Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 23
N ei – þetta er ekki skoðun undirritaðs en fullyrðingin er álíka gáfuleg og sú að samkynhneigð sé í lagi á meðan fólk stundi ekki kynlíf með sama kyni. Er ég einn um að finnast þessi áhugi Frið- riks Schram og fleiri presta á kyn- lífi samkynhneigðra eitthvað skrýt- inn? Samkynhneigðir stunda kynlíf já, en við stundum líka nám, vinnu og skemmtistaði, pöntum pítsu, för- um í bíó, horfum á sjónvarp, rækt- um vináttu- og fjölskyldubönd – já, við lifum bara svipuðu lífi og flestir aðrir. Miklu púðri er eytt í að reyna að koma í veg fyrir að fólk stundi kyn- líf með sama kyni en eitthvað ber minna á mótmælum gegn kynlífi gagnkynhneigðra utan hjónabands, barneignum utan hjónabands, skilnuðum... ég gæti haldið áfram. Allt eru þetta „syndir“ samkvæmt hinni 2.000 ára gömlu bók sem sí- fellt er vitnað í þegar berja skal á samkynhneigðum. Já, berja, því það mætti halda að forsvarsmenn kirkjusafnaða eins og Kristskirkj- unnar séu í heilögu stríði gegn sam- kynhneigð. Er kannski auðveldara að berja á hommunum en hinum gagnkynhneigða meirihluta? Má ég minna á að ekki eru allir sömu trú- ar og margir sem ekki trúa á neinn Guð. Er í lagi að kúga það fólk í nafni sinnar eigin trúar? Á vefsíðu Kristskirkjunnar er greinasafn Friðriks Schram þar sem meðal annars má sjá greinartitilinn „Foreldrar gætið barnanna ykkar fyrir Samtökunum 78.“ Því miður vísar þessi tengill í aðra grein því ég er mjög forvitinn að heyra hvað það er nákvæmlega sem samtökin sem ég er í forsvari fyrir hafa gert börnum landsins. Ég held að það sé margt annað sem mætti vara for- eldra við en Samtökin ‘78. Samtökin eru með öflugt ung- liðastarf undir sínum verndarvæng og mér hefur verið tjáð af móður að ungliðahópurinn hafi bjargað barni hennar því engir voru vin- irnir í skólanum. Er það þetta sem foreldrar eiga að passa börnin sín fyrir? Að þau eignist vini og JAFN- INGJA? Kynnist öðrum hins egin ungmennum sem eru að upp- lifa svipaðar tilfinningar? Þá bjóða Samtökin ‘78 einnig upp á fría félagsráðgjöf fyrir þá sem þess óska og er ekki vanþörf á meðan fólk mætir svona fordómum. Staðreyndin er sú að málflutn- ingur á borð við þann sem Friðrik stendur fyrir veldur því að samkyn- hneigð ungmenni, jafnt á Íslandi sem um heim allan, líða miklar kvalir og fremja í versta falli sjálfs- morð því einhver prestur segir þeim að tilfinningarnar sem þau eru að upplifa séu ekki Guði þóknanleg- ar. Það eru þung og erfið skilaboð fyrir óharðnaða unglinga. Samtök- in ‘78 hafa ekki stundað að berjast gegn hópum eða félagasamtök- um með vopnum og ekki stendur til að byrja á því núna. Við svörum þegar á okkur hallar eða ráðist er á hinsegin fólk. Friðriki finnst fólk vera með fordóma gagnvart sér og sínum skoðunum en það er rangt. Fólk er einfaldlega á móti haturs- áróðri, jafnvel þegar hann er kynnt- ur undir rósinni „elskið syndarann en fordæmið syndina.“ Umræða | 23Helgarblað 23.–25. september 2011 Hvað finnst þér um átak VR um 10 prósenta afslátt fyrir konur í búðum? „Ég er alltaf hlynnt því að fá afslátt.“ Líndís Sigurðardóttir 45 ára starfsmaður hjá Landsbankanum „Ég er ánægð með það.“ Jóhanna Dóra Jóhannesdóttir 83 ára ellilífeyrisþegi. „Mér finnst það ekki sanngjarnt. Það eru konur þarna sem eru á svipuðum launum og karlmenn.“ Guðmundur Finnbogason 47 ára rafvirki. „Mér finnst það bara frábært.“ Fríða Jónsdóttir 25 ára vaktstjóri í Hressingarskálanum „Til hvers?“ Alfreð Sigurðsson 28 ára nemi á Grillmarkaðnum Maður dagsins Bríet var háskólinn Margrét Helga Jóhannsdóttir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona er komin aftur á fjalir Þjóðleikhússins eftir 40 ára fjarveru. Margrét Helga leikur Aliide í leikritinu Hreinsun eftir Sofi Oksanen en það er leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem leikur Aliide unga. Þetta er í annað skipti sem þær stöllur túlka sömu persónu. Hver er maðurinn? „Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona.“ Hvar ert þú alin upp? „Aðallega undir Esjunni.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífsorka.