hún var kjörin varaformaður með 70 prósentum atkvæða á lands- fundi flokksins í fyrra. Það verður samt sem áður að teljast ólíklegt að hún bjóði sig fram gegn Bjarna sem hún hefur starfað náið með eftir að hún tók við starfi varaformanns. Margir þeir sem fyrir nokkr- um misserum þóttu líklegir til að taka við stjórnartaumun- um í flokknum hafa neyðst til að halda sig til hlés að undan- förnu. Þar má nefna Guðlaug Þór Þórðarson, vegna styrkja- málsins svokallaða. Hann þótti afar líklegur til að kom- ast til mikilla áhrifa í flokknum og hafði stórt bakland innan hans. Styrkjamálið hefur aftur á móti reynst hon- um erfitt en hann hefur samt verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og látið meira á sér bera. Illugi Gunnarsson tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna rannsóknar á málefn- um Sjóðs 9 hjá Glitni. Þar sat Illugi í stjórn þegar bankahrunið varð og ríkið keypti ýmis skuldabréf út úr sjóðnum. Ljóst er að hann þarf að fara að koma sér aftur inn á sjón- arsviðið ef hann ætlar sér að ná langt í pólitík. Þeir Guðlaug- ur og Ill- ugi eru þó ef til vill ekki þeir líkleg- ustu til að bjóða sig fram til formennsku innan flokks- ins, að minnsta kosti ekki í þetta skiptið. Foringjaslagurinn í Sjálfstæðisflokknum Þ að verða brjáluð átök á bak við tjöldin. En ég geri ekki ráð fyrir að það verði mannabreytingar,“ segir Egill Helgason þáttastjórnandi um hvernig hann telji að málin þróist innan Sjálfstæðisflokksins fram að landsfundi. Hann telur það fráleitt að Davíð Oddsson verði formaður flokksins að nýju að loknum fundinum í nóvember. Egill telur að Kristján Þór Júlíusson eigi ekki möguleika á að fella Bjarna sem formann enda hafi hann tapað fyrir honum áður í formannskjöri. „Einhvern veginn lifði hann þetta Icesave-mál af og flokkurinn er með ágætt fylgi í skoðanakönnunum,“ segir Egill sem telur stöðu Bjarna nógu góða til að hann haldi formanns- embættinu enn um sinn. Aðspurður um stöðu Hönnu Birnu innan flokksins og hvort hann telji líklegt að hún bjóði sig fram gegn sitjandi formanni segir Egill að slíkt sé ólíklegt. „Hún er mjög mikil flokksmanneskja og alin upp á flokkskontórnum. Ég held að hún sé bara ekki þeirrar gerðar að hún ruggi bátnum innan flokksins nema það sé sátt um það.“ Hann segir að það sé ljóst að hún hafi ætlað sér að vera borgarstjóri áfram þegar Besti flokkurinn tók við stjórnartaum- unum í borginni. Að mati Egils varð ákveðið rof í pólitískum ferli Hönnu Birnu þegar svo varð ekki. „Hún er mjög mikil flokksmanneskja og alin upp á flokkskontórnum,“ segir Egill og telur næsta víst að hún fari ekki fram gegn því fólki sem nú situr við völd. Átökin fram að landsfundinum eigi mun fremur eftir að snúast um Evrópumál og stöðu for- manns og varaformanns hvað þau mál varðar. „Ég held að þeir muni nota tímann og þvinga hann til að vera ofboðslega af- dráttarlaus gegn ESB. Það verður reynt að þjarma að honum þar,“ segir Egill sem telur Evrópuand- stæðinga vera að sumu leyti tor- tryggna í garð Bjarna og Ólafar Nordal, varaformanns flokksins. Að hans mati er þó enginn sem getur velt henni úr sessi heldur og því muni staðan vera óbreytt að landsfundi loknum. Eini mögu- leikinn á klofningi innan flokksins sé sá að andstæðingar Evrópu- sambandsins gangi svo hart fram að Evrópusinnar telji sig ekki eiga vært í flokknum. Aftur á móti sé flokkshollustan það mikil í flokknum að sá möguleiki virðist fjarlægur að svo stöddu. Telur ekki mannabreytingar fram undan: Hanna ruggar ekki bátnum „ Icesave-mál- ið reyndist Bjarna erfitt. Horfa til Davíðs Sumir flokksmenn bíða eftir því að Davíð lýsi því yfir að hann muni bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðis- flokksins á ný. Situr áfram Líklegt er að Bjarni Benediktsson nái að sitja af sér storminn og haldi áfram sem formaður flokksins eftir landsfundinn í nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.