Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 23.–25. september 2011 Helgarblað m.dv.is Lestu fréttir DV í farsíman um þínum! Græðir en fær afskrifað Eignar- haldsfélagið Fjörur ehf., sem er í eigu útgerðarfyr- irtækisins Skinn- eyjar-Þinganess á Höfn í Horna- firði, á eignir upp á um 5,5 millj- arða króna. Annað dótturfélag Skinneyjar-Þinganes, Nóna ehf., fékk afskrifaða 2,6 millj- arða króna af skuldum sínum við Landsbankann. Skinney-Þinganes, og þar af leiðandi Nóna, er fjölskyldu- fyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar- flokksins. Á sama tíma og Skinney- Þinganes fékk 2,6 milljarða afskrifaða í einu dótturfélagi, á annað dóttur- félag þess eignir upp á meira en fimm milljarða. Léttist og græddi fúlgur Hrönn Harðardótt- ir, 47 ára banka- starfsmaður og hjólreiðakappi, hefur farið allra sinna ferða á reiðhjóli frá árinu 2008. Ástæða þess að Hrönn ákvað að hefja hjólreiðar var sú að hún var í slæmu líkamlegu formi, að eigin sögn. „Ég hef núna hjólað allt sem ég fer í þrjú ár,“ sagði Hrönn í DV á miðvikudag. Hrönn segist finna mikinn mun á líkamlegu formi ár frá ári og að hún komist í sífellt betra form. Nú sé svo komið að hún sé meðlimur og stjórnarmaður í Fjalla- hjólaklúbbnum, sem sé skemmti- legur félagsskapur fyrir hjólreiðafólk af öllu tagi. Auðmaður pantaði kraftajötna Rússneskur auðmaður pantaði aflrauna- sýningu frá þekkt- um íslenskum kraftajötnum þeg- ar hann var stadd- ur hér á landi árið 2008. Auðmað- urinn dvaldi á bænum Hofsstaðaseli, nýuppgerðum torfbæ, í Skagafirði ásamt konu sinni og fylgdarliði og vildi ólmur sjá ís- lenska aflraunamenn leika listir sínar. Kraftajötnarnir Hjalti Úrsus Árnason, Auðunn Jónsson og Kristinn Óskar Haraldsson, betur þekktur sem Boris, fóru norður í Skagafjörð til fundar við manninn. Hjalti og félagar sýndu auðmanninum hefðbundnar aflraun- ir sem þekktar eru af mótum eins og Vestfjarðavíkingnum. Fréttir vikunnar í DV BANKARNIR LÁTA ÍSLAND STAÐNA w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 19.–20. septem ber 2011 mánudagur/þriðjudagur 10 7. t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . FjölskylduFyrirtækið á grænni grein græðir en Fær 2–3 n Fékk samt afskrifaðar skuldir hjá Nónu n Halldór Ásgrímsson og fjölskylda urðu rík af stjórnmálaákvörðunum hans n Lumar á fimm milljörðum eftir einkavæðingu VÍS AFskriFAð Ólafur Ólafsson auðjöfur missir líklega eignir Ánægður með Ísland Stórskuldugur og í vanda með Granda Ben Stiller drakk tekíla Kveikti í sér vegna skulda Grikkland Hestaníðingurinn Sækir í gæfar hryssur 30 ætla í mál við Keili 4 10–11 4 8 22 6 13 Lýðræðið aukið í sveitar- félögum Stöðnun fram undan ef ekki verða afskrifaðar skuldir 6 | Fréttir 21. september 2011 Mi ðvikudagur 17 ára drengur ákærður fyrir þátt sinn í meintri frelsissviptingu: Þriðji aðilinn neitar sök Önnur fyrirtaka í Black Pistons- málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, en þriðji maðurinn hefur verið ákærður fyr- ir aðild sína í því. Hann er fæddur 1994 og er því aðeins 17 ára. Þurftu allir sakborningar að taka afstöðu til ákærunnar. Ríkharð Davíð Ríkharðs- son og Davíð Freyr Rúnarsson neit- uðu sök sem og maðurinn ungi. Ungi maðurinn er ákærður fyr- ir sinn þátt í meintri frelsissviptingu fórnarlambsins og fyrir hótanir í hans garð. Eins og áður hefur komið fram eru Davíð Freyr og Ríkharð Júl- íus ákærðir fyrir frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás sem á að hafa staðið yfir í tæpan sólarhring. Ungi maðurinn kom seinna inn í réttarsalinn en Davíð Freyr og Rík- harð og kallaði Ríkharð til hans og benti honum með handahreyfing- um