Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 22
M aðurinn í Vestmanna- eyjum sem svipti sjö ára stjúpdóttur sína lífsgleð- inni var dæmdur í fangelsi á miðvikudag. Hann verð- ur laus eftir rúm fjögur ár. DV greinir ekki frá nafni manns- ins, ekki vegna þess að hann hafi rétt á því að misgjörðum hans verði haldið leyndum, heldur vegna þess að nafnbirting myndi benda á stjúp- dæturnar sem hann misnotaði. Yngri stelpan fæddist árið 2001. Lýsingar á því sem hann gerði má lesa í dómnum yfir honum. Hann gerði henni það mánuðum saman og tók upp á myndband. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann misnot- aði. Sjö árum fyrr hafði hann mis- notað stjúpdóttur sína í fyrra sam- bandi. Hún var ellefu ára og hélt að hann væri góður stjúppabbi, sam- kvæmt dómnum. Ekkert barn ger- ir ráð fyrir því að það geti búið með svona manni. Hins vegar hafa aðrir það verkefni að vernda börnin ef þau eru misnotuð. Maðurinn var handtekinn klukk- an níu að kvöldi og hann var laus fyr- ir miðnætti. Í átta mánuði gekk hann svo laus í Vestmannaeyjum, þótt lög- reglan hefði fjölmörg myndbönd af honum þar sem hann misnotaði stjúpdóttur sína á viðurstyggilegan hátt. Sektin verður ekki augljósari. Því er ljóst að sektin og brotið eru ekki nóg til þess að til aðgerða sé gripið gegn þeim sem misnota börn og þeir fjarlægðir úr umhverfi þeirra. Móðir þriðju stúlkunnar, þeirrar sem ljóstraði upp um misnotkunina, skrifar grein í helgarblað DV og set- ur viðbrögðin við barnaníði í dag í samhengi við viðbrögð við nauðgun- um og misnotkun fyrr á tímum. Hún á erfitt með að sætta sig við hversu vægur dómurinn er. „Ég var vitni í þessu máli og leit í augu dómaranna. Þeir voru þrír og sáu myndböndin. Mér er óskiljanlegt hvernig þeir gátu veitt svo vægan dóm eftir það.“ Áður fyrr tók samfélagið afstöðu með gerandanum og gegn fórnar- lambinu. Það þekkist enn í dag, þótt virk umræða um þessi mál síðustu ár vinni gegn því. Tilfellið í Vestmanna- eyjum kennir okkur að yfirvöld eiga það enn til að velja hagsmuni aug- ljósra barnaníðinga fram yfir hags- muni barnanna. Það á ekki að vera flókið að velja á milli þess hvort barn eigi á hættu að hitta ófreskju á hverj- um degi eða hvort barnaníðingur verði læstur inni strax. Hann hafði meira en 8.000 mynd- ir og 600 myndbönd af barnaklámi í fórum sínum. Hann er væntanlegur aftur á götuna eftir rúm fjögur ár, ef hann afplánar tvo þriðju dóms- ins, líkt og er algengast. Stelpan sem hann misnotaði sjö til átta ára gamla er óörugg og sækir mikið í einveru. Hún hætti að vilja leika sér, missti lífsgleðina og sjálfstraustið. Á hverj- um degi hugsaði hún upp leynileiðir heim til sín, ef vera skyldi að ófreskj- an yrði á vegi hennar. Þegar hann losnar verður hún ennþá barn, þrettán eða fjórtán ára gömul. 22 | Umræða 23.–25. september 2011 Helgarblað tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Laus eftir fjögur ár Leiðari Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar. Bókstaflega Súr Ingibjörg n Kjarnakonan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, hefur ekki mikla trú á svila sínum, Össuri Skarphéðins- syni, núverandi utanríkisráðherra, þegar litið er til mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Í morgun- útvarpi RÚV fór Ingibjörg mikinn og mátti á henni skilja að frammi- staða Össurar væri léleg. Stuðnings- menn Össurar eru ævareiðir vegna ummælanna og vilja meina að í einkunn Ingibjargar leynist beiskja vegna þess að sjálfri hafi henni ekki tekist sem utanríkisráðherra að hreyfa málum sem Össur sé að hrinda í framkvæmd. Þar beri hæst brotlendingin vegna umsóknar Ís- lands að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Börn Framsóknar n Samgangur Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar, fyrr- verandi Framsóknarmanns, vekur hroll meðal marga rótgró- inna stjórn- málamanna í fjórflokknum. Guðmundur er skilgetið afkvæmi