Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 30
Þ etta var grín. Svona í byrjun. Algjörlega hugsað sem slíkt. Kannski leikur. Sem fór úr böndunum. Auðvitað fór þetta úr böndunum. Ég neita því ekki. Sökin er mín. Ég kýs heldur að segja að ég haf gert þetta. Án þess að taka afstöðu til sektar. En vissulega er hún líka til staðar. Sektin. Nánar um hana síðar. Sektina. Við búum í einu af þessum hverfum sem eru til fyrir ofan Reykjavík. Fyrir ofan Breiðholtið og Grafarvoginn. Í einni af þessum götum sem hefur svo framandi nafn að enginn man eigin- lega hvar hún er. Hverfið okkar er grátt á litinn. Mörg húsin standa fokheld og auð. Brunnu inni í hruninu. Það er búið að negla fyrir gluggana í flestum húsunum í götunni okkar. Það var aldrei flutt inn í þau. Við erum neðst í botnlanga. Reyndar er hægt að aka framhjá húsinu okkar og að hringtorgi. En það liggja engar aðrar götur út frá hringtorginu. Landakortið nær ekki lengra. Húsið okkar er á tveimur hæðum og með kjall- ara. Við, Kata konan mín, urðum fokheld og náð- um að fytja inn áður en forsætisráðherrann bað Guð að blessa Ísland. Þá stóðum við inni í stofu og vorum að velja náttúruflísar á baðherberg- ið. Með naktar ljósaperur hangandi í stofunni stóðum við í málningargöllum og fylgdumst með á flatskjánum sem ég hafði hengt upp fyrr um morguninn. Ég man að við stóðum þarna og ég leit á naktar ljósaperurnar í loftinu og á þetta rán- dýra sjónvarp sem ég var búinn að festa á vegg- inn og mér leið eins og við hefðum verið rænd. Að þjófar hefðu komið og hreinsað allt úr húsinu og bara skilið eftir þetta sjónvarp á veggnum. Það tók mig mest allan daginn að hrista af mér þessa hugsun. Nú erum við föst hérna. Við vorum búin að selja ofan af okkur og sitjum föst hérna núna. Í auðu hverfi í auðri götu sem enginn man hvað heitir. Peningarnir kláruðust. Það er það sem við segjum fólki. Þess vegna eru engin gólfefni á gólf- unum. Engar hurðir. Bara byggingarplastið sem ég límdi niður. Við göngum um á svona plastklossum sem komust í tísku fyrir nokkrum árum. Ég er á svört- um klossum en Kata mín er á svona bleiksanser- uðum. Dótið okkar, sem við erum búin að vera safna að okkur síðan við byrjuðum að búa sam- an, fyllir húsið. Það er samt eitthvað svo undar- lega tómt. Í fyrstu tókum við þá ákvörðun að láta þetta ekkert slá okkur út af laginu. Hrunið. Halda bara okkar striki og Kata mín saumaði gardínur fyrir gluggana og við sátum yfir litaspjöldum, staðráðin í því að mála húsið bæði að innan og að utan. Parketið og flísarnar gætu beðið. Við bara komumst aldrei það langt. Gardínurnar fóru að vísu upp en húsið okkar stendur ómálað. Bæði að innan og að utan. Svo fengum við lána- frystingu og misstum vinnuna. Fyrst hún Kata mín og svo ég. Ég er svo sem ekkert að kvarta yfr því. Ekki svoleiðis. Það voru margir sem misstu vinnuna og fengu frystingu. Það varð ekkert við það ráðið. En það sem gerðist var að okkur tók að skorta erindi til að fara út úr húsi. Vissulega fórum við að versla í matinn og kannski í sund en það var allt og sumt. Dóttir okkar er í sérnámi erlendis og ekkert væntanleg heim á næstunni. Henni býðst ágæt staða í spítala í Gautaborg þegar hún klárar og við höfum hvatt hana til að taka við henni. Hér heima á Íslandi bíður hennar engin vinna. Hún og Gauti, maðurinn hennar, kunna vel við sig í Svíþjóð. Finnst landið að mörgu leyti betur heppnað en Ísland, eins og hann orðar það. Kannski er eitthvað til í því. Að eitt land geti verið betur heppnað en önnur. Ég horfi dálítið á sjónvarpið. Það hef ég aldrei gert. Ekki að neinu ráði. Maður var alltaf að vinna. Oft fram eftir. Sá í mesta lagi kvöldfréttir eða