á að koma og tala við sig. Hvort Ríkharð hafi náð að hvísla ein- hverju að honum áður en dómari og saksóknari stöðvuðu hann skal ósagt látið. Erfitt hefur verið að hafa uppi á manninum unga og hafði því lögmaður hans, Björgvin Jónsson héraðsdómslögmaður, ekki haft tækifæri til að ræða við skjólstæð- ing sinn. Þeir viku úr dómsal áður en hann tók afstöðu til ákærunnar. Þeg- ar ungi maðurinn kom inn aftur fóru Ríkharð og Davíð Freyr úr dómsal, en áður hafði saksóknari farið fram á það vegna ungs aldurs mannsins. Eftir að ungi maðurinn hafði neit- að sök var hann einnig beðinn um að taka afstöðu til fíkniefnaákæru. Hann neitaði einnig sök í því máli. Hann talaði lágt og óskýrt og þegar dómari spurði hvort hann hafi neit- aði sök sagði hann: „Klárlega. Þetta voru engin fíkniefni, þetta var syk- ur. Og þetta voru 4 grömm ekki 8,9 grömm.“ Aðalmeðferð málsins fer fram 12. október næstkomandi. hanna@dv.is Tveir sakborninga Davíð Freyr Rúnarsson og Ríkharð Júlíus Ríkharðsson á leið fyrir dóm. R ússneskur auðmaður pant- aði aflraunasýningu frá þekktum íslenskum krafta- jötnum þegar hann var staddur hér á landi árið 2008. Auðmaðurinn dvaldi á bæn- um Hofsstaðaseli, nýuppgerðum torfbæ, í Skagafirði ásamt konu sinni og fylgdarliði og vildi ólmur sjá ís- lenska aflraunamenn leika listir sín- ar. Meðal þekktra gesta sem gist hafa Hofsstaðasel í gegnum tíðina eru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, og dóttir Elísabetar Bretlands- drottningar, Anna. Kraftajötnarnir Hjalti Úrsus Árna- son, Auðunn Jónsson og Kristinn Óskar Haraldsson, betur þekktur sem Boris, fóru norður í Skagafjörð til fundar við manninn. „Við vorum bara kallaðir til, pantaðir skilurðu. Hann borgaði vel fyrir þetta og það var einhver ferðaskrifstofa sem græj- aði þetta. Við keyrðum bara upp eftir með tæki og tól,“ segir Hjalti Úrsus. Sagan segir að kveikjan að heim- sókn jötnanna hafi verið sagan af Gretti Ásmundarsyni hinum sterka. Grettir dvaldi útlægur í Drangey á Skagafirði síðustu þrjú ár ævi sinnar, samkvæmt Grettissögu, þar til hann var loks veginn í eynni árið 1031. Drangey er sýnileg úr túninu á Hof- staðaseli og blasti því við rússnesku gestunum. Rússinn og Grettir Grettir þótti manna sterkastur og eru við hann kenndir á íslenskri tungu Grettistök og Grettishöf – feiknamikl- ir steinar sem geta vegið allt að tíu tonnum – sem hann á að hafa getað lyft. Sagan segir að Rússinn auðugi hafi heyrt söguna af Gretti og hrifist svo mjög af henni að hann hafi spurt hvort slíkir menn sem hann væru enn til á Íslandi. „Sagan af Gretti er ekkert ólíkleg því Drangey blasir hérna við okkur á miðjum firði, beint fyrir fram- an okkur,“ segir íbúi í sveitinni þegar sagan um kveikjuna að aflraunasýn- ingunni er borin undir hann. Gestgjafar þeirra munu þá hafa sagt að Íslendingar væru meðal fremstu þjóða heims á sviði aflrauna og hefðu unnið keppnina Sterkasti maður heims í nokkur skipti. Þá mun Rússinn hafa spurt hvort möguleiki væri á því að sjá slíka Grettismaka sýna krafta sína. Hjalti Úrsus og félagar hans voru því kallaðir til frá Reykjavík enda munu gestgjafar Rússans hafa viljað flest fyrir hann gera til að gera dvöl hans í Skagafirði sem ánægjulegasta. Sýndu bændagöngu Hjalti og félagar hans sýndu auð- manninum hefðbundnar aflraunir sem þekktar eru af mótum eins og Vestfjarðavíkingnum og öðrum slík- um. Sýningin fór fram á hlaðinu við torfbæinn í Hofstaðaseli. „Við vorum með svona klukkutíma atriði. Þetta tókst mjög vel og var skemmtilegt. Við sýndum bændagöngu, lyftum kúlusteinum, tókum helluburð og annað slíkt,“ segir Hjalti Úrsus. Upphaflega