Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
F
rumvarp til stjórnskipun-
arlaga, sem Stjórnlagaráð
samþykkti nýlega, gæti tek-
ið allnokkrum breytingum á
Alþingi sem tekur frumvarp-
ið nú fyrir. Frumvarpið fer nú fyr-
ir forsætisnefnd og eftir það verður
rætt við formenn þingflokkanna um
málsmeðferð frumvarpsins. Í kjölfar-
ið verður ákvörðun tekin um frekara
framhald á málinu. Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, ger-
ir ráð fyrir því að frumvarpið verði til
meðferðar á Alþingi næsta vetur og
að ný fastanefnd, sem tekur til starfa
1. október, komi að málinu. Henni
finnst þó ekki rétt, sem forseti Al-
þingis, að tjá sig um aðrar tillögur um
breytingar á stjórnarskránni.
Langur vegur fram undan
Frumvarpið þarf að fara í gegnum
þrjár umræður á Alþingi og er hægt
að gera breytingartillögur við það á
milli umræðna. Miðað við hve viða-
mikið frumvarpið er má búast við
mörgum breytingatillögum við það.
Samþykki Alþingi frumvarpið þarf
að boða til alþingiskosninga og láta
nýtt þing kjósa um það. Þá fyrst gæti
stjórnarskráin tekið gildi.
Þetta þýðir að nýja stjórnarskráin
muni í raun aldrei fara til þjóðar-
atkvæðagreiðslu samkvæmt núver-
andi stjórnarskrá. Vissulega er hægt
að leggja frumvarpið í þjóðaratkvæði
en sú atkvæðagreiðsla gæti einungis
verið ráðgefandi. Þannig gæti komið
upp sú staða að þjóðin myndi sam-
þykkja nýja stjórnarskrá en nýtt þing
hafnaði frumvarpinu sem yrði þá úr
sögunni.
Segir breytingu á 79. grein einu
rökréttu leiðina
Pétur H. Blöndal og 17 aðrir stjórn-
arandstöðuþingmenn lögðu fram
frumvarp í apríl síðastliðnum
um að breyta 79. grein núverandi
stjórnarskrár en greinin fjallar um
breytingar á stjórnarskránni. „Ég
sé enga aðra leið til að gera þetta
vegna þess að við verðum nú að
virða núverandi stjórnarskrá, ann-
að væri fráleitt,“ segir Pétur en
honum finnst mikilvægt að þjóðin
kjósi um stjórnarskrána en ekki Al-
þingi. Samkvæmt frumvarpi Péturs
og annarra stjórnarandstæðinga
þurfa tveir af hverjum þremur að
samþykkja breytingar á stjórnskip-
unarlögum og 60 prósent lands-
manna að samþykkja þær í þjóðar-
atkvæðagreiðslu svo breytingarnar
taki gildi.
„Ég held að þegar menn fara í
gegnum rökfræðina í þessu máli
muni nú bara allir fallast á það að
þetta sé það eina skynsamlega í
stöðunni ef menn ætla ekki að fara
í það að búa til einhverja þjóðar-
atkvæðagreiðslu sem er marklaus,“
segir Pétur sem vonast til að frum-
varp sitt verði tilbúið þegar þing
verður rofið.
Óánægður með núgildandi
stjórnarskrá
Aðspurður hvort hann myndi beita
sér gegn frumvarpinu óbreyttu á
Alþingi segist Pétur ekki halda að
nokkrum detti það í hug að það
fari óbreytt í gegn. „Meira að segja
stjórnlagaþingið sjálft, nokkrir þar
inni, þeir sögðu að þeir hefðu haft
stuttan tíma,“ segir Pétur. Honum
finnst sum ákvæði vera útópísk og þá
gerir hann athugasemdir við orða-
lagið „tryggja ber með lögum“ sem
kemur víða fyrir í frumvarpinu. Hon-
um líst þó vel á frumvarpið í heild-
ina og finnst það betra en núgildandi
stjórnarskrá en hann hefur áður
kallað eftir stjórnarskrár-
breytingum. Honum
finnst stjórnarskrá-
in hreinlega segja
ósatt og vísar í því
skyni í ákvæði þar
sem segi að for-
seti geri samn-
inga við erlend
ríki. „Menn eiga
ekki að þurfa
að vera að deila
um það í áratugi
hvort 26. grein-
in þýði þetta eða
hitt, stjórnar-
skráin á að vera
öllum skýr,“ segir
Pétur.
