Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 39
Fókus | 39Helgarblað 5.–7. ágúst 2011
Hvað er að gerast?
n Grínkeppni Priksins Fyrsta grín-
keppni Priksins verður haldin á föstudags-
kvöldið. Fyndnir þátttakendur halda uppi
fjörinu með uppistandi. Grínistarnir Steindi
Jr., Bent og Dóri DNA eru í dómnefnd og
það er til mikils að vinna. Í verðlaun eru 25
þúsund króna inneign á Prikinu, framkoma
á uppistandskvöldi Priksins, hótelgisting á
Hótel Örk og nýi diskurinn með Steinda Jr.
Keppnin hefst klukkan 22 og aðgangur er
ókeypis.
n Raftónlist undir jökli Íslenska raftón-
listarhátíðin Extreme Chill Festival verður
haldin um helgina á Hellissandi við rætur
Snæfellsjökuls. Þetta er í annað sinn sem
hátíðin fer fram. Um 30 íslenskir tónlistar-
menn koma fram á hátíðinni auk tveggja
erlendra. Aðgangseyrir inn á hátíðina er
5.500 krónur og hægt er að kaupa miða á
midi.is.
n Hinsegin hátíð í Reykjavík Hátíðin
hefst þennan daginn með gleðigöngu Hin-
segin daga. Gangan leggur stundvíslega af
stað frá BSÍ klukkan 14. Gengið verður eftir
Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu
og fram hjá Arnarhóli. Klukkan 15.30 hefst
svo skemmtidagskrá við Arnarhól. Meðal
skemmtikrafta sem þar koma fram eru
Páll Óskar, Lay Low, The Esoteric Gender,
Never the Bride, Gunni og Felix, MaryJet,
Bloodgroup og Hera Björk.
n Páll Óskar á Nasa Poppprins Íslands,
Páll Óskar Hjálmtýsson, heldur Hinsegin
gleðiball á Nasa í tilefni Hinsegin daga.
Palli sér sjálfur um að þeyta skífum en sér-
stakir gestir hans þetta kvöldið verða Sigga
Beinteins, Daníel Oliver, Hera Björk og Haffi
Haff. Þegar Palli heldur ball er öllu tjaldað til
og lofar hann miklu stuði, konfettíbombum,
fullskreyttu húsi og mikilli sýningu.
n Hestar á Listasafni Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjöl-
breytta og fræðandi fjölskyldudagskrá
í tengslum við sýninguna Jór! – Hestar í
íslenskri myndlist, sem stendur nú yfir á
Kjarvalsstöðum. Viðburðurinn er unninn í
samvinnu við Íslenska hestinn – hestaleigu í
Reykjavík. Dagskráin hefst klukkan 14 á leið-
sögn um sýninguna en svo verður haldið í
smiðjuna Litbrigði hestsins. Að lokum býðst
þáttakendum að kynnast hestinum af eigin
raun á Klambratúni. Frítt fyrir börn undir 18
ára aldri og handhafa Menningarkortsins.
n Regnbogahátíð fjölskyldunnar
Fjölskylduhátíð Hinsegin daga fer fram í
Viðey í dag. Bátsferðir verða á klukkutíma-
fresti til eyjarinnar frá klukkan 11.15 til 17.15.
Þar verður boðið upp á skemmtun, góða
samveru og veitingar. Sérstakt Hinsegin-til-
boð er í ferjuna og kostar 500 krónur ferðin.
5
ágú
Föstudagur
6
ágú
Laugardagur
7
ágú
Sunnudagur
F
jölskylduhátíðin Fiskidagurinn
mikli er haldin á laugardaginn
í Dalvíkurbyggð. Á Fiskidegin-
um mikla bjóða fiskverkendur
og fleiri framtakssamir í byggðarlag-
inu, með hjálp styrktaraðila, öllum
landsmönnum upp á fiskrétti milli
klukkan 11 og 17. Kvöldið fyrir hátíð-
ardaginn bjóða margir heimamenn
gestum og gangandi upp á fiskisúpu
fyrir utan húsin sín. Markmið há-
tíðarinnar, er að sögn aðstandenda
hennar sú, að fólk komi saman, eigi
góðar stundir og borði saman fisk.
Boðið er upp á vinsæla fiskrétti sem
breytast lítillega ár frá ári. Meðal
annars eru á boðstólum fiskiborgar-
ar sem grillaðir eru á lengsta grilli á
Íslandi. Fjórtán grillstöðvar eru víða
um svæðið og því nóg í boði fyrir
fiskisvanga aðkomumenn. Hver stöð
hefur sitt nafn og má þar nefna með-
al annars Meistarastöðin þar sem
meistarkokkurinn Úlfar Eysteinsson
býður meðal annars upp á hrefnu-
kjöt, Rækjustöðin, Grímsstöð þar
sem Grímur kokkur úr Vestmanna-
eyjum eldar og Harðfisks- og níger-
ísk stöð svo eitthvað sé nefnt.
Fjölbreytt skemmtidagskrá er alla
helgina í bænum og eitthvað í boði
fyrir alla aldurshópa. Meðal annars
koma fram skemmtikraftarnir Matti
Matt, Eyþór Ingi, Karlakór Dalvíkur,
Björgvin Franz, Friðrik Ómar, Jogvan
Hansen, Hvanndalsbræður, Íþrótta-
álfurinn og Solla stirða svo einhvejir
séu nefndir.
