Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Side 11
Fréttir | 11Mánudagur 10. október 2011
undirtektirnar voru litlar sem
engar: „Ég fékk engin viðbrögð,
ekki neitt ...“ Hún heyrði ekk-
ert frá biskupnum en staðfest
er að hann ræddi við móður
Guðrúnar Ebbu á þessum tíma.
Lögmaður móðurinnar lagðist
einnig gegn því að Sigrúnu Pá-
línu yrði boðið á fund kirkju-
ráðs.
Yfirlýsing kirkjuráðs
Guðrún Ebba ítrekaði beiðni
sína svo enn á ný þann 27.
maí 2010 með öðru bréfi.
Hún heyrði hins vegar ekkert
frá biskupsstofu fyrr en dag-
inn áður en henni var skyndi-
lega boðið á kirkjuráðsfund,
þann 17. ágúst 2010. Karl sagði
að fyrr um vorið hefði ver-
ið ákveðið að bjóða henni á
fund ráðsins í september en
fundinum hafi svo verið flýtt.
Stenst það samkvæmt bókun
frá fundargerð kirkjuráðs 24.
júní 2010.
Það var svo 25. ágúst sem
kirkjuráð sendi frá sér svo-
hljóðandi yfirlýsingu: „Kirkju-
ráð hefur átt fund með Sigrúnu
Pálínu Ingvarsdóttur og Guð-
rúnu Ebbu Ólafsdóttur þar sem
þær lýstu sögu sinni sem þol-
endur kynferðisbrota. Kirkju-
ráð leggur trúnað á frásagnir
þeirra og tekur undir orð bisk-
ups Íslands í fjölmiðlum þess
efnis. Fyrir hönd þjóðkirkj-
unnar biður kirkjuráð þær og
aðra þá sem brotið hefur ver-
ið á af hálfu starfsmanna og
þjóna kirkjunnar fyrirgefningar.
Kirkjuráð harmar þá þjáningu
og sársauka sem þau hafa liðið.
Kirkjuráð ítrekar að kynferðis-
brot eru ekki liðin innan kirkj-
unnar og lýsir samstöðu við
þá einstaklinga og félagasam-
tök sem styðja þau sem líða og
vinna að forvörnum og vitund-
arvakningu meðal þjóðarinnar
um þessi alvarlegu mál.“ Á svip-
uðum tíma var málverk af Ólafi
tekið niður, þar sem það hékk á
biskupsstofu og fært upp á loft.
Óljós afstaða Karls
Sjálfur átti Karl erfitt með að
taka afstöðu í málinu og þegar
hann var spurður að því í Kast-
ljósi hvort hann tryði frásögn
Guðrúnar Ebbu sagðist hann
þurfa að bera virðingu fyrir því
þegar fólk greindi frá svona
reynslu, sérstaklega þegar um
börn væri að ræða, en hann
gæti ekki dæmt í málinu, enginn
mannlegur máttur gæti dæmt
í málinu og Ólafur væri látinn.
„Það er vandi að svara þessu,“
sagði hann. „Ég vil allavega ekki
rengja hana, ég hef engar for-
sendur til þess að rengja hana,“
sagði hann og bætti því við að
það yrði að taka svona frásagnir
alvarlega og þá kvöl sem þar býr
að baki en Guðrún Ebba hefur
þráð skýrari viðurkenningu á
því sem gerðist.
Baráttan heldur áfram
Eftir að biskupsmálið komst
aftur í hámæli var rannsókn-
arnefnd kirkjuþings skipuð
til þess að fara yfir viðbrögð
og starfshætti þjóðkirkjunn-
ar vegna ásakana á hendur
Ólafi Skúlasyni biskupi um
kynferðisbrot. Átti nefndin að
leggja mat á hvort um mis-
tök, vanrækslu eða vísvitandi
þöggun eða tilraun til þögg-
unar hafi verið að ræða af
hálfu vígðra þjóna og starfs-
manna kirkjunnar og hverjir
kynnu að bera ábyrgð á því.
Niðurstaðan var áfellisdómur
yfir íslensku þjóðkirkjunni,
þótt ekki væri talið að vísvit-
andi hafi verið reynt að þagga
málið niður. Þeir sem komu
að málum sitja þó áfram í sín-
um embættum og Karl starfar
enn sem biskup en hann gerð-
ist sekur um fjölmörg mistök
í málinu að mati rannsóknar-
nefndarinnar.
Í kjölfarið, 22. júlí 2011,
voru sanngirnisbætur greidd-
ar til fjögurra kvenna sem
urðu fyrir kynferðisbrotum
af hálfu Ólafs. Sigrún Pálína
fékk að auki greiddan útlagð-
an kostnað vegna málsins. Við
það tækifæri var það ítrekað að
kirkjuþing myndi vinna áfram
að umbótatillögum í sam-
starfi við sérfræðinga sem síð-
an verða lagðar fyrir kirkjuþing
næstkomandi nóvember.
