Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Side 10
10 | Fréttir 10. október 2011 Mánudagur
D
óttir biskups krefst
uppgjörs,“ hljóð
aði forsíðufyrirsögn
DV þann 11. ágúst
2010. Guðrún Ebba
Ólafsdóttir hafði óskað eftir
áheyrn kirkjuráðs, æðsta fram
kvæmdavalds þjóðkirkjunnar.
Hún vildi deila reynslu sinni
með ráðinu, reynslu sinni af
föður sínum, biskupnum, sem
misnotaði hana kynferðislega
allt frá unga aldri.
Frásögn sem breytti öllu
Frásögn Guðrúnar Ebbu varð
vendipunktur í biskupsmál
inu svokallaða, máli kvenna
sem sökuðu Ólaf Skúlason
biskup um kynferðisbrot gegn
sér árið 1996. Konurnar upp
lifðu vantrú og fálæti, þær voru
forsmáðar, úthrópaðar og út
skúfaðar. Að lokum hrökklað
ist Sigrún Pálína Ingvarsdóttir,
sú sem steig fyrst fram og var í
forsvari fyrir hópinn, úr landi
með fjölskylduna.
Þegar dóttir Ólafs ákvað
hins vegar að segja sannleik
ann um föður sinn og styðja
Sigrúnu Pálínu horfðu mál
in öðruvísi við. Fólk sem áður
efaðist um sekt biskupsins
neyddist nú til að trúa frásögn
um þessara kvenna. Með fram
göngu dóttur hans hafði Ólafur
Skúlason biskup tapað sakleysi
sínu í hugum fólks.
„Hataði þennan mann“
Guðrún Ebba hóf að vinna
úr reynslu sinni árið 2003, þá
47 ára. Guðrún Ebba er fyrsta
barn þeirra hjóna, ofbeldið
hófst áður en hún hafði náð
sex ára aldri, stóð yfir árum
saman og fór fram við hinar
ýmsar aðstæður. Stundum
bauð faðir hennar henni með
í bíltúr og misnotaði hana þar.
Stundum sagði hann henni að
koma inn á einkasalerni hans á
heimilinu. Hann hafði gríðar
legt vald yfir henni og í henn
ar huga runnu faðir hennar og
Guð saman í eitt þegar hún sá
hann predika í fullum skrúða.
Hún átti sér hvergi skjól, nema
á kirkjubekknum þar sem hún
sat og horfði á hann messa yfir
söfnuðinum og vissi að á með
an gæti hann ekki snert hana.
Þar leyfði hún sér að vera reið,
sá svart í kringum hann og
hugsaði með sér að hann væri
af hinu illa. „Ég fann að ég hat
aði þennan mann,“ sagði hún.
Sunnudagarnir voru verst
ir, þá fékk hann útrás fyrir
spennufallið með því að kalla
hana niður á klósett til sín um
kvöldið þegar hann hafði lokið
skyldum sínum sem prestur.
Var ekki viðstödd útförina
Þegar Ólafur lést í janúar árið
2008 fann Guðrún Ebba að hún
gæti ekki verið við útför hans.
Til að skýra mál sitt ræddi hún
við séra Pálma Matthíasson
sem sá um útförina og sagði
honum sögu sína. Pálmi lagði
áherslu á að hún kæmi í jarðar
förina, hvatti hana til að hugsa
málið og vísaði henni til bróð
ur síns, séra Gunnars Rúnars
Matthíassonar sem er formað
ur fagráðs kirkjunnar. Þar með
var boltinn farinn að rúlla.
Leitaði til presta
Gunnar Rúnar efaðist aftur
á móti um að mál Guðrúnar
Ebbu ætti erindi til fagráðs
ins, þar sem ofbeldið hefði
farið fram á heimilinu og faðir
hennar var látinn. Hann kann
aði nú samt málið en niður
staðan var sú að það væri rétt
mat, mál hennar ætti ekki er
indi við fagráð Þjóðkirkjunn
ar. Seinna þegar rannsóknar
nefnd kirkjuþings fór yfir
málið sagði Guðrún Ebba að á
þessum tíma hefði hún verið í
miklu áfalli og réttast hefði ver
ið að hjálpa henni. Í raun hefði
fokið í hana þegar hún hugs
aði til baka og ímyndaði sér að
nú væri einhver stúlka, dóttir
prests, að ganga í gegnum það
sama og hún gekk í gegnum og
fengi að heyra að ofbeldið væri
heimilismál og kirkjan myndi
ekki skoða það. Síðar sagði
Gunnar Rúnar að það hefði
verið rangt mat að mál hennar
ætti ekki erindi við fagráðið.