Framsóknar- flokksins í þrjá ættliði. Brúna yfir til Besta flokksins mynda þau Heiða Helgadóttir, talsmaður Besta flokksins og dóttir Framsóknar- mannsins Helga Péturssonar. Þarna hafa því börn Framsóknar sam- einast í einhverju sem gæti orðið sigurför. Þriðja hjólið n Fullyrt er að Guðmundur Stein- grímsson ætli sér ekki aðeins að ná Besta flokknum til fylgilags heldur einnig helstu fulltrúum stjórn- lagaráðs sem þriðja hjólinu undir vagninn. Sá eftirsóttasti þar er Þorvaldur Gylfa- son, sem hlaut á sínum tíma yfirburðafylgi til stjórnlagaþings. Víst er að stuðn- ingur hans og þátttaka í framboði myndi gefa Guðmundi og félögum byr undir báða vængi. Vandinn er hins vegar sá að Samfylkingin er til- búin til að láta Þorvald hafa nánast hvaða vegtyllu sem er fyrir stuðn- ing. Besti vill Hönnu n Stuðningsmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur eru á fleygiferð í að undirbúa framboð hennar til for- mennsku í Sjálf- stæðisflokkn- um. Innan Besta flokksins eru menn sagðir óska þess helst að hún nái kyndlinum af Bjarna Benedikts- syni. Það telja menn þar á bæ að yrði einstaklega gott ef Besti færi í landsmálin. Jón Gnarr leiðtogi hafi svo góða reynslu af glímunni við Hönnu. Sandkorn Ö gmundur Jónasson innan- ríkisráðherra er einn kjark- mesti stjórnmálamaður okkar tíma. Hann hikaði ekki við að leggja til við Vest- firðinga að nýr hluti umdeildrar þjóðleiðar yrði lagður yfir heiðar og hálsa í stað þess að grafa göng eða þvera firði. Ráðherrann mætti vestur á firði til að kynna heimamönnum hugmyndir sínar um að færa vega- gerð aftur til þeirra tíma þegar ís- lenskt samfélag var að leggja hestum sem samgöngutækjum og taka upp bifreiðar. F undur Ögmundar og Vestfirð- inga komst í annála vegna þess skilningsleysis sem ríkjandi er varðandi það að gamalt er gott og að Ísland þarf sárlega á því að halda að hverfa aftur til sein- ustu aldar. Því er haldið fram að ráð- herrann hugumprúði hafi byrjað ræðu sína í félagsheimilinu á Patreksfirði með ávarpsorðunum „Góðir hálsar“. Þar vildi hann slá á létta strengi en jafnframt senda skýr skilaboð um að betra sé að fara yfir hálsa og heiðar en að ferðast um jarðgöng eða brýr yfir firði. Ögmundur mun hafa séð fyrir sér að hálsarnir slægju í gegn og hann uppskæri lófatak. En það var öðru nær. V estfirðingar hafa feiknarleg- an áhuga á jarðgöngum. Og þeir hafa í krafti þingstyrks fengið slæðing af slíku. Þannig eru göng á milli Bol- ungarvíkur og Ísafjarðar auk þess sem göng tengja Ísafjarðarbæ inn- byrðis. Höfuðborgarbullur sem vilja endilega sóa peningum í Sundabraut fremur en jarðgöng í strjálbýli hafa bent á að göng séu flóttaleið en ekki aðeins samgöngubót. Þannig hafi Vestfirðingum aldrei fækkað hrað- ar en eftir að ógnarlöng göng voru lögð milli fjarða. Sérfræðingar inn- anríkisráðherra hafa áttað sig á þeirri ógn sem göngin eru þegar litið er til byggðarinnar fyrir vestan. Göngin ógna mannlífinu og þorp sem verða á leið þeirra veslast upp og deyja. Þ að eru þessi augljósu sann- indi sem Ögmundur hafði í farteskinu þegar hann fór vestur til að forða heima- mönnum frá samgöngu- bótum. F undargestir á Patreksfirði skyldu ekki að ráðherrann var að leggja þeim gott til þegar hann þvertók fyrir að grípa til stórhættulegra samgöngubóta á borð við göng eða þverun fjarða. Vesalings fólkið vissi ekki að ráðherrann var að leggja til eins konar höft á fólksflótta. Rétt eins og ríkisstjórn hans hélt uppi gjaldeyrishöftum til að forða Ís- landi frá hruni var Ögmundur að leggja til hindranir á vegum til að stöðva flóttann. H undruð fundarmanna ákváðu að móðgast við ráðherrann þegar hann útlistaði flóttahindranir sínar á þjóðvegum vest- ar. „Góðir hálsar,“ endurtók ráð- herrann og salurinn tæmdist. Það mátti öllum vera ljóst að þetta sam- félag var ekki að taka við björgun- arhringjum að sunnan. Þegar ráð- herrann snéri baki við Patreksfirði og ók í rykmekki eftir holóttum veg- unum suður á bóginn var honum ljóst að sumum var hreint ekki við- bjargandi. Góðir hálsar „Við erum engar kolakerlingar.