sagan hljómaði þannig að um hefði verið að ræða rússneska auðmanninn Roman Abramovich, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Chelsea, og að íslensku kraftakarlarnir hefðu farið norður í Skagafjörð með þyrlu sem send hafi verið eftir þeim. Svo var þó ekki og sýnir þetta mishermi hvern- ig slíkar flökkusögur taka gjarnan á sig ýktar myndir: Auðmaðurinn var rússneskur en ekki hinn heims- frægi Abramovich og Hjalti og félagar hans keyrðu norður en fóru ekki með þyrlu. Engin 370 kíló í réttstöðulyftu Nafnið á rússneska auðmanninum liggur ekki fyrir eftir athugun DV á málinu þótt ljóst sé að ekki hafi verið um Abramovich að ræða. „Ég kannast ekki við að þetta hafi verið Abramovich. Ég man ekki nafnið á honum; hefði hann getað eitthvað í kraftlyftingum þá hefði ég örugglega munað það. En hann var bara venju- legur maður fyrir mér, einhver Jón Jónsson. Ef hann hefði átt 370 kíló í réttstöðulyftu þá hefði ég örugglega munað nafnið hans,“ segir Hjalti Úrs- us. Rússinn dvaldi í góðu yfirlæti í Skagafirði í nokkra daga og fór með- al annars í laxveiði, reiðtúr og fleira í þeim dúr auk þess sem hann sá nokkra sterkustu menn landsins taka á því með Drangey í baksýn og væntanlega Grettissögu í huganum. n Rússneskur auðmaður fékk aflraunasýningu í Skagafirði n Helluburður sýnd- ur á bæjarhlaðinu n Grettissaga sögð kveikjan að áhuga Rússans á aflraunum„Við sýndum bændagöngu, lyft- um kúlusteinum, tókum helluburð og annað slíkt. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sýndu auðmanni aflraunir í Skagafirði Drangey og Grettir Sagan af Gretti sterka og Drangey mun hafa kveikt áhuga rússneska auðmannsins á íslenskum aflraunamönnum. Þrír þekktir kraftajötnar sýndu rússneska auðmanninum aflraunir í Skagafirði. Hjalti Úrsus Árnason var einn þeirra. MynDin ER SaMSETT Sjötugur stunginn Karlmaður um sjötugt var stunginn með hnífi í húsi í miðborginni síð- degis á mánudag. Árásarmaðurinn, sem er nokkru yngri, var handtek- inn á staðnum og vísaði á hnífinn, sem var haldlagður af lögreglu. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu var sá sem var stunginn fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsli hans voru ekki talin vera alvarleg.  Segir málshöfðun óskiljanlega Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sagði, í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á þriðjudag, skaðabótamál slitastjórn- ar bankans á hendur sér algjörlega óskiljanlegt. Sagði Sigurjón að ein- hver í Landsbankanum hlyti að hafa framlengt 19 milljarða króna lán til Straums eftir að hann fór úr bank- anum eða tekið ákvörðun um að innheimta ekki lánið. Hinn 30. sept- ember 2008, viku fyrir hrun, gerðu Landsbankinn og Straumur, sem þá voru í eigu sömu aðila, samning um lánalínu. Tveimur dögum síðar, eða 2. október, dró Straumur 19 millj- arða króna á þessa lánalínu án þess að veita tryggingar fyrir lánveiting- unni. Það er meðal annars á þessari forsendu sem slitastjórn bankans hefur höfðað skaðabótamál á hend- ur Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrverandi banka- stjórum bankans.  Hitti goðið Andri Heiðar Ásgrímsson hitti átrúnaðargoð sitt, Josh Groban, í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Það var röð tilviljana sem réð því að Andri fékk þetta einstaka tækifæri til þess að spjalla við Groban. Andri sagði söngvaranum meðal annars frá því hvernig tónlist þess síðar- nefnda hefði haft áhrif á fjölskyldulíf hans alla tíð. Tónlist Josh Groban var í miklum metum á heimili Andra, en uppáhaldslag föður hans var „You‘re Still You“. Þegar faðir hans féll síðan frá fyrir níu árum var lagið meira að segja spilað af geisladiski í jarðar- förinni. Saga Andra hreyfði svo við söngvaranum, að hann sagði af sam- tali þeirra á tónleikum sem hann hélt í Kaupmannahöfn á sunnu- daginn og bað hann Andra að segja 2.000 áheyrendum söguna sjálfur, sem hann og gerði. „Þetta var mjög óraunverulegt og ég fæ enn gæsa- húð,“ sagði Andri alsæll í samtali við DV. w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 21.