Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 5.–7. ágúst 2011
Litlar upplýsingar hafi fengist
um framgang verksins, eng-
ir myndbútar hafi verið settir
á Youtube og hætta sé á að ef
flest myndböndin verði birt í
lok samningsins sé hætta á að
þau týnist hvert í öðru. Fram
kemur að Guðmundur Andri
hafi lýst þeirri skoðun sinni
að stjórnarmenn hefðu lítinn
skilning á framleiðslu mynda
og hafi ekki talið fyrirspurnina
svara verða. „Á fundinum las
hann hins vegar upp bréf frá
Gunnari Sigurðssyni þar sem
hann ásakar stjórnarmenn
um að bera lygar um sig út um
borg og bý og segist ætla að
kæra þrjá stjórnarmenn.“ Fram
kemur að eðlilegt hefði verið
að hann hefði kynnt sér málið
og upplýst stjórnarmenn um
stöðu þess.
Guðmundur Andri segir í
samtali við DV að þeir Gunn-
ar og Herbert hafi þremur
vikum áður en ákvörðun var
tekin um að rifta samningi
við þá, haldið kynningarfund
þar sem nákvæmlega var far-
ið yfir stöðu verkefnisins. Þar
hafi engar athugasemdir ver-
ið gerðar við störf þeirra og
áætlanir og stjórnarmeiri-
hlutinn hafi aldrei komið á
framfæri óánægju sinni með
störf þeirra.
Uppsögn kom á óvart
Í greinargerð Bjargar segir líka
að deginum fyrir fundinn, eða
25. júlí, hafi Þórdís stjórnarfor-
maður fengið bréf sem Guð-
mundur Andri hafi skrifað,
dagsett 15. júlí, þar sem hann
segir Gunnari Sigurðssyni upp
störfum. Það hafi komið flatt
upp á stjórnarmenn og að þeir
hafi aldrei falið honum að gera
það, jafnvel þó ákveðið hefði
verið á stjórnarfundi 11. júlí að
rifta samningi við Gunnar og
Herbert. Guðmundur Andri sé
enn fremur ekki starfsmanna-
stjóri flokksins. Hann hefði
átt að leggja uppsagnarbréfið
fram á stjórnarfundinum 18.
júlí þar sem bréfið var skrifað
þremur dögum fyrr. Eðlileg-
ast hefði verið að stjórnin tæki
þessa ákvörðun sameiginlega.
Fram kemur í lok greinar-
gerðarinnar að Guðmund-
ur Andri hafi iðulega farið
út fyrir verksvið sitt og tekið
ákvarðanir án umboðs.
Loks kemur fram að lagt
verði til að greiða Gunnari og
Herberti verktakagreiðslur
fyrir unnin kynningarmynd-
bönd, eins og upphaflega
hafi verið lagt til.
Guðmundur Andri er
snöggur til svars þegar hann
er spurður hvers vegna hann
hafi ritað uppsagnarbréf-
ið. Hann vitnar í ráðningar-
samning sinn þar sem fram
komi að hann hafi átt að sjá
um öll dagleg málefni, kynn-
ingarmál, vefsíðu og fleira.
„Það var ákvörðun stjórnar
að setja fram uppsögn og rifta
samningum við tvo aðila.
Mér ber skylda til að tilkynna
þeim að stjórnin hafi sagt
þeim upp. Það er mín skylda
samkvæmt samningum og
móralskt séð, svo þeir þurfi
ekki að lesa um uppsögnina
á netinu. Stjórnin hafði aldrei
samband við þessa menn
áður en hún ákvað að reka þá
og hún neitar núna að greiða
þeim laun,“ segir hann.
Ógild uppsögn?
Eins og áður sagði er mál
Gunnars og Herberts komið
til lögfræðinga. Þórdís segir að
nú sé beðið eftir að lögmenn
beggja aðila fundi með aðilum
málsins en að stjórnarmeiri-
hlutinn hafi bent lögmanni
þeirra á að uppsögnin sem
Guðmundur Andri skrifaði sé
ólögmæt, þar sem uppsagnar-
bréfið hafi ekki verið samþykkt
af meirihluta stjórnar. Hún hafi
því ekki lagalegt gildi.
Þórdís ítrekar í samtali við
DV að Borgarahreyfingin ætli
að bjóða Gunnari og Herberti
að greiða þeim verktaka-
greiðslur fyrir unnin störf. Á
henni má heyra að hún undr-
ast framgöngu Guðmundar
Andra í málinu. Hann hafi
til dæmis, þrátt fyrir að hafa
verið sagt upp störfum, ekki
skilað rafrænni félagaskrá
Borgarahreyfingarinnar og
að fyrr sé erfitt að boða til
fundar. Aðalfundur ætti að
fara fram í september en til
hans hefur ekki verið boð-
að. Guðmundur Andri segir
við DV að félagaskrána eigi,
samkvæmt lögum Borgara-
hreyfingarinnar, að geyma
á skrifstofu flokksins. Þar sé
hún í excel-skjali og verði þar
til lögheimili skrifstofunn-
ar verði flutt. Hann hafi hins
vegar þegar afhent stjórninni
útprentað eintak.
