Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 34
„D
óttir mín er eitthvað slöpp og ég
held hún hafi smitað mig, þannig
ég kemst ekki í dag,“ sagði Pálmi
við vinnuveitanda sinn. Síðan
flýtti hann sér inn á baðherbergi
og kastaði upp. Pálmi var í flesta staði til fyrir-
myndar. Hann starfaði hjá ágætu fyrirtæki, var
þar í góðri stöðu og þénaði vel. Eiginkona hans
var falleg, vel liðin og hafði, eins og hann, náð
sér í góða menntun og höfðu þau því úr nægu að
moða. Saman áttu þau þrjú börn, einn hund og
einbýlishús í einu af betri hverfum borgarinnar.
Þau óku um hvort á sínum bíl og þurftu því lítið
að hittast. Allt var eins og það átti að vera. Eða
svo fannst Pálma. Hann var vanur því að fá sínu
framgengt, enda var hann einkabarn foreldra
sinna. Þar sem hann var á hnjánum við klósett-
skálina virkaði hann þó ekki mjög sjálfsöruggur,
ákveðinn og geðþekkur. Þvert á móti var hann
aumkunarverður og viðkvæmur. Hann stóð
upp, leit í baðherbergisspegilinn og sagði:
„Þú ætlar ekkert að venjast þessu, gamli.“
Málið með Pálma var að hann var vanur að
ljúga. Hann var jú lögfræðingur þegar allt kom til
alls. Hann vissi líka að hann ætti eftir að þurfa að
ljúga talsvert á næstu dögum. Það var alltaf þann-
ig. Hún lá í brúnum leðursófa þegar hann kom
fram af klósettinu, alveg eins og hann hafði skil-
ið við hana. Ljóst hár féll fram yfir brúnan sófab-
arminn og náði næstum niður á parketlagt gólf.
Hann leit niður á dökkan viðinn, sem hafði ver-
ið sérinnfluttur frá Alaska. Ósjálfrátt renndi hann
annarri stóru tánni eftir gólfinu. Hann naut þess
að finna mýkt parketsins. Það hafði verið hverrar
krónu virði.
Pálmi gekk inn í stofu. Á veggjum héngu lands-
lagsmálverk, verk eftir Tolla á norðurveggnum en
draumkennt landslag Georgs Guðna á þeim vest-
ari. Stórir gluggar náðu frá gólfi upp í loft á hinum
veggjunum og ef ekki væri búið að draga fyrir, þá
hefði hann getað horft yfir alla borgina. Á götu-
vita, blokkir, bíla og silfraða á sem liðaðist letilega
til sjávar. Hann settist niður öðrum megin í sóf-
anum og strauk blíðlega tær hennar. Síðan benti
Pálmi á svaladyrnar og sagði:
„Stundum á haustin finnst mér afskaplega
gott að sitja úti á svölum þegar kvöldar og lesa.
Finna hvernig stress og kliður dagsins líður upp í
himininn. Þegar sólin sest appelsínugul einhvers
staðar úti á flóa og síðustu geislar hennar dansa
á blautum húsþökunum. Þá verður borgin ein-
hvern veginn svo ævintýraleg og draumkennd,
að mér finnst eins og ég sé miklu raunverulegri
en það sem ég horfi á,“ sagði hann og leit á ljós-
hærðu stúlkuna. „Skilurðu hvað ég á við,“ bætti
hann síðan við.
Skyndilega hringdi sími. Hann stóð á fætur og
gekk að litlu, brúnu símaborði, þar sem farsími
hans lá. Á skjánum sá hann að Sigríður, eiginkona
hans, var að reyna ná í hann.
„Sæl, elskan,“ sagði hann um leið og hann
svaraði.
„Hæ, hvernig gengur,“ spurði Sigríður, rödd
hennar þýð.
„Svona, ég vona að við klárum þetta seinni
partinn, en þú veist hvernig þessi mál eru, þetta
getur dregist von úr viti,“ svaraði hann og skoðaði
sjálfan sig í spegli. Hann var enn grannur og stolt-
ur af því að geta enn fundið fyrir magavöðvunum,
þeir voru enn stinnir. Andlitið var vel snyrt, dökkt
hárið vatnsgreitt og hann gætti þess að fara mán-
aðarlega í klippingu. Að höfðinu undanskildu þá
voru engin hár á líkama hans og á meðan hann
ræddi við eiginkonu sína grandskoðaði hann
kynfæri sín í leit að óæskilegum hárum. Honum
fannst eitthvað svo óhreint við það að vera loðinn.
„Kemurðu þá ekkert fyrr en á morgun til okk-
ar,“ spurði Sigríður og greina mátti vonbrigði í
rödd hennar. Hún hafði farið, ásamt börnum
þeirra í sumarbústað, sem þau áttu en hann stóð
ekki langt frá borginni. Hann vissi að það væsti
ekki um þau, sumarbústaðurinn var stór og leik-
svæði fyrir krakkana nærri. Það var helst að Sigríði
mynda leiðast, sem hann tók nærri sér. Pálmi tal-
aði áfram við eiginkonu sína og hann sagði henni
að hann myndi örugglega ná kvöldmat með þeim.
