Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 50
50 | Lífsstíll 23.–25. september 2011 Helgarblað
R
eykjavík árið 1903.
Glænýtt, lítið hús
er byggt neðst við
Frakkastíg. Kjallari er
undir hluta hússins
og á því er ekki mannhæðar-
hátt ris. Lítill gluggi á einu her-
bergjanna á aðalhæðinni snýr
í norður og þar er útsýni til Esj-
unnar. Húsið er vel nýtt og um
tíma búa þar um 20 manns.
Árin og áratugirnir líða.
Ákveðið er í kringum 1990
að flytja nokkur timburhús
sem standa við götuna í Litla-
Skerjafjörðinn. Áhugasam-
ir koma að skoða hús áður en
það er gert. Þeirra á meðal er
ungt par, Sigríður Arnardótt-
ir nemi og Kristján Franklín
Magnúss leikari, sem skoða
litla húsið sem er klætt hvítu
bárujárni og með svörtu þaki.
„Konan sem bjó í húsinu
var að baka kökur og brauð
og það var svo mikill kökuilm-
ur í húsinu. Þetta var yndis-
legt,“ segir Sigríður sem flest-
ir þekkja undir nafninu Sirrý.
„Mér fannst vera svo gott and-
rúmsloft í húsinu.“
Kærustuparinu leist vel á
húsið og festi kaup á því.
„Við skelltum því upp á
vörubílspall eina nótt,“ segir
Sirrý en næstu árin var byggt
við húsið auk þess sem þakinu
var lyft þannig að efsta hæðin
stækkaði til muna.
„Húsið okkar var lengi ljótt
og hallærislegt. Við erum ekk-
ert sérstaklega veraldlega
þenkjandi og vildum frekar
fara í frí og ferðast um heiminn
heldur en að leggja allt kapp
á að klára húsið. Sumir skilja
ekkert í því hvað við erum búin
að gera þetta rólega.“
Antík heillar
Gamli stíllinn fær að halda sér
á aðalhæðinni. Sirrý segir að
vandað hafi verið til verka í
gamla hluta hússins og að ekki
hafi þurft að laga neitt nema
hvað Kristján Franklín reif nið-
ur veggfóður, það var málað og
tekinn niður panell í loftinu.
Sami panell er á veggjunum á
aðalhæðinni og var settur fyrir
áratugum síðan. Sömu sögu er
að segja um viðargólfið.
Sirrý og Kristján Franklín
tóku líka lóðina í gegn. „Við
vorum með haka og skóflu og
skiptum um jarðveg. Ég nýt
þess alveg í botn þegar ég sit
úti í garði og anda að mér rósa-
ilminum eða næ í salat sem við
ræktum í garðinum. Við gerð-
um þetta allt – allt frá því að
skipta um jarðveg til þess að
gróðursetja. Það er gaman að
hafa gert þetta allt með eigin
höndum.“
Setið er í borðstofunni þar
sem sést út í fallegan garðinn.
Sirrý er búin að setja á borð-
ið skál með lummum, krukku
með hunangi og vínber.
Augljóst er að hún velur
hluti í stíl við húsið; flestir eru
þeir í gömlum stíl – meira að
segja matar- og kaffistellið sem
hún segir tengdamóður sína,
ömmu eiginmannsins, hafa
gefið þeim.
„Við fundum borðstofu-
stólana á einhverjum antík-
markaði en okkur fannst þeir
passa við húsið.“ Hún talar líka
um borð í stofunni. „Hann-
es Hafstein átti það á sínum
tíma. Svo sáum við spegilinn,
sem er í stofunni, á antíkmark-
aði og okkur fannst hann hafa
verið búinn til í stíl við borðið.
Þá auglýstum við eftir notuðu
píanói.“ Hvað varðar stofu-
sófana segir Sirrý: „Þeir voru
nýir en samt eins og þeir væru
gamlir.“
Forláta kista er í stofunni.
