Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 31
við vildum einhvern veginn gera henni ljóst
að þessi kjallaraíbúð væri hennar yfirráða-
svæði. Ef hana langaði í kött þá myndum við
ekki standa í vegi fyrir því. Ég fann lykilinn og
opnaði dyrnar. Það var þungt loft fyrir innan
og ég hóstaði eilítið þegar ég var kominn inn.
Það gekk vel að hreinsa til. Ég var enga stund
að sópa upp steinsteypurykinu og þegar það
var búið þá fór ég aftur inn í bílskúr og fann
til nokkur teppi sem lágu upprúlluð á hillu
við hliðina á veiðidótinu okkar. Ég fann líka
gamla hríslampaskerma úr Ikea sem höfðu
hangið í herbergi dóttur okkar þegar hún var
unglingur. Þegar ég var búinn að leggja tepp-
in og hengja upp skermana í kjallaranum var
rýmið bara orðið þokkalega vistlegt. Ég fann
líka til nokkra stóla og gamlan hermanna-
bedda sem mér hafði einhvern tíma áskotn-
ast. Mér fannst tilvalið að koma honum líka
fyrir í kjallaranum. Ef hún Kata mín myndi
nú þreytast við vefnaðinn þá gæti hún fengið
sér dálitla kríu á beddanum. Ég fann líka lítið
sófaborð sem ég stillti upp og setti gamlan
vasa sem við erum hætt að nota á borðið og
dúk sem ég held að hún Kata mín hafi fengið
í afmælisgjöf fyrir löngu síðan. Svo tróð ég
mér í pípu og virti fyrir mér kjallarann. Allir
þessir gömlu munir sem höfðu fylgt okkur í
gegnum lífið og við vorum hætt að nota voru
svo undarlega kunnuglegir en um leið fram-
andi. Ég fékk það á tilfinninguna að ég væri
staddur í fyrstu íbúðinni sem við tókum á
leigu í Breiðholtinu. Þegar við vorum að byrja
að búa saman. Þessi samtíningur virkaði
þannig á mig.
Hún Kata mín hló svolítið fyrst. En bara eins
og fyrir kurteisissakir. Henni fannst þetta ekkert
fyndið. Svo fór hún að öskra. Lamdi í hurðina og
heimtaði að ég hleypti henni út. Hurðin í kjall-
aranum er nefnilega þannig að þegar henni er
læst þá verður að opna hana með lykli. Bæði að
innan- og utanverðu. Þetta var svo sem ekkert
sem við hugsuðum út í þegar hurðin var keypt.
Kannski eru kjallarahurðir í dag bara hannaðar
svona.
Undir kvöldið fór hún Kata mín að gráta. Ég
stóð fyrir utan hurðina og reykti pípuna mína.
Hlustaði á hana gráta. Svo þóttist ég ganga í
burtu. Steig fast til jarðar og tók nokkur skref
en læddist svo til baka að hurðinni og lá á
hleri. Hlustaði á ekkasogin í henni þar til mér
var orðið kalt. Þá fór ég aftur inn í húsið. Ég fór
inn í eldhús og smurði nokkrar samlokur og
hellti mjólk í glas. Ég fann lítinn bakka sem ég
var viss um að ég gæti smeygt inn um katta-
lúguna á hurðinni og svo fór ég inn í svefnher-
bergi og náði í bókina sem bókaklúbburinn
hennar Kötu minnar er að lesa. Svo fögur bein
eftir Alice Sebold. Ég sá frétt um það á CNN
að leikstjórinn sem gerði þríleikinn upp úr
Hringadróttinssögu ætlar að kvikmynda hana.
Ég lagði bókina á bakkann og fór svo út og að
kjallarahurðinni og renndi bakkanum inn um
kattalúguna. Hún Kata mín sárbað mig um að
opna fyrir sér og var nú farin að vola eins og
dóttir okkar var vön að gera þegar hún var lítil.
