Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 21
Erlent | 21Helgarblað 23.–25. september 2011
Hvers vegna notar þú
Rautt Eðal Ginseng?
Sigurbjörn, hestamaður:
Til að ná árangri og svo er
það líka hollt.
Bryndís Torfa, frvkst. SAS:
Besta fjárfestingin.
Samkeppnin er mjög krefjandi,
þess vegna nota ég Rautt
Eðal Ginseng, þannig kemst
ég í andlegt jafnvægi, skerpi
athyglina og eyk úthaldið.
Lilja Valdimarsdóttir,
hornaleikari:
Til að vera frísk og svo er ég
líka einbeittari.
Kogga, listamaður:
Það eykur einbeitingu og
sköpun.
Lilja Valdimarsdóttir,
Hornaleikari:
Til að vera frísk og svo er
ég líka einbeittari.
Ragnhildur Sigurðardóttir,
Golfari:
Keppnisgolf er mjög krefj-
andi, þess vegna nota ég
Rautt Eðal Ginseng.
Þannig kemst ég í andlegt
jafnvægi, skerpi athyglina og
eyk úthaldið.
Ragnheiður Runólfsdóttir,
Sundþjálfari:
Það er gott fyrir heilsuna og
eflir mann í leik og starfi.
Kogga, listakona:
Það eykur einbeitingu
og sköpun.
Mr. Lee, túlkur:
Til þess að brosa breitt.
Teitur Örlygsson
Körfuknattleiksmaður:
Því að ég er einbeittari í
öllu sem ég tek mér fyrir
hendur auk þess er
úthaldið betra.
Rautt Eðal Ginseng
Lilja Valdimarsdóttir,
Hornaleikari:
Til að vera frísk og svo er
ég líka einbeittari.
Ragnhildur Sigurðardóttir,
Golfari:
Keppnisgolf er mjög krefj-
andi, þess vegna nota ég
Rautt Eðal Ginseng.
Þannig kemst ég í andlegt
jafnvægi, skerpi athyglina og
eyk úthaldið.
Ragnheiður Runólfsdóttir,
Sundþjálfari:
Það er gott fyrir heilsuna og
eflir mann í leik og starfi.
Kogga, listakona:
Það eykur einbeitingu
og sköpun.
Mr. Lee, túlkur:
Til þess að brosa breitt.
Teitur Örlygsson
Körfuknattleiksmaður:
Því að ég er einbeittari í
öllu sem ég tek mér fyrir
hendur auk þess er
úthaldið betra.
Rautt Eðal Ginseng
Uppskeran horfin
n Þjófar stálu þremur tonnum af vínberjum í Þýskalandi
L
æknum tókst að fjarlægja stóran
fæðingarblett af enni fimm ára
bresks drengs með því að koma
fyrir nokkurs konar hornum á
enni hans og teygja þannig á húðinni.
George Ashman fæddist með stóran
fæðingarblett fyrir miðju enni, sem
náði frá nefrót að hársrótum. Hann
gekkst fyrst undir aðgerð til þess að
láta fjarlægja blettinn rétt eftir fjög-
urra ára afmælisdaginn sinn á Great
Osmond-barnaspítalanum í Lond-
on. Sú aðgerð fól í sér að setja þurfti
einskonar „horn“ á ennið á honum
til að strekkja á húðinni þar. Með því
reyndu læknarnir að stækka þann
hluta húðarinnar sem var án fæð-
ingarblettsins svo hægt væri að fjar-
lægja blettinn og láta flekklausa húð
hans í stað. Læknar komu fyrir nokk-
urs konar blöðrum undir húðinni á
enni George. Þær stækkuðu smátt og
smátt sjálfkrafa og teygðu þannig á
húðinni. Fjórum mánuðum síðar litu
þær út eins og tvö „skrattahorn“, enda
kallar mamma George hann „litla
skrattann“ sinn. Þá voru blöðrurnar
fjarlægðar, fæðingarbletturinn skor-
inn í burtu og húðin saumuð sam-
an. Og nú er George aðeins með lít-
ið ör, sem minnir á Harry Potter örið.
