Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 44
44 | Menning 23.–25. september 2011 Helgarblað Menningarrýni Hvað ertu að gera? Maturinn var unaður Hvað ertu að lesa? „Ég var að klára bókina Makalaus eftir hana Tobbu töffara og ætla í þessum töluðu orðum að fara og kaupa mér bókina Lýtalaus.“ Uppáhaldssjónvarpsþáttur? „Ég er leiðinlega konan á heimilinu og elska fréttir en ég elska líka allt sem er íslenskt og þá eru gæðin ekki endilega aðalatriðið. Ég er spes stelpa.“ Uppáhaldsveitingastaður? „Ég datt inn á Grillmarkaðinn um daginn og þá aðallega til að sjá hönnunina á staðnum sem Leifur Weildin snillingur sá um. Maturinn var unaður og umhverfið algjört augnakonfekt og ekki spillir fyrir að verðið kom mér á óvart, alls ekki dýr staður.“ Uppáhaldshönnuður? „Spakmannsspjarir eru í algjöru uppáhaldi og ég væri reyndar líka til í að eignast kjól eftir Ellu.“ DV mælir með... DV mælir ekki með... Íris Björk Jónsdóttir Svartur hundur prestsins Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir „Vel unnin sýning, góð stund í leik- húsinu, ljúf og notaleg.“ – Jón Viðar Jónsson Zombieljóðin Mindgroup „Þessi sýning er mistök af hálfu leik- hússins og þau skrifast endanlega á leikhússtjórann.“ – Jón Viðar Jónsson One Man, Two Guvnors Höfundur: Carlo Goldoni og Richard Bean „Óhætt er að mæla með henni við hláturþyrsta landa sem eiga eftir að leggja leið sína til London.“ – Jón Viðar Jónsson Á annan veg „Myndin er dramatísk, fyndin og skemmtileg.“ – Erpur Eyvindarson V erk Jóns Atla Jónas­ sonar fjalla iðulega um íslenskt samfélag og hann finnur sig oft knúinn til að takast á við þau málefni samfélagsins sem erfitt er að horfast í augu við. Og það gerir hann í verð­ launasögu sinni Í kjallaranum. Saga Jóns Atla fjallar um hjón á fimmtugsaldri sem standa allslaus eftir hrunið. Þau hafa einangrast í hálfkláruðu ein­ býlishúsi. Út um glugga húss­ ins horfir heimilisfaðirinn yfir hverfið og það er eyðilegt um að litast. Í einbýlishúsinu er kjall­ araíbúð ætluð dóttur þeirra og verðandi eiginmanni hennar. Í hana áttu þau að flytja þegar þau kæmu heim úr sérnámi. En það ætlar enginn að snúa aftur til Íslands. Saga Jóns Atla var frábær­ lega uppbyggð að mati dóm­ nefndar. „Frábærlega upp­ byggð saga sem fer rólega af stað en nær hámarki í óhugn­ anlegri sögufléttu í lokin, fléttu sem höfundur hefur þó búið lesendur fimlega undir án þess að þeir átti sig bein­ línis á því. Sterk frásögn, með rætur í þjóðfélagsástandinu, sem situr eftir í huga lesenda löngu eftir að lestri er lokið,“ segir Ragnar Jónasson, rithöf­ undur og einn dómnefndar­ meðlima. „Í kjallaranum“ er vel skrifuð saga sem kall­ ast á við nútímann. Stemn­ ingin í hálfbyggða hverfinu kemst vel til skila og félags­ leg einangrunin er trúverð­ ugur bakgrunnur fyrir glæp­ inn,“ segir Lilja Sigurðardóttir, rithöfundur og annar dóm­ nefndarmeðlimur. Hvar er línan? Jón Atli skrifaði söguna síðasta sumar og kynnti sér frásagnir af fólki sem fremur voðaverk. „Við getum nefnt sem dæmi Anders Breivik, þar er maður sem hafði allt með sér. Eða svo virtist. Svo verður hann geðveikur og drep­ ur fullt af fólki á einhverju tjald­ stæði. Þá finnst mér aðkallandi að skoða hvenær verður hann geðveikur. Á hvaða tímapunkti segir hann sig úr samfélagi manna? Annað dæmi er maðurinn sem trylltist í Arizona og skaut þingkonuna. Ég kynnti mér bakgrunn þessa unga ógæfu­ manns. Hann var í skóla og átti við geðræn vandamál að stríða að einhverju leyti. Bekkjarfélag­ arnir voru svo hræddir við hann að skólayfirvöld settu honum þá afarkosti að annaðhvort yrði hann að hætta í skóla eða leita sér læknishjálpar. Hann kýs að gera það ekki heldur fer hann út í búð og kaupir sér byssu. Það sem gerist þennan örlagaríka dag er að hann tekur leigubíl. Leigubíllinn stoppar, hann fer í hraðbanka, borgar leigubílinn. Um leið og hann er búinn að greiða fyrir farið þá skýtur hann fyrsta skotinu. Ég skoða oft atburði sem þessa og frásagnir af þeim og velti því fyrir mér hvenær í at­ burðarásinni verður sá sem fremur voðaverk geðveikur, hvenær verður hann ekki einn af okkur? Hvar er línan? Það er þessi lína sem er svo áhuga­ verð. Hvenær er það sem við hækkum í græjunum og drög­ um fyrir og segjum: Hann er ekki einn af okkur? Það er það sem ég er að rannsaka í þessari sögu.