–22. september 2011 Miðvikudagur/fiMMtudagur 10 8 . t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Missti 30 kíló og græddi hálfa milljón Ávinningur af breyttum ferðamáta n Hrönn fer allra sinna ferða á reiðhjóli n Bíllinn kostar milljón á ári 14–15 4 „Ég byrjaði að hjóla til að reyna að létta mig Halldór Ásgrímsson 3 2–3 Hefur beðið í viku eftir töskunum frá Iceland Express 4 Græddi milljónir en segist ekki hafa vitað af því „Ég erfði lítinn hlut hlutabréfa Bjarni Ármanns á 4,4 milljarða 22 Linda missir 10 kíló Of fátæk til að ættleiða með 839 þúsund á mánuði Auðmaður pantaði kraftajötna „Skemmtilegt,“ segir Hjalti Úrsus 6 m y n d g u n n a r g u n n a r ss o n 1 2 3 I ngólfur Marteinn Jones fór ásamt 14 ára dóttur sinni á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Eft- ir flugeldasýninguna komu þau við í 10–11 á leiðinni heim og keyptu sér gos að drekka. Dóttir Ing- ólfs Marteins fékk sér Mix í hálf lítra flösku en brá heldur betur í brún þegar hún fékk sér fyrsta sopann. „Stelpan tók sopa af gosinu í Mix- flöskunni og kúgaðist og kúgaðist. Hún sagði við mig að það væri eitt- hvað í flöskunni – að þetta væri ekki Mix. Ég hélt að þetta væri eitthvert bull í henni og tók sopa. Þá var þetta alveg þrælblandað af áfengi,“ segir Ingólfur Marteinn ósáttur. Hætt að drekka Mix Hann fór með flöskuna upp í Öl- gerð þar sem innihaldið var rann- sakað. Niðurstöður leiddu í ljós að gosið var blandað áfengi. Dóttir Ing- ólfs Mart eins er sem fyrr segir að- eins 14 ára og hafði aldrei smakkað áfengi fyrir þetta atvik. „Hún hefur aldrei drukkið áfengi og þess vegna er ég svona ósáttur. Hún er líka á lyfi sem varhugavert er að blanda saman við áfengi, sama í hvaða magni er og getur verið hættulegt,“ segir Ingólf- ur Marteinn. Dótturinni var brugðið eftir atvikið og var hún ósátt við að hafa bragðað áfengi gegn sínum vilja. Marteinn segir hlæjandi að hún sé að minnsta kosti hætt að drekka Mix. Ingólfur Marteinn segist ósáttur við viðbrögð Ölgerðarinnar og 10– 11 verslunarinnar en honum fannst málið ekki litið nógu alvarlegum augum. „Við fengum hálfan lítra af pepsí og appelsíni frá Ölgerðinni, en 10–11 búðin bauð okkur læri. Mér fannst þeir alveg gleyma að taka til greina að við erum að tala um barn.“ Mikilvægt að athuga innsigli Hann vildi að starfsmenn verslunar- innar færu yfir upptökur úr öryggis- myndavélum í von um að sjá hvern- ig gat staðið á því að áfengisblandað gos væri til sölu í búðinni. „Ég vildi að þeir athuguðu hvort þeir gætu séð hvernig þetta atvikaðist með því að skoða upptökur úr myndavélum sem eru þarna inni, en þeir eru með tvær myndavélar sem ná akkúrat yfir þetta svæði. Þegar ég kom seinna til að athuga hvort þeir hefðu séð eitthvað á upptökunum, þá fékk ég þau svör að það væri svo erfitt að fara yfir upp- tökurnar. Samt var ég með nákvæma tímasetningu yfir hvenær ég keypti flöskuna. Mér finnst eins og enginn taki þetta alvarlega en ég vil brýna fyrir fólki að vera vakandi, því að þetta gæti komið fyrir aftur. Athugið innsigli vörunnar því þetta getur ver- ið stórhættulegt. Þessi litla saklausa flaska hefði til dæmis getað farið til óvirks alka. Það hefði getað haft al- varlegar afleiðingar í för með sér.