Hún lét málið niður falla og sagðist ekki vilja trufla
hann frekar.
„Ég elska þig,“ sagði hún í símann.
„Elska þig líka,“ svaraði hann og horfðist í augu
við sjálfan sig í speglinum. Síðan kvöddust þau.
Hann slökkti á símanum, brosti til spegilmyndar
sinnar og gekk aftur fram í stofu. Á leiðinni greip
hann með sér sleipiefni.
Nokkrum klukkutímum síðar uppgötvaði Sig-
ríður að hún hafði gleymt að taka sundföt á sig.
Hún var í óða önn að koma krökkunum þremur,
Baldri, Jóhönnu og Völu, í heitan pott, sem þau
Pálmi höfðu látið setja upp skömmu eftir þau
keyptu bústaðinn. Hún gekk því fram úr barna-
herberginu og náði í farsímann sinn sem stóð á
eldhúsborði úr eik. Hún valdi flýtinúmer Pálma
en það var slökkt á símanum hans. Hún dæsti og
ákvað að hringja í fyrirtækið þar sem hann vann.
Hún vissi mæta vel að honum var illa við það og
hann gat látið slík smáatriði fara mjög í taugarnar
á sér, en hún þurfti að fá bikiníið sitt, sérstaklega
ef þau ætluðu að eyða sumarfríinu þar í bústaðn-
um. Hún valdi því rétt númer og beið eftir því að
svarað yrði.
„Já, sæl, þetta er Sigríður, kona Pálma. Er
hann við,“ sagði Sigríður við unga stúlku, sem
hún mundi aldrei hvað hét. Þó hafði hún
unnið með Pálma nokkuð lengi og Sig-
ríður hafði oft hitt hana, en einhvern
veginn náði nafn hennar aldrei að
festast í minni Sigríðar.
„Hæ! Nei, hann er heima í dag.
Mér skildist að Jóhanna eða Vala
væri veik og hefði smitað hann,“
svaraði stúlkan og mátti greina
undrun í málróm hennar. Sig-
ríður var hugsi um stund, ill-
ur grunur læddist að henni.
„Æ, já, kjáni get ég verið. Er eitthvað utan við
mig í dag,“ sagði Sigríður og gerði sér upp hlátur.
Síðan sagðist hún ætla að hringja heim og ná í
Pálma þar. Eftir hún hafði kvatt stúlkuna reyndi
hún að hringja í heimasímann og það kom henni
ekki á óvart að heyra að þar var á tali. Pálmi hafði
eflaust tekið tólið af til að tryggja að hann fengið
frið. Hún fann reiðina magnast innra með sér,
hann var búinn að lofa...
Það tók Sigríði smá stund að jafna sig en hún
sneri síðan aftur inn í barnaherbergið. Þar sagði
hún við Baldur, elsta barn þeirra Pálma, en hann
var á tólfta ári, að hann þyrfti að líta til með systk-
inum sínum rétt á meðan hún skryppi yfir til Hall-
veigar í bústaðnum á móti. Hann kinkaði kolli
hratt. Síðan flýtti hún sér yfir til nágranna sinna.
Þar sagðist hún nauðsynlega þurfa að skreppa
í bæinn, svolítið hafi komið upp á, hvort Hall-
veig væri ekki fáanleg til að líta eftir börnunum
í nokkra tíma. Það var auðsótt mál. Hallveig var
komin á eftirlaunaaldur og eyddi ásamt manni
sínum sumrunum í bústað sem þau höfðu byggt
fyrir alllöngu síðan. Börnunum líkaði mjög vel við
hana og heimsóttu hana oft er þau dvöldu þarna
í sveitinni.
Eftir um 20 mínútur var Sigríður lögð af stað og
fann hvernig reiðin hafði aftur náð tökum á henni.
Eins og sinueldur brann hún í höfði Sigríðar, svo
heit og hatrömm.
Pálmi stóð við stofugluggann og horfði út.
Tekið var að nálgast kvöldmatarleytið en hann
var enn nakin. Hann hafði notið stúlkunnar fjór-
um sinnum yfir daginn og fann fyrir þreytu í lík-
amanum og ekki síst í typpinu. Áður fyrr hefði
hann getað haldið lengur út en þetta var einn af
göllunum við að eldast, úthaldið minnk-
aði og hann hafði jafnvel heyrt að
hið sama gilti um áhuga flestra
karl- manna. Það átti reyndar
ekki við um Pálma, hann
naut þessa enn jafn mikið og í
fyrsta skipti.
Borgin breiddi úr sér fyrir
neðan hverfið þar sem þau Sigríður
bjuggu. Trén í dalnum stóðu í fullum lauf-
skrúða og einhvers staðar á milli þeirra var
fólk í gönguferð, menn í laxveiði og börn að leik.
Yfir borginni gnæfði svo kirkja, byggð fyrir all-
mörgum árum úr ónýtri steypu og þurfti því sí-
fellt vera að gera við hana. Þó vakti hún yfir borg-
inni, eins og viti við svarta hamra.
