Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 16
N
ýtt stjórnmálaafl sem
ætlar að bjóða fram
til Alþingis í næstu
kosningum er nú í
hraðri mótun. Óháði
þingmaðurinn Guðmundur
Steingrímsson hefur kann-
að grundvöllinn fyrir sam-
eiginlegu framboði hjá ýms-
um stjórnmálaöflum. Meðal
þeirra sem hafa verið nefndir
í tengslum við framboðið
er hópur fyrrverandi fram-
sóknarmanna sem gekk úr
flokknum um svipað leyti og
Guðmundur. Þá eru lykilmenn
úr Besta flokknum í Reykja-
vík og Næst Besta flokknum í
Kópavogi einnig með í ráðum.
Stjórnlagaráðsmaðurinn Gísli
Tryggvason og nokkrir aðrir
stjórnlagaráðsmenn hafa einn-
ig komið að málum að undan-
förnu. DV hefur rætt við ýmsa
stjórnlagaráðsmenn sem segj-
ast vita til þess að „einhverjir“
úr þeirra hópi séu opnir fyr-
ir þessu. Fulltrúar nir vilji hins
vegar bíða og sjá hvernig Al-
þingi fer með frumvarp þeirra
til stjórnarskrár.
Geir Kristinn Aðalsteins-
son, oddviti L-listans á Akur-
eyri sem vann bæjarstjórn-
arkosningarnar á síðasta ári
með yfirburðum, kannast hins
vegar ekki neitt við fréttir þess
efnis að L-lista fólk hafi verið
í viðræðum um að koma að
framboðinu. Hins vegar er bú-
ist við því að rætt verði við L-
listann á næstunni.
Hvað gerir Björgvin?
Eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum hafa Guðmundur
Steingrímsson og lykilfólk
í Besta flokknum verið að
stinga saman nefjum, menn á
borð við Einar Örn Benedikts-
son, Karl Sigurðsson og Ótt-
ar Proppé. Heimildarmaður
sem er tengdur inn í viðræð-
urnar bendir á að góð tengsl
hafi þegar verið á milli Guð-
mundar og þessara manna úr
Besta flokknum, enda hafi þeir
þekkst lengi í gegnum tónlist-
ina. Sami heimildarmaður full-
yrðir að auk fyrrverandi fram-
sóknarmanna, hafi lykilfólk
úr öðrum stjórnmálaflokkum
komið að málum með misjöfn-
um hætti. Einna helst úr Sjálf-
stæðisflokknum og Samfylk-
ingunni. Mikið rót sé í þessum
flokkum en margir muni vafa-
laust bíða fram yfir landsfundi
þessara flokka áður en þeir taki
ákvarðanir um framtíð sína.
Nafn Björgvins G. Sig-
urðssonar hefur eðlilega ver-
ið nefnt í því samhengi enda
hefur hann áður lýst áhuga á
sambærilegum hugmyndum.
Í bók sinni Stormurinn, sem
kom út um síðustu jól, skrif-
aði hann meðal annars: „Enn
er þó morgunn og ekkert því til
fyrirstöðu að taka upp þráðinn
og setja af stað nýtt samruna-
ferli sem stefndi að sameig-
inlegu framboði frjálslyndra
afla í samfélaginu: Samfylk-
ingar, Framsóknar, hluta sjálf-
stæðismanna og hugsanlega
lítils hluta Vinstri grænna. Í
orrustunni um Ísland morg-
undagsins er þetta framtíðar-
módel frjálslyndra stjórnmála-
afla sem ég er sannfærður um
að við eigum að stefna að. Það
er verkefni minnar kynslóðar
vinstra megin við miðju.“
Þegar DV hafði samband
við Björgvin á fimmtudag,
sagðist hann ekki geta rætt
þessi mál að svo stöddu þar
sem hann væri erlendis. Ekkert
liggur því fyrir um hvort slíkt
framboð hugnist Björgvini G.
Vill búa til nýtt mál í
kringum stjórnmál
Ljóst er hins vegar að ekki
verður boðið fram undir nafni
Besta flokksins á landsvísu.
Einar Örn segir í samtali við
DV að honum finnist að að
nýi stjórnmálaflokkurinn eigi
að heita Fjörflokkurinn. „Það
hafa verið viðræður í gangi.
Ég heyrði bara viðtal við Jón
Gnarr og Guðmund um að það
yrði búið til nýtt farartæki und-
ir þetta og það yrði ekki Besti
flokkurinn. Hann er í Reykja-
vík og við höfum hugsað okk-
ur að hafa hann þar. Við erum
bara að koma upp ákveðnu
farartæki, vettvangi til að halda
áfram,“ segir Einar Örn.
Hann segist þó sjálfur ekki
vera á leiðinni inn á þing.
„Besti hefur gefið ákveðið for-
dæmi og mitt innlegg í það
verður að halda áfram að gefa
gott fordæmi með góðri og
heiðarlegri vinnu, að reyna að
ræða um stjórnmál, að búa til
nýtt mál í kringum stjórnmál.“
Hann segir alla sem koma
að þessum viðræður vera bæði
forvitna og innblásna.