Nóg af fiski og fjöri Líf og fjör á Dalvík Mikið verðum að vera á Dalvík
á Fiskideginum mikla en þá
bjóða heimamenn öllum lands-
mönnum upp á fiskirétti.
Það er dálítið skrýtið. Það er meira
kannski unga fólkið sem þekk-
ir þetta lag og þekkir andlitið. Þá
er lagið það fyrsta sem kemur upp
í hugann hjá því og það byrjar að
syngja það fyrir mig.“
Byrjaði ungur í tónlistarnámi
Valdimar er menntaður básúnu-
leikari og byrjaði ungur í tónlistar-
námi. „Ég byrjaði að læra á básúnu
þegar ég var sjö ára eða eitthvað
þannig en ég byrjaði ekkert að
syngja eða í poppinu fyrr en ég var í
kringum tvítugt.“ Síðan lá leið hans
í nám við FÍH og svo í Listaháskóla
Íslands. „Þá hafði ég aðeins sungið
með hljómsveit sem heitir Streng.
Og það var eiginlega út frá þeirri
hljómsveit og Listaháskólanáminu
sem hljómsveitin Valdimar varð
til. Ég hafði alltaf verið í tónlistar-
námi en hafði ekkert verið að vinna
þannig séð við tónlist en hafði allt-
af alveg brennandi áhuga á tónlist.
Síðan langaði okkur að gera eitt-
hvað svona saman til að svala sköp-
unarþorstanum.“
Ekki gefist tími til að semja ný
lög
Úr varð að hljómsveitin var stofnuð
árið 2009 en nokkrum mánuðum
fyrr höfðu Valdimar og Ásgeir gítar-
leikari byrjað að spila saman. Vin-
sældir bandsins eru miklar um þess-
ar mundir og lög sveitarinnar hljóma
mikið á öldum ljósvakans. Mörg lög
hljómsveitarinnar hafa ratað á vin-
sældarlista útvarpsstöðvanna. Valdi-
mar segir meðlimi hljómsveitarinn-
ar semja lögin í sameiningu. „Við
Ásgeir gítarleikari byrjuðum að spila
saman sumarið 2009. Þetta byrjar
yfirleitt þannig að annað hvort ég
eða Ásgeir komum með einhvern
grunn sem er annað hvort búið að
syngja yfir eða ekki og síðan vinn-
ur öll hljómsveitin lögin út frá því.
Yfirleitt eru komnar laglínur yfir og
einhverjir kaflar. Síðan vinnur allt
bandið saman með strúktúrinn og
fílinginn.“
Þeir hafa ekki haft mikinn tíma
til að semja nýtt efni enda fer mest-
ur þeirra tími í spilamennsku. „Við
erum búnir að vera mikið að spila í
sumar þannig að við höfum ekki haft
mikinn tíma til að semja nýtt efni en
við erum að fara að gefa okkur tíma
til að einbeita okkur að því núna. Við
erum búnir að vera hver í sínu horni
að þróa okkar hugmyndir en förum
svo að koma saman og gera eitthvað
úr því.“
Nafnið varð til vegna
hugmyndaleysis
Margir hafa velt fyrir sér nafninu
á hljómsveitinni og af hverju hún
heiti eftir söngvaranum. Hann seg-
ir hugmyndaleysi hafi ráðið nafn-
inu. „Þetta nafn býður upp á mik-
inn misskilning. Þetta var nú bara
hugmyndaleysi í rauninni. Okk-
ur vantaði nafn sem væri ekki of
mikið „statement“ og væri dá-
lítið látlaust. Svo kom Ásgeir
með þessa hugmynd að nefna
hljómsveitina Valdimar. Ég
hafði nú svo sem ekkert á móti
því, fannst þetta bara fínt nafn
en við bjuggumst náttúrulega
ekkert við að verða neitt þekkt-
ir,“ segir hann og skellir upp úr.
„Við hugsuðum ekkert voða-
lega langt fram í tímann þegar
við vorum að finna nafn.“
Skemmtilegast að spila í
Keflavík
Hjómsveitin hefur verið dugleg
að spila í sumar og farið víða um
land. „Við erum búnir að fara út
um allt land. Það er mjög gaman.
Við erum nýkomnir heim úr ferða-
lagi um landið og spilum á Akureyri
og útihátíðinni Gærunni á Sauðár-
króki næstu helgi. Maður er búinn
að vera svolítið á flakki í sumar,“
segir Valdimar. Hann segist kunna
því vel að spila úti á landi og finnst
mikilvægt að sinna landsbyggðinni
því ekki eigi allir heimangengt á
tónleika á höfuðborgarsvæðinu.
Hann er mikill Keflvíkingur í sér
og finnst skemmtilegast að spila á
heimaslóðum. „Það er skemmti-
legast að spila á Paddy’s í Keflavík.
Það er alltaf gaman að koma fram í
sínum heimabæ. Það myndast svo
skemmtileg stemning þegar maður
þekkir svona marga og allir þekkja
mann.“
viktoria@dv.is
„Við hugsuðum
ekkert voðalega
langt fram í tímann þegar
við vorum að finna nafn.
„Fólk fer stundum á
trúnó með manni og
sumir hafa sagt að platan
hafi haft einhver áhrif á sig
á einhvern andlegan hátt
eða eitthvað þannig.
n Fiskidagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur í Dalvík um helgina