Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 47
Sport | 47Helgarblað 5.–7. ágúst 2011
Í
stað þess að halda áfram og
bíða og vona að öxlin nái
fyrri krafti þá hef ég ákveð-
ið að leggja handbolta-
ferilinn á hilluna frægu,“
ritaði handknattleikskapp-
inn Logi Geirsson í yfirlýsingu
sem hann sendi fjölmiðlum á
fimmtudaginn þegar hann til-
kynnti að hann væri hættur
í handbolta. Íslenskur hand-
bolti og þá sérstaklega ís-
lenska landsliðið sér nú á eft-
ir einni sinni bestu skyttu og
miklum spéfugli sem litaði ís-
lenskt íþróttalíf. Logi lék að-
eins fyrir tvö lið á ferlinum,
þau einu sem hann vildi nokk-
urn tíma spila með. Hann ólst
upp hjá FH þar sem hann hóf
ferilinn og endaði með Ís-
landsmeistaratitli í vor. Þar á
milli spilaði hann í sex ár sem
atvinnumaður í Þýskalandi
með stórliðinu Lemgo. Þar
vann hann tvo Evróputitla.
Árangur hans með landslið-
inu þekkja allir. Hann lék stórt
hlutverk þegar íslenska lands-
liðið endaði í öðru sæti á Ól-
ympíuleikunum í Peking 2008
og var einnig í landsliðshópn-
um sem landaði bronsi á EM
í Austurríki tveimur árum síð-
ar. Logi hefur glímt við erfið
axlarmeiðsli sem hafa hald-
ið honum mikið utan vallar
undanfarin tvö ár og hafa þau
meiðsli nú borið hann ofur-
liði.
Frá FH til Lemgo og aftur
heim
Logi Geirsson er fæddur árið
1982 í Hafnarfirði, sonur hins
goðsagnakennda Geirs Hall-
steinssonar. Hann lék upp
alla yngri flokka FH en það
var árið 2004 sem hann fékk
samning hjá þýska stórlinu
Lemgo, að stórum hluta að
þakka bróður hans og fyrir-
mynd, Brynjari Geirssyni.
Fyrsti leikur Loga var gegn
Kiel þegar áhorfendamet var
sett í alþjóðlegum handbolta.
Hvergi banginn setti Logi sex
mörk á stórlið Kiel.
Hjá Lemgo átti Logi bæði
góða tíma og slæma en árið
2006 bar hann liðið nánast á
herðum sér þegar það varð
Evrópumeistari félagsliða.
Logi kom inn af bekknum í
seinni undanúrslitaleiknum
gegn Gummersbach, skoraði
tíu mörk og kom sínum mönn-
um í úrslitin gegn Göppingen.
Í úrslitaleikjunum tveimur fór
Logi svo á kostum og átti stór-
an þátt í að Lemgo landaði
titlinum.
Þjálfaraskipti og meiðsli
settu ljótan blett á loka-
daga Loga hjá Lemgo en eins
og kemur fram í bók hans,
10.10.10, stakk hann af til
Mónakó áður en tímabilið
endaði. Hann kom heim, gerði
samning við uppeldisfélagið
FH og endaði ferilinn á Ís-
landsmeistaratitli í húsinu þar
sem hann ólst upp, Kaplakrika.
Sorglegur endir
„Logi er nú líklega bara ein
besta skytta sem Ísland hefur
átt,“ segir íþróttafréttamaður-
inn og handboltaspekingur-
inn Guðjón Guðmundsson,
Gaupi, beðinn um að rýna í
feril Loga. „Eftir Peking náði
hann einum sínum besta
kafla á ferlinum þar til hann
meiddist hjá Lemgo. Illu heilli
hefði íslenska landsliðið þurft
að nýta krafta hans undan-
farin tvö ár. Hann er ótrúleg
skytta, ófyrirleitinn á vellinum
og með rosalega fjölbreyttan
skotstíl sem ekki öllum er gef-
ið,“ segir Guðjón sem sá Loga
fyrst sem lítinn polla í Hafnar-
firði.
„Þegar ég sá Loga fyrst í
sjötta flokki var hann nú frek-
ar máttlaus. Það kom ekki í
ljós fyrr en í 2. flokki að þarna
væri maður sem gæti náð
langt. Það undarlegasta er að
faðir hans, Geir Hallsteinsson,
var alveg eins. Það var ekkert
vitað snemma að hann yrði
jafngóður og raun bar vitni.
Logi var orðinn frábær, al-
hliða handboltamaður undir
lokin því hann var farinn að
geta spilað þokkalega vörn.