Bestu borgarfulltrúarnir
ekki á leið í framboð
Aðspurður hvort borgarfulltrú-
ar Besta flokksins hyggi á fram-
boð, svarar Einar: „Nei, við
erum með ákveðna kosningu
sem við ætlum að fylgja eftir
og við förum ekki að sveigja og
beygja út af því. Við erum með
mjög gott verkefni sem við ætl-
um að klára. Við förum ekki að
þynna út okkar úrræði til að
fara í þetta. Besti flokkurinn
er ákveðinn innblástur fyrir
því að hægt sé að breyta utan
hinna hefðbundnu flokka-
kerfa. Það er bara sá möguleiki
sem við erum að bjóða upp á.“
Einar Örn leggur áherslu á
að nýja framboðið haldi áfram
að fordæmi Besta flokksins.
„Mig langar til að þetta heiti
Fjörflokkurinn. Pólitík á að
vera skemmtileg og ekki ein-
kennast af skítkasti. Það er
gaman að lifa og við eigum að
haga okkur þannig.“
Fyrir hvað stendur
flokkurinn?
Guðmundur Steingríms-
son sagði í viðtali við DV fyrir
nokkru að áherslur flokks-
ins ættu „klárlega að höfða til
hægri krata, Evrópusinnaðra
sjálfstæðismanna, frjálslyndra
framsóknarmanna og óflokks-
bundinna.“ Hins vegar sé reynt
að horfa til fólks með alls kon-
ar reynslu og hann forðist að
setja fólk í hólf eftir pólitískum
skoðunum.
Það er hins vegar rík krafa
að „Fjörflokkurinn,“ verði það
nafn hans, verði afl til þess
að breyta stjórnmálunum og
flokkakerfinu. Aðkoma stjórn-
lagaráðsmanna myndi svo
þýða að flokkurinn myndi
setja stjórnarskrárfrumvarp-
ið í öndvegi sem eitt af sínum
baráttumálum. Þá er líklegt að
flokkurinn muni beita sér fyrir
umhverfisvernd.
„Það eru góðar tengingar
þarna á milli“
Næst Besti flokkurinn í Kópa-
vogi, sem náði einum manni
inn í bæjarstjórn í fyrra, hefur
verið orðaður við samstarf við
flokkinn. Hjálmar Hjálmars-
son, leikari og bæjarfulltrúi
Næst Besta flokksins segir í
samtali við DV að „engar form-
legar viðræður“ hafi átt sér stað
á milli fólksins í Næst Besta og
fólksins í kringum Guðmund
Steingrímsson eða Besta flokk-
inn. Hann sé hins vegar mjög
jákvæður fyrir slíku samstarfi.
„Þetta er bara hið besta mál.
Þetta hlýtur að vera framtíðin,
að reyna að losa um vald
stjórnmálaflokkanna í samfé-
laginu. Þeir ættu frekar að hafa
áhrif en völd,“ segir Hjálmar.
Aðspurður hvort hann ætli
sér að ræða við fólkið, segir
hann: „Já, ég mun örugglega
tala við þá, við erum í ágætis
sambandi í gegnum sveitar-
stjórnarmálin, þessir nefnd-
ar- og stjórnarmenn sem eru
í þessu. Ég er í stjórn strætó
með Einari Erni og við hitt-
umst reglulega og það eru
góðar tengingar þarna á milli.
Þetta gæti því verið hið besta
mál,“ segir hann og ítrekar
að ekki hafi farið fram nein-
ar viðræður enn. „Næst Besti
er mjög óformlegur flokkur.
Málin eru bara rædd og hann
er ekki með félagatal eða for-
mann. Þetta er bara mjög opið
fyrirbrigði.“
16 | Fréttir 23.–25. september 2011 Helgarblað
Ú T S A L A
17,6
kw/h
Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400
FULLT VERÐ
106.000
74.900
YFIR 30 GERÐIR
GASGRILLA
Á ÚTSÖLUNNI
13,2
kw/h
FULLT VERÐ
59.900
39.900
Grill sem endast
FULLT VERÐ
139.000
99.900
FÆST EINNIG HJÁ
ORMSSON -
ÁRVIRKINN SELFOSSI
MODEL AKRANESI
RADÍÓNAUST AKUREYRI
GEISLA Í EYJUM www.grillbudin.is
„Mig langar til að þetta
heiti Fjörflokkurinn“
„ Besti hefur
gefið ákveðið
fordæmi og mitt inn-
legg í það verður að
halda áfram að gefa
gott fordæmi með
góðri og heiðarlegri
vinnu.
n Nýr frjálslyndur flokkur mótast n Áhugi í Besta og Næst Besta flokknum,
stjórnlagaráði og víðar n Segir borgarfulltrúa ekki á leið í framboð
Valgeir Örn Ragnarsson
valgeir@dv.is
Stjórnmál
Jón Gnarr
Nýr flokkur
verður til Ýmsir
hafa komið að
viðræðum um nýjan
stjórnmálaflokk.
Guðmundur Steingrímsson Einar Örn Benediktsson Gísli Tryggvason