Fyrir jarðarförina hringdi
Guðrún Ebba einnig í Karl
Sigurbjörnsson, núverandi
biskup þjóðkirkjunnar, sem
hvatti hana til að kveðja föður
sinn en þrýsti ekki á hana að
mæta í jarðarförina.
Afsökunarbeiðni
Guðrúnar Ebbu
Um haustið hélt Guðrún Ebba
áfram að vinna úr sínum mál
um, meðal annars með sam
tölum við Guðrúnu Jónsdóttur,
talskonu Stígamóta, og Sig
rúnu Pálínu en Guðrún Ebba
bað hana afsökunar og sagði
hversu sárt sér þætti að hafa
varið föður sinn þegar hún
steig fram á sínum tíma og leit
aðist við að gera hana og hin
ar konurnar sem sökuðu Ólaf
um kynferðisofbeldi ótrúverð
ugar en það gerði hún til að
verja sjálfa sig. Ólafur varðist
ásökunum einnig með kjafti
og klóm, sagðist vera saklaus
maður og kærði konurnar fyrir
meiðyrði.
Eftir að hafa rætt þetta við
þær, séra Bjarna Karlsson,
séra Sigfinn Þorleifsson og dr.
Sólveigu Önnu Bóasdóttur
sammæltust þau um að það
myndi auka trúverðugleika
kvennanna ef Guðrún Ebba
segði frá sinni reynslu. Svo hún
ákvað að gera það.
Fór á fund Karls
Fyrsta skrefið var að fara á fund
Karls, þann 18. mars 2009, en
Karl vissi þá þegar að Guð
rún Ebba væri að deila reynslu
sinni á vettvangi Blátt áfram.
Á fundinum sátu þau saman
í hring, hún, biskupinn, séra
Þorvaldur Karl Helgason bisk
upsritari, séra Birgir Ásgeirs
son og Sólveig Anna. Guðrún
Ebba sagði sögu sína og þau
hlustuðu.
Þegar hún hafði lokið máli
sínu voru fyrstu viðbrögð Karls
að spyrja: „Hvað á ég að segja
við hana mömmu þína?“ Guð
rún Ebba sagðist ekki vita það
en tók það fram að hún vildi
hitta kirkjuráð, það væri henni
mikilvægt. Þá var hún einnig
með minnisblað með sér en
var tjáð að langbest væri að
hún skrifaði formlegt erindi og
óskaði eftir að það yrði bókað.
Sem hún gerði.
Þá lýsti hún yfir stuðningi
við Sigrúnu Pálínu og sagði
að ákveðnu réttlæti yrði náð
ef hún fengi að koma á fund
kirkjuráðs, fengi uppreisn æru
sinnar með opinberri afsökun
arbeiðni frá íslensku þjóðkirkj
unni og sanngjarnar skaða
bætur.
Afsökunarbeiðni Karls
Sigrún Pálína fékk fund með
kirkjuráði og í kjölfarið bað
Karl „þær konur og börn, sem
brotið hefur verið á af hálfu
starfsmanna og þjóna kirkj
unnar fyrirgefningar á þeirri
þjáningu og sársauka sem þau
hafa liðið,“ í setningarræðu
sinni við upphaf prestastefnu
Íslands árið 2009.
Við sama tækifæri sagði
Karl að kirkjuþing hefði sett
starfsreglur um meðferð kyn
ferðisbrotamála í kirkjunni.
Þær reglur voru kynntar Sig
rúnu Pálínu á fundi kirkjuráðs,
þar sem hún var einnig beð
in afsökunar á þeim sársauka
sem hún hefur þurft að þola.
Þess má geta að Karl kom
að máli Sigrúnar Pálínu og
Dagbjartar Guðmundsdóttur,
sem stigu fram á sínum tíma og
álitu þær að hann hefði brugð
ist þeim í sáttatilraunum þeirra
við biskupinn og þjóðkirkjuna.
Dagbjört óskaði seinna eftir
fundi með Karli en afþakkaði
hann síðan vegna framgöngu
hans í fjölmiðlum.
Sendi formlegt bréf
Guðrún Ebba gerði aftur á
móti það sem Karl hafði beðið
hana um og ritaði bréf í fram
haldi af fundi sínum með hon
um. Bréfið var sent þann 27.
mars 2009, stílað á biskup og
biskupsstofu og þar óskaði
Guðrún Ebba eftir því að hitta
kirkjuráð og að meðfylgjandi
minnisblað yrði fært til bókar.