Þingið gæti hafnað
nýrri stjórnarskrá
Björn Reynir Halldórsson
blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is „Honum finnst
stjórnarskráin
hreinlega segja ósatt.
n Frumvarp til stjórnskipunarlaga er nú í höndum Alþingis n Fer ekki í þjóðaratkvæði,
samkvæmt gildandi stjórnarskrá n Pétri Blöndal finnst núverandi stjórnarskrá of óskýr
Frumvarp í höndum Alþingis Stjórnlagafrumvarp er nú í höndum Alþingis. Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir tók við frumvarpinu á föstudaginn fyrir viku.
Kvikmyndaskóli Íslands:
„Stjórnendur-
nir of metnað-
arfullir“
„Kvikmyndagerð er mikilvæg iðn-
grein, sem getur verið einn af vaxtar-
sprotum okkar til framtíðar. Hins
vegar verða menn að sníða sér stakk
eftir vexti. Því miður hafa stjórnendur
Kvikmyndaskólans verið of metnaðar-
fullir og ekki gætt nægilega vel að því
að reksturinn væri í samræmi við tekj-
urnar.“ Þetta segir Eygló Harðardóttir,
þingmaður Framsóknarflokksins, um
málefni Kvikmyndaskóla Íslands sem
verið hafa í deiglunni í vikunni. Skól-
inn á í miklum fjárhagsvandræðum
og þarf á auknum fjárframlögum að
halda. Annars er útlit fyrir að skólinn
verði lagður niður.
Eygló bendir á það á bloggsíðu
sinni að Kvikmyndaskóli Íslands sé
einkaskóli, stofnaður og rekinn af
einkaaðilum. Ríkið hefur stutt við
skólann með beinum framlögum og í
gegnum skólagjaldalán LÍN þar sem
námið er lánshæft. Ef marka má orð
Eyglóar virðist hún ekki vera á þeirri
skoðun að veita eigi Kvikmyndaskól-
anum aukið fjármagn.
„Ég held að mörg einkafyrirtæki
vildu óska þess að þau gætu leitað til
ríkisins í hvert skipti sem þau þyrftu
meira fjármagn í reksturinn. Nú er
spurning hvort Ögmundur [Jónasson]
ætlar að vera góða álfkonan og gefa
þeim meiri pening. Kannski öllum
hinum líka,“ segir Eygló. Stjórnend-
ur skólans funduðu með mennta-
málaráðuneytinu á miðvikudag um
málefni skólans. Var niðurstaða þess
fundar meðal annars sú að tryggt
verður að núverandi nemendur skól-
ans fái að ljúka námi sínu komi til
þess að skólinn verði lagður niður.
Fannst látin
Kona fannst látin í bifreið sem
hífð var upp úr sjónum við
Hrannargötu í Reykjanesbæ
síðdegis á fimmtudag. Það var
skömmu eftir hádegi á fimmtu-
dag sem lögregla fékk tilkynningu
um bifreiðina í sjónum. Sjónar-
vottur sem DV ræddi við sagði
bifreiðina hafa verið illa farna og
vísaði lögregla almenningi burt
af svæðinu. Lögregla staðfesti um
kvöldmatarleytið á fimmtudag að
kona hafi verið í bifreiðinni. Hún
var látin þegar að var komið. Lög-
regla gat ekki gefið frekari upp-
lýsingar um málið sem er í rann-
sókn hjá rannsóknardeild.
Vill byrja á breytingaákvæði Pétur
Blöndal og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn
vilja byrja á að breyta 79. grein stjórnar-
skráarinnar.