Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 45
Viðars Jónssonar í DV var eft- irfarandi sagt um verkið: „Oft er kvartað undan sensasjón- alisma fjölmiðla – jafnvel ekki laust við að það heyrist stöku sinnum um þann miðil sem ég er nú að skrifa í – en eruð ÞIÐ í leikhúsinu orðin nokkru betri með svona vinnubrögðum?“ Jón Atli segist ekki vanur því að svara dómum. „Ég segi bara það sem ég hef alltaf sagt og við í Mindgroup gerum er það að við sýnum okkar verk í fullkomnum kærleika. Ásetn- ingur okkar er ekki að stuða til þess eins og stuða. Þetta er ekki sensasjónalismi eins og blöðin segja. Það er vitleysa. Það að svara dómum er auð- vitað marklaust,“ segir Jón Atli og brosir. „Viti borið fólk flissar að svona skrifum, vona ég alla vega,“ segir hann og skellir upp úr. Þarf hæfari gagnrýnendur Honum finnst hann þó knúinn til að ræða ákveðin rök sem finna mátti í gagnrýni nokk- urra höfunda. „Ég held að þau rök sem finna má í dómi Fréttablaðsins um hvað megi og hvað megi ekki gera í list- inni, hvaða tími þurfi að líða frá atburðinum sem fjallað er um, séu marklaus,“ seg- ir hann. „Hvenær mátti skrifa um vistina í Auschwitz? Hvað mátti langur tími líða? Hvað með dagbók Önnu Frank? Er það óviðeigandi verk? Það dugar ekki að setja fram sleggjudóma sem þessa og svara ekki áríðandi spurning- um eins og þeim að ofan. Það er voðalega auðvelt að horfa á fimmtíu ára gamalt leikrit í einhverju retróspekti og sog- ast inn í það. En um leið og það er komið í einhvern nútíma þá er erfiðara að bera kennsl á hlutina. Hið sama mátti finna í orðum Jóns Viðars. Annars er þetta ekki í fyrsta skipti sem Jón Viðar kemur á sýningu og ber ekki kennsl á það sem hann sér. Það er auðvelt að for- dæma það sem manni er fram- andi. En listin á að gera mann forvitinn að mínu mati.“ Menning | 45Helgarblað 23.–25. september 2011 Hvað er að gerast? Föstudagur Laugardagur Sunnudagur 23 sep 24 sep 25 sep Bubbi á ferðalagi Hinn eini sanni Bubbi Morthens er með tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af hausttónleikaferðalagi hans um landið en þessi tónleikaröð ber nafnið Ég trúi á þig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og miðaverð er 2.500 krónur. Dans á rósum á Spot Gleðisveitin Dans á rósum leikur fyrir dansi á Spot í Kópavogi, bæði föstudags- og laugardagskvöld. Eyjamennirnir lofa miklu fjöri langt fram eftir nóttu eins og alltént þegar þeir troða upp, enda afar dansvænt band. Syngur lög Evu Cassidy Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir heldur tónleika í kvöld þar sem hún flytur lög bandarísku söngkonunnar Evu Cassidy sem lést fyrir langt fyrir aldur fram. Jóhönnu til halds og trausts á tónleikunum verður bróðir Evu, fiðluleikarinn Dan Cassidy, ásamt hljómsveit skipaðri einvala liði hljóðfæraleikara. Tónleikarnir byrja klukkan 20 og aðgangseyrir er 3.300 krónur. Hjálmar á Nasa Hljómsveitin Hjálmar fagna komu haustsins með tónleikum á Nasa í kvöld. Hljómsveitin hefur verið við upptökur á nýrri plötu og mun flytja ný lög í bland við eldri smelli á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast á miðnætti og kostar 2.000 krónur inn. Útgáfutónleikar Lockerbie Hljómsveitin Lockerbie gaf út sína fyrstu plötu í sumar, Ólgusjó, og blæs af því tilefni til útgáfutónleika í salnum Kaldalóni í Hörpu. Lög af plötunni verða flutt í heild sinni og munu strengjakvartett og blásturs- sveit spila með þeim á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og miðaverð er 2.000 krónur. Hálfkláruð hverfi borgarinnar fangelsi Smásaga fer sigurför Úr verðlaunasmásögunni hans Jóns Atla, Í kjallar- anum, hefur verið ákveðið að setja upp leikverk. Það hefur fengið heitið Nóttin nærist á deginum. Að auki leggur hann lokahönd á smásagnasafnið Sporin og verður smásagan, Í kjallaranum, hluti af því safni. Þ orsteinn Mar er höf- undur sögunnar Margt er líkt með hjónum. Í umsögn dómnefndar segir: „Höfundur leiðir les- endur hálfpartinn eins og lömb til slátrunar með afskap- lega óvæntri uppljóstrun í lok- in.