Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 42
42 | Lífsstíll 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað Þ að kannast allir við að svitna en lyktin sem fylgir er mis- sterk. Sjálfur svitinn er lykt- arlaus en þegar hann kemst í snertingu við óhreinindi á húð myndast oft ógeðfelld lykt. Hand- arkrikarnir og svæðið í kringum kyn- færin eru líklegri en aðrir líkamshlutar til að lykta vegna bakteríumyndun- ar kirtla sem þar eru. Annars staðar á líkamanum, þar sem bakteríur þríf- ast ekki jafn auðveldlega, er svitinn að mestu einungis saltvatn. Fætur okkar mynda sína eigin svitalykt. Við pökk- um fótunum inn í sokka og skó og oft verða þeir heitir og rakir og mynda þannig kjöraðstæður fyrir sveppi. Að sama skapi lykta engir tveir eins þegar þeir svitna. „Uppskriftin“ er nefnilega afar einstaklingsbundin. Líkamslykt okkar fer einnig eftir mataræði. Sum fæða, eins og karrí, hvítlaukur og sterk krydd gera lyktina enn sterkari. Við byrjum ekki að svitna með lykt fyrr en við komumst á kynþroskaskeiðið og þess vegna finnum við ekki svitalykt af börnum. Í sumum tilfellum getur mik- ill sviti verið vísbending um alvarlegan sjúkdóm eins og hjartaáfall. Hægt er að gera ýmislegt til að takmarka svita eins og listarnir hér að neðan sanna. Svitnar þú of mikið? Ástarsögur neikvæðar fyrir sambandið Samkvæmt læknaritinu British Medical Journal hafa rómantísk- ar bókmenntir neikvæð áhrif á ástarsambönd. Samkvæmt höf- undi greinarinnar, sálfræðingnum Susan Quilliam, eiga konur sér- staklega erfitt með að greina á milli raunveruleika og skáldskapar sem veldur skilnuðum, framhjáhaldi og óskipulögðum barneignum. „Stór hluti hjóna sem koma í ráðgjöf er þar vegna rómantískra bókmennta. Konur sem lesa ástarsögur að stað- aldri gefa oft raunsæið upp á bátinn og haga sér eins og þær ímynda sér að uppáhaldsskáldsagnapersóna þeirra myndi gera, t.d sleppa getn- aðarvörnum og ímynda sér ástmann sinn sem prinsinn á hvíta hestinum.“ Litla-Ísland er í Manitoba Um 19 prósent íbúa Manitoba eru af erlendum uppruna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyt- inu er talið að allt að hálf milljón Ameríkumanna eigi rætur sínar að rekja til Íslands. En hálfgerðir þjóð- flutningar voru frá Íslandi til Kanada á 19. öldinni. Vestur-Íslendingar reka blómleg átthagafélög víða og flest þeirra eru í Manitoba. Sólarpúður úr gimsteinum Sólarpúðrið úr sumarlínu Mac- snyrtivörulínunnar er töfrum líkast. Sumarlínan heitir Semi Precious og er unnin úr litlum gimsteinabrotum sem gefa einstaklega skemmtilega og glóandi áferð þegar púðrið er komið á húðina. Hugsunin á bak við línuna er sú að gimsteinarnir komi í stað skartgripa, maður máli sig með gimsteinum í staðinn. Púðrið hefur algjörlega slegið í gegn enda gefur það húðinni einstaklega skemmti- legan ljóma. Í sumarlínunni eru líka varalitir, augnskuggar, farði og púður sem allt hefur að geyma þessa mögnuðu gimsteinasamsetningu. n Til eru ýmis ráð til að minnka svita og eiga við slæma svitalykt n Sjálfur svitinn er lyktarlaus en þegar hann kemst í snertingu við óhreinindi á húð myndast oft vond lykt Hanna poka til styrktar konum V ið erum ótrúlega ánægðar með útkomuna,“ segir Hanna Eiríksdóttir, verkefnastýra UN Women, en hönnunarteym- ið Marandros sem samanstendur af Kötlu Rós Völudóttur og Ragnari Má Nikulássyni, ásamt fatahönnuðunum Unu Hlín Kristjánsdóttur sem hannar undir merkinu Royal Extreme, hef- ur hannað poka til styrktar UN Wo- men á Íslandi. Að sögn Hönnu eru tvær gerðir af pokum. „Báðar mynd- irnar eru handteiknaðar og efnið er ofsalega fallegt svo þetta er veglegur poki og það kemst allt í hann,“ segir Hanna og hvetur alla til að leggja UN Women lið með því að kaupa poka. „UN Women vill vekja landsmenn til umhugsunar um stöðu kvenna í fá- tækustu ríkjum heims og pokarnir eru aðferð til að ná til fólks. Með því að kaupa poka sláum við tvær flugur í einu höggi, styrkjum gott málefni og eignumst flottan fylgihlut,“ segir Hanna og bætir við að pokinn sé fyrir fólk á öllum aldri. „Það er alltaf mik- ilvægt að vera meðvitaður og leggja sitt af mörkum við jafnréttisbaráttu á alþjóðavísu. Við Íslendingar höfum náð mjög langt í jafnréttismálum og því fylgir ábyrgð. Það er löngu vitað að þegar þú styrkir konu þá styrkirðu börn og alla fjölskylduna í leiðinni. Við getum alltaf gert betur þrátt fyrir efnahagsörðugleika hér heima.“ Hægt er að nálgast pokana í versl- ununum Aurum, GK, Kiosk, Mýrinni, Kisunni og Minju auk þess sem hægt er að senda póst á unwomen@unwo- men.is. indiana@dv.is Pokarnir fást í verslununum Aurum, GK, Kiosk, Mýrinni, Kisunni og Minju. „Handarkrikarnir og svæðið í kringum kynfærin eru líklegri en aðrir líkamshlutar til að lykta... n Farðu í sturtu daglega og jafnvel tvisvar á dag. Það er nauðsynlegt að þrífa sig alltaf eftir æfingu. n Þvoðu fötin þín í eins heitu vatni og möguleiki er á og þurrkaðu þau eins fljótt og hægt er. Bakteríur elska raka. n Ef þú þjáist af táfýlu skaltu þrífa fæturna vel og nota sveppalyf ef nauðsynlegt er. n Forðastu lokaða, þrönga skó og veldu frekar sandala. Farðu í hreina bómullar- sokka á hverjum degi. n Forðastu sterkan mat. n Rakaðu þig undir höndunum. n Ekki gleyma svitalyktareyðinum. n Drekktu nóg af vatni. n Lærðu aðferðir sem róa taugarnar. Sálfræðilegar ástæður fyrir miklum svita n Hræðsla n Stress n Kvíðakast n Erfiðar minningar n Álag Aðrar ástæður fyrir miklum svita n Áfengisneysla n Lyfjanotkun n Eitrun n Hreyfing n Hiti n Sýkingar n Breytingaskeið Komdu í veg fyrir svitalykt „Við byrjum ekki að svitna með lykt fyrr en við komumst á kyn- þroskaskeiðið. n Hönnunarteymið Marandros og fatahönnuðurinn Una Hlín hanna poka fyrir UN Women
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.