Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað
Bolt
inn
í be
inni
Hamraborg 11 w 200 Kópavogur w Sími: 554 2166 w www.catalina.is
Tökum að okkur veislur
Um helgina spilar
HLJÓMSVEITIN SÍN
Snyrtilegur klæðnaður áskilinn.
n Réttur dagsins alla virka daga
n Hamborgarar, steikar-
samlokur og salöt
n Hópamatseðlar
Fíklar sækja í
Frumstætt dóp
E
iturlyfjaneytendur hafa nú
tekið upp á nýrri aðferð til að
koma sér í annarlegt ástand
með því að nota naglalakks-
eyði, en einungis þann sem
er seldur í klútaformi. DV barst
ábending þess efnis að fíklar væru
farnir að taka upp á því að umbreyta
naglalakkseyði í eins konar smjör-
sýru – en neysla á henni í of stórum
skömmtum getur verið einkar var-
hugaverð og í raun stórhættuleg. Yf-
irlæknir á bráðamóttöku Landspít-
alans, Elísabet Benedikz, staðfesti í
samtali við DV að eitthvað hefði ver-
ið um að fíklar hafi leitað sér lækn-
isaðstoðar vegna neyslu á umræddri
smjörsýru sem er fengin úr nagla-
lakkseyði.
Getur verið stórhættulegt
„Jú, það hefur verið eitthvað um
þetta,“ segir Elísabet. „Það hafa einn-
ig einhverjir fleiri verið með einhvers
konar eitrun af þessu tagi þó ómögu-
legt sé að sanna hvort um neyslu á
þessu efni sé að ræða.“ Elísabet seg-
ir að þegar kemur að efni eins og
smjörsýru séu fíklar að leitast eft-
ir einhvers konar slökunartilfinn-
ingu, ekki ólíka þeirri vímu sem fylgi
áfengisneyslu. „Málið er að neysla
á þessu er mjög vandmeðfarin. Það
þarf svo lítið til að skammturinn sé
of stór og þá fylgir einfaldlega með-
vitundarleysi.“
Elísabet bendir einnig á að enn
hættulegra geti verið, þegar efnið er
fengið úr einhverju eins og nagla-
lakkseyði. „Þú veist þá í rauninni ekk-
ert um hve stóran skammt þú ert að
fá, eða hvaða aukaefni eiga eftir að
fylgja með.“
Þarf að vera á varðbergi
Elísabet sagði ástæðu til þess að
fólk, kaupmenn jafnt sem foreldrar
ungmenna, yrði á varðbergi gagn-
vart þessari notkun á naglalakks-
eyði. „Það er fyllsta ástæða til þess
þó það sé eflaust erfitt að fylgjast
með því hvaða fólk kaupir þessa
vöru eða í hvaða tilgangi það kaupir
hana.“
DV hafði samband við fíkniefna-
deild lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu. Bjarni Ólafur Magnússon,
starfandi yfirmaður fíkniefnadeild-
ar, kvaðst ekki hafa orðið var við
neyslu á naglalakkseyði en kvaðst
um leið hafa áhyggjur af því að ungt
fólk gæti farið að fikta með slík efni.
„Víma fátæka mannsins“
Margir muna eflaust eftir dæmum
um umfjöllun um neyslu fíkla á efn-
um sem hafa í raun annan tilgang en
að koma fólki í annarlegt ástand. Á 9.
áratug síðustu aldar var til að mynda
talsvert um neyslu á lími og bens-
íni, en ungt fólk sniffaði efnin – oft
með hræðilegum afleiðingum. „Þessi
notkun á naglalakkseyði er af svip-
uðum meiði, þetta er víma fátæka
mannsins. En eins og með hin efnin
þá er þetta einstaklega varasamt því
þú veist aldrei hvaða aukaverkanir
eiga eftir að fylgja.“
Búið að taka klúta úr sölu
Þegar ljósmyndari DV fór á vett-
vang til að taka ljósmynd af nagla-
lakkseyðinum komst hann að því
að það var hægara sagt en gert. Í
þremur apótekum á höfuðborgar-
svæðinu viðurkenndu afgreiðslu-
menn að klútarnir umræddu hefðu
verið til, en nú væru apótekin hætt
að selja þá. Fékk ljósmyndari þær
upplýsingar að ákveðið hefði verið
að hætta sölu á klútunum, einmitt
vegna meintrar misnotkunar fíkla á
þeim.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
n Eiturlyfjaneytendur hafa notað naglalakkseyði til að breyta í smjörsýru
n Yfirlæknir á bráðamóttöku segir að fólk hafi þurft að leita sér aðstoðar
Klútarnir alræmdu Mörg apótek hafa
nú þegar tekið klútana úr umferð.