“ Þorsteinn starfar sem vef- stjóri Ölgerðarinnar og hefur að eigin sögn fengist við rit- störf í langan tíma. „Ég byrjaði fyrir 10–12 árum og hef fengið nokkrar sögur birtar. Í sumar kom út bókin Myrkfælni þar sem ég skrifaði 11 hrollvekjur og klassískar draugasögur. Ég hef alltaf lesið mikið og þegar ég sest niður þá kemur þetta svona eðlilega fram finnst mér. Ég skrifa mjög mikið, nánast á hverjum degi og forvitni um mannlegt eðli rekur mig áfram. Mig langaði til að skrifa sögu í gamla stílnum þar sem sögu- lokin koma á óvart. Roald Dahl skrifar til að mynda í þessum stíl. Umfjöllunarefni þessarar sögu er auðvitað mjög óvenju- legt,“ viðurkennir hann og skellir upp úr. Haukur Már Haraldsson lenti í þriðja sæti með sögu sína „Háflæði“ og dómnefnd- inni þótti sagan hafa sterkan og grípandi stíl. „Ég er frekar montinn af þessu, ég sendi hana inn að gamni mínu. Það kitlar hégómagirndina.“ Har- aldur er framhaldsskólakenn- ari og kennir grafíska miðlun og fjölmiðlafræði við Tækni- skólann og saga hans Háflæði fjallar um handrukkara sem fær að bragða á eigin meðöl- um. Spurður hvort hann hafi haft gaman af að pynta hand- rukkara í orðum segir hann það vissulega hafa verið frekar ánægjulegt. „Þetta er persóna sem er óralangt frá mér en maður pælir oft í því hvernig innræti fólk eins og hann búi yfir og út frá hvaða forsendum svona fólk hugsar.“ É g hef oft heyrt þessar flökkusögur um rangar dánartilkynningar þar sem sprelllifandi fólk er tilkynnt látið. Mér fannst það fyndin hugmynd og ákvað að taka hana fyrir,“ segir Valur Grettisson blaðamaður sem hefur tekið þátt í Gaddakylf- unni í þrjú skipti og í hvert ein- asta skipti hefur hann lent í öðru sæti. „Ég er silfurdreng- urinn,“ segir hann og hlær. Sagan hans kallast Hinum megin við götuna og í umsögn dómnefndar eru hún sögð vera öðruvísi glæpasaga þar sem sterkt skopskyn höfundar kemst vel til skila. „Á Íslandi eru glæpasögur ekki fyndnar. Fyrir utan það þá finnst mér glæpasögur ekki skemmtilegar. Þetta er alltaf sama formið, sami þreytti ís- lenski lögreglumaðurinn sem býr á Akureyri eða étur harð- fisk. Þetta er ekkert í tengslum við nokkurn skapaðan hlut. Það er talað um að þær endur- spegli veruleikann en þær gera það ekki. Fyrir vikið þá hugsaði ég með mér að ég nennti ekki að skrifa um einhvern lögreglu- mann sem er drykkfelldur og leysir einhvern glæp. Ég nennti ekki heldur að skrifa um glæpa- menn því ég skrifa náttúrulega svo mikið um glæpamenn í vinnu minni sem blaðamaður. Mín reynsla af því að skrifa um glæpamenn er sú að þeir eru í fyrsta lagi geðveikislega mis- heppnaðir og þeir eru ógeðs- lega vitlausir. Það er ekkert til sem er heillandi glæpamaður. Nema kannski Jón stóri sem er samt meira svona „freakshow“ út af fyrir sig.“ Í sögu Vals, sem átti upp- haflega að vera ástarsaga, er framinn ástríðuglæpur. „Ég hef tekið eftir því að harmrænustu glæpir Íslands eru alltaf eru ástríðuglæpirnir. Maður hefur svo ofboðslega mikla samúð með öllum sem slíkum glæp- um tengjast. Að sama skapi eru þetta erfiðustu málin að skrifa um því í þeim eru engin ill- menni og þetta eru viðkvæm og flókin mál. Þessi mál grípa mig og þau hafa verið umfjöllunar- efni mitt oftar en einu sinni.“ Silfurdrengurinn Forvitnir um mannlegt eðli n Valur Grettisson lenti í öðru sæti í Gaddakylfunni í þriðja skiptið n Þorsteinn Mar og Haukur Már hafa skrif að aðaláhugamáli Ekkert til sem heitir heillandi glæpamaður Valur Grettisson blaðamaður þolir ekki að skrifa um glæpamenn á Íslandi sem honum finnst bæði heimskir og misheppnaðir. Í þriðja sæti Haukur Már Haraldsson (t.h.) tekur við verðlaunum fyrir þriðju bestu söguna. Deildu öðru sæti Þorsteinn Mar og Valur Grettisson deildu öðru sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.