Samþykkt að kæra
Þórdís segir líka að Guð-
mundur Andri hafi ekki skilað
tölvu sem flokkurinn keypti
fyrir hann. Þetta kemur einn-
ig fram í fundargerð frá fund-
inum 26. júlí. Þar segir að í
bókhaldið, sem lagt hafi verið
fyrir fundinn, vanti fylgiskjöl
vegna millifærslna af banka-
reikningi Borgarahreyfingar-
innar og vegna úttekta af de-
betkorti flokksins í maí (sjá
reikning til hliðar). Þá vanti
afrit af húsaleigusamningi
og/eða staðfestingu á leigu-
kostnaði. Guðmundur Andri
segir að á síðasta fundi, sem
haldinn var 2. ágúst, hafi
hann afhent og útskýrt allt
það sem óskað var eftir. Eftir
standi að fjórar kassakvittanir
vanti, sem samtals hljóði upp
á nokkur þúsund krónur.
Þórdís segir að Guðmund-
ur Andri hafi nú nokkra daga
til að afla þeirra gagna sem
vanti, af og frá sé að hann hafi
skilað tilskildum gögnum.
Skili þau sér ekki verði málið
kært til efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra, enda sé
um opinbert fé að ræða. Bók-
un þess efnis var samþykkt á
fundinum. „Stjórn Borgara-
hreyfingarinnar ber ábyrgð á
fjármunum flokksins og ber
að grípa inn í ef hún telur að
þess sé nauðsyn,“ segir Þórdís.
Framtíðin í óvissu
Ljóst má vera að algjör upp-
lausn ríkir í stjórn Borgara-
hreyfingarinnar. Ekki fæst
séð að deilan leysist án að-
komu lögmanna og hugsan-
lega dómstóla. Það ræðst ef til
vill á næstu dögum. Þess má
geta að Guðmundur Andri og
Lárus hafa að eigin frumkvæði
boðað til auka-aðalfundar 22.
ágúst. Í lögum getur þriðjung-
ur stjórnarmanna krafist auka-
aðalfundar en áhöld eru um,
eins og um svo margt annað
innan stjórnarinnar, hvort sú
fundarboðun standist lög.
Eins og fram kemur að
ofan má gera ráð fyrir að
til aðalfundar verði boðað
fljótlega. Spurð um framtíð
flokksins segir Þórdís að til
greina geti komið að leggja
flokkinn niður, eftir að ný
stjórn verði kjörin, og gefa
peninga flokksins til góð-
gerðamála. Borgarahreyfing-
in hafi ekki náð markmiðum
sínum og tilgangi, óháð þeim
deilum sem nú eru innan
stjórnar hennar. En til þess að
leggja flokkinn niður þurfi þó
samþykki félagsmanna.
Heimildir DV herma þó að
aðrar hugmyndir komi einn-
ig til greina. Ein þeirra er að
Borgarahreyfingin sameininst
Hreyfingunni, en hún varð
til þegar þingmenn Borgara-
hreyfingarinnar sögðu sig úr
flokknum og stofnuðu nýjan.
Aðrir hafa áhuga á því að skoða
samstarf við Frjálslynda flokk-
inn eða Samtök fullveldissinna
en skiptar skoðanir eru um allt
slíkt. Fjárhagsstaða Borgara-
hreyfingarinnar er góð; flokk-
urinn á um 19 milljónir króna
og ef ekki verða kosningar á
árinu fær hann ríflega 20 til
viðbótar um áramót. Ekki er
útilokað að áðurnefndir hópar
renni hýru auga til samstarfs
við Borgarahreyfinguna – enda
liggja peningar ekki á lausu í
samfélaginu.
Á aðalfundi, sem virðist
handan við hornið, verður ný
stjórn Borgarahreyfingarinn-
ar kjörin en útkoman á þeim
fundi mun að líkindum ráða
því hvert framhaldið verður og
hvort takist að lægja öldurnar.
„Spurð um
framtíð
flokksins segir Þórdís
að til greina geti
komið að leggja
flokkinn niður, eftir
að ný stjórn verði
kjörin, og gefa
peninga flokksins
til góðgerðamála.
Reikningur vegna utanlandsferðar Málið snýst meðal annars um
þennan reikning en upphæðirnar voru millifærðar yfir á Samtök lánþega,
sem Guðmundur Andir stýrir, vegna útlagðs kostnaðar við utanlandsferð
Herberts og Gunnars. Meirihluti stjórnar segir að kvittanir og fylgiskjöl hafi
ekki fylgt og að hann hafi ekki heimilað útgjöldin. Guðmundur Andri segist
í fullum rétti og vísar í kostnaðaráætlun vegna ráðningar þeirra.
Afsprengi búsáhaldabyltingarinnar Það er
ef til vill kaldhæðnislegt að innbyrðis deilur stjórnar
Borgarahreyfingarinnar um ráðstöfun fjármuna skuli nú
skekja flokkinn sem hefur lengi gagnrýnt stjórnvöld fyrir
ráðstöfun fjármuna þjóðarinnar. Fæst bendir til þess að
Borgarahreyfingin muni áfram starfa í óbreyttri mynd.