“ n Ásdís Halla Bragadóttir, sem tilheyrir hópnum Primaverur sem dregur nafn sitt af veitingastaðnum La Primavera. Staðnum hefur verið lokað en eigendurnir hafa opnað nýjan stað, kolagrillið. Ásdís telur að þær vinkonur muni ekki verða kenndar við nýja staðinn. – DV „Það að tónleik- arnir séu styrktir af þessum framleiðanda en ekki einhverjum öðrum hefur ekkert með edrúmennsku mína að gera. Ég hlæ bara að þessu.“ n Bubbi Morthens, en nýja tónleikaröð- in hans er styrkt af víking léttöli. – DV „Þetta er klár- lega jólagjöfin í ár.“ n Ásdís Rán Gunnars- dóttir um undirfatalínu sem hún hannaði fyrir Hagkaup. – Fréttablaðið „Ef ég verð rekinn þá er það fyrir alla röngu hlut- ina.“ n Hallur Reynisson kærði vinnuveitend- ur sína í Hagkaupi fyrir kynjamisrétti. – DV.is Svarthöfði H ér um árið, þegar Guðni Ágústsson sá um hrossa- kaupin hjá þjófafélagi fram- sóknar, þótti við hæfi að gera atvinnulausan flokksgæðing að umboðsmenni íslenska hests- ins. En í þá daga þótti víst sjálfsagt að útvega mönnum eitt og annað sem tilheyrði okkar ágæta ríki. En reyndar ætlaði ég ekkert að skrifa um þetta. Og ekki ætlaði ég heldur að skrifa um það, að ágætur íslensk- ur prestur segir að samkynhneigð sé svosem í lagi, ef hommar og less- ur komist hjá kynlífi. En þegar ég las þetta, hrökk uppúr mér: -Kræst, hvað er hægt að vera heimskur! Reyndar hef ég ekkert útá presta að setja, sem persónur í flóru mannlífsins, en ítroðsla þeirra og galgopaháttur; studdur af meint- um sannleika kristindómsins, er mér ekki að skapi. Auk þess sem ég er ekki sáttur við það að bolurinn sé neyddur til að taka þátt í þeirri rándýru skrautsýningu sem kirkj- an stendur fyrir. Við getum sagt það sem svo, að hefðin hafi kennt fjöldanum að best sé að láta skíra sig, ferma, gifta og jarða; að kristn- um sið. Að öðrum kosti lendir fólk í kerfislægum flækjum með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Hér er vert að geta þess að rosk- in vinkona mín lét prest aðstoða sig við útför, þar eð hún vildi láta jarða látinn eiginmanninn. Og svo ég geri langa sögu stutta, þá fór allt vel fram og ekkjan þurfti að greiða 650.000 krónur fyrir pakkann. Að vísu komu ýmsir að útförinni og mönnum tókst meira að segja að senda hinn látna í gröfina með kodda og sæng. En þessi frásögn leiðir mig að því sem ég ætlaði að skrifa um í dag. Og það er, að ágætur vinur minn hefur gert þá kröfu, að þegar dagar hans verða taldir, vill hann láta breyta líki sínu í kjötmjöl og vill að mjöl- inu verði dreift á hálendi Íslands. En hann ætlar þannig að gerast nýt- ur þegn að lífinu loknu og ætlar að hamla gegn uppblæstri og gróður- eyðingu. Ég er sannfærður um að þessi krafa hans vinar míns sé, hvort tveggja í senn, afar snjöll og til hagsbóta fyrir alla menn. Samfé- lagið sleppur við óþarfa bruðl, í formi kistulagningar, jarðarfarar, blómaskreytinga, orgelleiks, kór- söngs og alls þess sem útfararþjón- usta og kirkjuvald geta hugsanlega rukkað fyrir. Þess í stað fer líkið í þar til gerða kjötmjölsverksmiðju og verður að áburði sem næra mun flóru landsins sem unaðslegur ynd- isauki. Auðvitað vill kristið fólk meina að þetta sé viðbjóðsleg hugsun og segir að maðurinn eigi skilið að fá virðulega athöfn, þar sem ein- hver presturinn getur hálsbrotið sig í helgislepju. Umræddur kappi á þess kost að verða að ormafæði í kistu eða að mengun á himnum og dufti í krukku. Hann vinur minn er að vinna verk sitt, nánast einsog umboðs- maður íslenska prestsins. Hann vill fækka þeim fáránlegu samkomum sem kirkjan stendur fyrir. Hann Jesús fellir jafnvel tár ef jarðarförum fækkar en kjötmjöl græðir gömul sár er gróðurþekjan stækkar. Umboðsmaður íslenska prestsins Kristján Hreinsson Skáldið skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.