Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 54
54 | Fólk 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað
Komin með
kærasta
Glamúrfyrirsætan og leik-
konan Berglind „Icey“ Ólafsdóttir
er komin með nýjan kær-
asta samkvæmt heimildum
blaðsins. Sá heppni heitir Árni
Júlíusson og vinnur sem bar-
þjónn á skemmtistaðnum B5 í
Bankastræti. Það er nokkurra
ára aldursmunur á parinu eða
átta ár en þau setja það ekki
fyrir sig enda oft sagt að ástin
spyrji ekki um aldur. Skötuhjú-
in hafa sést töluvert saman
þegar Berglind er á landinu
en hún er búsett í Los Angeles
þar sem hún eltist við leiklist-
ardrauminn.
Gengin út
Ásdís Hjálmsdóttir átti heldur
betur æðislega viku. Hún náði
ólympíulágmarki í vikunni og
tilkynnti um samband sitt á
Facebook. Sá heppni heit-
ir Víðir Þór Þrastarson og er
heilsunuddari frá Vestmanna-
eyjum. Hamingjuóskirnar létu
ekki á sér standa en nokkrir
brandarar fylgdu einnig með
og skrifaði vinur Ásdísar: „Nú
verður sko tekið á spjótinu!“
Það er mikið að gera hjá Ásdísi
þessa dagana en hún keppir á
demantamótinu í Lundúnum.
Einmitt á sama stað og Ól-
ympíuleikarnir verða eftir ár.
Frábært að vera giftur
A
ð vera giftur er frá-
bært. Ég upplifi það
sem meiri breytingu en
ég átti von á. Kannski
vegna þess að hveitibrauðsdag-
arnir eru ekki enn liðnir,“ segir
fjölmiðlamaðurinn Guðfinnur
Sigurvinsson sem giftist unn-
usta sínum til fimm ára, Sím-
oni Ormarssyni, þann 23. júlí
síðastliðinn. Athöfnin fór fram
í Bessastaðakirkju en brúð-
gumarnir voru pússaðir sam-
an af séra Hildi Eir Bolladóttur,
vinkonu Guðfinns. Veisla var
haldin á heimili þeirra í Garða-
bænum þar sem liðlega 70 af
nánustu vinum og fjölskyldu
fögnuðu með hjónunum fram
eftir nóttu. Guðfinnur og Sím-
on gengu saman inn kirkju-
gólfið og var athöfnin einlæg
og falleg, að sögn veislugesta.
„Þessi dagur var alveg yndis-
legur og alls ekkert sjálfgef-
inn í okkar tilfelli. Þess vegna
er maður líklega enn þakklát-
ari fyrir vikið. Andrúmsloftið í
kirkjunni og veislunni litaðist
af þeirri staðreynd, það voru
allir svo glaðir yfir að þetta væri
hægt,“ segir Guðfinnur sem
bað Símonar í Þýskalandi um
áramótin í fyrra.
Guðfinnur segir útlenska
samkynhneigða vini þeirra
orðlausa yfir þeirri staðreynd
að þeir hafi getað látið pússa
sig löglega saman í kirkju. „Það
var líka magnað að sjá hvern-
ig gestirnir upplifðu þetta. Þá
áttaði ég mig á því hvað það
er stórkostlegt að búa hér á Ís-
landi. Eins og hjúskaparlögin
voru stórt mál á sínum tíma
og ollu mörgum deilum, þá er
þetta í rauninni voðalega lítið
mál og margir töluðu um að
það væri eins og þetta hefði
alltaf verið leyft.“
indiana@dv.is
Hamingjusamir Guðfinnur og Símon hafa verið saman í fimm ár og gengu hlið við hlið inn kirkjugólfið. Mynd SIgrún MagnúSdÓttIr
n útvarpsmaðurinn guðfinnur Sigurvinsson gekk að eiga unnusta sinn á dögunum
É
g hef það ágætt mið-
að við aðstæður. Ég er
svona smám saman
að lagast,“ segir Jónas
Kristjánsson, fyrrver-
andi ritstjóri, aðspurður um
líðan sína en hann gekkst und-
ir hjartauppskurð á dögunum.
Hann er að eigin sögn allur
að koma til og lætur veikind-
in ekki á sig fá. „Ég verð orð-
inn jafngóður eftir tvo mán-
uði. Svona 1. október, þá verð
ég orðinn betri en ég var áður.
Ég þarf að fara í endurhæf-
ingu. Ég er núna á göngudeild
Landspítalans og síðan fer ég
á Reykjalund. Þar eru æfingar
fyrir fólk sem hefur farið í al-
varlega hjartauppskurði.“
Hann segist hafa verið vel
búinn undir uppskurðinn en
hann hafi þó orðið stærri en
hann bjóst við. „Ég vissi að ég
var veikur og það var búið að
planleggja þennan uppskurð.