Þó að það sé langt síðan það var þá man ég að
volið var oftast merki um það að hún væri orðin
dauðþreytt, litla skinnið, og kominn tími til að
fara að hátta. Ég sagði henni Kötu minni því að
vera dugleg að borða matinn sinn, lesa dálítið
í bókinni sinni og fara svo að hátta. Hún svar-
aði engu heldur heyrði ég bara brothljóð þegar
hún kastaði bakkanum með smurða brauðinu
og mjólkurglasinu og Svo fögrum beinum eftir
Alice Sebold í vegginn. Svo fór hún aftur að
öskra. Ég gekk frá kjallarahurðinni og að húsinu
framanverðu. Stóð úti á götu og hlustaði eftir
öskrunum. Ég heyrði einungis lágan óm berast
frá húsinu.
Ég leit upp og niður eftir götunni okkar og
þá tók að hvessa svo undir tók í flaksandi bygg-
ingarplasti. Það drekkti algjörlega ópunum
í henni Kötu minni. Svo fór ég inn í húsið og
settist við kamínuna. Ég hafði fundið koníak-
spela í bílskúrnum og kveikti upp í kamínunni
og pípunni minni og dreypti á gylltum vökv-
anum. Og mér var hlýtt að innan. Ég bætti
mótatimbri á eldinn og setti tærnar eins nálægt
logunum og ég gat til að hlýja mér. Ég kláraði
úr pelanum og hlustaði á snarkið í eldinum. Ég
heyrði lága dynki úr kjallaranum af og til. Hún
Kata mín var að berja með hnefunum í timbrið
sem var neglt fyrir gluggaopin í kjallaranum.
En það var ekki til neins. Það var kirfilega neglt
fyrir þau. Við vorum heppin með iðnaðarmenn
á meðan við höfðum ennþá efni á þeim.
Stuttu eftir að mér var sagt upp þá bauðst
mér að fara á hugleiðslunámskeið fyrir at-
vinnulausa. Eða atvinnuleitandi eins og ein-
hver sálfræðingur sagði að við ættum að
kalla okkur. Hann var nýútskrifaður og af-
skaplega indæll ungur maður. Hann sagði
okkur að reyna að sjá fyrir okkur í huganum
daginn sem okkur hafði verið sagt upp. Leyfa
okkur að endurupplifa tilfinningarnar sem
fylgdu uppsögninni. Sjá fyrir okkur aðstæð-
urnar. Fötin sem við vorum í og hvað var
sagt og hvað var gert. Svo áttum við að renna
aftur í gegnum atburðinn en setja skemmti-
lega tónlist við hann og setja trúðahatta á
alla í huganum. Það myndi hjálpa okkur við
að sætta okkur við uppsagnirnar. Ég gerði
það. Ég veit ekki hvort það hjálpaði nokkuð
til. Margir á námskeiðinu urðu reiðir þegar
hann bað okkur um að gera þetta en mér
fannst allt í lagi að reyna. Það sakaði ekki
neitt. Ég hafði gott af þessu. Hugleiðslunni.
Við lærðum hugleiðslutækni sem er kölluð
fljótandi ský. Þá á maður að liggja eða sitja
kyrr og leyfa hugsunum sínum að fljóta í
gegnum sig. Eins og ský á himni. Og ég gerði
það. Leyfði hugsunum mínum að fljóta
áreynslulaust um stofuna og út um gluggana
og fram af svölunum. Ég hugsaði um niður-
suðudósirnar og sódavatnið og hinar vist-
irnar sem ég hafði keypt. Ég hugsaði líka
um litlu stúlkuna sem ég hafði komið auga
á í hverfinu hinum megin við lágina. Hún
minnir mig á dóttur mína þegar hún var á
sama aldri. Ég hugsaði um litla, bláa vasa-
ljósið sem myndi lýsa mér veginn þegar ég
læddist að húsinu hennar og inn um svefn-
herbergisgluggann hennar. Hvað hún Kata
mín yrði ánægð að verða aftur móðir svona
seint á lífsleiðinni. Í litlu, sætu kjallaraíbúð-
inni sem ég hafði innréttað handa okkur og
ég hugsaði um það hvað það eru fáir, sorg-
lega fáir, sem hafa kjark til að byrja upp á
nýtt.
3123.–25. september 2011 2011