„Þessi kvöld þegar ég les,“ sagði hann við
stúlkuna, „þessi sem ég sagði þér frá áðan. Það
er nú ekkert merkilegt sem ég er að lesa. Yfir-
leitt einhver skáldsaga en þó dreg ég stundum
fram ljóðabækur, en þá þarf ég oftast að setja
mig í einhverjar stellingar. Kannski tek ég með
mér vínglas eða bjór. Það er einhver töfraljómi
yfir svona kvöldum. Eitthvað sem ég fæ hvorki
snert né séð, ég get ekki bent á það eða heyrt
í því en það svífur þarna yfir borginni á gráum
vængjum. Einhver antík, eitthvað gamalt en
samt svo ferskt. Kannski að þetta sé hjartslátt-
ur borgarinnar, síungur en samt aldagamall.
Eða bara formáli vetrar, hver veit. Ég get gjör-
samlega týnt mér í svoleiðis kvöldum. Skilurðu
hvað ég á við?“
Hann sneri sér við og leit á þá ljóshærðu,
sem svaraði honum ekki. Pálmi gekk yfir til
hennar, settist á gólfið við sófann og smellti
kossi á kinn. Síðan brosti hann.
„Þú ert ágæt, vissirðu það? Alveg ágæt. Ekki
sú besta, en alveg ágæt,“ sagði hann og stóð á
fætur. Um leið heyrði hann útidyrnar opnast.
Honum fannst sem tíminn stæði kyrr. Hver gat
það verið sem var að koma að þeim þarna? Ef
þetta var Sigríður þá var voðinn vís.
Þegar Sigríður sá svarta Benz-jeppann
hans í innkeyrslunni fann hún enn reiðina
magnast upp í sér. Úr því hann var heima, þá
hafði hann eflaust svikið loforðið. Hún fann
hendur sínar skjálfa og þurfti að beita sig
hörku til að stíga út úr bílnum. Hvert skref
sem hún tók heim að útidyrunum var erfitt.
Hún var lengi að koma lyklinum í skrána og
er hún loks náði að opna dyrnar mætti henni
angan af svita, sætur ilmur af sleipiefni og
nuddolíu. Hún skellti á eftir sér og heyrði þá er
Pálmi kom hlaupandi að forstofunni. Sigríður
kastaði frá sér töskunni og arkaði inn. Er hún
sá hann koma nakinn á móti sér öskraði hún:
„Hvar er hún?“
„Þetta er ekki eins og það sýnist,“ sagði
Pálmi afsakandi og reyndi að róa Sigríði.
Hann virtist þó ekki hafa erindi sem erfiði því
hún strunsaði framhjá honum og inn í stofu.
Þegar hún sá ljóshærðu stúlkuna í sófan-
um gaus reiðin upp í henni og hana langaði
einna helst að slá eiginmann sinn. Pálmi kom
skömmu síðar.
„Sko, Sigga, elskan, leyfðu mér aðeins að
útskýra þetta,“ sagði hann og tók um upp-
handlegg Sigríðar. Hún var fljót að rífa sig
lausa og sneri sér að honum, heiftin brann í
augum hennar.
„Hvernig gastu gert mér þetta? Þú lofaðir,
Pálmi,“ sagði hún og fann tár brjóta sér leið
fram í augnkrókana. Um leið barði hún með
krepptum hnefa í brjóstkassa hans.
„Ég veit, elskan, fyrirgefðu. Ég bara ...,“
sagði hann, lét hendur falla meðfram síðum
og leit skömmustulega niður fyrir sig. Sigríður
sneri sér frá honum og gekk að stúlkunni. Hún
lá enn í sófanum og starði fram fyrir sig. Aug-
un tóm og köld. Sigríður sá að á baki hennar
var storknaður brundur.
„Hvað er langt síðan,“ spurði hún. Pálmi
áræddi ekki að líta á hana.
„Frá því í gærkvöldi,“ svaraði hann lágt. Sig-
ríður tók um höku stúlkunnar og sneri andliti
hennar að sér.
„Fallegt andlit. Ég skil þig vel. Hversu oft
ertu búinn að fá það,“ spurði Sigríður um leið
og hún sleppti stúlkunni. Höfuð hennar féll
máttlaust aftur á leðursófann.
„Fjórum sinnum í dag. Einu sinni í gær-
kvöldi,“ svaraði hann, ögn ákveðnari. Sigríður
gekk alveg upp að honum.
„Þú varst búinn að lofa að ég fengi alltaf
að vera með. Veistu hvað ég er sár og reið? Þú
sveikst mig!“
„Já, fyrirgefðu, elskan, ég lofa þetta kemur
ekki fyrir aftur. Þú færð að vera með næst. Ég
lofa,“ svaraði Pálmi og brosti eins blíðlega og
honum var unnt. Sigríður kinkaði kolli. Síðan
benti hún á líkið og sagði:
„Gakktu frá þessu og klæddu þig í föt.
Börnin bíða okkar í bústaðnum.“
eftir Þorstein Mar Gunnlaugsson 2. sæti
34 23.–25. september 20112011
Margt er líkt með hjónum