„Einstaklega varasamt því
þú veist aldrei hvaða auka-
verkanir eiga eftir að fylgja.
Sævar Ciesielski jarðsunginn:
Ríkið borgaði
flutninginn
Ríkið bar allan kostnað af því að
flytja Sævar Marinó Ciesielski til
landsins frá Danmörku. Sævar lést
í síðasta mánuði í Kaupmannahöfn
og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni
í Reykjavík á þriðjudag. „Okkur þótti
þetta vera eðlileg ákvörðun,“ sagði
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra í samtali við Vísi á fimmtudag.
Það var séra Örn Bárður Jónsson
sem vakti athygli á þessu í minn-
ingarorðum sínum um Sævar en þá
færði hann ráðuneytinu þakkir fyrir
að greiða kostnað við flutning Sæv-
ars til Íslands. Samkvæmt frétt Vísis
hleypur kostnaðurinn á hundruðum
þúsunda og sagði Ögmundur að þeir
Össur Skarphéðinsson utanríkisáð-
herra hefðu tekið þá ákvörðun að
greiða kostnaðinn með ráðstöfun-
arfé ráðherra. „Þetta var ákveðið
vegna aðstæðna,“ sagði Ögmundur.
Harður árekstur
á Akureyri
Harður árekstur varð á gatnamótum
Glerárgötu og Gránufélagsgötu á Ak-
ureyri skömmu eftir hádegi á fimmtu-
dag. Annar ökumaðurinn var fluttur á
sjúkrahús.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu ók fólksbíll í veg fyrir jeppa-
bifreið, en hann var á leið af Gránu-
félagsgötu. Fólksbíllinn mun ekki hafa
verið á miklum hraða en ekki liggur
fyrir hversu hratt jeppanum var ekið.
Nota þurfti klippur til þess að ná
ökumanni fólksbílsins úr bílnum og
var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.
Ökumaðurinn slasaðist töluvert, þó
ekki alvarlega, samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglu.
Slys eru tíð á þessum stað en engin
umferðarljós eru á gatnamótunum.
Leiðrétting
Vegna innsláttarvillu kom fram í
tekjublaði DV að Jóhannes Karl
Sveinsson, lögmaður og eigandi
Landslaga, hefði haft ríflega 100
þúsund krónur á mánuði í fyrra.
Hið rétta er að hann var með um
milljón krónur á mánuði. DV
biður lesendur og Jóhannes Karl
velvirðingar á villunni. Þá var
Grettir Hjörleifsson titlaður bóndi
í blaðinu. Það er ekki rétt því hann
er vélaverktaki og bifvélavirki.
Rannsókn á fangelsisstjóra að ljúka:
Grunaður um 40 brot
Mál Geirmundar Vilhjálmssonar, fyrr-
verandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju,
verður sent til embættis ríkissaksókn-
ara á næstu dögum. Geirmundi var
vikið úr starfi í nóvember vegna gruns
um fjölda auðgunarbrota. Í fréttum
RÚV á fimmtudag kom fram að þau
væru yfir 40. Geirmundur er meðal
annars grunaður um að hafa selt ríkis-
eignir og notað fé og eigur fangelsisins
til einkanota.
Þannig greindi DV frá því í nóvem-
ber, skömmu eftir að málið kom upp,
að Geirmundur hefði keypt fimm
handfærakróka. Sjálfur á Geirmundur
bát en Kvíabryggja engan. Þá voru fjór-
ir rafgeymar keyptir á reikning fang-
elsisins, en Kvíabryggja hefur til um-
ráða tvo bíla; Land Cruiser-jeppa og
vörubíl sem mun ekki vera mikið not-
aður. Kolasett, Kenwood-bíltæki með
geislaspilara og MP3-spilari er einnig
meðal þeirra kaupa sem skoðuð voru.
Í frétt RÚV kom einnig fram að
Geirmundur væri grunaður um
að hafa selt bíl í eigu fangelsisins
og stungið andvirðinu í eigin vasa.
Rannsóknardeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu hefur rann-
sakað málið undanfarna mánuði
og er þeirri rannsókn nánast lokið.
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmað-
ur deildarinnar, sagði að málið yrði
sent ríkissaksóknara á næstu dögum.
Rannsókn að ljúka Geirmundur hefur
verið á hálfum launum síðan honum var
vikið frá störfum í nóvember.
Víma fátæka mannsins
Getur haft hræðilegar afleiðingar.
SViðSEtt mYnd RóBERt REYniSSon