Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 37
Skrýtið | 37Helgarblað 5.–7. ágúst 2011 Stjörnurnar sem Hollywood gleymdi n Efnilegir leikarar sem áttu framtíðina fyrir sér n Eru núna flestum gleymdir Mark Hamill Mark Hamill ætti að vera aðdáendum Star Wars-kvikmyndanna að góðu kunnur. Hamill fór með hlutverk Luke Skywalker í fyrstu mynd- unum sem komu út á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar. Hamill átti að verða næsta stór- stjarna Hollywood, en tókst ekki með nokkru móti að afmá Star Wars-stimpilinn af enninu á sér. Frá árinu 1983, þegar Star Wars: Episode VI - Return of the Jedi kom út, hefur afar lítið borið á Hamill. Hann hefur tekið að sér hlut- verk hér og þar í sjónvarpsþáttaröðum og þykir eftirsóttur meðal leikjaframleiðenda við að tal- setja tölvuleiki. Hann mun meðal annars tala fyrir Jókerinn í væntanlegum Batman-leik sem kemur út síðar á árinu. Steve Guttenberg Sprelligosinn með barnslega andlitið er minn- ing sem eflaust margir eiga af Steve Gutten- berg. Guttenberg var einn vinsælasti gam- anmyndaleikari Bandaríkjanna á níunda áratug liðinnar aldar. Hann sló í gegn í Police Academy-myndunum þar sem hann fór með hlutverk Carey Mahoney. Þá lék hann í ævin- týramyndinni Cocoon árið 1985 sem naut vinsælda á þeim tíma. Frá miðjum níunda áratugnum lá leiðin hins vegar niður á við hjá þessum annars ágæta leikara. Guttenberg er nánast alveg horfinn af hvíta tjaldinu og hefur á undanförnum árum einbeitt sér að leik í leik- húsum. Orson Welles Orson Welles er þess heiðurs aðnjótandi að hafa leikið í, leikstýrt og skrifað handritið að einni bestu kvikmynd kvikmyndasögunnar, Citizen Kane. Það er að minnsta kosti sam- dóma álit málsmetandi manna um kvikmynda- sögu Hollywood. Myndin kom út árið 1941 og var hún eitt af hans fyrstu verkefnum. Þrátt fyrir velgengnina gekk Welles furðulega illa að fylgja henni eftir og féll í pytt meðalmennskunnar, þó svo að nokkrar mynda hans hafi gengið vel, til dæmis Touch of Evil frá árinu 1958. Síðustu árin vann Welles við að talsetja auglýsingar og teiknimyndir. Síðasta hlutverk hans var að tala fyrir vélmennið Unicorn í Transformers-teikni- mynd. Welles lést árið 1985. Michael Keaton Keaton var talinn í hópi efnilegustu leikara Hollywood snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Keaton kom sér almennilega á kortið með leik í myndinni Beatlejuice frá árinu 1988. Eftir það fylgdu hlutverk í Batman og Batman returs. Í fyrri Batman-myndinni féll hann í skuggann af Jack Nicholson en fékk engu að síður annað tækifæri í Batman Returns sem þótti ekki sérstaklega vel heppnuð. Eftir það lá leiðin niður á við og fylgdu hlutverk í mis- heppnuðum gamanmyndum í kjölfarið. Ekki einu sinni hlutverk í mynd Quentins Tarant- ino, Jackie Brown, gat bjargað ferli Keatons. Að undanförnu hefur Keaton leikið í sjón- varpsþáttum og eins og svo margar útbrunnar stjörnur – talað inn á teiknimyndir. George Lazenby Það kom nokkuð á óvart þegar George La- zenby, óþekktur Ástrali, var valinn til að taka við hlutverki Sean Connery sem James Bond. Sú varð engu að síður raunin og árið 1969 fór Lazenby með hlutverk Bonds í myndinni On Her Majesty’s Secret Service. Myndin þótti ekki sérlega vel heppnuð og fer seint í hóp með bestu James Bond-myndunum. Umboðsmað- ur Lazenbys ráðlagði honum að segja skilið við hlutverkið eftir myndina þar sem augljóslega væri engin framtíð fólgin í því að leika James Bond. Lazenby fór að ráðum umboðsmanns- ins en hefði betur látið það ógert. Lítið hefur til hans spurst frá árinu 1969 ef undan eru skilin lítil hlutverk hér og þar í bíómyndum og sjón- varpsþáttum. Cuba Gooding Junior Cuba Gooding Junior er kannski ekki öllum gleymdur í Hollywood, að minnsta kosti ekki þeim sem sjá um að framleiða svokallaðar B- myndir. Cuba Gooding Junior hlaut Óskars- verðlaun árið 1997 fyrir hlutverk sitt í mynd- inni Jerry Maguire og áttu margir von á meiru frá þessum annars fína leikara. Röð slæmra ákvarðana virðast hins vegar hafa kostað hann áframhaldandi velgengni. Skelfilegar kvik- myndir á borð við Boat Trip og Snow Dogs bera vott um það. Cuba Gooding hefur að undanförnu leikið í fjölda kvikmynda en fáar, ef einhverjar, hafa vakið athygli og falla í flokk með B-myndum. Rick Moranis Þó að leikhæfileikar Ricks Moranis hafi verið dregnir í efa af mörgum voru fáir leikarar jafn vinsælir og hann á níunda áratugnum. Á ár- unum frá 1984 til 1989 var Moranis einn eftir- sóttasti gamanmyndaleikari Bandaríkjanna. Hann lék í Ghostbusters, Spaceballs, Ghost- busters 2 og Honey I Shrunk the Kids. Ein- hverra hluta vegna lá leiðin niður á við eftir það og á tíunda áratugnum lék hann í aðeins sex bíómyndum. Engin þeirra náði viðlíka vinsældum og þær myndir sem gerðu hann að stjörnu í Hollywood. Moranis hætti alfarið að leika í kvikmyndum árið 1997 en hefur unnið við talsetningar síðan. Mr. T Laurence Tureaud, eða Mr. T, eins og hann er ávallt kallaður var aðalstjarnan á sjónvarps- skjáum Bandaríkjamanna um miðbik níunda áratugarins. Hann lék eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum The A-Team sem nutu gríðarlegra vinsælda. Þættirnir hættu árið 1987 og átti Mr. T, eins harður og hann var, í miklum erfiðleikum með að fóta sig í Hollywood eftir það. Segja má að Mr. T lifi í dag á fornri frægð. Hann hefur tekið að sér afar fá hlutverk á undanförnum árum og tekið að sér eitt og eitt hlutverk í lítt þekktum sjónvarpsþáttum. Hann hefur þó látið gott af sér leiða því hann gaf fórn- arlömbum hörmunganna í kjölfar fellibylsins Katrínar árið 2005 umtalsverða fjárhæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.