Minnisblaðið bar fyrirsögn
ina: „Ég óska eftir tækifæri til
að segja biskupi og kirkjuráði
sögu mína.“ Lýsti hún reynslu
sinni af föður sínum og sagði:
„Það er mér mikið hjartans
mál að kirkjan reyni að tryggja
með öllum tiltækum ráðum
að þetta komi ekki fyrir aftur,
að kynferðisbrotamenn kom
ist til æðstu metorða. Ég tel
nauðsynlegt að íslenska þjóð
kirkjan taki skýra afstöðu gegn
kynferðislegu ofbeldi og lýsi
því yfir að það sé synd. Kirkj
an þarf að taka sér stöðu með
þolendum og margir þolend
ur eiga í trúarlegum erfiðleik
um og finnst Guð hafa brugð
ist sér. Ég tel einnig mikilvægt
að prestar og allir sem starfi á
vegum kirkjunnar fái fræðslu
um kynferðislegt ofbeldi.“
Bréfinu stungið
ofan í skúffu
Bréfi Guðrúnar Ebbu var ekki
svarað og það var ekki fyrr en
um einu og hálfu ári seinna
sem bréfið var formlega skráð
í skjalaskrá biskupsstofu, eða
þann 17. september 2010, eftir
að DV hóf umfjöllun um málið.
Karl sagði að það hefði ekki
verið meðvituð ákvörðun að
láta hjá líða að skrá bréfið en
þar sem það var talið innihalda
mjög alvarlegar ásakanir á
hendur látnum manni var beðið
með það. Karl sagðist ekki muna
hvað varð á endanum til þess að
bréfið var loks skráð í skjalakrá
embættisins haustið 2010.
Skjalavörður biskupsstofu
lýsti því hins vegar hvernig hún
sat í sínum stól með bréfahníf
inn og opnaði bréf Guðrúnar
Ebbu. Þegar hún áttaði sig á efni
bréfsins brá henni illilega, svo
varð henni brugðið að hún stóð
upp úr stól sínum og ruddist
inn á fund biskups með öðrum
manni. Biskup tók henni fagn
andi þar sem hún færði honum
allajafna kærleiksrík bréf en í
þetta sinn rétti hún honum bréf
ið með orðunum „þetta er ekki
gott bréf“. Karl byrjaði strax að
lesa, varð brúnaþungur og átt
aði sig fljótt á alvarleika bréfsins.
„Ég mun skrá þetta bréf þegar
þú biður mig þess,“ sagði skjala
vörðurinn þá, stóð í smá stund
og horfði á biskupinn, því þetta
var afskaplega dramatísk stund.
Svo gekk hún sína leið og skipti
sér ekki meira af, þar sem hún
var bara skjalavörður.
Nokkrum dögum síðar –
kannski tveimur vikum – kallaði
hún eftir bréfinu þar sem henn
ar heiður sem skjalavörður væri
í húfi en skrifstofustjórinn sagði
að biskup réði þessu, það væri
hann sem valdið hefði. „Þá firri
ég mig allri ábyrgð,“ sagði skjala
vörðurinn þá, „málið er í ykkar
höndum og ég bíð eftir ykkar
fyrirmælum.“ Um einu og hálfu
ári síðar fór hún aftur upp á loft
og krafðist þess að fá þessi bréf,
þar sem málið var orðið að stór
máli, en þá lágu þau í skúffu rit
ara biskups og búið var að fjöl
falda einhver þeirra.
„Það átti að ýta
mér til hliðar“
Guðrún Ebba ítrekaði erindi
sitt með tölvupósti til Þor
valds Karls þann 16. júní 2009.
Þorvaldur Karl áframsendi
bréf hennar til Karls og Guð
mundar Þórs Guðmundsson
ar, framkvæmdastjóra kirkju
ráðs, tveimur dögum síðar. Um
þetta hefur Guðrún Ebba sagt:
„Ég hringdi í Þorvald Karl þeg
ar mér var orðið ljóst að það átti
að ýta mér til hliðar. Fyrst hugs
aði ég alltaf um hvað Sigrún Pá
lína fengi þegar upp væri staðið,
en svo hugsaði ég um mig sjálfa,
þetta væri rosastórt mál fyrir
mig líka og ég væri með nýjar
upplýsingar.“ Eins og hún sagði,
þá sagði hún öllum frá og reyndi
að koma sögu sinni til skila en
n Ekki líta undan er saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur Ólafs Skúlasonar n Sunnudagarnir
voru verstir n Þá var hann undir álagi og losaði um spennu með því að misnota dóttur sína
„Þar gat hann ekki snert mig“
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Úttekt
Ólafur Skúlason Misnotaði dóttur sína kynferðislega um árabil. Hún átti
hvergi skjól nema í kirkjunni á sunnudögum, þar gat hann ekki snert hana.