Móðir hans, Karen Ashman, segir að
hún hafi fengið áfall þegar hún sá
George eftir aðgerðina. „Litli fallegi
engladrengurinn minn leit út eins og
skrattinn sjálfur,“ segir hún. „ Þegar
George fæddist og ég sá fæðingar-
blettinn hugsaði ég strax til þess að
eftir tíu ár yrði hann kannski lagður
í einelti, ætti enga vini eða kærustu,“
viðurkennir Karen. „Ég er svo stolt af
honum og styrknum sem hann hefur
sýnt í gegnum þetta allt. Hann er
öðruvísi í útliti, en hann er enn bara
hann sjálfur og lætur ekkert aftra sér,“
segir hún. astasigrun@dv.is
„Skrattastrákur“ laus við stríðni
n Læknar fjarlægðu fæðingarblett
Lífsglaður og lítur aldrei um öxl Nú er
fæðingarbletturinn ekki lengur sjáanlegur
og George er bara með lítið Harry Potter ör.
Lýtalæknar framkvæma stórkost-
lega aðgerð Komið var fyrir nokkurskonar
blöðrum sem stækkuðu sjálfkrafa til þess
að stækka húð George
m
y
n
d
ir
d
a
iL
y
m
a
iL
s
k
já
sk
o
t
Þrisvar sloppið við dauðann
Troy Davis var tekinn af lífi með
banvænni lyfjablöndu á dauða-
deild fangelsisins í Jackson aðfara-
nótt fimmtudags. Fyrir þá örlaga-
ríku stund hafði í þrígang áður átt
að taka hann af lífi. Síðast í október
2008. Þá ákvað Hæstiréttur Banda-
ríkjanna að fresta aftökunni, tveim-
ur klukkustundum áður en hún átti
að fara fram. Allar götur síðan Dav-
is var dæmdur hélt hann fram sak-
leysi sínu. Á árunum sem fylgdu í
kjölfarið drógu 7 af 9 vitnum máls-
ins framburð sinn til baka eða gerð-
ust sek um mótsagnakenndar yfir-
lýsingar. Grunur leikur á að þau hafi
sætt þrýstingi frá lögreglu við yfir-
heyrslur til að bendla Davis við mál-
ið.
„Guð miskunni sálum ykkar“
Á miðvikudagskvöld óskaði Davis
ekki eftir sérstakri „síðustu kvöld-
máltíð“ líkt og tíðkast. Hann fékk því
staðlaðan máltíðarbakka. Grillaðan
ostborgara, ofnbakaða kartöflu,
bakaðar baunir, hrásalat, smá-
köku og greipaldinsafa. Hann var
þess fullviss að þetta væri nefni-
lega ekki hans síðasta máltíð. Af-
tökunni sem fram fór seint á mið-
vikudagskvöld að staðartíma, um
þrjúleytið að nóttu til að íslenskum
tíma, hafði verið frestað um nokkr-
ar klukkustundir í gærkvöldi eftir að
lögmenn Davis gerðu lokatilraun til
að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til
að afstýra henni. Allt kom fyrir ekki.
Hæstiréttur gaf grænt ljós.
Eftir að Davis var bundinn við
dauðabörurnar í fangelsinu lyfti
hann höfðinu upp til að ávarpa fjöl-
skyldu lögreglumannsins Marks
MacPhail. Hann talaði hratt á með-
an aftakan var undirbúin. Hann lýsti
yfir sakleysi sínu og sagði að málið
verðskuldaði frekari rannsókn. „Ég
var ekki með byssu. Fyrir þau ykkar
sem nú eruð að fara að taka líf mitt,
Guð miskunni sálum ykkar. Megi
Guð blessa sálir ykkar,“ var meðal
þess sem Davis sagði á lokaandar-
tökum lífs síns. Troy Davis var, eft-
ir 20 ára baráttu, tekinn af lífi með
banvænni lyfjablöndu í Jackson.