Hans verður sárt saknað því
það er enginn á leiðinni í þetta
landslið okkar sem getur gert
sömu hluti og Logi Geirsson,
það er klárt. Þetta er sorglegur
endir hjá afburða leikmanni
og miðað við læknavísindin í
dag er ekki allt eins og það á
að vera hvað varðar meiðsli
hans,“ segir Guðjón.
Margfalt betri en pabbi
hans
Eins og fram hefur komið er
Logi sonur Geirs Hallsteins-
sonar sem almennt er tal-
inn einn sá besti sem spilað
hefur handbolta hér á landi.
Í helgarviðtali við DV vetur-
inn 2009 sagði Logi þetta um
það að vera sonur föður síns:
„Það var alltaf verið að segja
við mig, bæði í gríni og alvöru,
að ég yrði aldrei jafngóður og
pabbi. Það kveikti bara í mér.
Það spilar enn þá rosalega
stórt hlutverk í lífi mínu að ég
ætla að verða betri en pabbi
í handbolta og það er enn á
stefnuskránni, hvort sem ég er
búinn að ná lengra eða ekki,“
segir Logi.
Guðjón sá báða spila og er
ekki í vafa um hvor hafi verið
betri þótt hann vilji ekki nota
orðið föðurbetrungur. „Mér
leiðist það orð en miðað við
handboltann sem spilaður er í
dag og eins vel og Logi spilaði
á Ólympíuleikunum í Peking
var hann orðinn margfalt betri
en pabbi hans á alþjóðavísu.
Þetta er þó auðvitað ekki sama
íþróttin í dag og þegar Geir var
að spila,“ segir Guðjón Guð-
mundsson.
Ekki góðar fréttir
Guðmundur Þórður Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari í
handbolta, var svekktur þegar
hann heyrði fréttirnar af Loga
og tók undir að þarna væri Ís-
land að missa frábæran hand-
boltamann. „Alveg klárlega.
Mér þykja þetta ekki góðar
fréttir. Það er hálfdapurt að
ekki hafi náðst að koma þess-
um meiðslum heim og sam-
an,“ segir Guðmundur sem
ber Loga vel söguna úr lands-
liðinu.
„Ég get ekki annað sagt
en að hann hafi verið til fyr-
irmyndar. Hann var framan
af kannski frekar baldinn en
svona á síðari stigum var hann
farinn að taka þetta alvarlega.
Það var samt alltaf stutt í grín-
ið og það er líka allt í lagi.
Logi hafði sinn háttinn á og
ég hef ekkert nema góða hluti
að segja um hann. Hann var
mjög góður handboltamaður.
Vissulega hafði hann geng-
ið í gegnum ýmislegt en til
að byrja með var hann ekkert
sérstakur varnarmaður. Hann
náði síðar tökum á því og var í
raun orðinn mjög góður varn-
armaður undir það síðasta,“
segir Guðmundur.
Gerði hluti sem enginn
annar gat gert
Það var á Ólympíuleikunum
í Peking sem Logi stimplaði
sig endanlega inn í sálina á ís-
lensku þjóðinni með innkomu
sinni gegn Spánverjum í und-
anúrslitum. Þegar íslenska
liðinu var farið að ganga verr
að skora var Logi settur inn á
og fór hann að hamra á mark-
ið úr öllum stöðum, mögu-
legum og ómögulegum. Allt lá
inni og Ísland var komið í úr-
slitaleikinn.
„Hann getur verið algjör
X-faktor og þar náðum við að
nýta hann þannig. Á Ólymp-
íuleikunum gerði hann hluti
sem enginn annar í heim-
inum gat gert. Hann var með
stórkostleg, föst skot sem fáir
í heiminum bjuggu yfir. Þó svo
að Logi hafi haft ólíkt hlutverk
á EM í Austurríki sinnti hann
því frábærlega. Hann var hálf-
meiddur og ekki til stórræða.
Með landsliðinu átti hann
samt marga frábæra leiki og
leysti sitt hlutverk alltaf vel, í
vörn og sókn,“ segir landsliðs-
þjálfarinn Guðmundur Guð-
mundsson.
„Gerði hluti sem
enginn annar gat“
n Logi Geirsson leggur skóna á hilluna vegna meiðsla n Farsælum ferli mikils gleðigjafa lokið n Var orðinn
betri en pabbi hans, segir Guðjón Guðmundsson n „Alltaf til fyrirmyndar, segir Guðmundur Guðmundsson
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Handbolti „Hans verður
sárt saknað
því það er enginn á
leiðinni í þetta lands-
lið okkar sem getur
gert sömu hluti og
Logi.
Á flugi Logi Geirs-
son var magnaður
á Ólympíuleik-
unum í Peking.