einhvern svona þátt sem allir voru að tala um. Eftir að okkur var sagt upp fór ég að horfa meira á sjónvarpið. Hékk yfir því. Lærði á still- ingarnar. Litina og skerpuna og hljóðið. Við erum með allar stöðvarnar. Kata mín hefur enga eirð í sér til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Hún á sín eigin áhugamál. Hún er í bókaklúbbi með vin- konum sínum og les mikið. Þær lásu Flugdreka- hlauparann. Og einhverja vampírubók sem ég man ekki hvað heitir. Ég horfi mest á Discovery. Sérstaklega þætti um seinni heimsstyrjöldina. Mér finnst alveg magnað að sjá viðtöl við fólk sem upplifði hörmungarnar. Aldraða hermenn og þá sem lifðu af dvölina í útrýmingarbúðum nasista. Það vekur furðu mína hvað fólk man þetta greinilega. Svona mörgum árum seinna. Hvar það var statt og hvað það var að gera. Ég man hrunið okkar ekki í svona mikl- um smáatriðum. Ég man sumt en annað er í hálfgerðri móðu. Það eina sem mér finnst ég stundum muna er bara þegar forsætisráðherr- ann biður Guð að blessa Ísland og svo er ég allt í einu staddur í þessu hálfkláraða húsi með henni Kötu minni á plastklossum sem voru í tísku fyrir nokkrum árum. Auðvitað man ég eftir því að við urðum reið. Svona þegar þetta var allt að ger- ast. Ég man að hún Kata mín hringdi í dótt- ur okkar í Svíþjóð og grét mikið í símann. Drakk svo heila hvítvínsflösku og kreppti hnefann út í loftið. Svo sofnaði hún í sóf- anum frammi í stofu. Sem er mjög ólíkt henni. Mjög ólíkt okkur. Við drekkum ekki mikið. Við erum ekki þannig fólk. Svo var eins og ástandið breyttist. Það féll einhver værð yfir gráa hverfið okkar. Götuna okkar sem hefur svo framandi nafn að enginn man eigin- lega hvar hún er. Af og til komu nágrannar okkar, sem náðu aldrei að flytja inn í húsin sín, að skoða þau. Tryggja byggingarplastið og flekana sem þeir höfðu neglt fyrir gluggana. En eftir því sem á leið fór heimsókn- um þeirra fækkandi. Það var eins og skömmin hefði hrakið þá á flótta. Hvert, nákvæmlega, hef ég enga hugmynd um. En það er mín reynsla að fólk almennt vilji ekki dvelja of lengi við þá hluti sem það fær ekki að eiga. Værðin sótti líka að okkur. Ég hætti að klæða mig. Sá ekki tilganginn með því að fara úr náttfötunum og sloppnum. Nema rétt þegar ég fór að versla í matinn. Ég fór varla úr plastklossunum sem voru í tísku fyrir nokkrum árum. Þeir urðu hluti af fótunum á mér. Ég hætti að ganga í sokkum. Það er eitt sem ég hef tekið eftir í öllum þess- um þáttum sem ég hef horft á um seinni heims- styrjöldina og það er að þeir sem lifðu hörmung- arnar af, þeir vissu að einhver væri á leiðinni að bjarga þeim. Við það eitt að hlusta á sprengjur falla varð þeim ljóst að það var einhver þarna úti sem var á leiðinni að bjarga þeim. Að klippa á gaddavírinn og koma höndum yfir kvalarana. Það er kannski ósanngjarnt gagnvart öllum hlut- aðeigandi að bera hrunið okkar saman við hörm- ungar seinni heimsstyrjaldarinnar. En í værðinni sem féll yfir og sótti að mér og henni Kötu minni kom þessi hugsun yfir mig. Að öllum væri sama. Þá fannst mér ég vera farinn að búa í kirkjugarði. Það bara gat ég ekki sætt mig við. Ég vildi heyra sprengjur. Eitthvað sem gæfi til kynna að ein- hver væri á leiðinni til að bjarga mér og Kötu minni. En auðvitað heyrðum við ekki í neinum sprengjum. Pottaglamrið í búsáhaldabyltingunni barst eiginlega aldrei alla leið hingað upp í út- hverfin. Ég veit heldur ekki hvort það hefði skipt neinu máli. Ég get ekki sagt fyrir víst að það hefði fengið mig til að fara í sturtu og raka mig. Ég er með al- skegg núna. Á eyjunni minni. Þá vitið þið leynd- armálið mitt. Ég fór að líta á húsið okkar sem eyju í gráu eyjahafi. Ég held að það