Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 18
18 | Fréttir 23.–25. september 2011 Helgarblað
LAGERSALA Lín Design Laugavegi 178 (næsta hús við verslun Lín Design) www.lindesign.is
LAGERSALA 40-80% afsláttur
Laugardag & sunnudag (kl 10-16 báða dagana)
LAGERSALAN er flutt á Laugaveg 178
næsta hús við verslun Lín DesignAthRúmfatnaður
handklæðiPúðar,
Dúkar, löberar
Barnavörur
Sögulegar myndir
af „árás á Alþingi“
Þ
essar ljósmyndir sýna
atburðarásina með
allt öðrum hætti en
ákæruvaldið lýsti
henni,“ segir Lár-
us Páll Birgisson ljósmynd-
ari í samtali við DV. Hann var
fremstur í þeim hópi sem fór
áhorfendamegin inn á Alþingi
8. desember 2008, í fylkingu
sem síðan var sökuð um að
hafa gert árás á þingið. Lárus
Páll tók alls 84 ljósmyndir á
stigapallinum, þar sem hóp-
urinn var stöðvaður. Eins og
komið hefur fram voru níu-
menningarnir sýknaðir af
ákæru um „árás á Alþingi“ en
í dómnum kom meðal annars
fram að þeim hefði átt að vera
heimilt að fara upp á þingpall-
ana.
Þrátt fyrir að ljósmynda-
tökunnar hafi verið getið við
skýrslutöku lögreglu, báðu
hvorki lögregla né ákæruvald
nokkurn tíma um að þær yrðu
lagðar fram sem gögn í málinu.
Þær birtast í fyrsta sinn í heim-
ildamyndinni Ge9n, sem hefur
verið til sýninga í Bíó Paradís.
Haukur Már Helgason, leik-
stjóri Ge9n, segir myndirnar
gefa kvikmyndinni aukið
heimildavægi. „Myndirnar eru
heimildaefni hans á vettvangi
– en atriðin, þar sem hann
flettir gegnum þær og segir
söguna með hjálp þeirra, eru
líka heimildaefni,“ segir Hauk-
ur Már.
Engar grímur
„Myndirnar sýna að það var
ekkert verið að beita fólk of-
beldi þarna inni, en því hafði
verið haldið fram af ýmsum.
Þá hefur líka verið sagt að hóp-
urinn hafi verið grímuklæddur
en eins og myndirnar sýna
voru fæstir þarna eitthvað að
reyna að fela sig,“ segir Lárus
Páll, sem fer í heimildamynd-
inni í gegnum myndirnar og
lýsir atburðarásinni eins og
hún kom honum fyrir sjónir á
vettvangi.
Lárus Páll segir að hann
hafi aldrei verið beðinn um að
leggja myndirnar fyrir dóminn,
sem honum finnist sérstakt,
þar sem þær sýni að mörgu
leyti fram á rangfærslur á mál-
flutningi ákæruvaldsins. „Á
myndunum sést meðal ann-
ars að sú hurð sem einhverjir
áttu að vera að reyna að brjóta
sér leið í gegnum var á bak við
mig, en þar stóð ég allan tím-
ann og tók myndirnar, og hún
var því aldrei í eiginlegri hættu
á að brotna.“
Dramatísk glíma
Haukur Már segir að Lárus
hafi verið byrjaður að sýna
nokkrum kunningjum mynd-
irnar þegar hann bað um að
fá að setja upp myndavél og
taka þetta upp. „Þetta var eftir
að megintökum á efni mynd-
arinnar var lokið, en mér varð
eiginlega samstundis ljóst að
þarna væri komin umgjörðin,
frásagnarramminn: enginn
hefur áður séð hvað gerðist
þarna inni. Sem, ef marka má
myndirnar, var síðan auðvitað
næstum ekki neitt.“
Haukur Már segir þetta hafa
verið skemmtilega og drama-
tíska glímu: „Hvernig gerir
maður eitthvað spennandi úr
því að sýna myndir sem næst-
um ekkert er að gerast á? Í fyrsta
lagi hjálpar auðvitað hvað Lárus
sjálfur er fyndinn og skemmti-
legur sögumaður. Í öðru lagi
kemur til þessi íróníska spenna
milli þess sem haldið var fram
allan tímann, meðal annars
af ákæruvaldinu, og þess sem
myndirnar sýna. Í þriðja lagi
vinnur maður síðan úr þessu
með klippingu – myndirnar
kallast á við það sem kemur
fram í öðrum atriðum, bæði
það sem sagt er og sýnt.“
Tröllasögur hraktar
Haukur Már segir að kvik-
myndin fari að þessu leyti
fram úr öllum málsgögnum,
því hvorki lögregla né ákæru-
valdið hafi falast eftir að sjá
þessar ljósmyndir, þrátt fyrir
að vita af þeim. „Mætur maður
sagðist gera kvikmyndir til að
heimspekingar fullyrtu aðeins
hægar en þeir annars venja
sig á. Tröllasögur, hvort sem
er heimspekilegar eða póli-
tískar, reiða sig ansi oft á það
sem sést ekki berum augum.
Tröllasögurnar af níumenn-
ingunum voru kannski ekki
ýkja heimspekilegar, en þarna
er hliðstæða: myndirnar skapa
ákveðið viðnám gegn fullyrð-
ingagleði sem annars virðist
oft hafa það frekar náðugt hér
á landinu.“
Aðspurður hvort um sögu-
legar myndir sé að ræða seg-
ir Lárus Páll að sagan ein geti
dæmt um það. „Þetta er að
minnsta kosti ágætis heimild
um hvað það var sem gekk á
þarna inni.“ Hann segist ekki
ætla að setja myndirnar upp á
sýningu á næstunni en hvetur
forvitna til þess að sjá Ge9n,
þar sem fjöldi mynda er sýnd-
ur. Aðspurður hvað hann ætli
að gera við þær, segir hann:
„Ég veit það ekki, ætli ég eigi
þær ekki bara, svo fara þær
kannski í einhverjar sögubæk-
ur í framtíðinni en maður veit
það ekki.“
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
n Sögulegar ljósmyndir af níumenningum innan úr stigapalli Alþingis n Hvorki lögregla né ákæruvald
bað um að fá að sjá myndirnar n Myndirnar skapa viðnám gegn fullyrðingagleði, segir leikstjóri Ge9n
„Myndirnar
sýna að það
var ekkert verið að
beita fólk ofbeldi
þarna inni.
Ákærðir Þessir ungu menn, Kolbeinn og Andri, voru handteknir á staðnum
og síðar ákærðir fyrir árás á Alþingi ásamt sjö öðrum. MynDir LÁruS PÁLL BirGiSSon
Bros og hróp Lögreglumaður brosir á meðan Snorri Páll, einn níumenn-
inganna hrópar, hann var síðar ákærður fyrir árás á Alþingi en loks sýknaður.
Átök á stigapalli Þingverðir og lögreglumaður stöðvuðu ungan mann
sem reyndi að komast upp á þingpallana eins og honum var heimilt sam-
kvæmt dómi. Ákæruvaldið bað aldrei um að sjá myndirnar.
Grímuklædd ungmenni Því var
lengi haldið fram að hópurinn hafi
verið grímuklæddur en á þessari
mynd er enginn með grímu.
ryskingar Lárus Páll segir þetta einu myndina af 84 sem mögulegt sé að
túlka sem ofbeldi í garð þingvarða eða lögreglumanna.