Það var búið að tímasetja hann
meira að segja á eftir þessu
verkefni en uppskurðurinn var
miklu meiri en ráð var gert fyr-
ir. Hann var stærri og ég þurfti
að vera lengi í öndunarvél og
svona. Þetta var svona í þyngri
kantinum.“
Bloggar í rúminu
Jónas er frumkvöðull á sviði
bloggs á Íslandi og heldur úti
einni vinsælustu bloggsíðu
landsins; jonas.is. Lesendur
síðunnar voru margir hverj-
ir hissa þegar ekki kom nýtt
blogg frá Jónasi í lengri tíma
eftir uppskurðinn. Hann er þó
byrjaður að skrifa aftur inn á
síðuna en fer hægt í sakirnar
til að byrja með. „Það er fátt
annað sem ég get gert núna en
að blogga. Ég finn kannski eitt-
hvað annað og skemmtilegra,“
segir hann kankvís.
Hann segir það hafa geng-
ið vel að byrja aftur að skrifa.
„Það hefur gengið betur en ég
hélt. Það verður bara að vera
svona eftir hendinni. Þetta
er nú bara eins og hver ann-
ar sjúklingur sem kemur af
spítala og er heldur slappur.
Svo smám saman lagast það.“
Hann skrifar á ferðatölvu sem
hann hefur við rúmið sitt. „Ég
er með ferðatölvu og er bara
með hana á svona sjúkra-
borði sem rennur undir rúm-
ið.“
gefur út ferðabók
Það er nóg um að vera hjá Jón-
asi og fyrir jólin stefnir hann á
útgáfu ferðabókar. Bókin var
tilbúin áður en hann lagð-
ist undir hnífinn. „Hún heitir
Þúsund og ein þjóðleið. Hún
er um þúsund og áttatíu leið-
ir milli héraða á Íslandi fyrir
göngufólk og hestafólk.“
Bókin er full af hagnýtum
upplýsingum fyrir göngufólk.
„Þetta er öðrum þræði korta-
bók. Það eru kort af öllum leið-
unum og þau er mjög nákvæm.
Þau eru einn á móti hundrað
þúsund í mælikvarða og það
sjást 20 metra hæðarlínur svo
það er auðvelt að sjá landslag-
ið í kortunum.“
Jónas kynnti sér hluta leið-
anna sjálfur áður en hann
skrifaði bókina. „Ég gekk svona
fjórðung leiðanna en hinar
fann ég á korti.“
Bókin er nákvæm. „Það
fylgja kortunum eða leiðun-
um útskýringar og eins líka oft
ýmist sagnfræðilegt úr Sturl-
ungu og fleiri heimildum, ef
eitthvað hefur gerst á þessum
leiðum sem er sögurfrægt þá
segi ég frá því. Svo eru miklir
formálar í bókinni líka. Það er
sagt frá því hvernig göngufólk
eigi að vera útbúið og hvernig
hestafólk og hestar eigi að vera
útbúið til að hestaferða. Svo er
sagt frá því hvernig nota eigi
GPS-tæki.“
tæknin góð
Þótt hann sé sjálfur að gefa út
bók les hann ekki mikið bæk-
ur þessa dagana og er þakklát-
ur góðri tækni í veikindunum.
„Ég er orðinn svo slappur að ég
er hættur að geta lesið bækur.
Get bara lesið af tölvum. Þess-
ar nýju græjur hjálpa rosalega
mikið þeim sem eru fatlaðir
eða einhverra hluta vegna ekki
með fulla getu. Maður getur
verið þátttakandi í heiminum
þótt maður liggi fyrir.“
viktoria@dv.is
Bloggar af
sjúkra-
beðinum
n Vissi að hann væri veikur n aðgerðin reynd-
ist stærri en gert var ráð fyrir n Er allur að
koma til n gefur út ferðabók fyrir jólin
allur að koma
til Jónas segist
allur vera að koma
til eftir veikindin og
segist fullviss um
að hann verði betri
en áður.
„Svona 1.
október, þá
verð ég orðinn betri
en ég var áður.
Varð nýjasta
kjötið á
markaðnum
Söngvarinn Friðrik Ómar er í
viðtali í nýjasta hefti Monitor.
Friðrik er opinberlega sam-
kynhneigður og er spurður í
viðtalinu hvort hann hafi beð-
ið of lengi með að koma út úr
skápnum: „Já, í rauninni get ég
sagt það. Ég beið of lengi með
að vera bara ég sjálfur og njóta
mín sem kynvera.“ En eftir að
hann kom út úr skápnum árið
2006 breyttist líf hans til hins
betra. „ Ég varð ástfanginn, allt
í einu voru 30 kíló horfin og ég
varð allt í einu nýjasta kjötið
á markaðnum,“ segir Friðrik
Ómar í Monitor.