hafi byrjað þegar ég var í Krónunni og stóð mig að því að kaupa nánast eingöngu mat í niðursuðudósum. Ég fór svo að gramsa í kössum inni í bílskúr og fann gamla pípu sem ég reykti þegar ég var í mennta- skóla. Nú sit ég á kvöldin fyrir framan kamínuna sem við settum upp í stofunni og brenni móta- timbri sem ég hirði í hverfinu. Það liggur um allt eins og hráviði. Ég brenni líka ýmsum pappírum sem mig langar ekki að eiga. Langar ekki að lesa. Bréf frá bönkum og ýmsum fyrirtækjum og stofn- unum. Hótunum, eiginlega. Það er það sem við gerum á eyjunni minni. Brennum hótunum. Hún Kata mín hefur áhyggjur af mér. En ég hughreysti hana. Við verðum að halda dampi hér á eyjunni. Passa upp á stemninguna. Ég segist leita að vinnu. Fletti í gegnum atvinnu- auglýsingarnar. En hæfileikar mínir mega sín lítils í kreppu. Það er engin þörf fyrir mig. Nei, takk. Ekki núna. Í værðinni þá er eins og hún hafi sæst á það að það er ekkert sem ég get gert til að breyta stöðunni. Hrunið er stærra en við hjónin. Það er ekki á okkar valdi að breyta neinu. Ekki eins og er. Það er sameiginlegur skilningur okkar. Hún Kata mín væri bara að eyða púðrinu sínu með því að fetta fingur út í náttsloppinn og alskeggið og pípuna. Ég held að hún skilji að ég þarf dálítið að finna mig. Finna mig upp. Svona upp á nýtt. Oft kemur að mér sú hugsun að ég sé hættur að vinna. Kominn á eftirlaun. En ég er auðvitað allt of ungur til þess. Ég hef séð menn í vinnunni hjá mér fara á eftirlaun. Þeir duglegu drepast fyrst. Þeir hafa lagt öll eggin sín í sömu körfuna. Fyrirtækið. Hafa ekki að neinu að hverfa þegar þeir fara á eftirlaun. Ég gef duglegum manni í mesta lagi fimm til sex ár eftir að hann fer á eftir- laun. Þá er hann annað hvort dauður eða orðinn alvarlega veikur. Sem er vinna í sjálfu sér. Að vera alvarlega veikur. Það þarf að hitta alls kyns sér- fræðinga og fara í rannsóknir og aðgerðir auk þess sem að það hvílir á manni ákveðin upplýsingaskylda hvað fjölskyldu og vini varðar. Maður sem ég þekkti hann lenti í þessu. Að verða alvarlega veikur þegar hann hætti að vinna. Þegar hann var ekki á spítalanum þá var hann stanslaust í símanum eða á netinu að segja fjöl- skyldu og vinum frá því hvernig barátt- an við sjúkdóminn gengi. Hann var líka í stóru viðtali í dagblaði og kom í sjón- varpinu. Það drap hann á endanum. Held ég. Allt þetta kynningarstarf. Ég vakna snemma á morgnana. Helli upp á kaffi og treð mér í pípu. Stundum kemur það fyrir að ég sofna í stólnum fyrir framan kamínuna. Þegar ég vakna kaldur og stífur þá virði ég fyrir mér öskuna sem ég er far- inn að dreifa af svölunum. Hún er eins á litinn og grá steinsteypan sem er ríkjandi litur í hverfinu. Mig dreymir stundum að sæðið úr mér sé svona. Að við Kata mín ríðum og þegar ég fæ úr honum þá blæs typpið á mér bara út svona grárri ösku. Það er kannski þess vegna sem ég er farinn að forðast það að sofa hjá henni. Vil frekar horfa í glóðina í kamínunni þar til ég dett út af. Það er mynd af íkorna á hliðinni á henni. Ég veit ekki hvort það skiptir nokkur máli. En þarna er hann samt. Svona skreyting. Svartur íkorni með hnetu í kjaftinum. Ég hef bara gaman af honum. Þegar ég er búinn að troða í pípuna og kveikja í henni þá fer ég út á svalir, ef það er veður til þess, og drekk kaffið mitt. Ég á ágætis kíki frá Bausch og Lomb. Ég nota hann til þess að fylgjast með hverfinu sem er hinum megin við lágina. Þar hefðum við auð- vitað átt að byggja. Í hverfi sem var komið betur af stað. Þar eru húsin nánast fullkláruð, þar eru garðar og heitir pottar og börn sem leika sér. Í hverfinu okkar er ekkert svoleiðis. Þegar ég set upp kíkinn og skima yfir hverfið