Korteri síðar var hann látinn. Hann
var 42 ára.
aftakan fordæmd
Mál hans vakti heimsathygli og var
um það fjallað í öllum helstu fjöl-
miðlum. Mannréttindasamtökin
Amnesty International sendu á
fimmtudag frá sér yfirlýsingu þar
sem aftakan var fordæmd. Seg-
ir í yfirlýsingunni að með aftök-
unni hafi hrikt í grunnstoðum
bandaríska réttarkerfisins þar sem
Georgíu ríki hafi hugsanlega tekið
saklausan mann af lífi. „Að drepa
mann þegar jafnmikil áhöld eru um
málið er ógnvekjandi og má rekja til
stórfellds klúðurs í réttarkerfinu.“
Stuðningsmenn Davis, aðstand-
endur og fjölskylda grétu fyrir utan
fangelsið þar sem hundruð manna
voru samankomin til mótmæla þeg-
ar ljóst var að hann yrði tekinn af lífi.
Stutt var milli hláturs og gráts þetta
tilfinningaþrungna kvöld í Jackson
því aðeins nokkrum klukkustund-
um áður höfðu fagnaðarlæti brotist
út þegar spurðist út að Hæstiréttur
hygðist fresta aftökunni.
Meðal þekktra einstaklinga sem
á miðvikudag og dagana þar á und-
an börðust fyrir að afstýra aftökunni
var Benedikt páfi, suðurafríska frels-
ishetjan Desmond Tutu og fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna Jimmy
Carter.
móður hins myrta létt
Anneliese MacPhail, móðir lög-
reglumannsins Marks, hafði lýst yfir
óánægju sinni með tafirnar á af-
tökunni. Eftir að ljóst var að Davis
hafði verið tekinn af lífi sagði Anne-
liese að sér væri létt og að réttlæt-
inu hefði verið fullnægt. Fyrr í vik-
unni hafði hún lýst því yfir að hún
bæri engan kala til mótmælenda
aftökunnar vegna skoðana þeirra.
En sagði að þeir vissu ekkert um
staðreyndir málsins. „Fyrir þeim er
aðal atriðið dauðarefsingin. 99 pró-
sent þeirra hafa enga hugmynd um
hver Troy Davis er eða hver Mark
MacPhail var. Þeir eru bara að elta
skoðanir sínar.“
Vinnum í réttarsalnum, töpum
á götunni
Spencer Lawton, saksóknarinn
sem fékk Davis dæmdan til dauða
árið 1991, segir tvö Troy Davis-mál
hafa verið í gangi. „Það er dóms-
málið og svo er það dómstóll göt-
unnar. Við höfum ítrekað haft betur
í dómsalnum en tapað í almanna-
tengslabardaganum,“ segir Lawton
sem vísar því alfarið á bug að ein-
hver vafi leiki á því að sönnunar-
gögn málsins hafi ekki staðist skoð-
un. Allir sem haldi slíku fram hafi
einfaldlega rangt fyrir sér. Þá sé sú
áhersla sem lögð er á vitnin sjö sem
dregið hafa vitnis burð sinn til baka
vera villandi. Vitnin hafi ekki verið
eiðsvarin þegar þau drógu orð sín
til baka og saksóknari ekki fengið
að gagnyfirheyra þau fyrir dómara.
Það veki þá óneitanlega upp spurn-
ingar af hverju það hafi tekið verj-
endur á annan tug ára að fá vitnin
til að draga vitnisburð sinn til baka.
Lawton segir að dauðadómurinn
sé ekki eitthvað sem hann pers-
ónulega sé hrifinn af. Ef hann yrði
afnuminn á morgun myndi hann
ekki sakna hans en staðreyndir
málsins séu að hann sé óaðskiljan-
legur hluti réttarkerfisins í Georgíu.
Tekinn af lífi er heims-
byggðin fylgdisT með
n dauðadeildarfanginn troy davis tekinn af lífi n Umdeild rannsókn, réttarhöld og dómur n dæmdur
fyrir morðið á lögreglumanninum mark macPhail árið 1991 n síðustu orð hans voru um eigið sakleysi„Fyrir þau ykkar
sem nú eruð að fara
að taka líf mitt, Guð
miskunni sálum ykkar saklaus? Aftaka Troy Davis er gríðarlega umdeild enda þykir ekki hafa verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að hann sé sekur um morðið sem hann var sakfelldur
fyrir. Hann ávarpaði fjölskyldu hins myrta á síðustu andartökum líf síns aðfaranótt
fimmtudags og lýsti enn eina ferðina yfir sakleysi sínu. mynd reUters