“ Hvað finnst þér best að borða? „Ég er mikil matmanneskja og er fyrir alls kyns sjávarfang eins og smokkfisk og kol- krabba og allt þetta skrítna úr sjónum.“ Hver er uppáhaldsrithöfundurinn þinn? „Það er Halldór Laxness.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Já, margar. Bríet Héðinsdóttir heitin var háskólinn minn.“ Hvert er draumahlutverkið? „Ég held að ég sé búin að fá þau öll. Fyrsta hlutverkið mitt hjá Leikfélagi Reykjavíkur var draumahlutverk en þá lék ég Uglu í Atómstöðinni.“ Hvernig fannst þér bók Sofi Oksanen? „Þetta er mögnuð bók og margslungin og það magnaða er að leikritið var skrifað á undan bókinni.“ Er erfitt að leika Aliide? „Ég er ennþá að landa henni og það er langt í land. Þetta er mjög sterkur hópur og ég reikna með sterkri sýningu. Ég leik Aliide þegar hún er fullorðin og Vigdís Hrefna Páls- dóttir leikur hana unga en þetta er í annað skipti sem við leikum sömu persónuna. Hún leikur mig líka yngri í Eldfjallinu.“ Ert þú ánægð með að vera komin aftur á fjalir Þjóðleikhússins? „Mér finnst voðalega gaman að koma aftur á fjalirnar eftir 40 ára fjarveru. Síðast þegar ég lék í Þjóðleikhúsinu lék ég ekkjuna í söng- leiknum Zorba árið 1971.“ Hvað er fram undan? „Síðasta ár var mjög gjöfult hvað varðar verkefni og framtíðin er eiginlega óráðin. Það er búið að reifa eitt og annað en það er ekkert fast í hendi.“ Kristni í lagi ef fólk fer ekki í kirkju! Dómstóll götunnar Guðmundur Helgason formaður Samtakanna ‘78 Aðsent Myndin Mótmælt Nokkuð stór hópur fólks kom saman við bandaríska sendiráðið við Laufásveg á fimmtudag. Hópurinn mótmælti afstöðu bandarískra stjórnvalda við til- raunir Palestínu til þess að öðlast fullveldi og aðild að Sameinuðu þjóðunum. Hér má sjá Svein Rúnar Hauksson lækni halda erindi. Lögregla var með viðbúnað. MynD SiGtryGGur Ari „Er kannski auð- veldara að berja á hommunum heldur en hinum gagnkynhneigða meirihluta? Hollinn-Skollinn Í sland er lýðræðisríki sem þýð- ir að fólkið í landinu ræður. Til þess eru kosningar; lýðurinn veit- ir kjörnum þingmönnum umboð til að fara með stjórn landsins í ákveðinn tíma þó þeim sé uppálagt að bera mikilvægustu málin und- ir dóm fólksins sem kaus þá – alias okkur. Það þýðir líka að við höfum rétt á að fá allar tiltækar upplýsing- ar um hin sömu mál svo við getum myndað eigin skoðun og fellt okkar dóma byggða á heilbrigðri umræðu. Ella værum við ekki hótinu skárri en einræðisríki þar sem upplýsingar eru skammtaðar, afskræmdar og skrum- skældar. Það er einfaldlega réttur lýðsins að hafa tögl og hagldir í lýðræðis- ríkjum. Svo eru líka annars konar kosn- ingar á Íslandi þar sem fólkið velur sér þjóðhöfðingja. Þetta tvennt hef- ur frá upphafi verið aðskilið; forset- inn á að vera þjóðhöfðingi en ekki pólitíkus. Nú ber svo við að kjörinn þjóðhöfðingi vill helst halda áfram að vera pólitíkus og berst bak við tjöldin fyrir sínum eigin pólitísku ástríðum. Honum fer líkt og skoð- anabræðrum hans, honum finnst ekkert athugavert við að svína á fólk- inu í landinu með því að halda op- inni umræðu í gíslingu, drepa henni á dreif og snapa sér leðjuslag hér og hvar með skætingi og stælum. Þannig á að synja okkur um þann sjálfsagða rétt að fá að mynda okk- ur óáreitt skoðanir um eitt brýn- asta mál síðari tíma, óháð annarra manna ofríki. Við völdum réttkjörinn þingheim sem óskaði fyrir okkar hönd eftir að- ild að Evrópusambandinu. Ég á rétt á því að fá að allar upplýsingar um hvað aðild hefði í för með sér og ég vil fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að þola valdníðslu sem for- seti landsins og illa uppaldir stjórn- málamenn hafa í frammi í þökk og með blessun mannanna sem selt var sjálfdæmi í auðlindum þjóðar- innar. Stöðugt baktjaldamakk, póli- tískt skítkast og skotgrafahernaður í þágu eigin skoðana og í þeim til- gangi einum að skara eld að sinni eigin pólitísku köku er ekkert annað en ofbeldi í okkar garð. Sjáið heldur sóma ykkar í að gera það sem ykkur var treyst til – að standa vörð um lýðræði landsins og hætta þessum skollaleik. Ragna Björk Þorvaldsdóttir MA í alþjóðasamskiptum Aðsent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.