Sunnudagar
Við birtum hér brot úr bók-
inni, kaflann Sunnudagar:
„Ég hef oft óskað þess að
sunnudagar rynnu aldrei upp. Þeir
bara hyrfu og kæmu aldrei framar.
Ég gæti bara sofnað á laugardags-
kvöldi og vaknað á mánudags-
morgni. Árum saman skildi ég ekki
eða skynjaði af hverju mér leið
alltaf svona illa á sunnudögum og
þurfti að hafa svo mikið fyrir því að
láta þá líða.
Þegar ég var lítil og sá pabba
standa við altarið í messuskrúð-
anum, oft fyrir fullri kirkju, fylltist
ég miklu stolti og fannst sunnudag-
arnir hápunktur vikunnar. Ég horfði
gagntekin á pabba þjónusta Guð.
Ég vildi líka að hann væri stoltur af
mér, var prúð og stillt í messunni og
söng sálmana sem ég kunni marga
utanbókar.
Við lærðum að biðja bænir heima
og þá vorum við að biðja til þess
Guðs sem pabbi talaði um í kirkj-
unni. Það var aldrei nein spurning
um hvort Guð væri til, sem barni
hefði mér aldrei dottið í hug að
efast um það. En ég var algerlega
valdalaus bæði gagnvart pabba
og hans Guði.
Eins og fyrr segir notaði pabbi
stundum sunnudagskvöldin til
að beita mig kynferðisofbeldi.
Ég man að ég hugsaði að pabbi
væri undir svo miklu álagi um
helgar og að hann þyrfti að losa
um spennu. Kannski sagði hann
eitthvað í þeim dúr við mig en
ekki er ólíklegt að ég hafi komið
með þessa skýringu sjálf til þess
að reyna að réttlæta misgjörðir
hans og skýra fyrir sjálfri mér þá
staðreynd að faðir minn, sem ég
hélt að elskaði mig, var sá sem
meiddi mig mest og skeytti engu
um tilfinningar mínar og velferð.
Ég byrjaði því mjög ung að setja
ofbeldi og ást í eina sæng.
Þetta er lýsandi dæmi um þau
ruglingslegu skilaboð og mót-
sagnir sem ég ólst upp við. Þess
vegna get ég ekki með skynsam-
legum hætti skýrt allt misræmið
í hegðun minni og lífsmynstri,
átröskunina, drykkjuna sem ég
faldi með því að skila alltaf mínu,
stjórnleysið undir sléttu og felldu
yfirborði og ekki síst samband
mitt við föður minn eftir að ég
varð fullorðin.
Þegar ég komst til vits og
þroska varð erfiðara að halda
hinum myrka heimi frá dagsljós-
inu. Ég fór að gera mér grein fyrir
því að pabbi fór ekki eftir því sem
hann predikaði og ég kom auga
á andstæðurnar í fari hans. Allt
í einu sat ég í messu á sunnu-
dögum og fann að ég hataði
þennan mann. Ég horfði á hann
í predikunarstólnum og fannst
vera myrkur í kringum hann. Ég
hataði sunnudagana þar sem
hann þóttist heilagur í kirkjunni
en notaði svo tækifærið sama
kvöld til að beita mig viðbjóðs-
legu ofbeldi sem ég skammaðist
mín fyrir og óttaðist að allir sæju
utan á mér. Ég vildi trúa á hið
fallega og góða en ég hataði
þennan Guð sem pabbi vann fyrir.
Hann var Guðinn hans pabba en
ekki minn, ég átti engan Guð.
Hvar gat ég leyft mér að vera reið
út í pabba? Hvar var ég óhult? Í
kirkjunni – á sunnudögum. Þar
gat pabbi ekki snert mig. Seinna,
þegar hugurinn var búinn að loka
á allar minningar um kynferðis-
ofbeldið og ég var meira að segja
flutt að heiman, sat ég uppi með
tilfinninguna og vanlíðanina
sem fylgdi sunnudögunum; mér
fannst ég svo óhrein og vond.
Það var ekki fyrr en ég var komin
á sextugsaldur að ég sá samhengi
hlutanna og ég skildi af hverju
mér leið svona illa á sunnudögum.
Kynferðisofbeldi föður míns,
kirkjan og sunnudagarnir voru
samtengd í mínum huga. Þessi
tilfinning mín mun kannski aldrei
hverfa alveg, en ég hef lært að
lifa með henni.“
„Ég hataði
sunnudagana
þar sem hann þóttist
heilagur í kirkjunni en
notaði svo tækifærið
sama kvöld til að
beita mig viðbjóðs-
legu ofbeldi sem ég
skammaðist mín fyrir
og óttaðist að allir
sæju utan á mér.