þá líður mér eins og skipstjóra sem sér til lands en organdi brimið er bara svo mikið að hann nær ekki að sigla til hafnar. En hann grætur ekki örlög sín. Hann veit að hann á ekki afturkvæmt. En það var svo sem alltaf ófrávíkjanlegt samningsatriði. Möguleikinn á því að drukkna eða steyta á skeri. Ég kíki inn um glugga og sé fjölskyldur á nátt- fötunum að borða morgunmat. Grátandi börn sem vilja ekki fara í skólann og fólk stíga inn í bíla og aka af stað í vinnuna. Af og til kemur það fyrir að einhver snýr vanganum í átt að mér. Kannski er það glampinn frá kíkinum sem fær fólk til að snúa vanganum. Ég veit það ekki. En þá hlýnar mér aðeins um hjartaræturnar. Ég er ekki að hnýsast. Ég lít ekki þannig á málið. Ég er að fylgjast með. Ég hef fjárfest í lífi þessa fólks af áhuga. Það er engin öfund í mér. Það er bara svo hughreystandi að sjá það við leik og störf. Ég er enginn pervert. Ef ég sé fólk nakið eða að ríða þá læt ég kíkinn síga. Það verður auðvitað að ríkja trúnaður. Ég ætti að minnast aðeins á kjallarann í hús- inu okkar. Hann varð aldrei að neinu. Ekki að því sem hann átti að verða. Hugmyndin var að þar yrði lítil íbúð handa dóttur okkar og mann- inum hennar og auðvitað væntanlegum barna- börnum. Íbúð sem þau gætu búið í á meðan þau væru að koma undir sig fótunum hérna heima eftir sérnámið. Það er neglt fyrir gluggana í kjallaraíbúðinni. Þar er klósett en enginn vask- ur ennþá, ekkert bað og engin sturta. Við förum aldrei niður í kjallara. Kannski er það bara of sárt. Að horfa upp á eitthvað sem aldrei verður. Vitandi það að dóttir okkar og maðurinn hennar eru ekkert á leiðinni heim eftir sérnámið. Það er auðvitað aldrei rætt öðruvísi en í tengslum við gengið og hrunið og atvinnuleysið. Það er aldrei rætt á tilfinningalegum grunni. Það er algjörlega í undirtextanum. Í þögninni á línunni þegar við hringjum út í dóttur okkar og manninn hennar. Þau eru ekki á leiðinni heim. Hún Kata mín stakk upp á því að ég myndi þrífa kjallarann sem stendur auður vegna þess að allt geymsludótið okkar er inni í bílskúrnum sem er tvöfaldur. En þar sem við eigum ekki lengur tvo bíla er nóg pláss þar. Hún Kata mín stakk upp á því að ég myndi þrífa kjallarann vegna þess að hana langaði að kaupa vefstól og koma honum upp niðri í kjall- ara. Mér leist ekkert illa á það. Ég þurfti bara að sópa steypurykið og þurrka dálítið af og setja skerm á ljósaperurnar sem hanga þar og leggja nokkra teppabúta á steingólfið þar sem vefstóll- inn átti að standa. Ég var enga stund að þessu. Þetta var verkefni sem ég gat vel tekið að mér. Ég var búinn að fylgjast með fólkinu mínu fara á fætur og bursta tennurnar og fá sér morgun- mat og fara í skólann og vinnuna. Ég var búinn að drekka kaffið mitt og reykja pípuna mína. Ég smeygði mér því í plastklossana mína sem voru í tísku fyrir nokkrum árum og vatt mér niður í kjallara. Það er ekki gengt úr húsinu beint niður í kjallara. Það var með ráðum gert. Þegar dóttir okkar og maðurinn hennar og væntanleg barna- börn myndu búa í kjallaranum vildum við ekki vera að hnýsast. Þess vegna er sérinngangur á bak við húsið inn í kjallarann. Ég byrjaði á því að fara inn í bílskúr og ná í kúst og gekk svo eftir viðarfjölunum sem lágu í stíg bak við húsið að innganginum í kjallarann. Ég fann lyklana að kjallarahurð- inni á stóru kippunni með varalyklunum sem við notum aldrei og hangir venjulega inni í ryksuguskápnum í þvottahúsinu. Þetta er þykk og voldug eikarhurð með lítilli kattalúgu neðst. Dóttir okkar er svo hrifin af köttum og eftir Jón Atla Jónasson 1. sæti 30 23.–25. september 20112011 Í kjallaranum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.