„Amma mannsins míns, sem
fæddist árið 1900, fékk hana
þegar hún var ung og gaf okk-
ur hana.“
Jú, allt er í stíl enda seg-
ir Sirrý: „Mér þykir óskaplega
vænt um allt með sögu; ég er
hrifin af mörgu sem er gamal-
dags.“
Kennir í Háskólanum á
Bifröst
Það er ró og friður í gamla hús-
inu með litla glugganum þar
sem útsýni var til Esjunnar.
Þegar horft er út um hann í dag
sést í næsta hús. Það er líka ró
og friður fyrir utan.
Sirrý er heimakær og er
vinnuaðstaða hennar á heim-
ilinu. Fjölmiðlakonan sér nú
um útvarpsþáttinn Sirrý á
sunnudagsmorgnum á Rás 2,
hún heldur námskeið í sam-
skiptafærni, meðal annars hjá
fyrirtækjum og stéttarfélögum,
og hún kennir nemendum Há-
skólans á Bifröst ýmislegt um
framsækni og örugga tjáningu.
„Það verður hluti af námi allra
sem fara í háskólann að læra
að koma fram bæði í sjón-
varpi og ræðupúlti, gera fer-
ilskrá, stýra fundum, takast á
við sviðsskrekk og njóta sín á
mannamótum.“
Sirrý hefur auk þess séð,
ásamt Önnu Borg, sjúkra- og
einkaþjálfara, um „heilsuborg-
arferðir“ í samvinnu við ferða-
skrifstofuna VITA og Icelandair
og verður farið í næstu ferð
13. október. Ferðirnar kallast
„Komdu léttari heim – léttari á
fæti og léttari í lund“. „Ferðirn-
ar er fyrir konur og karla á öll-
um aldri. Við verðum með lít-
ið hótel fyrir sunnan Alicante
bara fyrir okkur þar sem verð-
ur heilsukokkur, boðið verður
upp á líkamsrækt, gönguferðir,
náttúruskoðun og ég verð með
uppbyggilega fyrirlestra. Aðal-
atriðið er að hver og einn taki
það sem hann vill af því sem í
boði verður.“
Augljóst er að Sirrý legg-
ur ekki bara áherslu á mann-
leg samskipti í fjölmiðlastörf-
unum heldur nær það lengra.
„Það liggur mjög vel fyrir mér
að miðla. Ég hef einhverja þörf
fyrir að gefa af mér. Það er svo
gaman að finna að maður hef-
ur einhverja styrkleika; það
er gaman að fá að vinna við
það, gefa af sér og hjálpa fólki
að finna styrkleika sína og
blómstra.“
Blóm. Þau eru mörg blóm-
in í garði Sirrýjar í Litla-Skerja-
firðinum. Hún fer út í garð,
klippir rós og setur í skál.
Lummur í skál. Antík.
Það hefur margt verið skraf-
að í þessu húsi í rúma öld
og mörg lögin verið spiluð á
gamla píanóið.
Jú, það virðist vera góður
andi í húsinu.
Húsið flutt á
vörubílspalli
n Húsið stóð áratugum saman við Lindargötu n Það var flutt í Litla-Skerjafjörðinn fyrir um
20 árum og síðan hefur verið byggt við það n Gamli, rómantíski stíllinn fær að halda sér
Gamalt píanó og gamall spegill Eldhúsið er opið og bjart og er eld-
húsinnréttingin ný og í stíl við húsið.
Borðstofuborðið Antíkstólar og
antíkstell í borðstofunni.
Með græna fingur „Ég nýt þess alveg í botn þegar ég sit úti í garði og anda
að mér rósailminum eða næ í salat sem við ræktum í garðinum.“
Gott andrúmsloft í gamla
húsinu Sirrý og sonur hennar,
Kjartan Franklín, og vinur hans,
Finnbogi Mannfreð.
Áður var hægt að horfa á Esjuna út um litla gluggann Hvað varðar
stofusófana segir Sirrý: „Þeir voru nýir en samt eins og þeir væru gamlir.“
Grafíkmyndin er eftir Baltasar Samper.