“ Að þrauka eða lifa Heiti sögunnar, Í kjallaranum, vísar að vissu leyti í voðaverk Josephs Fritzl sem byggði dýfl­ issu á eigin heimili og nauðg­ aði þar eigin dóttur. „Það er líka gaman að lesa það sem Elfriede Jelinek skrifar um Joseph Fritzl þar sem hún gerir þessa dýfl­ issu sem hann kýs að smíða sér á eigin heimili að nokkurs konar metafóru fyrir austur­ rískt samfélag. Og það er sam­ félag feðraveldis þar sem allt er þaggað niður. Þetta er náttúru­ lega eina landið sem tók nasist­ unum fagnandi. Svo veltir hún upp þessari ótrúlega mögnuðu spurningu í þessum texta sínum. Hún fær­ ir í orð hið hræðilega og spyr: Fékk hún að velja innrétting­ arnar og flísarnar? Gerðu þau það saman? Þá er hugmynd­ in um fangelsi sett á hvolf, þú þarft að skoða eigin hugmynd um hvað fangelsi er og byggja hana upp aftur. Því hvað er fangelsi? Það má velta því fyrir sér þegar þú keyr­ ir um hálfkláruð hverfi Reykja­ víkurborgar þar sem fólk er fast í örvæntingu í 110% leiðinni og reynir að halda tilveru sinni saman. Hvort er þetta fólk að þrauka eða lifa.“ Verðlaunasagan á fjalirnar Úr verðlaunasmásögunni hans Jóns Atla, Í kjallaranum, hef­ ur verið ákveðið að setja upp leikverk. Það hefur fengið heit­ ið Nóttin nærist á deginum. Að auki leggur hann lokahönd á smásagnasafnið Sporin og verður smásagan, Í kjallaran­ um, hluti af því safni. Jón Atli vinnur um þessar mundir að handritsgerð en Baltasar Kor­ mákur hefur unnið kvikmynd úr hans helsta verki, Djúpinu. Hann stendur einnig á sviði Borgarleikhússins með fé­ lögum sínum úr Mindgroup og flytur með þeim verkið Zombí­ ljóðin. „Það er svolítið öðruvísi að vinna í leikhúsi og við kvik­ myndir. Slík vinna felur í sér mikla samvinnu. Við skrift­ irnar er maður bara einn. Ég kann vel við hvort tveggja þótt ég hafi valið mér að vinna meira í leikhúsinu síðustu ár,“ segir Jón Atli sem þykir af­ kastamikið leikskáld. Hann hefur meðal annars samið leikritin 100 ára hús fyrir Frú Emilíu, Krádplíser fyrir Reyk­ víska Listaleikhúsið, Brim fyr­ ir Vesturport, Draugalest fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Rambó 7 fyrir Þjóðleikhúsið, Mind­ camp og Democrazy, ásamt Agli Heiðari Antoni Pálssyni, fyrir CampX­leikhúsið í Kaup­ mannahöfn. Hann er einn af stofnendum Mindgroup sem eru evrópsk regnhlífarsamtök leikhúsfólks sem vinnur að til­ raunakenndri leiklist. Síðasta verk Jóns Atla, Zombíljóðin, sem hann gerði ásamt Mindgroup, hefur vak­ ið mikið umtal og fengið afar misjafna dóma. Í dómi Jóns Hálfkláruð hverfi borgarinnar fangelsi Jón Atli Jónasson er sagður vera eitt helsta leikskáld þjóðarinnar og á miðviku- dagskvöldið tók hann við Gaddakylfunni sem var afhent af DV í samstarfi við Hið ís- lenska glæpafélag. Á verðlaunaafhending- unni tók hann við kylfunni, sveiflaði henni svolítið og sagði: „Á ég að segja eitthvað, eða á ég kannski bara að berja einhvern,“ og uppskar hlátur gesta. Jón Atli er ekki líklegur til slíkra ódæða en það fer ekki á milli mála að þessum beitta höfundi fer einkar vel að vera vopnaður gaddakylfu. „Því hvað er fangelsi? Það má velta því fyrir sér þegar þú keyrir um hálfkláruð hverfi Reykjavíkurborgar þar sem fólk er fast í örvæntingu í 110% leiðinni. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Gaddakylfan á lofti Reynir með Gaddakylfuna á lofti og Jón Atli býr sig undir magnað höfuðhögg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.