En Guðrún Ebba hefur ekki
lokið baráttu sinni gegn kyn-
ferðislegri misbeitingu í skugga
kirkjunnar, er stjórnarmaður
hjá Blátt áfram og Drekaslóð
og efnir nú til málþings, ásamt
fagráði um meðferð kynferðis-
brota innan kirkjunnar og guð-
fræði- og trúarbragðadeild Há-
skóla Íslands.
Ekki líta undan
Málþingið fer fram þann 18.
október í hátíðarsal háskól-
ans og efni þess er kynferð-
isleg misnotkun á börnum
í trúarlegu samhengi. Dr.
Marie M. Fortune frá Faith
Trust Institute verður með
erindi en hún hefur meðal
annars skrifað bækur með
það að markmiði að rjúfa
þögn um kynferðisofbeldi
innan kristinna kirkna og
leitast við að þjálfa presta og
aðra starfsmenn kirkjunnar í
að styðja og reisa upp fórnar-
lömb kynferðisofbeldis. Auk
hennar munu Guðrún Ebba
og fleiri flytja erindi.
Fundarstjórn verður í
höndum Elínar Hirst, sem
hefur á undanförnum mán-
uðum skráð sögu Guðrúnar
Ebbu, Ekki líta undan.
Bókin kemur út í gær-
kvöldi. Hún fjallar um afleið-
ingar þess að láta kyrrt liggja
og nauðsyn þess að horfast
í augu við hið liðna, hversu
sárt og erfitt sem það kann
að vera. Guðrún Ebba við-
urkennir veikleika sína og
skoðar hvernig kynferðisof-
beldið hefur litað allt henn-
ar líf, hvernig hún deyfði sig
með margvíslegum hætti,
meðal annars með átrösk-
un og drykkju, tókst á við
vandann og knúði kirkjunn-
ar menn til að horfast í augu
við vanda sinn þegar slík mál
eru annars vegar – hætta að
líta undan.
„Þar gat hann ekki snert mig“
„Faðir minn,
sem ég hélt
að elskaði mig, var
sá sem meiddi mig
mest og skeytti engu
um tilfinningar mínar
og velferð. Ég byrjaði
því mjög ung að setja
ofbeldi og ást í eina
sæng.
„Faðir, fyrirgef
þeim, því að
þær vita ekki
hvað þær gjöra“
Fjölmargir lýstu yfir stuðningi við biskupinn þegar ásakanir á hendur
honum komu fram árið 1996. Við birtum smá brot af þessum stuðn-
ingsyfirlýsingum.„Kirkjuráð harmar þær ásak-
anir sem bornar eru fram á
hendur biskupi Íslands og eru al-
varleg atlaga að æru hans og heiðri
kirkjunnar þjóna og valda djúpri
sorg málsaðilum og öllum unnend-
um kirkju og kristni.„Í framhaldi af fundi þann 11.
mars 1996 í safnaðarheimili
Bústaðakirkju viljum við undirrit-
aðar konur koma á framfæri að við
hörmum þær ásakanir sem bornar
hafa verið á herra Ólaf Skúlason,
biskup Íslands. Í starfi með honum
bar aldrei skugga á.„Við séra Ólafur höfðum mik-
ið saman að sælda og ég tel
mig þekkja hann það vel að enginn
fær mig til að trúa þeim ávirðing-
um, sem á hann eru bornar.
„Að þessu athuguðu og með
hliðsjón af ýmsum aðstæð-
um systur minnar, svo sem ég
þekki þær, er ég fullkomlega sann-
færður um að þessi frásögn sé með
öllu tilhæfulaus.
„Við; sem höfum unnið svo
lengi með Ólafi Skúlasyni,
trúum ekki þeim áburði, sem á
hann er borinn. Hér hlýtur að vera
um einhvern hrapallegan misskiln-
ing að ræða eða samsæri.
„Ég vil segja að hefði hans
„karakter“ verið í þá veru að
áreita ungar konur þá hefði hann
virkilega haft til þess tækifæri
þetta sumar. Aldrei kom neitt slíkt
upp, hann var ljúfmannlegur og
glaður í framkomu.„Vitað er að sumar konur – því
miður – eiga í vandamálum
með sinn „animus“ sem er hin
karllega arketýpa sem sálfræð-
ingurinn frægi, Carl G. Jung, ræddi
oft um og kynnti í ritum sínum.
Þá getur ímyndun blönduð óljósri
þrá byggt upp hjá sumum konum
þráhyggju sem getur orðið til þess
að umbreyta raunveruleikanum í
eitthvað sem undirvitundin leitar
eftir.“
Guðrún Ebba Berst gegn
kynferðislegri misnotkun á börnum í
trúarlegu samhengi. Hún missti tökin
á eigin lífi eftir ofbeldið, barðist við
stjórnleysi, drykkju og átraskanir
en hóf að vinna úr sinni reynslu árið
2003, þá 47 ára.