Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 56
Bara verið að spara? Ísbjarnavandamál í grænlensku blaði n Grænlenska dagblaðið Sermitsiaq sem er gefið út í Narsarsuaq fjallaði um ísbjarnavandamálið á Íslandi í fyrir helgi. Þar er velt vöngum yfir því hvort unnt sé að flytja ís- birni sem villast til Íslands aftur til Grænlands og var greint frá beiðni Svandís- ar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um greinargerð um aukna tíðni ísbjarnaheimsókna til landsins. Svandís bað reyndar um greinargerðina þann 2. maí síðastliðinn en grænlenska blað- ið vitnar meðal annars í viðtal við ráðherrann sem birtist í Reykjavík Grapevine þann 10. júní. Þess má geta að í Narsarsuaq búa innan við 200 manns og er nettenging mjög takmörkuð að gæðum. Ríkið tekur sinn skerf af vinningnum n Eins og frægt er orðið varð Annie Mist Þórisdóttir heimsmeistari í crossfit síðastliðið laugardags- kvöld og fékk í sinn hlut 250 þúsund Bandaríkjadali, eða um 29 milljónir króna. Það er þó ekki svo að allur peningurinn renni beint til Annie. Hún þarf nefnilega að skila gjaldeyr- inum til Seðlabanka Íslands, enda eru takmörk á því hversu mikinn gjaldeyri Íslendingar mega eiga. Þá þarf hún að greiða hátekjuskatt af vinningsfénu á Íslandi þar sem hún er ekki búsett erlendis. Samkvæmt frétt Pressunnar, sem fjallaði um málið á fimmtu- dag, gæti An- nie þurft að greiða allt að þrettán millj- ónir í skatt þegar allt kem- ur til alls. Illugi keyrði fram á rófulausan kött n Illugi Jökulsson, blaðamaður og stjórnlagaráðsfulltrúi, lenti í undar- legri uppákomu á Reykjanesbraut á miðvikudag. Illugi var á leið inn í Hafnarfjörð og var nýkominn fram hjá álverinu þegar hann sá kött sem skaust yfir götuna fyrir framan hann. „Þetta var svartur köttur og þótt úr þessari fjarlægð væri, þá sá ég að fas hans var dálítið einkenni- legt,“ segir Illugi á bloggsíðu sinni og bætir við að síðar hafi hann séð að kötturinn var rófulaus. Kötturinn skaust svo í hvarf og fáeinum sek- úndum síðar kom hann að staðnum þar sem kötturinn hafði skotist milli bíla yfir götuna. „Þá sá ég að á götunni lá einhver dökkur smáhlutur og um leið og ég sveigði fram hjá honum sá ég mér til skelf- ingar að þarna var komin rófan á kettin- um.“ V ið hlökkum mikið til enda er þessi hátíð ein- stök og í raun ólík öðr- um bæjarhátíðum,“ segir fréttamaðurinn Logi Berg- mann Eiðsson um Fiskidaginn mikla, sem verður haldinn há- tíðlegur nú á laugardaginn á Dalvík. Logi Bergmann og kona hans, Svanhildur Hólm Vals- dóttir, eiga sér annað heimili á Dalvík en Svanhildur á einmitt ættir að rekja til bæjarins. Eins og áður segir er Fiski- dagurinn mikli haldinn hátíð- legur á laugardag en daginn áður bjóða bæjarbúar gestum og gangandi upp á fiskisúpu. Aðspurður segir Logi að þau hjónin verði ekki með súpu þetta árið en í staðinn ætla þau að bjóða upp á kaffi og kon- fekt, rétt eins og þau gerðu í fyrra. Ekki nóg með það, held- ur munu Hvanndalsbræður sjá um að gestirnir fái notið ljúfra tóna „Þetta hefur verið mjög vinsælt og það er mikill gesta- gangur hjá okkur þetta kvöld. Gestirnir skiptu hundruðum í fyrra og það var mikil gleði.“ Á fiskidaginn sjálfan er boðið til sannkallaðrar fiski- veislu við Dalvíkurbryggju, en þar má gæða sér á fjölbreytt- um fiskréttum ásamt drykkjum og meðlæti frá klukkan 11 til 17. Logi og Svanhildur ætla svo sannarlega ekki að láta sig vanta. „Þetta er alveg svakaleg veisla og hér fer venjulega allt á hliðina en bara á jákvæðan hátt. Það er góð veðurspá og hér eru allir bara jákvæðir,“ seg- ir Logi Bergmann að lokum. Dalvíkingar búast við miklum fjölda gesta á hátíð- ina og er talið að um 30 þús- und manns eigi eftir að gera sér ferð til Dalvíkur um helgina. Á Dalvík búa um 1.700 manns, sem þýðir að íbúafjöldinn mun næstum því tuttugu- faldast. bjorn@dv.is Logi Bergmann Ætlar sér að vera hress um helgina, eins og venjulega. Kaffi, konfekt og Hvanndalsbræður n Logi Bergmann Eiðsson hlakkar mikið til Fiskidagsins á Dalvík Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 5.–7. ágúSt 2011 88. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.