“ Á ábyrgð óprúttinna aðila „Við höfum farið yfir þetta hjá okk- ur og eina skýringin sem við finnum er að einhverjir óprúttnir aðilar hafi gert það að leik sínum að setja áfengi í flöskuna, skrúfa tappann á aftur og setja upp í hillu aftur,“ segir Árni Pét- ur Jónsson, forstjóri 10–11 búðanna. „Við höfum beðið viðkomandi aðila afsökunar og þykir þetta leitt þó svo að það sé lítið sem við hefðum getað gert. Við buðum honum gjafakörfu og höfum farið yfir myndir úr örygg- ismyndavélum. En það er fjöldi fólks inni í búðinni á þessum tíma, og erfitt að greina á milli einstaklinga. Þetta er einstakt tilvik og hefur ekki gerst áður. Ekki gerst innan Ölgerðarinnar ,,Það er ekki möguleiki að áfengi hafi komist í gosdrykk við framleiðslu hjá Ölgerðinni þar sem ekkert sterkt áfengi er framleitt eða geymt í húsinu eða nálægt því. Eins er framleiðslu- línan lokuð og því ekki möguleiki að eiga við vörurnar við framleiðslu,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir, aðstoðar- maður forstjóra Ölgerðarinnar. „Það kann hins vegar að vera ástæða af þessu tilefni að brýna fyrir neytend- um að ganga úr skugga um að innsigli séu órofin á vörum sem teknar eru úr hillum í verslunum. Okkur þykir leitt að stúlkan skyldi lenda í þessu. Við vitum ekki hvernig það gerðist en það eina sem við getum verið fullviss um er að varan fór ekki svona frá okkur,“ segir Erla Jóna. Áfengt Mix í 10–11 n Faðir ósáttur eftir að 14 ára dóttir hans keypti áfengisblandað gos í 10–11 n Vill brýna fyrir fólki að athuga innsigli á vörum n Ósáttur við viðbrögð 10–11„Stelpan tók sopa af gosinu í Mix- flöskunni og kúgaðist og kúgaðist. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Greidd skuld er glatað fé“ „Fjölmargt fólk sem tók þá afstöðu að reyna að standa í skilum upp- lifir nú stöðu sína á þann veg að það hafi gert mikil mistök.“ Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um vaxandi fjölda einstaklinga á vanskilaskrá. Rúmlega 25 þúsund manns eru nú á vanskilaskrá og hefur þeim fjölg- að um níu þúsund frá hruni, sam- kvæmt upplýsingum sem Kristján Þór birtir á bloggsíðu sinni. Hann segir að ýmislegt bendi til þess að sífellt fjölgi í þeim hópi sem lítur svo á að greidd skuld sé glatað fé. „Nú berast fréttir af því að lána- stofnanir vinni að ,,leiðréttingu“ lána einstaklinga sem hættu að greiða afborganir af íbúðarlánum sínum í kjölfar hrunsins. Sumir höfðu einfaldega engin efni til þess meðan aðrir tóku þá afstöðu strax við hrunið haustið 2008 að það þjón- aði engum tilgangi að borga, þessi hópur leit svo á að greidd skuld væri glatað fé,“ segir Kristján Þór og bætir við að þeir sem tóku þá afstöðu að reyna að standa í skilum muni áfram bera þyngstu byrðarnar. Betri aðstaða fyrir Eyjamenn Bæjarstjórn Vestmannaeyja sam- þykkti á fundi sínum á miðvikudag að bærinn legði sitt af mörkum til að bæta áhorfendastæði við Hásteins- völl. Knattspyrnusamband Íslands gerir ákveðnar kröfur til áhorfenda- stæða í efstu deild og miðað við þær kröfur taldi bæjarstjórn að ÍBV yrði ekki heimilt að spila heimaleiki liðs- ins á Hásteinsvelli næsta sumar. ÍBV er eitt besta knattspyrnulið landsins og er í harðri baráttu við KR um Ís- landsmeistaratitilinn. „Bæjarstjórn lítur svo á að með aðkomu að þessu máli upp á 10 milljónir sé bæjarfélag- ið á rausnarlegan máta að koma til móts við kröfur sérsambands á hend- ur aðildafélags,“ segir í bókun bæjar- ráðs frá því á fimmtudag. Var brugðið Ingólfur segir að dóttur sinni hafi verið verulega brugðið og verið ósátt við að hafa smakkað áfengi gegn vilja sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.